Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. október 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
 • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
 • Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
 • Elín Eiríksdóttir varamaður
 • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
 • Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
 • Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
 • Hildur Pétursdóttir (HP) áheyrnarfulltrúi
 • Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
 • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
 • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
 • Helga Jóhanna Magnúsdóttir Verkefnastjóri grunnskólamála

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Sam­þætt þjón­usta við börn202210022

  Kynning á framkvæmd og skipulagi Mosfellsbæjar á samþættri þjónustu í þágu farsældar barna í samræmi við samnefnd lög nr. 86/2021.

  Fræðslu og frí­stunda­svið ásamt Fjöl­skyldu­sviði Mos­fells­bæj­ar hef­ur unn­ið mark­visst að því á und­an­förn­um mán­uð­um að efla þverfag­leg­ar áhersl­ur og sam­hæfa verklag þvert á svið í anda snemm­tæks stuðn­ings við börn og ung­linga. Sú vinna er í anda nýrra laga um sam­þætta þjón­ustu í þágu far­sæld­ar barna og Mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar. Mark­mið­ið er að styðja enn bet­ur við far­sæld allra barna í Mos­fells­bæ með sam­hæfð­ari skóla- og vel­ferð­ar­þjón­ustu. Fræðslu­nefnd styð­ur þessa þró­un og hvet­ur til þess að nýtt verklag og að­ferð­ir verði kynnt­ar vel fyr­ir for­eldr­um og öðr­um hlut­að­eig­andi.

  Gestir
  • Íris Dröfn H. Marteinsdóttir verkefnastjóri Farsældarhringsins og Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri skólaþjónust Mosfellsbæjar
 • 2. Kvísl­ar­skóli - fram­kvæmd­ir 2022202203832

  Upplýsingar um stöðu skólahalds og framkvæmda. Upplýsingar og umræða um stöðu mötuneytismála. Lögð fram til umræðu tillaga L-lista frá 810. fundi bæjarstjórnar um tímabundna færslu á mötuneytisaðstöðu nemenda yfir í Hlégarð.

  Fræðslu­nefnd vís­ar til­lög­unni til um­sagn­ar á fræðslu­sviði. Nefnd­in legg­ur áherslu á að mötu­neyt­is­þjón­ustu í ein­hverri mynd verði kom­ið á í Kvísl­ar­skóla með eins fljótt og auð­ið er og fel­ur fram­kvæmd­ar­stjóra að út­færa til­lög­ur þess efn­is sem lagð­ar verða fyr­ir fræðslu­nefnd og bæj­ar­ráð.

 • 3. Starfs­áætlan­ir leik- og grunn­skóla 2022 - 2023202209075

  Starfsáætlanir fyrir Hlíð, Reykjakot og Kvíslarskóla lagðar fram til staðfestingar.

  Fræðslu­nefnd stað­fest­ir fram­lagð­ar starfs­áætlan­ir með fimm greidd­um at­kvæð­um.

 • 4. Vett­vangs- og kynn­is­ferð­ir fræðslu­nefnd­ar 2022 - 2026202208563

  Fræðslunefnd heimsækir Hulduberg og Höfðaberg og kynnir sér skólastarfið.

  Fræðslu­nefnd þakk­ar skóla­stjórn­end­um Huldu­bergs og Höfða­bergs kær­lega góð­ar mót­tök­ur og kynn­ingu á leik­skól­un­um.

  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00