Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. desember 2009

  Fjöldi há­tíð­legra við­burða er í boði á að­vent­unni í Mos­fells­bæ og geta Mos­fell­ing­ar án efa all­ir fund­ið eitt­hvað við sitt hæfi, jafnt ung­ir sem aldn­ir. Heil­mik­ið er um að vera um helg­ina og verð­ur hér stiklað á því helsta.

  Fjöldi há­tíð­legra við­burða er í boði á að­vent­unni í Mos­fells­bæ og geta Mos­fell­ing­ar án efa all­ir fund­ið eitt­hvað við sitt hæfi, jafnt ung­ir sem aldn­ir. Heil­mik­ið er um að vera um helg­ina og verð­ur hér stiklað á því helsta.

  Í kvöld býð­ur Sam­fylk­ing­in til nota­legs að­ventu­kvölds í fé­lags­að­stöðu sinni í Þver­holti 3. Mos­fellsk­ir rit­höf­und­ar lesa úr verk­um sín­um, Jón Kalm­an Stef­áns­son les úr ný­út­kom­inn bók sinn Harm­ur engl­anna og Ævar Örn Jóseps­son les úr vænt­an­legri bók. Kvartett úr Karla­kór Kjalnes­inga syng­ur inn jólagleð­ina og Magnús Orri Schram þing­mað­ur flyt­ur tölu í takt við til­efn­ið. Jólag­lögg og ljúf­ar veit­ing­ar. All­ir vel­komn­ir!

  Á morg­un frá 12:00 til 17:00 mun Hand­verk­stæð­ið Ás­garð­ur vera með sinn ár­lega jóla­markað í hús­næði sínu að Ála­foss­vegi 22 í Mos­fells­bæ. All­ar leik­fangalín­ur Ás­garðs verða til sýn­is og sölu, einn­ig verða kaffi / súkkulaði og kök­ur til sölu gegn vægu gjaldi. Góð­ir gest­ir líta í heim­sókn í Ás­garð og að þessu sinni mun góð­vin­ur Ás­garðs, Kristján Kristjáns­son (KK) skemmta gest­um með nokkr­um vel völd­um lög­um.

  Einn­ig fer fram að­fanga­mark­að­ur í Fé­lags­garði í Kjós á morg­un, laug­ar­dag­inn 5. des­em­ber. All­ir eru boðn­ir vel­komn­ir að heim­sækja Kjós­ina þenn­an frá­bæra dag. Hægt er að ná sér í jólatré inn í Hval­fjörð og koma svo í Fé­lags­garð og fá sér heitt kaffi eða kakó með rjóma og ganga að borði hlöðnu veit­ing­um.

  Þá verða heima­menn og nokkr­ir að­komu­menn með mik­ið úr­val að hvers­kon­ar vör­um sem koma sér vel fyr­ir jólin. Víst er að þeir sem koma í Fé­lags­garð geta átt náð­uga að­ventu í vænd­um, því þeir þurfa þá ekki að fara búð úr búð til að leita að að­föng­um fyr­ir jólin. Þeir geta þá líka ver­ið viss­ir um að inn­kaup þeirra brenni ekki upp dýr­mæt­um er­lend­um gjald­eyri, held­ur frek­ar að efla inn­lenda at­vinnu­sköp­un.

  Á laug­ar­dag­inn verð­ur kyrrð­arstund í Mos­fells­kirkju kl. 9-11. Stund­in hefst í morg­un­rökkrinu með krist­inni íhug­un. Síð­an er geng­ið út í birtu dags­ins og far­ið í stutt­an göngu­túr í daln­um. Heitt kakó í lok sam­veru.

  Að­ventu­kvöld verð­ur síð­an hald­ið í Lága­fells­kirkju kl. 20 á sunnu­dag. Ræðu­mað­ur Bjarni Snæ­björn Jóns­son Fjöldi söngv­ara og tón­list­ar­manna flytja okk­ur fal­lega jóla­tónlist. Prest­ar safn­að­ar­ins leiða stund­ina. Kaffi­veit­ing­ar verða í safn­að­ar­heim­il­inu.

  Á kaffi­hús­inu Hraun­hús, Völu­teigi 6, er einn­ig mik­ið um að vera fyr­ir jólin. Hraun­hús­ið er með vör­ur frá hátt í 50 ís­lensk­um hönn­uð­um víðs veg­ar af land­inu. Á að­vent­unni verða ná­grann­ar Hraun­húsa, Hlín Blóma­hús með fal­leg­ar skreyt­ing­ar til sýn­is í Hraun­hús­um. Á sunnu­dag kl.14-15.30 árit­ar Ebba Guðný Guð­munds­dótt­ir bók sína „Hvað á ég að gefa barn­inu mínu að borða?“ og spjall­ar við gesti Hraun­húsa.

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00