5. október 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Elín Eiríksdóttir varamaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
- Hildur Pétursdóttir (HP) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir Verkefnastjóri grunnskólamála
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samþætt þjónusta við börn202210022
Kynning á framkvæmd og skipulagi Mosfellsbæjar á samþættri þjónustu í þágu farsældar barna í samræmi við samnefnd lög nr. 86/2021.
Fræðslu og frístundasvið ásamt Fjölskyldusviði Mosfellsbæjar hefur unnið markvisst að því á undanförnum mánuðum að efla þverfaglegar áherslur og samhæfa verklag þvert á svið í anda snemmtæks stuðnings við börn og unglinga. Sú vinna er í anda nýrra laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna og Menntastefnu Mosfellsbæjar. Markmiðið er að styðja enn betur við farsæld allra barna í Mosfellsbæ með samhæfðari skóla- og velferðarþjónustu. Fræðslunefnd styður þessa þróun og hvetur til þess að nýtt verklag og aðferðir verði kynntar vel fyrir foreldrum og öðrum hlutaðeigandi.
Gestir
- Íris Dröfn H. Marteinsdóttir verkefnastjóri Farsældarhringsins og Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri skólaþjónust Mosfellsbæjar
2. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022202203832
Upplýsingar um stöðu skólahalds og framkvæmda. Upplýsingar og umræða um stöðu mötuneytismála. Lögð fram til umræðu tillaga L-lista frá 810. fundi bæjarstjórnar um tímabundna færslu á mötuneytisaðstöðu nemenda yfir í Hlégarð.
Fræðslunefnd vísar tillögunni til umsagnar á fræðslusviði. Nefndin leggur áherslu á að mötuneytisþjónustu í einhverri mynd verði komið á í Kvíslarskóla með eins fljótt og auðið er og felur framkvæmdarstjóra að útfæra tillögur þess efnis sem lagðar verða fyrir fræðslunefnd og bæjarráð.
3. Starfsáætlanir leik- og grunnskóla 2022 - 2023202209075
Starfsáætlanir fyrir Hlíð, Reykjakot og Kvíslarskóla lagðar fram til staðfestingar.
Fræðslunefnd staðfestir framlagðar starfsáætlanir með fimm greiddum atkvæðum.
4. Vettvangs- og kynnisferðir fræðslunefndar 2022 - 2026202208563
Fræðslunefnd heimsækir Hulduberg og Höfðaberg og kynnir sér skólastarfið.
Fræðslunefnd þakkar skólastjórnendum Huldubergs og Höfðabergs kærlega góðar móttökur og kynningu á leikskólunum.