Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. desember 2022 kl. 08:45,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri

Í upp­hafi fund­ar var sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að taka tvö ný mál á dagskrá fund­ar­ins, sem verði 8. og 9. lið­ir í dagskrá fund­ar­ins.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kvísl­ar­skóli - fram­kvæmd­ir 2022202203832

    Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við fyrirtækið Múr- og málningarþjónustuna Höfn í kjölfar útboðs.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að geng­ið verði til samn­inga­við­ræðna við Múr- og máln­ing­ars­þjón­ust­una Höfn af því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt.

    Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 5 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

  • 2. Ára­móta­brenna neð­an Holta­hverf­is - Um­sagn­ar­beiðni202212266

    Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna Áramótabrennu neðan Holtahverfis við Leirvog.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi er­indi með fyr­ir­vara um já­kvæða um­sögn slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

  • 3. Lausn fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs frá störf­um202212285

    Upplýsingar veittar um að framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs hafi óskað lausnar frá störfum.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að beð­ið verði með að aug­lýsa starf fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs þar til stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt er lok­ið. Bæj­ar­full­trú­ar D lista sitja hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

    • 4. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2023 til 2026202206736

      Tillaga D lista um að frístundaávísanir til barna og ungmenna og eldri borgara verði hækkaðar til samræmis við vísitölu og hækkandi gjaldskrár. Tillögunni var vísað til bæjarráðs af bæjarstjórn varðandi mat á kostnaði.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að hækka frí­stunda­á­vís­an­ir frá 1. ág­úst 2023 með eft­ir­far­andi hætti. Frí­stunda­á­vís­un fyr­ir fyrsta og ann­að barn verði kr. 57.000 og kr. 65.500 fyr­ir þrjú börn eða fleiri. Þá verði frí­stunda­á­vís­un eldri borga kr. 11.000.

      Fjár­mála­stjóra er fal­ið að und­ir­búa við­auka við fjár­hags­áætlun vegna breyt­ing­ar­inn­ar.

      ***
      Bók­un D lista:
      Full­trú­ar D lista í bæj­ar­ráði fagna því að til­laga flokks­ins um hækk­an­ir á frí­stunda­á­vís­un­um á ár­inu 2023, sem lögð var fram í um­ræðu um fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2023, hafi ver­ið sam­þykkt.

    • 5. Áfanga­staða­stofa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins202210265

      Erindi SSH þar sem lagt er til að Mosfellsbær samþykki þátttöku í áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um þátt­töku í Áfanga­staða­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og fel­ur bæj­ar­stjóra að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi samn­ing fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

    • 6. Út­boð - mötu­neyti Kvísl­ar­skóla og Varmár­skóla202210549

      Niðurstaða útboðs kynnt auk tillögu um næstu skref.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila fræðslu- og frí­stunda­sviði að leita samn­inga við að­ila um kaup á skóla­mat í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

      ***
      Ás­geir Sveins­son vék af fundi kl. 9:20 þeg­ar af­greiðslu á máli nr. 6 var lok­ið.

      Gestir
      • Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
      • 7. Breyt­ing á fjár­mögn­un þjón­ustu við fatlað fólk202212331

        Upplýsingar um breytingar á lögum er varða þjónustu við fatlað fólk.

        Lagt fram til kynn­ing­ar sam­komulag rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga sem fel­ur í sér breyt­ingu á fjár­mögn­un lög­bund­inn­ar þjón­ustu við fatlað fólk. Jafn­framt kynnt breyt­ing á lög­um um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir er lýt­ur að að­komu rík­is­ins vegna NPA samn­inga.

      • 8. Hlé­garð­ur, tíma­bund­ið áfeng­is­leyfi 1. janú­ar 2023202212358

        Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna umsóknar Hlégarðs ehf. um tímabundið áfengisleyfi 1. janúar 2023 vegna áramótatónleika í Hlégarði.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi um­sókn um tíma­bund­ið áfeng­is­leyfi.

      • 9. Flug­elda­sýn­ing Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Kyndils á þrett­ánd­an­um - Um­sagn­ar­beiðni202212351

        Erindi frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna umsóknar Björgunarsveitarinnar Kyndils um leyfi til að vera með flugeldasýningu á þrettándanum.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi um­sókn um flug­elda­sýn­ingu á þrett­ánd­an­um.

        Sam­þykkt er með fimm at­kvæð­um að næsti fund­ur bæj­ar­ráðs fari fram 12. janú­ar 2023.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30