19. október 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
- Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
- Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) varamaður
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir Verkefnastjóri grunnskólamála
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Klörusjóður 2021202101462
Kynning á verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði 2021
Fræðslunefnd þakkar fyrir mjög áhugaverðar og upplýsandi kynningar á verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði vorið 2021. Verkefnin voru þróuð og mótuð á síðasta skólaári en hafa nú verið innleidd í skólastarfið. Markmið Klörusjóðs er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ.
Gestir
- Málfríður Bjarnadóttir, kennari í Helgafellsskóla, Ása Jakobsdóttir kennari í Hlíð
2. Erindi frá SAMMOS202208785
Tillaga um aukinn frístundaakstur lögð fram umfjöllunar.
Fræðslunefnd samþykkir með fimm atkvæðum tillögu Fræðslu- og frístundasviðs að farið verði í tilraunaverkefni sem felst í því að bæta við einum hring frístundarútu frá Varmárskóla kl. 16:15 sem ekur eftirfarandi leið: Hefur akstur við íþróttamiðstöðina að Varmá, ekur þaðan í Helgafellsskóla, næst í Krikaskóla og Lágafellsskóla, hringnum lýkur aftur við íþróttamiðstöðina að Varmá. Ekið yrði frá 27. október til og með 20. desember n.k. og þá yrði verkefnið endurskoðað með tilliti til nýtingar og breytinga á fyrirkomulagi frístundarútu. Málinu er ennfremur vísað til íþóttar- og tómstundanefndar til upplýsinga.
Gestir
- Magnea Ingimundardóttir verkefnastjóri á fræðsluskrifsofu
3. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022202203832
Upplýsingar um mötuneytismál í Kvíslarskóla.
Í ljósi framlagðra upplýsinga á minnisblaði og umræðu á fundinum leggur fræðslunefnd áherslu á að grunnskólafulltrúi í samstarfi við skólastjóra Kvíslarskóla haldi áfram vinna að því að boðið verði upp á hádegismat í Kvíslarskóla sem allra fyrst.
Gestir
- Þórhildur Elfarsdóttir skólastjóri Kvíslarskóla
4. Mælaborð um farsæld barna í Mosfellsbæ202210276
Mosfellsbær hefur sett sér nýja menntastefnu og mikilvægt er að samhliða henni verði til mælaborð til að meta ýmsa þætti skóla- og frístundastarfs
Fræðslu- og frístundasvið Mosfellsbæjar mun fylgjast með þróun mælaborðs sem er í þróun hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu um farsæld barna sem mun standa sveitarfélögum til boða. Með slíku mælaborði verður hægt að fylgjast með þáttum sem lúta að skólastarfi og líðan barna í Mosfellsbæ. Fræðslunefnd verður kynnt mælaborðið þegar það er komið í virkni.
5. Starfshópur um uppbyggingu leikskóla í Mosfellsbæ202210231
Kynning á nýstofnuðum starfshópi um uppbyggingu leikskólamála í Mosfellsbæ
Lagt fram og kynnt.