Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

31. mars 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. End­ur­skipu­lagn­ing sýslu­mann­sembætta202203759

    Erindi dómsmálaráðherra um endurskipulagningu sýslumannsembætta.

    Lagt fram.

  • 2. Lofts­lags­stefna fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið202106232

    Umbeðin umsögn umhverfisnefndar lögð fram.

    Um­beð­in um­sögn um­hverf­is­nefnd­ar lögð fram. Bæj­ar­ráð tek­ur und­ir með um­hverf­is­nefnd og tel­ur fram­lagða til­lögu um sam­eig­in­lega lofts­lags­stefnu fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið vera já­kvæða og tel­ur hana falla vel að um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar og stefnu sveit­ar­fé­lags­ins í mála­flokkn­um.

  • 3. Kvísl­ar­skóli - fram­kvæmd­ir 2022202203832

    Lögð fyrir bæjarráð minnisblað um rakaframkvæmdir sem þarf að ráðast í í Kvíslarskóla

    Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs kom á fund­inn og fór yfir fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað þar sem fram kem­ur að­gerðapl­an fyr­ir end­ur­bæt­ur við Kvísl­ar­skóla vor og sum­ar 2022. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að far­ið verði í fyrri hluta verk­efn­is­ins á grund­velli sam­þykktr­ar við­haldsáætl­un­ar 2022 líkt og lagt er til í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði. Jafn­framt er um­hverf­is­sviði veitt heim­ild til að und­ir­búa út­boð vegna seinni hluta verk­efn­is­ins.

    Gestir
    • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • 4. Grasslátt­ur og hirð­ing í Mos­fells­bæ 2022-2024202112358

    Niðurstaða útboðs vegna grassláttar í Mosfellsbæ.

    Mál­inu frestað.

    Gestir
    • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
    • 5. Sam­starfs­samn­ing­ar við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög 2022-2024202203831

      Lögð fram til staðfestingar lokadrög að samstarfsamningum Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög 2022-2024.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi drög að sam­starfs­samn­ing­um við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög 2022-2024. Samn­ing­ar byggja á fyrri samn­ing­um sem gerð­ir voru 2018-2021. Samn­ing­arn­ir voru unn­ir í sam­starfi við fé­lög­in. Líkt og áður munu fé­lög­in gera grein fyr­ir nýt­ingu fjár­muna með reglu­leg­um skýrsl­um eins og kveð­ið er á um í samn­ing­un­um.

      • 6. Staða heim­il­is­lausra með fjöl­þætt­an vanda. Er­indi stjórn­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202203436

        Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að Mos­fells­bær taki þátt í sam­starfi sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, utan Reykja­vík­ur, um sam­eig­in­lega ráðn­ingu á verk­efna­stjóra er vinni að und­ir­bún­ingi, inn­leið­ingu og fram­kvæmd verk­efn­is er varð­ar bú­setu­úr­ræði fyr­ir heim­il­is­lausa með fjöl­þætt­an vanda. Ná­ist sam­komulag um verk­efn­ið er fjár­mála­stjóra fal­ið að leggja fram við­auka við fjár­hags­áætlun vegna kostn­að­ar.

      • 7. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2021202202325

        Minnisblað bæjarstjóra og fjármálastjóra um gerð ársreiknings 2021.

        Bæj­ar­stjóri og fjár­mála­stjóri kynntu stöðu vinnu vegna árs­reikn­ings. Fyr­ir­hug­að er að bæj­ar­ráð vísi árs­reikn­ingi til af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar á fundi þann 20. apríl nk.

        Gestir
        • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
        • 8. Frum­varp til laga um rafrett­ur og áfyll­ing­ar fyr­ir rafrett­ur - beiðni um um­sögn202203802

          Frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Umsagnarfrestur til 6. apríl nk.

          Lagt fram.

        • 9. Til­laga til þings­álykt­un­ar um mót­un stefnu í að­drag­anda að­gerðaráætl­un­ar í heil­brigð­is­þjón­ustu við aldr­aða til árs­ins 2030202203803

          Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030. Umsagnarfrestur til 6. apríl nk.

          Lagt fram.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:02