Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. desember 2009

    Um 50 manns sóttu al­menn­an kynn­ing­ar­f­und um nýtt mið­bæj­ar­skipu­lag sem hald­inn var í Lista­sal á þriðju­dag og sköp­uð­ust góð­ar um­ræð­ur.

    Um 50 manns sóttu al­menn­an kynn­ing­ar­f­und um nýtt mið­bæj­ar­skipu­lag sem hald­inn var í Lista­sal á þriðju­dag og sköp­uð­ust góð­ar um­ræð­ur. Arkí­tekt mið­bæj­ar­skipu­lags­ins, Sig­urð­ur Ein­ars­son, frá Batte­rí­inu Arkí­tekt­ar, kynnti að­drag­anda til­lög­unn­ar, sem hef­ur ver­ið í und­ir­bún­ingi í fimm ár, og út­skýrði hana í meg­in­at­rið­um. Formað­ur skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar, Bryndís Har­alds­dótt­ir, kynnti jafn­framt sjón­ar­mið sem höfð voru að leið­ar­ljósi við gerð til­lög­unn­ar.

    Út­gangspunkt­ur til­lög­unn­ar er lif­andi, grænn mið­bær, fram­sækin bygg­ing­ar­list og hlý­legt um­hverfi. Far­ið hef­ur ver­ið í gegn um mik­ið sam­ráðs­ferli með íbú­um. Gerð var skoð­ana­könn­un með­al íbúa um hvern­ig þeir nýti mið­bæ­inn og hvern­ig þeir vildu að hann þró­að­ist til fram­tíð­ar. Einn­ig voru sett­ir sam­an rýni­hóp­ar íbúa til að vinna úr nið­ur­stöð­um þeirr­ar könn­un­ar og voru til­lög­urn­ar m.a. byggð­ar á þeim upp­lýs­ing­um sem þann­ig feng­ust.

    Á fund­in­um var tals­vert spurt um svo­kall­að­ar mót­vægisað­gerð­ir gegn vindi sem Sig­urð­ur Ein­ars­son kynnti. Á bygg­ing­um sem gert er ráð fyr­ir að rísi sitt hvoru meg­in við Kjarna er gert ráð fyr­ir að kom­ið verði upp ein­ing­um sem dragi úr vindi. Með­al þess sem notað hef­ur ver­ið eru hvers kyns grind­ur sem byggð­ar eru utan á hús en einn­ig er gert ráð fyr­ir að lög­un hús­anna sé þann­ig gerð að hún drepi einn­ig vind. Einn­ig er gert ráð fyr­ir að tals­vert af trjám verði plantað, bæði í því skyni að draga úr vindi, og einn­ig til þess að gera mið­bæ­inn grænni.

    Til­lag­an um nýtt deili­skipu­lag mið­bæj­ar­ins í Mos­fells­bæ, er nú í aug­lýs­ingu ásamt sam­svar­andi til­lögu að breyt­ing­um á að­al­skipu­lagi. Til­lög­urn­ar eru til sýn­is á torg­inu í Kjarna. Frest­ur til að gera at­huga­semd­ir við til­lög­urn­ar renn­ur út 7. des­em­ber.

    Kl. 17:00 – 17:30 alla virka daga með­an sýn­ing­in á torg­inu stend­ur munu starfs­menn Mos­fells­bæjar eða full­trúar í skipulags- og byggingarnefnd verða á staðnum til að veita upp­lýs­ingar og svara fyrirspurnum, eða nánar tiltekið sem hér segir:

    • Fimmtud. 26. nóv. Finnur Birgisson, skipulagsfulltrúi
    • Föstud. 27. nóv. Bryndís Haraldsdóttir, form. s/b-nefndar
    • Mánud. 30. nóv. Finnur Birgisson, skipulagsfulltrúi
    • Þriðjud. 1. des. Ólafur Gunnarsson, varaform. s/b-nefndar og Jónas Sigurðsson, nefndarmaður
    • Miðvikud. 2. des. Ásbjörn Þorvarðarson, byggingarfulltrúi
    • Fimmtud. 3. des. Bryndís Haraldsdóttir, form. s/b-nefndar og Marteinn Magnússon, nefndarmaður
    • Föstud. 4. des. Ólafur Gunnarsson, varaform. s/b-nefndar og Jónas Sigurðsson, nefndarmaður
    • Mánud. 7. des. Finnur Birgisson, skipulagsfulltrúi

    Bæjarbúar geta einnig sent fyrirspurnir eða óskað eftir upplýsingum með tölvupósti til mos@mos.is

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00