Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. maí 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kvísl­ar­skóli - fram­kvæmd­ir 2022202203832

    Framkvæmdir á fyrstu hæð Kvíslarskóla. Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í framkvæmdir samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði.

    Til máls tóku:
    ÁS, JBH, HS, KGÞ, SÓJ, ÖÞH, BBj

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fara í þær fram­kvæmd­ir sem til­greind­ar eru í með­fylgj­andi minn­is­blaði og jafn­framt að fram fari verð­könn­un vegna verk­þátta 5 og 6 og fram­kvæma í fram­hald­inu á grund­velli nið­ur­stöðu henn­ar. Jafn­framt er sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að und­ir­búa út­boð á inn­rétt­ingu fyrstu hæð­ar Kvísl­ar­skóla. Að lok­um sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fjár­mála­stjóra að út­búa við­auka við fjár­hags­áætlun vegna þess hluta fram­kvæmd­ar­inn­ar sem ekki rúm­ast inn­an nú­ver­andi fjár­hags­áætl­un­ar sem lagð­ur ver­ið fyr­ir bæj­ar­ráð til af­greiðslu.

    Gestir
    • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • 2. Helga­fells­hverfi 5. áfangi - gatna­gerð202109561

    Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við, Jarðval ehf og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs Jarðvals ehf að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.

    Til máls tóku:
    ÁS, SÓJ, HS

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að semja við lægst­bjóð­anda, Jarð­val ehf., að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt. Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 5 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því kær­anda var eða mátti verða kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

  • 3. Veg­teng­ing Mos­fells­dal201812133

    Tillaga um samkomulag við Hádegisklett ehf. vegna makaskipta á landi í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á Þingvallavegi í Mosfellsdal og lagningar vegar að Jónstótt.

    Til máls tóku:
    ÁS, BBj

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi samn­inga um maka­skipti á landi í tengsl­um við lagn­ingu nýs veg­ar að Jón­st­ótt.

  • 4. Synj­un þing­lýs­ing­ar­stjóra á leið­rétt­ingu þing­lýs­ing­ar borin und­ir hér­aðs­dóm202204145

    Kæra landeiganda að landi við Helgafell á úrskurði sýslumannsembættisins á höfuðborgarsvæðinu er lýtur að þinglýsingu samkomulags frá árinu 2004. Greinargerð Mosfellsbæjar í málinu lögð fram til kynningar.

    Tíl máls tóku:
    ÞMH, HS, ÁS, SÓJ, BBj

    Mál­ið kynnt.

    • 5. Krafa um við­ur­kenn­ingu á rétti til íbúð­arein­inga og/eða and­virð­is íbúð­arein­inga202205304

      Krafa landeiganda í Helgafelli á viðurkenningu á rétti til íbúðareininga og/eða andvirðis íbúðareininga.

      Til máls tóku:
      ÁS, HS, SÓJ, ÞMH

      Er­ind­ið lagt fram. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fresta af­greiðslu máls­ins.

      • 6. Kæra til yf­ir­fa­st­eigna­mats­nefnd­ar- óskað um­sagn­ar Mos­fells­bæj­ar202201374

        Úrskurður yfirfasteignamatsnefndar lagður fram til kynningar.

        Til máls tóku:
        ÞMH, HS, SÓJ

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að leggja mat á nið­ur­stöð­una.

      • 7. Kæra til ÚUA vegna ákvörð­un­ar bygg­inga­full­trúa vegna Leiru­tanga 10202110356

        Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lagður fram til kynningar.

        Til máls tóku:
        ÁS

        Lagt fram.

      • 8. Rekst­ur deilda janú­ar til mars 2022202205482

        Yfirlit yfir rekstur deilda janúar til mars 2022 lagt fram fram til kynningar

        Til máls tóku:
        PJL, ÁS

        Pét­ur J. Lockton fjár­mála­stjóri fór yfir yf­ir­lit yfir rekst­ur deilda janú­ar til mars 2022.

        Gestir
        • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
      • 9. Bréf vegna mót­töku barna á flótta frá Úkraínu202205161

        Bréf mennta- og barnamálaráðherra varðandi stuðning við móttöku barna á flótta frá Úkraínu.

        Til máls tóku:
        HS

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs.

      • 10. Leigu­íbúð­ir fyr­ir aldr­aða í Mos­fells­bæ202204082

        Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.

        Um­sögn­in lögð fram.

      • 11. Frum­varp til laga um út­lend­inga (al­þjóð­leg vernd) - beiðni um um­sögn202205364

        Frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd). Umsagnarfrestur er til 31. maí nk.

        Lagt fram.

      • 12. Frum­varp til laga um stefnu­mót­andi byggðaráætlun 2022-2036 - beiðni um um­sögn202205397

        Frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaráætlun 2022-2036. Umsagnarfrestur er til 1. júní nk.

        Lagt fram.

      • 13. Til­laga til þings­álykt­un­ar um fram­kvæmda­áætlun í mál­efn­um inn­flytj­enda - beiðni um um­sögn202205406

        Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Umsagnarfrestur er til 1. júní nk.

        Lagt fram.

      • 14. Frum­varp til laga um skipu­lagslög (upp­bygg­ing inn­viða)- beiðni um um­sögn202205483

        Frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða). Umsagnarfrestur er til 8. júní nk.

        Lagt fram.

      • 15. Frum­varp til laga um sveit­ar­stjórn­ar­lög (íbúa­kosn­ing­ar á veg­um sveit­ar­fé­laga) - beiðni um um­sögn202205485

        Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga). Umsagnarfrestur er til 8. júní nk.

        Lagt fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00