Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. október 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
  • Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
  • Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
  • Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
  • Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
  • Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
  • Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
  • Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) varamaður
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
  • Helga Jóhanna Magnúsdóttir Verkefnastjóri grunnskólamála

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Klöru­sjóð­ur 2021202101462

    Kynning á verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði 2021

    Fræðslu­nefnd þakk­ar fyr­ir mjög áhuga­verð­ar og upp­lýs­andi kynn­ing­ar á verk­efn­um sem hlutu styrk úr Klöru­sjóði vor­ið 2021. Verk­efn­in voru þró­uð og mót­uð á síð­asta skóla­ári en hafa nú ver­ið inn­leidd í skóla­starf­ið. Markmið Klöru­sjóðs er að stuðla að ný­sköp­un og fram­þró­un í skóla- og frí­stund­astarfi í Mos­fells­bæ.

    Gestir
    • Málfríður Bjarnadóttir, kennari í Helgafellsskóla, Ása Jakobsdóttir kennari í Hlíð
  • 2. Er­indi frá SAM­MOS202208785

    Tillaga um aukinn frístundaakstur lögð fram umfjöllunar.

    Fræðslu­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um til­lögu Fræðslu- og frí­stunda­sviðs að far­ið verði í til­rauna­verk­efni sem felst í því að bæta við ein­um hring frí­stundar­útu frá Varmár­skóla kl. 16:15 sem ekur eft­ir­far­andi leið: Hef­ur akst­ur við íþróttamið­stöð­ina að Varmá, ekur það­an í Helga­fells­skóla, næst í Krika­skóla og Lága­fells­skóla, hringn­um lýk­ur aft­ur við íþróttamið­stöð­ina að Varmá. Ekið yrði frá 27. októ­ber til og með 20. des­em­ber n.k. og þá yrði verk­efn­ið end­ur­skoð­að með til­liti til nýt­ing­ar og breyt­inga á fyr­ir­komu­lagi frí­stundar­útu. Mál­inu er enn­frem­ur vísað til íþótt­ar- og tóm­stunda­nefnd­ar til upp­lýs­inga.

    Gestir
    • Magnea Ingimundardóttir verkefnastjóri á fræðsluskrifsofu
  • 3. Kvísl­ar­skóli - fram­kvæmd­ir 2022202203832

    Upplýsingar um mötuneytismál í Kvíslarskóla.

    Í ljósi fram­lagðra upp­lýs­inga á minn­is­blaði og um­ræðu á fund­in­um legg­ur fræðslu­nefnd áherslu á að grunn­skóla­full­trúi í sam­starfi við skóla­stjóra Kvísl­ar­skóla haldi áfram vinna að því að boð­ið verði upp á há­deg­is­mat í Kvísl­ar­skóla sem allra fyrst.

    Gestir
    • Þórhildur Elfarsdóttir skólastjóri Kvíslarskóla
  • 4. Mæla­borð um far­sæld barna í Mos­fells­bæ202210276

    Mosfellsbær hefur sett sér nýja menntastefnu og mikilvægt er að samhliða henni verði til mælaborð til að meta ýmsa þætti skóla- og frístundastarfs

    Fræðslu- og frí­stunda­svið Mos­fells­bæj­ar mun fylgjast með þró­un mæla­borðs sem er í þró­un hjá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu um far­sæld barna sem mun standa sveit­ar­fé­lög­um til boða. Með slíku mæla­borði verð­ur hægt að fylgjast með þátt­um sem lúta að skólastarfi og líð­an barna í Mos­fells­bæ. Fræðslu­nefnd verð­ur kynnt mæla­borð­ið þeg­ar það er kom­ið í virkni.

  • 5. Starfs­hóp­ur um upp­bygg­ingu leik­skóla í Mos­fells­bæ202210231

    Kynning á nýstofnuðum starfshópi um uppbyggingu leikskólamála í Mosfellsbæ

    Lagt fram og kynnt.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55