Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. júní 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fram­tíð­ar­skipu­lag Skála­túns202206678

    Tillögur að næstu skrefum vegna rekstrarstöðu Skálatúns lagðar fyrir til afgreiðslu.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að Mos­fells­bær taki þátt í form­leg­um við­ræð­um við Skála­tún um yf­ir­töku Mos­fells­bæj­ar á rekstri, skuld­bind­ing­um og eign­um Skála­túns í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi gögn. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir þátt­töku Mos­fells­bæj­ar í þriggja manna starfs­hópi sem verði fal­ið að fjalla um fyr­ir­hug­aða yf­ir­töku Mos­fells­bæj­ar og skila til­lög­um þess efn­is. Hóp­ur­inn verði skip­að­ur full­trúa Skála­túns, Mos­fells­bæj­ar og ein­um ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ingi.
    Bæj­ar­ráð fel­ur starf­andi bæj­ar­stjóra að til­nefna full­trúa Mos­fells­bæj­ar í starfs­hóp­inn og enn frem­ur að und­ir­búa samn­ing við ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing sem verði odd­viti og stýri vinnu starfs­hóps­ins.

    Þá er sam­þykkt að veitt verði 55 m.kr. við­bótar­fram­lag til að leysa bráða­vanda Skála­túns sem verði hluti af upp­gjöri Skála­túns við yf­ir­töku Mos­fells­bæj­ar á starf­sem­inni. Fjár­mála­stjóra verði fal­ið að und­ir­búa við­auka við fjár­hags­áætlun til sam­ræm­is við það sam­hliða við­auka vegna breyt­inga á upp­færðu skipti­hlut­falli fram­lags frá sjóðn­um.

    Gestir
    • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
  • 2. Kvísl­ar­skóli - kynn­inga á stöðu fram­kvæmda 2022 og ósk um heim­ild til út­boðs á laus­um stof­um.202203832

    Lögð fyrir bæjarráð kynning á stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla og óskað heimildar bæjarráðs til útboðs á lausum stofum.

    Kynn­ing á stöðu fram­kvæmda við Kvísl­ar­skóla. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að við­hafa út­boð á fær­an­leg­um kennslu­stof­um fyr­ir Kvísl­ar­skóla.

    Gestir
    • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
    • 3. Íþróttamið­stöð að Varmá - Þjón­ustu­bygg­ing, Ný­fram­kvæmd202201171

      Meðfylgjandi er minnisblað umhverfissviðs Mosfellsbæjar vegna opnunarfundar á þjónustubyggingu við íþróttahúsið að Varmá.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að út­boði á þjón­ustu­bygg­ingu að Varmá verði vísað til fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar árs­ins 2023. Bæj­ar­full­trú­ar D lista sitja hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

      ***

      Bók­un D lista:
      Full­trú­ar D-lista í bæj­ar­ráði Mos­fells­bæj­ar lýsa yfir mikl­um von­brigð­um með frest­un á að­kallandi bygg­ingu þjón­ustu og að­stöðu­húss að Varmá um eitt ár eða lengri tíma.

      Það hefði ver­ið mjög auð­velt að fara í samn­ings­kaupaleið um bygg­ingu húss­ins þar sem ekk­ert til­boð barst í út­boð­inu og halda þar með áætlun um bygg­ingu hús­ins.

      Bók­un B, S og C lista:
      Í ljósi þess að eng­in til­boð bár­ust í þjón­ustu­bygg­ingu við íþróttamið­stöð­ina að Varmá var tekin sú ákvörð­un í sam­ráði við sam­ráðsvett­vang Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar að end­ur­skoða um­fang vænt­an­legr­ar þjón­ustu­bygg­ing­ar í sam­ræmi við mál­efna­samn­ing B, S og C lista. Er sú vinna þeg­ar hafin.

      • 4. Um­sókn um út­hlut­un lóð­ar­inn­ar Skar­hóla­braut 3202206706

        Ósk Vagneigna ehf. um úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 3.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela starf­andi bæj­ar­stjóra og lög­manni Mos­fells­bæj­ar að ræða við máls­hefj­anda.

      • 5. Upp­lýs­inga­póst­ur frá inn­viða­ráðu­neyt­inu vegna stefnu­mót­un­ar202206664

        Upplýsingapóstur innviðaráðuneytis til fulltrúa í sveitarstjórnum vegna stefnumótunar í þremur flokkum lagður fram til kynningar.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa mál­inu til af­greiðslu starf­andi bæj­ar­stjóra.

      • 6. Ósk um að leigu eða kaup á landi202206752

        Ósk Find Yourself in Iceland ehf. um leigu eða kaupa á landi undir starfsemi.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar starf­andi bæj­ar­stjóra.

      • 7. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2023 til 2026202206736

        Upphaf vinnu við fjárhagsáætlun 2023 til 2026.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að hefja vinnu við fjár­hags­áætlun 2023-2026 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi dagskrá.

      • 8. Bréf frá eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga vegna árs­reikn­ings 2021202206758

        Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings 2021.

        Lagt fram.

      • 9. Til­laga um fram­kvæmd­ir við lagn­ingu gervi­grasvall­ar, end­ur­nýj­un hlaupa­braut­ar og upp­setn­ingu flóð­lýs­ing­ar á Varmár­velli á ár­inu 2022.202206764

        Tillaga bæjarfulltrúa D lista um að hafnar verði framkvæmdir við lagningu gervigrasvallar, endurnýjun hlaupabrautar og uppsetningu flóðlýsingar á Varmárvelli á árinu 2022.

        Frestað vegna tíma­skorts.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05