30. júní 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Framtíðarskipulag Skálatúns202206678
Tillögur að næstu skrefum vegna rekstrarstöðu Skálatúns lagðar fyrir til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Mosfellsbær taki þátt í formlegum viðræðum við Skálatún um yfirtöku Mosfellsbæjar á rekstri, skuldbindingum og eignum Skálatúns í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Bæjarráð samþykkir þátttöku Mosfellsbæjar í þriggja manna starfshópi sem verði falið að fjalla um fyrirhugaða yfirtöku Mosfellsbæjar og skila tillögum þess efnis. Hópurinn verði skipaður fulltrúa Skálatúns, Mosfellsbæjar og einum utanaðkomandi sérfræðingi.
Bæjarráð felur starfandi bæjarstjóra að tilnefna fulltrúa Mosfellsbæjar í starfshópinn og enn fremur að undirbúa samning við utanaðkomandi sérfræðing sem verði oddviti og stýri vinnu starfshópsins.Þá er samþykkt að veitt verði 55 m.kr. viðbótarframlag til að leysa bráðavanda Skálatúns sem verði hluti af uppgjöri Skálatúns við yfirtöku Mosfellsbæjar á starfseminni. Fjármálastjóra verði falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun til samræmis við það samhliða viðauka vegna breytinga á uppfærðu skiptihlutfalli framlags frá sjóðnum.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
2. Kvíslarskóli - kynninga á stöðu framkvæmda 2022 og ósk um heimild til útboðs á lausum stofum.202203832
Lögð fyrir bæjarráð kynning á stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla og óskað heimildar bæjarráðs til útboðs á lausum stofum.
Kynning á stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela umhverfissviði að viðhafa útboð á færanlegum kennslustofum fyrir Kvíslarskóla.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
3. Íþróttamiðstöð að Varmá - Þjónustubygging, Nýframkvæmd202201171
Meðfylgjandi er minnisblað umhverfissviðs Mosfellsbæjar vegna opnunarfundar á þjónustubyggingu við íþróttahúsið að Varmá.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að útboði á þjónustubyggingu að Varmá verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2023. Bæjarfulltrúar D lista sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
***
Bókun D lista:
Fulltrúar D-lista í bæjarráði Mosfellsbæjar lýsa yfir miklum vonbrigðum með frestun á aðkallandi byggingu þjónustu og aðstöðuhúss að Varmá um eitt ár eða lengri tíma.Það hefði verið mjög auðvelt að fara í samningskaupaleið um byggingu hússins þar sem ekkert tilboð barst í útboðinu og halda þar með áætlun um byggingu húsins.
Bókun B, S og C lista:
Í ljósi þess að engin tilboð bárust í þjónustubyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá var tekin sú ákvörðun í samráði við samráðsvettvang Mosfellsbæjar og Aftureldingar að endurskoða umfang væntanlegrar þjónustubyggingar í samræmi við málefnasamning B, S og C lista. Er sú vinna þegar hafin.4. Umsókn um úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 3202206706
Ósk Vagneigna ehf. um úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 3.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela starfandi bæjarstjóra og lögmanni Mosfellsbæjar að ræða við málshefjanda.
5. Upplýsingapóstur frá innviðaráðuneytinu vegna stefnumótunar202206664
Upplýsingapóstur innviðaráðuneytis til fulltrúa í sveitarstjórnum vegna stefnumótunar í þremur flokkum lagður fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu starfandi bæjarstjóra.
6. Ósk um að leigu eða kaup á landi202206752
Ósk Find Yourself in Iceland ehf. um leigu eða kaupa á landi undir starfsemi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til umsagnar starfandi bæjarstjóra.
7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2023 til 2026202206736
Upphaf vinnu við fjárhagsáætlun 2023 til 2026.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að hefja vinnu við fjárhagsáætlun 2023-2026 í samræmi við fyrirliggjandi dagskrá.
8. Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings 2021202206758
Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings 2021.
Lagt fram.
9. Tillaga um framkvæmdir við lagningu gervigrasvallar, endurnýjun hlaupabrautar og uppsetningu flóðlýsingar á Varmárvelli á árinu 2022.202206764
Tillaga bæjarfulltrúa D lista um að hafnar verði framkvæmdir við lagningu gervigrasvallar, endurnýjun hlaupabrautar og uppsetningu flóðlýsingar á Varmárvelli á árinu 2022.
Frestað vegna tímaskorts.