Mál númer 202203832
- 21. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #845
Kynning á stöðu framkvæmda
Afgreiðsla 430. fundar fræðslunefndar samþykkt á 845. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. febrúar 2024
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #430
Kynning á stöðu framkvæmda
- 13. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #834
Upplýsingar veittar um stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
Afgreiðsla 423. fundar fræðslunefndar samþykkt á 834. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. september 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #423
Upplýsingar veittar um stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
Óskar Gísli Sveinson deildastjóri á Umhverfissviði fór yfir stöðu framkvæmda. Verkáætlun hefur hliðrast til um 6-7 vikur en til stendur að afhenda fyrsta áfanga í endurbótum Kvíslarskóla þann 10. október. Í þeim áfanga eru mötuneyti og fimm kennslustofur. Kvíslarskóli getur þá tekið í notkun húsnæði sem uppfyllir nútímakröfur og gerir ráð fyrir aðgengi fyrir alla. Fræðslunefnd þakkar Óskari Gísla fyrir kynninguna.
- 29. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #824
Upplýsingar veittar um stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
Afgreiðsla 419. fundar fræðslunefndar samþykkt á 824. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. mars 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #419
Upplýsingar veittar um stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
Lárus Elíasson verkefnastjóri á Umhverfissviði fór yfir stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar muni standa fram yfir skólabyrjun í ágúst. Áætlanir gera ráð fyrir að mötuneyti og borðsalur verið tilbúinn í upphafi skólaársins og sérgreinastofur strax þar á eftir. Framkvæmdir á gluggum og gluggaskipti á efri hæð mun mögulega standa yfir eftir að skólaárið hefst án þess að hafa teljandi áhrif á skólastarf. Fræðslunefnd þakkar fyrir upplýsingarnar og leggur áfram áherslu á góða upplýsingagjöf og samstarf allra sem að verkefninu koma.
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við fyrirtækið Múr- og málningarþjónustuna Höfn í kjölfar útboðs.
Afgreiðsla 1562. fundar bæjarráðs samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. desember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1562
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við fyrirtækið Múr- og málningarþjónustuna Höfn í kjölfar útboðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samningaviðræðna við Múr- og málningarsþjónustuna Höfn af því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 26. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #814
Upplýsingar um mötuneytismál í Kvíslarskóla.
Afgreiðsla 412. fundar fræðslunefndar samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. október 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #412
Upplýsingar um mötuneytismál í Kvíslarskóla.
Í ljósi framlagðra upplýsinga á minnisblaði og umræðu á fundinum leggur fræðslunefnd áherslu á að grunnskólafulltrúi í samstarfi við skólastjóra Kvíslarskóla haldi áfram vinna að því að boðið verði upp á hádegismat í Kvíslarskóla sem allra fyrst.
- 12. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #813
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út glugga á 1. og 2. hæð Kvíslarskóla.
Afgreiðsla 1551. fundar bæjarráðs samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #813
Upplýsingar um stöðu skólahalds og framkvæmda. Upplýsingar og umræða um stöðu mötuneytismála. Lögð fram til umræðu tillaga L-lista frá 810. fundi bæjarstjórnar um tímabundna færslu á mötuneytisaðstöðu nemenda yfir í Hlégarð.
Afgreiðsla 411. fundar fræðslunefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. október 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1551
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út glugga á 1. og 2. hæð Kvíslarskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út glugga á 1. og 2. hæð Kvíslarskóla ásamt ísetningu í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
- 5. október 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #411
Upplýsingar um stöðu skólahalds og framkvæmda. Upplýsingar og umræða um stöðu mötuneytismála. Lögð fram til umræðu tillaga L-lista frá 810. fundi bæjarstjórnar um tímabundna færslu á mötuneytisaðstöðu nemenda yfir í Hlégarð.
Fræðslunefnd vísar tillögunni til umsagnar á fræðslusviði. Nefndin leggur áherslu á að mötuneytisþjónustu í einhverri mynd verði komið á í Kvíslarskóla með eins fljótt og auðið er og felur framkvæmdarstjóra að útfæra tillögur þess efnis sem lagðar verða fyrir fræðslunefnd og bæjarráð.
- 28. september 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #812
Upplýsingar um stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
Afgreiðsla 1550. fundar bæjarráðs samþykkt á 812. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. september 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1550
Upplýsingar um stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Jóhanna Magnúsdóttir, verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði, komu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
- 31. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #810
Upplýsingar veittar um framkvæmdir við Kvíslarskóla.
Afgreiðsla 1546. fundar bæjarráðs samþykkt á 810. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 31. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #810
Upplýsingar veittar um stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
Afgreiðsla 408. fundar fræðslunefndar samþykkt á 810. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 31. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #810
Upplýsingar veittar um stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
Tillaga L lista:
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar leggur til að móttökueldhús Kvíslarskóla og mötuneytisaðstaða nemenda verði fært tímabundið úr Kvíslarskóla í Hlégarð, á meðan framkvæmdir og endurbætur standa yfir á húsnæði skólans.Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum að vísa tillögunni til umfjöllunar bæjarráðs. Einn bæjarfulltrúa D lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
***
Bókun B, C og S lista:
Bæjarfulltrúar Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar taka undir áhyggjur bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar af mötuneytismálum nemenda við Kvíslarskóla og teljum mikilvægt að nemendum verði tryggður matur í hádeginu. Þar af leiðandi hefur þegar verið kannað hvort að sá möguleiki sem lagður er til sé fýsilegur og var niðurstaðan sú að þetta væri ekki fær leið.Skv. upplýsingum frá framkvæmdastjóra fræðslusviðs þá mun skýrast á næstunni hvenær verður hægt að taka mötuneyti Kvíslarskóla í notkun. Komi í ljós að það dragist meira en nokkrar vikur þá verður leitað annarra lausna en á meðan verður boðið upp á léttan hádegisverð á kostnaðarverði til nemenda.
***
Afgreiðsla 1545. fundar bæjarráðs samþykkt á 810. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum. - 25. ágúst 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1546
Upplýsingar veittar um framkvæmdir við Kvíslarskóla.
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundarsviðs fóru yfir stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
- 24. ágúst 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #408
Upplýsingar veittar um stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
Jóhanna B Hansen framkvæmdastjóri Umhverfissviðs fór yfir stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla. Þórhildur Elvarsdóttir skólastjóri Kvíslarskóli sagði frá áætlunum sem varða skólahald og aðbúnað í skólanum á næstu dögum og vikum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við Kvíslarskóla muni standa fram á næsta ár skv. áætlun sem nú liggur fyrir. Fræðslunefnd þakkar fyrir upplýsingarnar og leggur áfram áherslu á góða upplýsingagjöf og samstarf allra sem að verkefninu koma.
- 18. ágúst 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1545
Upplýsingar veittar um stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Linda Udengård framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs og Hallgrímur Skúli Hafsteinsson, verkefnastjóri veittu upplýsingar um stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
- 17. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #809
Lögð fyrir bæjarráð kynning á stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla og óskað heimildar bæjarráðs til útboðs á lausum stofum.
Afgreiðsla 1540. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
- 17. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #809
Lagt fyrir bæjarráð minnisblað vegna framkvæmda á 2. hæð í Kvíslarskóla og staða framkvæmda á 1. hæð kynnt.
Afgreiðsla 1542. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
- 17. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #809
Ósk um heimild til að ganga að tilboði Terra ehf um færanlegar kennslustofur við Kvíslarskóla.
Afgreiðsla 1543. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 809. fundi bæjarstjórnar.
- 28. júlí 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1543
Ósk um heimild til að ganga að tilboði Terra ehf um færanlegar kennslustofur við Kvíslarskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við Terra ehf. um færanlegar kennslustofur við Kvíslarskóla. Umhverfissviði er veitt heimild til undirritunar samning á grundvelli tilboðs frá Terra ehf. að því gefnu að öll skilyrði útboðsgagna séu uppfyllt. Í samræmi við 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur skv. 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 14. júlí 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1542
Lagt fyrir bæjarráð minnisblað vegna framkvæmda á 2. hæð í Kvíslarskóla og staða framkvæmda á 1. hæð kynnt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að farið verði í framkvæmdir við 2. hæð Kvíslarskóla á næstu 4-6 vikum til að koma hæðinni í það horf að hægt verði að nýta húsnæðið á haustönn 2022 í samræmi við það sem lýst er í fyrirliggjandi minnisblaði.
- 30. júní 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1540
Lögð fyrir bæjarráð kynning á stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla og óskað heimildar bæjarráðs til útboðs á lausum stofum.
Kynning á stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela umhverfissviði að viðhafa útboð á færanlegum kennslustofum fyrir Kvíslarskóla.
- 29. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #808
Upplýsingar um stöðu framkvæmda
Afgreiðsla 407. fundar fræðslunefndar samþykkt á 808. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #807
Veittar verða upplýsingar um stöðu framkvæmda.
Afgreiðsla 1537. fundar bæjarráðs samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
- 14. júní 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #407
Upplýsingar um stöðu framkvæmda
Lagt fram og kynnt. Fræðslunefnd þakkar fulltrúum umhverfissviðs fyrir kynningu á stöðu framkvæmda í Kvíslarskóla og leggur áherslu á að upplýsingagjöf í málinu til nefndarfólks, forráðamanna og annarra hagsmunaaðila verði öflug á meðan á framkvæmdum stendur.
- 9. júní 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1537
Veittar verða upplýsingar um stöðu framkvæmda.
Á fundinn mættu Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, frá EFLU, Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs, og Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri á umhverfissviði, og fóru yfir stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
- 1. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #806
Framkvæmdir á fyrstu hæð Kvíslarskóla. Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í framkvæmdir samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði.
Bókun B-, C- og S-lista:
Núverandi meirihluti er ný tekinn við og fær þetta alvarlega mál varðandi Kvíslaskóla í fangið í upphafi kjörtímabils. Fyrir þessum fundi í dag liggur fyrir að staðfesta ákvörðun síðasta bæjarráðs um að fara að tillögum umhverfissviðs um framkvæmdir vegna rakaskemmda í Kvíslaskóla og auknar fjárheimildir vegna þeirra framkvæmda. Hér er um að ræða framkvæmdir sem ráðist er í samkvæmt ráðgjöf helstu sérfræðinga. Samhliða þessum framkvæmdum er verið að gera heildarúttekt á allri byggingunni.
Það er mat okkar á grundvelli þeirra upplýsinga sem liggja fyrir í dag að óábyrgt sé að fresta afgreiðslu málsins enda myndi það þýða að framkvæmdir stöðvast. Vonir standa til þess að hægt sé að ráðast í allar nauðsynlegar framkvæmdir í sumar þannig að húsnæðið verði orðið öruggt fyrir nemendur og starfsfólk næsta haust enda nauðsynlegt að bæjaryfirvöld leiti allra ráða til að gera skólahúsnæði bæjarins heilnæmt til íveru.
Bæjarfulltrúar B, S og C lista taka það skýrt fram að nauðsynlegt er að fá niðurstöður í heildarúttekt á raka og mögulegum rakaskemmdum í Kvíslaskóla sem allra fyrst og birta niðurstöður þeirrar úttektar. Þegar þær niðurstöður liggja fyrir verða teknar frekari ákvarðanir um framhaldið.***
Afgreiðsla 1536. fundar bæjarráðs samþykkt á 806. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum
- 25. maí 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1536
Framkvæmdir á fyrstu hæð Kvíslarskóla. Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í framkvæmdir samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði.
Til máls tóku:
ÁS, JBH, HS, KGÞ, SÓJ, ÖÞH, BBjBæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fara í þær framkvæmdir sem tilgreindar eru í meðfylgjandi minnisblaði og jafnframt að fram fari verðkönnun vegna verkþátta 5 og 6 og framkvæma í framhaldinu á grundvelli niðurstöðu hennar. Jafnframt er samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að undirbúa útboð á innréttingu fyrstu hæðar Kvíslarskóla. Að lokum samþykkt með þremur atkvæðum að fela fjármálastjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna þess hluta framkvæmdarinnar sem ekki rúmast innan núverandi fjárhagsáætlunar sem lagður verið fyrir bæjarráð til afgreiðslu.
- 6. apríl 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #802
Lögð fyrir bæjarráð minnisblað um rakaframkvæmdir sem þarf að ráðast í í Kvíslarskóla
Afgreiðsla 1529. fundar bæjarráðs samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. mars 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1529
Lögð fyrir bæjarráð minnisblað um rakaframkvæmdir sem þarf að ráðast í í Kvíslarskóla
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs kom á fundinn og fór yfir fyrirliggjandi minnisblað þar sem fram kemur aðgerðaplan fyrir endurbætur við Kvíslarskóla vor og sumar 2022. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að farið verði í fyrri hluta verkefnisins á grundvelli samþykktrar viðhaldsáætlunar 2022 líkt og lagt er til í fyrirliggjandi minnisblaði. Jafnframt er umhverfissviði veitt heimild til að undirbúa útboð vegna seinni hluta verkefnisins.