Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. október 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varamaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Er­indi Strætó bs til sveit­ar­fé­laga vegna auk­inna fjár­fram­laga202209530

  Erindi til sveitarfélaga vegna aukinna fjárframlaga til Strætó bs.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fjár­fram­lag til Strætó bs. fyr­ir árið 2022 verði hækkað um kr. 28.324.643 í sam­ræmi við til­lögu eig­enda­fund­ar Strætó bs. Sam­þykkt­in er með fyr­ir­vara um að öll að­ild­ar­sveit­ar­fé­lög að byggða­sam­lag­inu sam­þykki til­lögu um hækk­un á fram­lagi til Strætó bs. Fjár­mála­stjóra er fal­ið að und­ir­búa við­auka við fjár­hags­áætlun árs­ins vegna hækk­un­ar­inn­ar.

  • 2. Kvísl­ar­skóli - fram­kvæmd­ir 2022202203832

   Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að bjóða út glugga á 1. og 2. hæð Kvíslarskóla.

   Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út glugga á 1. og 2. hæð Kvísl­ar­skóla ásamt ísetn­ingu í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

   Gestir
   • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
   • Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
   • 3. Sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar - end­ur­skoð­un202210037

    Tillaga að nýjum samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar lagðar fram til kynningar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa nýrri sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar til fyrri um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar.

    • 4. Blik bistro, Æð­ar­höfða 36. Um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is202209455

     Beiðni um umsögn um umsókn Golfklúbbs Mosfellsbæjar um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II A - Blik bistro.

     Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi um­sókn um rekst­ur veit­ing­ar­stað­ar í flokki II-A, m.a. með vís­an til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa.

    • 5. Götu­lýs­ing­ar­þjón­usta ON202210034

     Erindi ON þar sem óskað er afstöðu Mosfellsbæjar varðandi væntanlegt framsal á samningi um götulýsingu.

     Er­ind­ið kynnt og fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs fal­ið að veita um­sögn um mál­ið.

     • 6. Samn­ing­ar við Eld­ingu lík­ams­rækt201412010

      Viðaukar við húsaleigusamning og þjónustusamning við Eldingu líkamsrækt í íþróttamiðstöðin að Varmá lagðir fram til kynningar.

      Við­auk­ar við samn­inga við Eld­ingu lagð­ir fram til kynn­ing­ar.

      Bók­un D lista:
      Bæj­ar­ráðs­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins lýsa yfir von­brigð­um vegna fram­leng­ing­ar á samn­ingi við Eld­ingu til 31.05.2023.

      Rekstr­ar­að­il­ar Eld­ing­ar hafa ít­rekað brot­ið þann samn­ing sem lít­ur að sam­starfi við Aft­ur­eld­ingu um að­stöðu til lík­ams­rækt­ar og hafa þar að auki ver­ið sam­skipta­örðu­leik­ar milli hag­að­ila sem ekki hef­ur reynst unnt að leysa úr. Fram­leng­ing á samn­ingn­um sem þeg­ar hef­ur ver­ið und­ir­rit­uð hef­ur ekki ver­ið tekin fyr­ir í íþrótta- og tóm­stunda­nefnd og ekki ver­ið borin upp til sam­þykkt­ar á sam­ráðsvett­vangi Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar.

      Fram­leng­ing á samn­ingn­um hef­ur í för með sér að af­reksí­þrótta­fólk Aft­ur­eld­ing­ar þurfi áfram að sækja að­stöðu til styrkt­ar­þjálf­un­ar út fyr­ir Mos­fells­bæ með til­heyr­andi kostn­aði og fyr­ir­höfn.

      Bók­un B, C og S-lista:
      Ekk­ert form­legt er­indi varð­andi meint brot á samn­ingi hafa borist stjórn­sýslu Mos­fells­bæj­ar til um­fjöll­un­ar en í samn­ingi Eld­ing­ar við Mos­fells­bæ er kveð­ið á um hvern­ig skuli tek­ið á mál­um ef upp koma deil­ur.
      Nú er ver­ið að gera við­auka við samn­ing­inn í ann­að sinn á þessu ári og ligg­ur fyr­ir að ekki verða gerð­ir fleiri við­auk­ar. Þá verð­ur hafin und­ir­bún­ings­vinna á sam­ráðsvett­vangi Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar til að ákvarða hvern­ig styrkt­ar­þjálf­un Aft­ur­eld­ing­ar í íþrótta­hús­inu verði háttað til fram­tíð­ar.

      Gestir
      • Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
      • 7. Drög að skýrslu verk­efna­stjórn­ar um starfs­að­stæð­ur kjör­inna full­trúa.202210046

       Drög að skýrslu verkefnastjórnar um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Umsagnarfrestur er 12. október nk.

       Lagt fram.

      • 8. Áskor­un Fé­lags at­vinnu­rek­enda, Hús­eig­enda­fé­lags og Land­sam­bands eldri borg­ara til sveit­ar­fé­laga202206013

       Sameiginleg áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landsambandi eldri borgara varðandi álagningu fasteignagjalda.

       Frestað vegna tíma­skorts.

       • 9. Græni stíg­ur­inn - álykt­un sam­þykkt á að­al­fundi Skóg­rækt­ar­fé­lags Ís­lands 2022202209405

        Erindi Skógræktarfélags Íslands varðandi ályktun aðalfundar 2022 um Græna stíginn.

        Frestað vegna tíma­skorts.

        • 10. Sveit­ar­fé­lög, skipu­lags­áætlan­ir og fram­kvæmda­leyfi til skóg­rækt­ar- álykt­un að­al­fund­ar202209430

         Erindi Skógræktarfélags Íslands varðandi ályktun aðalfundar 2022 er varðar skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar.

         Frestað vegna tíma­skorts.

         Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:24