6. október 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varamaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Strætó bs til sveitarfélaga vegna aukinna fjárframlaga202209530
Erindi til sveitarfélaga vegna aukinna fjárframlaga til Strætó bs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fjárframlag til Strætó bs. fyrir árið 2022 verði hækkað um kr. 28.324.643 í samræmi við tillögu eigendafundar Strætó bs. Samþykktin er með fyrirvara um að öll aðildarsveitarfélög að byggðasamlaginu samþykki tillögu um hækkun á framlagi til Strætó bs. Fjármálastjóra er falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins vegna hækkunarinnar.
2. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022202203832
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út glugga á 1. og 2. hæð Kvíslarskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út glugga á 1. og 2. hæð Kvíslarskóla ásamt ísetningu í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
3. Samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar - endurskoðun202210037
Tillaga að nýjum samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar lagðar fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa nýrri samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar til fyrri umræðu bæjarstjórnar.
4. Blik bistro, Æðarhöfða 36. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis202209455
Beiðni um umsögn um umsókn Golfklúbbs Mosfellsbæjar um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II A - Blik bistro.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi umsókn um rekstur veitingarstaðar í flokki II-A, m.a. með vísan til umsagnar byggingarfulltrúa.
5. Götulýsingarþjónusta ON202210034
Erindi ON þar sem óskað er afstöðu Mosfellsbæjar varðandi væntanlegt framsal á samningi um götulýsingu.
Erindið kynnt og framkvæmdastjóra umhverfissviðs falið að veita umsögn um málið.
6. Samningar við Eldingu líkamsrækt201412010
Viðaukar við húsaleigusamning og þjónustusamning við Eldingu líkamsrækt í íþróttamiðstöðin að Varmá lagðir fram til kynningar.
Viðaukar við samninga við Eldingu lagðir fram til kynningar.
Bókun D lista:
Bæjarráðsmenn Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum vegna framlengingar á samningi við Eldingu til 31.05.2023.Rekstraraðilar Eldingar hafa ítrekað brotið þann samning sem lítur að samstarfi við Aftureldingu um aðstöðu til líkamsræktar og hafa þar að auki verið samskiptaörðuleikar milli hagaðila sem ekki hefur reynst unnt að leysa úr. Framlenging á samningnum sem þegar hefur verið undirrituð hefur ekki verið tekin fyrir í íþrótta- og tómstundanefnd og ekki verið borin upp til samþykktar á samráðsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar.
Framlenging á samningnum hefur í för með sér að afreksíþróttafólk Aftureldingar þurfi áfram að sækja aðstöðu til styrktarþjálfunar út fyrir Mosfellsbæ með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn.
Bókun B, C og S-lista:
Ekkert formlegt erindi varðandi meint brot á samningi hafa borist stjórnsýslu Mosfellsbæjar til umfjöllunar en í samningi Eldingar við Mosfellsbæ er kveðið á um hvernig skuli tekið á málum ef upp koma deilur.
Nú er verið að gera viðauka við samninginn í annað sinn á þessu ári og liggur fyrir að ekki verða gerðir fleiri viðaukar. Þá verður hafin undirbúningsvinna á samráðsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar til að ákvarða hvernig styrktarþjálfun Aftureldingar í íþróttahúsinu verði háttað til framtíðar.Gestir
- Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
7. Drög að skýrslu verkefnastjórnar um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.202210046
Drög að skýrslu verkefnastjórnar um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Umsagnarfrestur er 12. október nk.
Lagt fram.
8. Áskorun Félags atvinnurekenda, Húseigendafélags og Landsambands eldri borgara til sveitarfélaga202206013
Sameiginleg áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landsambandi eldri borgara varðandi álagningu fasteignagjalda.
Frestað vegna tímaskorts.
9. Græni stígurinn - ályktun samþykkt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2022202209405
Erindi Skógræktarfélags Íslands varðandi ályktun aðalfundar 2022 um Græna stíginn.
Frestað vegna tímaskorts.
10. Sveitarfélög, skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar- ályktun aðalfundar202209430
Erindi Skógræktarfélags Íslands varðandi ályktun aðalfundar 2022 er varðar skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar.
Frestað vegna tímaskorts.