Sannkölluð jólahátíð var á Miðbæjartorgi á laugardag þegar kveikt var á ljósum á jólatré Mosfellinga.
Börn og fullorðnir glöddust yfir því að aðventan er nú gengin í garð og skein gleðin úr hverju andliti á laugardaginn þegar kveikt var á ljósunum á jólatré Mosfellinga á Miðbæjartorgi. Fjöldi var saman kominn og voru jólalögin sungin háum rómi og dansað í kring um jólatréð.
Eftir hátíðarhöld úti á torgi færði mannfjöldinn sinn inn í hús í Kjarna þar sem áfram var glaðst. Glaðbeittir jólasveinar gáfu börnum jólaepli og einnig voru Mjallhvít og dvergarnir sjö mættir á svæðið.
Kammerkór Mosfellsbæjar söng jólalög og hátíðarstemming myndaðist. Ekki dró það úr hátíðarbragnum að vöffluilmurinn smaug um vitin enda stóð Kammerkórinn einnig fyrir sinni árlegu kaffisölu.
Tengt efni
Foreldrafundur í kvöld
Fræðslu og frístundavið Mosfellsbæjar stendur fyrir foreldrafundi í kvöld, þriðjudag 22. ágúst. Fundurinn hefst kl. 17:30 og er haldinn á Teams.
Fögnum fjölbreytileikanum - Regnbogagata máluð í Mosfellsbæ
Í dag, miðvikudaginn 9. ágúst, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, tóku bæjarstjóri og bæjarfulltrúar til hendinni og máluðu regnbogagötu fyrir framan félagsheimilið Hlégarð.
Líf og fjör í Mosó í allt sumar
Það er nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar.