1. júní 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested Lögmaður
Samkvæmt 6. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar boðar sá fulltrúi í nýkjörinni bæjarstjórn sem á baki lengsta setu í bæjarstjórn til fyrsta fundar nýkjörinnar bæjarstjórnar og stýrir fundi þar til forseti hefur verið kjörinn. Anna Sigríður Guðnadóttir, sem á lengsta setu að baki í bæjarstjórn, setti fundinn. Anna Sigríður bauð nýkjörna fulltrúa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar fyrir kjörtímabilið 2022-2026 velkomna til starfa og óskaði þeim til hamingju með kjör þeirra í bæjarstjórn. Anna Sigríður færði fyrrum bæjarfulltrúum þakkir fyrir þeirra störf og þakkaði þeim samstarfið.
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Sveitarstjórnarkosningar 2022202202116
Greinargerð yfirkjörstjórnar um úrslit sveitarstjórnarkosninga sem fram fóru 14. maí 2022.
Lögð fram greinargerð yfirkjörstjórnar, sbr.119. gr. kosningalaga nr. 112/2021, þar sem lýst er úrslitum kosninga til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar sem fram fóru 14. maí 2022.
Á kjörskrá voru 9.413. Greidd atkvæði voru alls 5.770 og kosningarþátttaka 61,3%. Gildir seðlar voru 5.624 (97,5%) og auðir og ógildir seðlar voru 146 (2.5%)
Atkvæði féllu með eftirfarandi hætti:
B-listi Framsóknarflokkur 1.811 atkvæði (32,2%) og fjóra bæjarfulltrúa kjörna
C-listi Viðreisn 444 atkvæði (7,9%) og einn bæjarfulltrúa kjörinn
D-listi Sjálfstæðisflokkur 1.534 atkvæði (27,3%) og fjóra bæjarfulltrúa kjörna
L-listi Vinir Mosfellsbæjar 731 atkvæði (13%) og einn bæjarfulltrúa kjörinn
M-listi Miðflokkur 278 atkvæði (4,9%) og engan bæjarfulltrúa kjörinn
S-listi Samfylkingin 505 atkvæði (9%) og einn bæjarfulltrúa kjörinn
V-listi Vinstrihreyfingin grænt framboð 321 atkvæði (5,7%) og engan bæjarfulltrúa kjörinnEftirtaldir hlutu kosningu sem aðalmenn í bæjarstjórn Mosfellsbæjar:
Halla Karen Kristjánsdóttir B-listi Framsóknarflokks
Ásgeir Sveinsson D-listi Sjálfstæðisflokks
Aldís Stefánsdóttir B-listi Framsóknarflokks
Jana Katrín Knútsdóttir D-listi Sjálfstæðisflokks
Dagný Kristinsdóttir L-listi Vina Mosfellsbæjar
Sævar Birgisson B-listi Framsóknarflokks
Rúnar Bragi Guðlaugsson D-listi Sjálfstæðisflokks
Anna Sigríður Guðnadóttir S-listi Samfylkingar
Örvar Jóhannsson B-listi Framsóknarflokks
Lovísa Jónsdóttir C-listi Viðreisnar
Helga Jóhannesdóttir D-listi SjálfstæðisflokksEftirtaldir hlutu kosningu sem varamenn í bæjarstjórn Mosfellsbæjar:
Leifur Ingi Eysteinsson B-listi Framsóknarflokks
Hjörtur Örn Arnarson D-listi Sjálfstæðisflokks
Erla Edvardsdóttir B-listi Framsóknarflokks
Arna Björk Hagalínsdóttir D-listi Sjálfstæðisflokks
Guðmundur Hreinsson L-listi Vina Mosfellsbæjar
Hrafnhildur Gísladóttir B-listi Framsóknarflokks
Hilmar Stefánsson D-listi Sjálfstæðisflokks
Ólafur Ingi Óskarsson S-listi Samfylkingar
Þorbjörg Sólbjartsdóttir B-listi Framsóknarflokks
Valdimar Birgisson C-listi Viðreisnar
Brynja Hlíf Hjaltadóttir D-listi Sjálfstæðisflokks2. Kosninga forseta og 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar202205516
Kosning forseta bæjarstjórnar og 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar, sbr. 7. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar til eins árs.
Fram kemur tillaga frá B-, C- og S-lista um Önnu Sigríði Guðnadóttur (S) sem forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar til eins árs. Ekki koma fram aðrar tillögu og telst hún því samþykkt. Tekur Anna Sigríður Guðnadóttir við fundarstjórn fundarins sem rétt kjörinn forseti.
Fram kemur tillaga D- og L-lista um að 1. varaforseti á kjörtímabilinu komi úr hópi bæjarfulltrúa listanna. Tillagan var felld með sex atkvæðum B-, C- og S-lista gegn fimm atkvæðum D- og L-lista.
Fram kemur tillaga frá B-, C- og S-lista um Lovísu Jónsdóttur (C) sem 1. varaforseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar til eins árs. Ekki koma fram aðrar tillögu og telst hún því samþykkt.
Fram kemur tillaga frá B-, C- og S-lista um Aldísi Stefánsdóttur (B) sem 2. varaforseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar til eins árs. Ekki koma fram aðrar tillögu og telst hún því samþykkt.
3. Kosning í bæjarráð202205518
Kosning fimm aðal- og varamanna í bæjarráð, sbr. 26. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar til eins árs.
Tilnefning er um eftirfarandi aðila í bæjarráð til eins árs:
Aðalmenn:
Halla Karen Kristjánsdóttir (B)
Ásgeir Sveinsson (D)
Anna Sigríður Guðnadóttir (S)
Jana Katrín knútsdóttir (D)
Lovísa Jónsdóttir (C)Varamenn:
Aldís Stefánsdóttir (B)
Rúnar Bragi Guðlaugsson (D)
Ólafur Ingi Óskarsson (S)
Helga Jóhannesdóttir (D)
Valdimar Birgisson (C)Áheyrnarfulltrúi:
Dagný Kristinsdóttir (L)Varaáheyrnarfulltrúi:
Guðmundur Hreinsson (L)Ekki komu fram aðrar tillögur og telst tillagan því samþykkt.
Tillaga kom fram um að Halla Karen Kristjánsdóttir verði formaður bæjarráðs til eins árs. Ekki komu fram aðrar tillögur og telst hún því samþykkt.
Tillaga kom fram um að Lovísa Jónsdóttir verði varaformaður til eins árs. Ekki komu fram aðrar tillögur og telst hún því samþykkt.
4. Ráðning bæjarstjóra202205548
Ráðning bæjarstjóra, sbr. 47. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar.
Meirihluti B-, C- og S-lista lagði til að formanni bæjarráðs yrði falið að undirbúa ráðningu bæjarstjóra. Tillagan samþykkt með sjö atkvæðum B-, C-, L- og S-lista. Bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Enn fremur var lagt til að Arnar Jónsson staðgengill bæjarstjóra gegni starfi bæjarstjóra þar til nýr bæjarstjóri hefur verið ráðinn. Bæjarstjórn samþykkti eftirfarandi tillögu með sjö atkvæðum B-, C-, L- og S-lista. Bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
5. Kosning í nefndir og ráð202205456
Kosning í nefndir og ráð, sbr. 46 gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar.
Eftirfarandi tillögur hafa borist um kosningu í nefndir og ráð:
a. Fjölskyldunefnd
Aðalmenn:
Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir (B), Jana Katrín Knútsdóttir (D), Halla Karen Kristjánsdóttir (B), Hilmar Stefánsson (D) og Ólafur Ingi Óskarsson (S).Formaður verður Ólafur Ingi Óskarsson (S) og varaformaður Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir (B).
Varamenn:
Bjarni Ingimarsson (B), Rúnar Bragi Guðlaugsson (D), Örvar Jóhannsson (B), Alfa Regína Jóhannsdóttir (D) og Anna Sigríður Guðnadóttir (S).Áheyrnarfulltrúar:
Ölvir Karlsson (C) en Lovísa Jónsdóttir (C) til vara.
Dagný Kristinsdóttir (L) en Olga Stefánsdóttir (L) til vara.
b. Fræðslunefnd
Aðalmenn:
Aldís Stefánsdóttir (B), Elín María Jónsdóttir (D), Sævar Birgisson (B), Hjörtur Örn Arnarson (D) og Elín Árnadóttir (S).Varamenn:
Ólöf Sivertsen (B), Arna Björk Hagalínsdóttir (D), Hilmar Tómas Guðmundsson (B), Jana Katrín Knútsdóttir (D) og Elín Eiríksdóttir (S).Áheyrnarfulltrúar:
Elín Anna Gísladóttir (C) en Valdimar Birgisson (C) til vara.
Dagný Kristinsdóttir (L) en Olga Stefánsdóttir (L) til vara.c. Íþrótta- og tómstundanefnd
Aðalmenn:
Erla Edvardsdóttir (B), Rúnar Bragi Guðlaugsson (D), Leifur Ingi Eysteinsson (B), Arna Björk Hagalínsdóttir (D) og Atlas Hendrik Ósk Dagbjarts (C)Formaður verði Erla Edvardsdóttir (B) og varaformaður Leifur Ingi Eysteinsson (B)
Varamenn:
Þorbjörg Sólbjartsdóttir (B), Ásgeir Sveinsson (D), Grétar Strange (B), Hilmar Stefánsson (D) og Kjartan Jóhannes Hauksson (C).Áheyrnarfulltrúar:
Sunna Arnardóttir (S) en Margrét Gróa Björnsdóttir (S) til vara.
Katarzyna Krystyna Krolikowska (L) en Lárus Arnar Sölvason (L) til vara.d. Lýðræðis- og mannréttindanefnd
Aðalmenn:
Sævar Birgisson (B), Brynja Hlíf Hjaltadóttir (D), Aldís Stefánsdóttir (B), Gunnar Pétur Haraldsson (D) og Rúnar Már Jónatansson (C)
Formaður verði Sævar Birgisson (B) og varaformaður Aldís Stefánsdóttir (B).Varamenn:
Rúnar Þór Guðbrandsson (B), Davíð Örn Guðnason (D), Hrafnhildur Gísladóttir (B), Helga Möller (D) og Guðrún Þórarinsdóttir (C).Áheyrnarfulltrúar:
Ólafur Ingi Óskarsson (S) en Anna Sigríður Guðnadóttir (S) til vara
Kristín Nanna Vilhelmsdóttir (L) en Kristján Erling Jónsson (L) til vara.e. Menningar- og nýsköpunarnefnd
Aðalmenn:
Hrafnhildur Gísladóttir (B), Helga Möller (D), Hilmar Tómas Guðmundsson (B), Franklin Ernir Kristjánsson (D) og Jakob Smári Magnússon (S).Formaður verði Hrafnhildur Gísladóttir (B) og varaformaður verði Hilmar Tómas Guðmundsson (B).
Varamenn:
Leifur Ingi Eysteinsson (B), Helga Jóhannesdóttir (D), Þorbjörg Sólbjartsdóttir (B), Davíð Ólafsson (D) og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson (S).Áheyrnarfulltrúar:
Guðrún Þórarinsdóttir (C) en Elín Anna Gísladóttir (C) til vara
Kristján Erling Jónsson(L) en Kristín Nanna Vilhelmsdóttir (L) til vara.f. Skipulagsnefnd
Aðalmenn:
Valdimar Birgisson (C), Ásgeir Sveinsson (D), Aldís Stefánsdóttir (B), Helga Jóhannesdóttir (D) og Ómar Ingþórsson (S).Formaður verði Valdimar Birgisson (C) og varaformaður verði Aldís Stefánsdóttir (B).
Varamenn:
Lovísa Jónsdóttir (C), Hjörtur Örn Arnarson (D), Rúnar Þór Guðbrandsson (B), Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (D) og Anna Sigríður Guðnadóttir (S).Áheyrnarfulltrúar:
Stefán Ómar Jónsson (L) en Haukur Örn Harðarson (L) til vara.g. Umhverfisnefnd
Aðalmenn:
Örvar Jóhannsson (B), Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (D), Þorbjörg Sólbjartsdóttir (B), Þóra Björg Ingimundardóttir (D) og Jón Örn Jónsson (C).Formaður verði Örvar Jóhannsson (B) og varaformaður verði Þorbjörg Sólbjartsdóttir (B).
Varamenn:
Hörður Hafberg Gunnlaugsson (B), Jana Katrín Knútsdóttir (D), Rúnar Þór Guðbrandsson (B), Ari Hermann Oddsson (D) og Ölvir Karlsson (C).Áheyrnarfulltrúar:
Ómar Ingþórsson (S) en Anna Sigríður Guðnadóttir (S) til vara
Michele Rebora (L) en Lárus Arnar Sölvason (L) til vara.h. Ungmennaráð
Kosningu frestað.i. Yfirkjörstjórn
Aðalmenn:
Elín Árnadóttir (S), Júlíana Guðmundsdóttir (D) og Haraldur Sigurðsson (B)Varamenn:
Rafn Hafberg Guðlaugsson (S), Davíð Örn Guðnason (D) og Rúnar Birgir Gíslason (B).j. Öldungaráð
Aðalmenn:
Ólafur Ingi Óskarsson (S), Svala Árnadóttir (D) og Halla Karen Kristjánsdóttir (B).Varamenn:
Anna Sigríður Guðnadóttir (S), Bjarney Einarsdóttir (D) og Sævar Birgisson (B).k. Notendaráð
Aðalmenn:
Hildur Björg Bæringsdóttir (C) og Júlíana Guðmundsdóttir (D).Varamenn:
Ölvir Karlsson (C) og Brynja Hlíf Hjaltadóttir (D).Þá var kosið í eftirtaldar samstarfsnefndir til fjögurra ára:
a. Heilbrigðisnefnd
Aðalmaður Bjarni Ingimarsson (B) og varamaður Örvar Jóhannsson (B)b. Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins
Aðalmenn verði bæjarstjóri og Ásgeir Sveinsson (D).
Varamenn verði Sævar Birgisson (B) og Jana Katrín Knútsdóttir (D).c. Stjórn Sorpu bs.
Aðalmaður Aldís Stefánsdóttir (B) og varamaður Sævar Birgisson (B).d. Stjórn Strætó bs.
Aðalmaður Lovísa Jónsdóttir (C) og varamaður Örvar Jóhansson (B).e. Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
Bæjarstjóri verði aðalmaður og varamaður Halla Karen Kristjánsdóttir (B).f. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Bæjarstjóri og varamaður Aldís Stefánsdóttir (B).g. Stefnuráð Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH)
Aðalmenn Lovísa Jónsdóttir (C) og Ásgeir Sveinsson (D) og varamenn Aldís Stefánsdóttir (B) og Hjörtur Örn Arnarson (D).h. Stefnuráð áfangastaðarins höfuðborgarsvæðið
Lovísa Jónsdóttir (C) og Ásgeir Sveinsson (D).i. Samstarfsnefnd skíðasvæðanna
Sævar Birgisson (B) aðalmaður og Valdimar Birgisson (C) varamaður.j. Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins
Aðalmenn Aldís Stefánsdóttir (B) og Ásgeir Sveinsson (D).
Varamenn Valdimar Birgisson (C) og Helga Jóhannesdóttir (D).***
Tillaga D lista:
Bæjarfulltrúar D lista leggja fram tillögu um að ekki verði áheyrnafulltrúar frá meirihluta B C og S lista í nefndum bæjarins fyrir utan bæjarráð.Tillagan felld með sex atkvæðum B-,C- og S-lista. Bæjarfulltrúar D- og L-lista greiddu atkvæði með tillögunni.
***
Tillaga um tilnefningar í nefndir og ráð var samþykkt með 11 atkvæðum.
***
Bókun D- og L-lista:
Það er óljós tilgangur með því að bæta við áheyrnarfulltrúum frá meirihlutanum í nefndir bæjarins. Flokkarnir í meirihlutanum verða að treysta hver öðrum til þess að fara með meirihluta í nefndum án þess að allir þrír flokkarnir eigi fulltrúa í hverri nefnd.Meirihlutinn hefur í engu svarað um þann tilgang með auka áheyrnarfulltrúa. Þessar fordæmalausa tillögur meirihlutans munu kosta íbúa í Mosfellsbæ 14 milljónir á kjörtímabilinu. Svo virðist sem þessi ráðstöfun sé eingöngu til þess að úthluta launuðum bitlingum í formi nefndarsetu án atkvæðisréttar til fólks á listum meirihlutans og þá sérstaklega C og S lista þar sem þeir flokkar hafa bara einn bæjarfulltrúa hvor, og því virðist vanta fleiri launuð störf fyrir þessa aðila á kostnað skattgreiðenda í Mosfellsbæ.
Bókun B-, C- og S-lista:
Áheyrnarfulltrúar í nefndum er hluti af meirihlutasamkomulagi B, C og S lista. Tilgangurinn með þessum fulltrúum er að styrkja lýðræðislega umræðu í nefndarstarfi bæjarins í takti við stefnu meirihlutaflokkanna. Það er er mikilvægur hluti málefnasamnings meirihlutans að auka lýðræðislega umræðu og efla þannig vægi allra nefnda í stjórnkerfi bæjarins.Aðrar aðdróttanir í bókun D og L lista eru ekki svara verðar.
6. Fundadagskrá 2022202110424
Ákvörðun um fundartíma bæjarstjórnar, sbr. 8. og 11. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að fundir fari fram annan hvern miðvikudag, sem ekki ber upp á almennan frídag, kl. 16:30 að bæjarskrifstofunum í Mosfellsbæ í samræmi við 8. gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar. Jafnframt samþykkt að fundir fari fram í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði sem er í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 8. desember 2021.
7. Þóknanir kjörinna fulltrúa202205521
Tillaga um þóknanir kjörinna fulltrúa, nefnda og ráða lögð fram til samþykktar.
Tillaga um þóknanir nefnda og ráða lögð fram til afgreiðslu.
***
Tillaga Rúnars Braga Guðlaugssonar, bæjarfulltrúa D-lista:
Legg til að áfram verði greitt lestrarálag til þeira bæjarfulltrúa sem ekki sitja í bæjarráði eins og var á síðasta kjörtímabili.Tillagan felld með sex atkvæðum B-, C- og S-lista. Bæjarfulltrúar D-lista greiddu atkvæði með tillögunni og bæjarfulltrúi L-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
***
Tillaga um þóknanir nefnda samþykkt með sex atkvæðum, bæjarfulltrúa B-, C-, L- og S-lista. Bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
8. Landsþing og landsþingsfulltrúar202205168
Kosning fimm fulltrúa á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Tillaga er um að aðalmenn verði Halla Karen Kristjánsdóttir (B), Lovísa Jónsdóttir (C), Anna Sigríður Guðnadóttir (S), Ásgeir Sveinsson (D) og Jana Katrín Knútsdóttir (D). Jafnframt er tillaga um að varamenn verði Aldís Stefánsdóttir (B), Sævar Birgisson (B), Örvar Jóhannsson (B), Rúnar Bragi Guðlaugsson (D) og Helga Jóhannesdóttir (D). Ekki komu fram aðrar tillögur og teljast þær samþykktar.
Fundargerð
9. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1536202205020F
Fundargerð 1536. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 806. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022 202203832
Framkvæmdir á fyrstu hæð Kvíslarskóla. Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í framkvæmdir samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun B-, C- og S-lista:
Núverandi meirihluti er ný tekinn við og fær þetta alvarlega mál varðandi Kvíslaskóla í fangið í upphafi kjörtímabils. Fyrir þessum fundi í dag liggur fyrir að staðfesta ákvörðun síðasta bæjarráðs um að fara að tillögum umhverfissviðs um framkvæmdir vegna rakaskemmda í Kvíslaskóla og auknar fjárheimildir vegna þeirra framkvæmda. Hér er um að ræða framkvæmdir sem ráðist er í samkvæmt ráðgjöf helstu sérfræðinga. Samhliða þessum framkvæmdum er verið að gera heildarúttekt á allri byggingunni.
Það er mat okkar á grundvelli þeirra upplýsinga sem liggja fyrir í dag að óábyrgt sé að fresta afgreiðslu málsins enda myndi það þýða að framkvæmdir stöðvast. Vonir standa til þess að hægt sé að ráðast í allar nauðsynlegar framkvæmdir í sumar þannig að húsnæðið verði orðið öruggt fyrir nemendur og starfsfólk næsta haust enda nauðsynlegt að bæjaryfirvöld leiti allra ráða til að gera skólahúsnæði bæjarins heilnæmt til íveru.
Bæjarfulltrúar B, S og C lista taka það skýrt fram að nauðsynlegt er að fá niðurstöður í heildarúttekt á raka og mögulegum rakaskemmdum í Kvíslaskóla sem allra fyrst og birta niðurstöður þeirrar úttektar. Þegar þær niðurstöður liggja fyrir verða teknar frekari ákvarðanir um framhaldið.***
Afgreiðsla 1536. fundar bæjarráðs samþykkt á 806. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum
9.2. Helgafellshverfi 5. áfangi - gatnagerð 202109561
Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við, Jarðval ehf og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs Jarðvals ehf að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1536. fundar bæjarráðs samþykkt á 806. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.3. Vegtenging Mosfellsdal 201812133
Tillaga um samkomulag við Hádegisklett ehf. vegna makaskipta á landi í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á Þingvallavegi í Mosfellsdal og lagningar vegar að Jónstótt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1536. fundar bæjarráðs samþykkt á 806. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.4. Synjun þinglýsingarstjóra á leiðréttingu þinglýsingar borin undir héraðsdóm 202204145
Kæra landeiganda að landi við Helgafell á úrskurði sýslumannsembættisins á höfuðborgarsvæðinu er lýtur að þinglýsingu samkomulags frá árinu 2004. Greinargerð Mosfellsbæjar í málinu lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Halla Karen Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi B-lista, vék sæti í málinu vegna vanhæfis. Leifur Ingi Eysteinsson tók sæti í málinu.
***
Afgreiðsla 1536. fundar bæjarráðs samþykkt á 806. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.5. Krafa um viðurkenningu á rétti til íbúðareininga og/eða andvirðis íbúðareininga 202205304
Krafa landeiganda í Helgafelli á viðurkenningu á rétti til íbúðareininga og/eða andvirðis íbúðareininga.
Niðurstaða þessa fundar:
Halla Karen Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi B-lista, vék af fundi vegna vanhæfis undir þessum dagskrárlið. Leifur Ingi Eysteinsson varamaður tók sæti í málinu.
***
Afgreiðsla 1536. fundar bæjarráðs samþykkt á 806. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.6. Kæra til yfirfasteignamatsnefndar- óskað umsagnar Mosfellsbæjar 202201374
Úrskurður yfirfasteignamatsnefndar lagður fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1536. fundar bæjarráðs samþykkt á 806. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.7. Kæra til ÚUA vegna ákvörðunar byggingafulltrúa vegna Leirutanga 10 202110356
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lagður fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1536. fundar bæjarráðs samþykkt á 806. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.8. Rekstur deilda janúar til mars 2022 202205482
Yfirlit yfir rekstur deilda janúar til mars 2022 lagt fram fram til kynningar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1536. fundar bæjarráðs samþykkt á 806. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.9. Bréf vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu 202205161
Bréf mennta- og barnamálaráðherra varðandi stuðning við móttöku barna á flótta frá Úkraínu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1536. fundar bæjarráðs samþykkt á 806. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.10. Leiguíbúðir fyrir aldraða í Mosfellsbæ 202204082
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1536. fundar bæjarráðs samþykkt á 806. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.11. Frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd) - beiðni um umsögn 202205364
Frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd). Umsagnarfrestur er til 31. maí nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1536. fundar bæjarráðs samþykkt á 806. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.12. Frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaráætlun 2022-2036 - beiðni um umsögn 202205397
Frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaráætlun 2022-2036. Umsagnarfrestur er til 1. júní nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1536. fundar bæjarráðs samþykkt á 806. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.13. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda - beiðni um umsögn 202205406
Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Umsagnarfrestur er til 1. júní nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1536. fundar bæjarráðs samþykkt á 806. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.14. Frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða)- beiðni um umsögn 202205483
Frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða). Umsagnarfrestur er til 8. júní nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1536. fundar bæjarráðs samþykkt á 806. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
9.15. Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga) - beiðni um umsögn 202205485
Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga). Umsagnarfrestur er til 8. júní nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1536. fundar bæjarráðs samþykkt á 806. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
10. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 320202205024F
Fundargerð 320. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 806. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Barnaverndarmálafundur 2018-2022 - 967 202205022F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 320. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 806. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Almenn erindi
11. Erindi umhverfisráðuneytis - ábending vegna reglugerðar um Hitaveitu Mosfellsbæjar202203362
Lögð fyrir bæjastjórn tillaga að uppfærðri reglugerð um Hitaveitu Mosfellsbæjar. Síðari umræða.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum fyrirliggjandi breytingar á reglugerð um Hitaveitu Mosfellsbæjar.
Fundargerðir til kynningar
12. Fundargerð 1. fundar Stefnuráðs byggðarsamlaganna202205533
Fundargerð 1. fundar Stefnuráðs byggðarsamlaganna lögð fram til kynningar.
Fundargerð 1. fundar Stefnuráðs byggðarsamlaganna lögð fram til kynningar á 806 fundi. bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
13. Fundargerð 2. fundar Stefnuráðs byggðarsamlaganna202205534
Fundargerð 2. fundar Stefnuráðs byggðarsamlaganna lögð fram til kynningar.
Fundargerð 3. fundar Stefnuráðs byggðarsamlaganna lögð fram til kynningar á 806. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
14. Fundargerð 3. fundar Stefnuráðs byggðarsamlaganna202205535
Fundargerð 3. fundar Stefnuráðs byggðarsamlaganna lögð fram til kynningar.
Fundargerð 3. fundar Stefnuráðs byggðarsamlaganna lögð fram til kynningar á 806. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
15. Fundargerð 36. eigendafundar Strætó bs.202205539
Fundargerð 36. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 36. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 806. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.