12. október 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) Forseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) 2. varaforseti
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) 1. varabæjarfulltrúi
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1551202209036F
Fundargerð 1551. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 813. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Erindi Strætó bs til sveitarfélaga vegna aukinna fjárframlaga 202209530
Erindi til sveitarfélaga vegna aukinna fjárframlaga til Strætó bs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1551. fundar bæjarráðs samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.2. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022 202203832
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út glugga á 1. og 2. hæð Kvíslarskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1551. fundar bæjarráðs samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.3. Samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar - endurskoðun 202210037
Tillaga að nýjum samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar lagðar fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1551. fundar bæjarráðs samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.4. Blik bistro, Æðarhöfða 36. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis 202209455
Beiðni um umsögn um umsókn Golfklúbbs Mosfellsbæjar um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II A - Blik bistro.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1551. fundar bæjarráðs samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.5. Götulýsingarþjónusta ON 202210034
Erindi ON þar sem óskað er afstöðu Mosfellsbæjar varðandi væntanlegt framsal á samningi um götulýsingu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1551. fundar bæjarráðs samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.6. Samningar við Eldingu líkamsrækt 201412010
Viðaukar við húsaleigusamning og þjónustusamning við Eldingu líkamsrækt í íþróttamiðstöðin að Varmá lagðir fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga D lista:
Bæjarfulltrúar D-lista ítreka bókun sína úr bæjarráði í málinu og leggja til að viðauki um framlengingu á starfsemi Eldingar sem lagður var fyrir bæjarráð til kynningar verði felldur í Bæjarstjórn. Ennfremur verði unnið að því að starfsemi Eldingar víki úr núverandi húsnæði eins fljótt og kostur er eins og búið var að ákveða af fyrri meirihluta.Tillagan felld með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni.
***
Afgreiðsla 1551. fundar bæjarráðs samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum. Bæjarfulltrúar D lista greiddu atkvæði gegn afgreiðslunni og bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
1.7. Drög að skýrslu verkefnastjórnar um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa. 202210046
Drög að skýrslu verkefnastjórnar um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Umsagnarfrestur er 12. október nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1551. fundar bæjarráðs samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.8. Áskorun Félags atvinnurekenda, Húseigendafélags og Landsambands eldri borgara til sveitarfélaga 202206013
Sameiginleg áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landsambandi eldri borgara varðandi álagningu fasteignagjalda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1551. fundar bæjarráðs samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.9. Græni stígurinn - ályktun samþykkt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2022 202209405
Erindi Skógræktarfélags Íslands varðandi ályktun aðalfundar 2022 um Græna stíginn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1551. fundar bæjarráðs samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.10. Sveitarfélög, skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar- ályktun aðalfundar 202209430
Erindi Skógræktarfélags Íslands varðandi ályktun aðalfundar 2022 er varðar skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1551. fundar bæjarráðs samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2. Menningar- og nýsköpunarnefnd - 42202209030F
Fundargerð 42. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 813. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Drög að starfsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 202209149
Umræða um starfsáætlun menningar- og lýðræðisnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 42. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 411202210002F
Fundargerð 411. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 813. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Samþætt þjónusta við börn 202210022
Kynning á framkvæmd og skipulagi Mosfellsbæjar á samþættri þjónustu í þágu farsældar barna í samræmi við samnefnd lög nr. 86/2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar fræðslunefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.2. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022 202203832
Upplýsingar um stöðu skólahalds og framkvæmda.
Upplýsingar og umræða um stöðu mötuneytismála. Lögð fram til umræðu tillaga L-lista frá 810. fundi bæjarstjórnar um tímabundna færslu á mötuneytisaðstöðu nemenda yfir í Hlégarð.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar fræðslunefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.3. Starfsáætlanir leik- og grunnskóla 2022 - 2023 202209075
Starfsáætlanir fyrir Hlíð, Reykjakot og Kvíslarskóla lagðar fram til staðfestingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar fræðslunefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3.4. Vettvangs- og kynnisferðir fræðslunefndar 2022 - 2026 202208563
Fræðslunefnd heimsækir Hulduberg og Höfðaberg og kynnir sér skólastarfið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 411. fundar fræðslunefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 573202210003F
Fundargerð 573. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 813. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Háeyri 1-2 - breyting á skipulagi 202108920
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á tveimur einbýlishúsalóðum í tvær parhúsalóðir, fjórar íbúðir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 573. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.2. Landspilda úr Miðdal L222498 og L226358 - uppskipting lands 202205305
Borist hefur erindi frá Tryggva Einarssyni, dags. 16.05.2022, í umboði landeigenda Margrétar Tryggvadóttur, dags. 04.09.2022, með ósk um skiptingu landa L222498 og L226358 og stofnunar nýs lands.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 573. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.3. Skeljatangi 10 - deiliskipulagsbreyting 202209393
Borist hefur erindi frá Henný Rut Kristinsdóttur, dags. 20.09.2022, með ósk um breytingu á deiliskipulagi fyrir Skeljatanga 10 vegna fyrirhugaðrar stækkunar á húsi í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 573. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.4. Reykjahvoll 12 - deiliskipulagsbreyting 202210058
Borist hefur erindi frá Lárusi Kristni Ragnarssyni, dags. 03.10.2022, með ósk um breytingu á deiliskipulagi fyrir Reykjahvol 12 vegna fyrirhugaðrar stækkunar á húsi í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 573. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.5. Hulduhólasvæði - deiliskipulagsbreyting - frekari uppbygging 202209298
Borist hefur erindi frá arkitektastofunni Undra, f.h. Tré-Búkka ehf., dags. 15.09.2022, með ósk um breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis við Bröttuhlíð. Erindinu er tvískipt og varðar annars vegar niðurrif og breytingu skipulags fyrir Láguhlíð, að Bröttuhlíð 16-22, og hins vegar frekari uppbyggingu á óbyggðu svæði Hulduhóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 573. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.6. Bjarkarholt 32-34 - uppbygging 202208559
Lagðar fram til kynningar og umsagnar drög að nýjum útlitsteikningum af Bjarkarholti 32-34, í framhaldi af umfjöllun á 571. fundi nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 573. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.7. Vatnsendahvarf - nýtt deiliskipulag og aðalskipulagsbreyting 202105014
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 04.09.2022, með ósk um umsögn skipulagslýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi Kópavogs 2019-2022 fyrir Vatnsendahvarf-Vatnsendahæð. Fyrirhuguð breyting er gerð í tengslum við vinnu deiliskipulags fyrir svæðið í samræmi við þær ábendingar og umsagnir sem bárust. Umsagnafrestur er til og með 27.10.2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 573. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.8. Miðsvæði Sunnukrika 401-M - aðal- og deiliskipulagsbreyting 202203513
Lagt er fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar, dags. 29.09.2022, þar sem tilkynnt er að stofnunin hafi staðfest samþykkta breytingu Aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 er lýtur að íbúðaruppbyggingu í Sunnukrika innan reitar 401-M.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 573. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4.9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 482 202209032F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 573. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Almenn erindi
5. Samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar - endurskoðun202210037
Nýjar samþykktir um stjórn Mosfellsbæjar lagðar fram til fyrri umræðu.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum nýjar samþykktir um stjórn Mosfellsbæjar við fyrri umræðu og samþykkir að vísa málinu til síðari umræðu.
Fundargerðir til kynningar
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 482202209032F
Fundargerð 482. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 813. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Brúarfljót 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202106073
Bull Hill Capital hf. Katrínartúni 2 Reykjavík sækja um leyfi til til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta geymsluhúsnæðis á lóðinni Brúarfljót nr. 6 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 482. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 813. fundi bæjarstjórnar.
6.2. Hamrabrekkur 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202209214
Hafsteinn Helgi Halldórsson sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús ásamt gestahúsi á lóðinni Hamrabrekkur nr. 7 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Frístundahús 93,6 m², 463,8 m³, Gestahús 36,4 m², 172,9 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 482. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 813. fundi bæjarstjórnar.
6.3. Skólabraut 6-10 6R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202208242
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr timbri fjórar færanlegar kennslustofueiningar með samtals átta kennslustofum á einni hæð á lóðinni Skólabraut nr. 2-6, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Eining A - tvær kennslustofur: 143,9 m², 421,8 m³.
Eining B - tvær kennslustofur: 143,9 m², 421,8 m³.
Eining C - tvær kennslustofur: 143,9 m², 421,8 m³.
Eining D - tvær kennslustofur: 122,3 m², 358,2 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 482. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 813. fundi bæjarstjórnar.
7. Fundargerð 38. eigendafundar Strætó bs.202209527
Fundargerð 38. eigendafundar Stætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 38. eigendafundar Stætó bs. lögð fram til kynningar á 813. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
8. Fundargerð 913. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202210132
Fundargerð 913. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 913. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 813. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
9. Fundargerð 405. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæðanna202210059
Fundargerð 405. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæðanna lögð fram til kynningar.
Fundargerð 405. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæðanna lögð fram til kynningar á 813. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
10. Fundargerð 7. fundar heilbrigðisnefndar202210078
Fundargerð 7. fundar Heilbrigðisnefndar (HEF) lögð fram til kynningar.
Fundargerð 7. fundar Heilbrigðiseftirlits lögð fram til kynningar á 813. fundi Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.