31. mars 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurskipulagning sýslumannsembætta202203759
Erindi dómsmálaráðherra um endurskipulagningu sýslumannsembætta.
Lagt fram.
2. Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið202106232
Umbeðin umsögn umhverfisnefndar lögð fram.
Umbeðin umsögn umhverfisnefndar lögð fram. Bæjarráð tekur undir með umhverfisnefnd og telur framlagða tillögu um sameiginlega loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið vera jákvæða og telur hana falla vel að umhverfisstefnu Mosfellsbæjar og stefnu sveitarfélagsins í málaflokknum.
3. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022202203832
Lögð fyrir bæjarráð minnisblað um rakaframkvæmdir sem þarf að ráðast í í Kvíslarskóla
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs kom á fundinn og fór yfir fyrirliggjandi minnisblað þar sem fram kemur aðgerðaplan fyrir endurbætur við Kvíslarskóla vor og sumar 2022. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að farið verði í fyrri hluta verkefnisins á grundvelli samþykktrar viðhaldsáætlunar 2022 líkt og lagt er til í fyrirliggjandi minnisblaði. Jafnframt er umhverfissviði veitt heimild til að undirbúa útboð vegna seinni hluta verkefnisins.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
4. Grassláttur og hirðing í Mosfellsbæ 2022-2024202112358
Niðurstaða útboðs vegna grassláttar í Mosfellsbæ.
Málinu frestað.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
5. Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög 2022-2024202203831
Lögð fram til staðfestingar lokadrög að samstarfsamningum Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög 2022-2024.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi drög að samstarfssamningum við íþrótta- og tómstundafélög 2022-2024. Samningar byggja á fyrri samningum sem gerðir voru 2018-2021. Samningarnir voru unnir í samstarfi við félögin. Líkt og áður munu félögin gera grein fyrir nýtingu fjármuna með reglulegum skýrslum eins og kveðið er á um í samningunum.
6. Staða heimilislausra með fjölþættan vanda. Erindi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202203436
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að Mosfellsbær taki þátt í samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, um sameiginlega ráðningu á verkefnastjóra er vinni að undirbúningi, innleiðingu og framkvæmd verkefnis er varðar búsetuúrræði fyrir heimilislausa með fjölþættan vanda. Náist samkomulag um verkefnið er fjármálastjóra falið að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun vegna kostnaðar.
7. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2021202202325
Minnisblað bæjarstjóra og fjármálastjóra um gerð ársreiknings 2021.
Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynntu stöðu vinnu vegna ársreiknings. Fyrirhugað er að bæjarráð vísi ársreikningi til afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi þann 20. apríl nk.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
8. Frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur - beiðni um umsögn202203802
Frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Umsagnarfrestur til 6. apríl nk.
Lagt fram.
9. Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030202203803
Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030. Umsagnarfrestur til 6. apríl nk.
Lagt fram.