25. ágúst 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022202203832
Upplýsingar veittar um framkvæmdir við Kvíslarskóla.
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundarsviðs fóru yfir stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
2. Samgöngusáttmálinn - sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf.202208528
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögð er fram til kynningar sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. um stöðu og framgang verkefna Samgöngusáttmálans sem lögð var fyrir 542. fund stjórnar SSH.
Þröstur Guðmundsson, forstöðumaður verkefna og áætlana hjá Betri samgöngum ohf. kynnti sex mánaða skýrslu Betri samgangna ohf.
Gestir
- Aldís Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi B lista
3. Heilsa og Hugur, lýðheilsuverkefni fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ.202207290
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um verkefnið Heilsa og Hugur og framtíðarskipan lýðheilsumála lögð fram.
Bókun D lista:
Lýðheilsuverkefnið Heilsa og Hugur fyrir 60 ára og eldri var sett á stofn árið 2021 og er reynsla af þeim námskeiðum mjög góð í alla staði.
Þegar ný bæjarstjórn Mosfellsbæjar kom saman í sumar lögðu bæjarfulltrúar D-lista fram tillögu um áframhaldandi framkvæmd á þessum námskeiðum.
Bæjarfulltrúar D-lista fagna því að námskeiðin muni halda áfram og munu koma með tillögur um að efla þessi námskeið enn frekar í framtíðinni.***
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að hefja viðræður við Félag aldraðra í Mosfellsbæ um að halda námskeiðið Heilsa og Hugur frá og með árinu 2023.4. Samstarfsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar201810279
Tillaga um breytingu á skipan samráðsvettvangs milli Mosfellsbæjar og Aftureldingar um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja að Varmá.
Bókun B, C og S lista:
Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar er lögð áhersla á skilvirkt nefndarstarf og lýðræði. Það er mat okkar að mikilvægt sé að tryggja aðkomu kjörinna fulltrúa að samstarfsvettvangnum enda liggur endanleg ákvarðanataka og ábyrgð á þeim málum sem eru til umræðu hjá þeim. Í þessu ljósi hefur því verið tekin ákvörðun um að meirihluti og minnihluti eigi einn fulltrúa hvor á fundum samstarfsvettvangsins.***
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum fyrirliggjandi breytingu á skipan samráðsvettvangs milli Mosfellsbæjar og Aftureldingar. Bæjarráð tilnefnir Höllu Karen Kristjánsdóttur og Ásgeir Sveinsson í samráðsvettvanginn sem fulltrúa meiri- og minnihluta í bæjarráði. Bæjarstjóra er falið að gefa út ný erindisbréf í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.