Skólahljómsveitin stendur í stórræðum um þessar mundir.
Ný afstaðnar æfingabúðir A og B sveitar í Klébergsskóla á Kjalarnesi tókust mjög vel fyrir tveimur vikum. Næstkomandi laugardag 14. nóvember efnir Skólahljómsveitin til vöfflutónleika í Lágafellsskóla. Fram koma A – B, og C sveitir, alls um 110 hljóðfæraleikarar. Efnisskráin fjölbreytt að vanda og tilvalin til að hlusta á meðan áheyrendur gæða sér á vöfflu með rjóma og kaffisopa. Tónleikarnir hefjast kl. 11:00 í Lágafellsskóla.
Tengt efni
Nemendur úr Helgafellsskóla plöntuðu birkiplöntum
Tveir vinabekkir 1.B og 8.B úr Helgafellsskóla plöntuðu birkiplöntum úr Yrkjusjóði nálægt Köldukvísl nýlega.
Frístundaávísun hækkar
Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.
Líf og fjör í Mosó í allt sumar
Það er nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar.