Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. nóvember 2009

Sann­kölluð jóla­há­tíð var á Mið­bæj­ar­torgi á laug­ar­dag þeg­ar kveikt var á ljós­um á jólatré Mos­fell­inga.

Börn og full­orðn­ir glödd­ust yfir því að að­vent­an er nú geng­in í garð og skein gleð­in úr hverju and­liti á laug­ar­dag­inn þeg­ar kveikt var á ljós­un­um á jólatré Mos­fell­inga á Mið­bæj­ar­torgi. Fjöldi var sam­an kom­inn og voru jóla­lög­in sung­in háum rómi og dansað í kring um jóla­tréð.

Eft­ir há­tíð­ar­höld úti á torgi færði mann­fjöld­inn sinn inn í hús í Kjarna þar sem áfram var glaðst. Glað­beitt­ir jóla­svein­ar gáfu börn­um jóla­epli og einn­ig voru Mjall­hvít og dverg­arn­ir sjö mætt­ir á svæð­ið.

Kammerkór Mos­fells­bæj­ar söng jóla­lög og há­tíð­ar­stemm­ing mynd­að­ist. Ekki dró það úr há­tíð­ar­bragn­um að vöffluilm­ur­inn smaug um vit­in enda stóð Kammerkór­inn einn­ig fyr­ir sinni ár­legu kaffisölu.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00