Skólahljómsveitin stendur í stórræðum um þessar mundir.
Ný afstaðnar æfingabúðir A og B sveitar í Klébergsskóla á Kjalarnesi tókust mjög vel fyrir tveimur vikum. Næstkomandi laugardag 14. nóvember efnir Skólahljómsveitin til vöfflutónleika í Lágafellsskóla. Fram koma A – B, og C sveitir, alls um 110 hljóðfæraleikarar. Efnisskráin fjölbreytt að vanda og tilvalin til að hlusta á meðan áheyrendur gæða sér á vöfflu með rjóma og kaffisopa. Tónleikarnir hefjast kl. 11:00 í Lágafellsskóla.
Tengt efni
Mosfellsbær fjárfestir aukalega 100 milljónum í forvarnir
Vetrarfrí í Mosfellsbæ 2024
Listaskólanum færður nýr flygill að gjöf
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti Listaskólanum formlega nýjan flygil að gjöf frá Mosfellsbæ á fyrstu tónleikum hausttónleikadaga skólans sem fóru fram 15. – 17. október í félagsheimilinu Hlégarði.