25. maí 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022202203832
Framkvæmdir á fyrstu hæð Kvíslarskóla. Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í framkvæmdir samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði.
Til máls tóku:
ÁS, JBH, HS, KGÞ, SÓJ, ÖÞH, BBjBæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fara í þær framkvæmdir sem tilgreindar eru í meðfylgjandi minnisblaði og jafnframt að fram fari verðkönnun vegna verkþátta 5 og 6 og framkvæma í framhaldinu á grundvelli niðurstöðu hennar. Jafnframt er samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að undirbúa útboð á innréttingu fyrstu hæðar Kvíslarskóla. Að lokum samþykkt með þremur atkvæðum að fela fjármálastjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna þess hluta framkvæmdarinnar sem ekki rúmast innan núverandi fjárhagsáætlunar sem lagður verið fyrir bæjarráð til afgreiðslu.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
2. Helgafellshverfi 5. áfangi - gatnagerð202109561
Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við, Jarðval ehf og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs Jarðvals ehf að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Til máls tóku:
ÁS, SÓJ, HSBæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við lægstbjóðanda, Jarðval ehf., að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt. Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því kæranda var eða mátti verða kunnugt um framangreinda ákvörðun.
3. Vegtenging Mosfellsdal201812133
Tillaga um samkomulag við Hádegisklett ehf. vegna makaskipta á landi í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á Þingvallavegi í Mosfellsdal og lagningar vegar að Jónstótt.
Til máls tóku:
ÁS, BBjBæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samninga um makaskipti á landi í tengslum við lagningu nýs vegar að Jónstótt.
4. Synjun þinglýsingarstjóra á leiðréttingu þinglýsingar borin undir héraðsdóm202204145
Kæra landeiganda að landi við Helgafell á úrskurði sýslumannsembættisins á höfuðborgarsvæðinu er lýtur að þinglýsingu samkomulags frá árinu 2004. Greinargerð Mosfellsbæjar í málinu lögð fram til kynningar.
Tíl máls tóku:
ÞMH, HS, ÁS, SÓJ, BBjMálið kynnt.
5. Krafa um viðurkenningu á rétti til íbúðareininga og/eða andvirðis íbúðareininga202205304
Krafa landeiganda í Helgafelli á viðurkenningu á rétti til íbúðareininga og/eða andvirðis íbúðareininga.
Til máls tóku:
ÁS, HS, SÓJ, ÞMHErindið lagt fram. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins.
6. Kæra til yfirfasteignamatsnefndar- óskað umsagnar Mosfellsbæjar202201374
Úrskurður yfirfasteignamatsnefndar lagður fram til kynningar.
Til máls tóku:
ÞMH, HS, SÓJBæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að leggja mat á niðurstöðuna.
7. Kæra til ÚUA vegna ákvörðunar byggingafulltrúa vegna Leirutanga 10202110356
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lagður fram til kynningar.
Til máls tóku:
ÁSLagt fram.
8. Rekstur deilda janúar til mars 2022202205482
Yfirlit yfir rekstur deilda janúar til mars 2022 lagt fram fram til kynningar
Til máls tóku:
PJL, ÁSPétur J. Lockton fjármálastjóri fór yfir yfirlit yfir rekstur deilda janúar til mars 2022.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
9. Bréf vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu202205161
Bréf mennta- og barnamálaráðherra varðandi stuðning við móttöku barna á flótta frá Úkraínu.
Til máls tóku:
HSBæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar og afgreiðslu framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs.
10. Leiguíbúðir fyrir aldraða í Mosfellsbæ202204082
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Umsögnin lögð fram.
11. Frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd) - beiðni um umsögn202205364
Frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd). Umsagnarfrestur er til 31. maí nk.
Lagt fram.
12. Frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaráætlun 2022-2036 - beiðni um umsögn202205397
Frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaráætlun 2022-2036. Umsagnarfrestur er til 1. júní nk.
Lagt fram.
13. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda - beiðni um umsögn202205406
Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Umsagnarfrestur er til 1. júní nk.
Lagt fram.
14. Frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða)- beiðni um umsögn202205483
Frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða). Umsagnarfrestur er til 8. júní nk.
Lagt fram.
15. Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga) - beiðni um umsögn202205485
Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga). Umsagnarfrestur er til 8. júní nk.
Lagt fram.