18. ágúst 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Norræna félagið vegna Höfuðborgarmóts og kynningar á félaginu202208311
Erindi Norræna félagsins vegna Höfuðborgarmóts og kynningar á félaginu.
Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og felur bæjarstjóra að funda með bréfritara.
2. Umsagnar óskað um staðsetningu ökutækjaleigu að Dalatanga 16202207202
Umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við að fyrirtækið hljóti starfsleyfi ökutækjaleigu fyrir stakt ökutæki í samræmi við fyrirliggjandi upplýsingar og umsögn skipulagsfulltrúa.
3. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022202203832
Upplýsingar veittar um stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Linda Udengård framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs og Hallgrímur Skúli Hafsteinsson, verkefnastjóri veittu upplýsingar um stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
Gestir
- Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Hallgrímur Skúli Hafsteinsson, verkefnastjóri