22. desember 2022 kl. 08:45,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
Í upphafi fundar var samþykkt með fimm atkvæðum að taka tvö ný mál á dagskrá fundarins, sem verði 8. og 9. liðir í dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022202203832
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til samninga við fyrirtækið Múr- og málningarþjónustuna Höfn í kjölfar útboðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samningaviðræðna við Múr- og málningarsþjónustuna Höfn af því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
2. Áramótabrenna neðan Holtahverfis - Umsagnarbeiðni202212266
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna Áramótabrennu neðan Holtahverfis við Leirvog.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi erindi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
3. Lausn framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs frá störfum202212285
Upplýsingar veittar um að framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs hafi óskað lausnar frá störfum.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að beðið verði með að auglýsa starf framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs þar til stjórnsýslu- og rekstrarúttekt er lokið. Bæjarfulltrúar D lista sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026202206736
Tillaga D lista um að frístundaávísanir til barna og ungmenna og eldri borgara verði hækkaðar til samræmis við vísitölu og hækkandi gjaldskrár. Tillögunni var vísað til bæjarráðs af bæjarstjórn varðandi mat á kostnaði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að hækka frístundaávísanir frá 1. ágúst 2023 með eftirfarandi hætti. Frístundaávísun fyrir fyrsta og annað barn verði kr. 57.000 og kr. 65.500 fyrir þrjú börn eða fleiri. Þá verði frístundaávísun eldri borga kr. 11.000.
Fjármálastjóra er falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna breytingarinnar.
***
Bókun D lista:
Fulltrúar D lista í bæjarráði fagna því að tillaga flokksins um hækkanir á frístundaávísunum á árinu 2023, sem lögð var fram í umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2023, hafi verið samþykkt.5. Áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins202210265
Erindi SSH þar sem lagt er til að Mosfellsbær samþykki þátttöku í áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum þátttöku í Áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins og felur bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samning fyrir hönd Mosfellsbæjar.
6. Útboð - mötuneyti Kvíslarskóla og Varmárskóla202210549
Niðurstaða útboðs kynnt auk tillögu um næstu skref.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila fræðslu- og frístundasviði að leita samninga við aðila um kaup á skólamat í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
***
Ásgeir Sveinsson vék af fundi kl. 9:20 þegar afgreiðslu á máli nr. 6 var lokið.Gestir
- Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
7. Breyting á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk202212331
Upplýsingar um breytingar á lögum er varða þjónustu við fatlað fólk.
Lagt fram til kynningar samkomulag ríkisins og sveitarfélaga sem felur í sér breytingu á fjármögnun lögbundinnar þjónustu við fatlað fólk. Jafnframt kynnt breyting á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er lýtur að aðkomu ríkisins vegna NPA samninga.
8. Hlégarður, tímabundið áfengisleyfi 1. janúar 2023202212358
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna umsóknar Hlégarðs ehf. um tímabundið áfengisleyfi 1. janúar 2023 vegna áramótatónleika í Hlégarði.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um tímabundið áfengisleyfi.
9. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Kyndils á þrettándanum - Umsagnarbeiðni202212351
Erindi frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna umsóknar Björgunarsveitarinnar Kyndils um leyfi til að vera með flugeldasýningu á þrettándanum.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um flugeldasýningu á þrettándanum.
Samþykkt er með fimm atkvæðum að næsti fundur bæjarráðs fari fram 12. janúar 2023.