Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. mars 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
  • Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) vara áheyrnarfulltrúi
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
  • Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
  • Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
  • Hildur Pétursdóttir (HP) áheyrnarfulltrúi
  • Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
  • Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
  • Helga Jóhanna Magnúsdóttir Verkefnastjóri grunnskólamála

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir Starfandi framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kvísl­ar­skóli - fram­kvæmd­ir 2022202203832

    Upplýsingar veittar um stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.

    Lár­us Elíasson verk­efna­stjóri á Um­hverf­is­sviði fór yfir stöðu fram­kvæmda við Kvísl­ar­skóla. Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­irn­ar muni standa fram yfir skóla­byrj­un í ág­úst. Áætlan­ir gera ráð fyr­ir að mötu­neyti og borðsal­ur ver­ið til­bú­inn í upp­hafi skóla­árs­ins og sér­greina­stof­ur strax þar á eft­ir. Fram­kvæmd­ir á glugg­um og glugga­skipti á efri hæð mun mögu­lega standa yfir eft­ir að skóla­ár­ið hefst án þess að hafa telj­andi áhrif á skólast­arf. Fræðslu­nefnd þakk­ar fyr­ir upp­lýs­ing­arn­ar og legg­ur áfram áherslu á góða upp­lýs­inga­gjöf og sam­st­arf allra sem að verk­efn­inu koma.

    Gestir
    • Lárus Elíasson, verkefnastjóri á umhverfissviði
  • 2. Um­sókn um heima­kennslu202302646

    Umfjöllun um umsókn til heimakennslu skólaárið 2023-2024 sbr. reglugerð 531/2009

    Lagð­ar fram til sam­þykkt­ar tvær um­sókn­ir um heima­kennslu fyr­ir skóla­ár­ið 2023-2024. Um­sókn­irn­ar ásamt fylgigögn­um hafa ver­ið metn­ar af skóla­þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar og teljast þær upp­fylla skil­yrði reglu­gerð­ar um heima­kennslu á grunn­skóla­stigi nr. 531/2009. Í reglu­gerð­inni er gerð krafa um að nem­end­ur í heima­kennslu teng­ist ein­um skóla sem hef­ur það hlut­verk að vera ráð­gef­andi við for­eldra og nem­end­ur svo og eft­ir­lit með ár­angri náms. Helga­fells­skóli er þjón­ustu­skól­inn þetta skóla­ár­ið og verð­ur svo áfram.
    Sam­þykkt með 5 at­kvæð­um.

    Gestir
    • Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri skólaþjónustu Mosfellsbæjar
  • 3. End­ur­skoð­un á skóla- og frí­stunda­akstri202301334

    Kynning á fyrirkomulagi skóla- og frístundaakstri

    Magnea Ingi­mund­ar­dótt­ir verk­efna­stjóri á skóla­skrif­stofu kynnti út­tekt á fyr­ir­komu­lagi skóla- og frí­stunda­akst­urs í Mos­fells­bæ sbr. ákvörð­un fræðslu­nefnd­ar á fundi 415. nefnd­ar­inn­ar. Fræðslu­nefnd þakk­ar góða kynn­ingu og legg­ur til að kynn­ing­in fari einn­ig fram í íþrótta- og tóm­stunda­nefnd og bæj­ar­ráði.
    Fræðslu­nefnd fel­ur fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs að vinna áfram að mál­inu í sam­vinnu við hag­að­ila og koma með til­lög­ur að úr­bót­um sem eru í sam­ræmi við markmið verk­efn­is­ins um lýð­heilsu, um­hverf­is­mál og hag­kvæmni.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    Gestir
    • Magnea S. Ingimundardóttir, verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði
    • 4. End­ur­skoð­un á regl­um Fræðslu- og frí­stunda­svið 2023202301099

      Fræðslu­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um til­lögu að breytt­um regl­um um greiðsl­ur vegna nem­enda sem stunda nám utan Mos­fells­bæj­ar.

      Gestir
      • Magnea S. Ingimundardóttir, verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði
    • 5. Grein­ing á 200 daga skóla202303607

      Greining á 200 daga skólaskyldu í Helgafellsskóla og Krikaskóla

      Í sam­ræmi við gild­andi starfs­áætlun fræðslu­nefnd­ar þá er lagt til að fram­kvæmd­ar­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs verði fal­ið að gera grein­ingu á 200 daga skóla­da­ga­tali sem unn­ið hef­ur ver­ið eft­ir frá stofn­un Krika­skóla árið 2008 og á yngsta stigi Helga­fells­skóla. Mark­mið­ið með vinn­unni er að afla upp­lýs­inga um kosti og galla 200 daga skóla og nota til ákvarð­ana­töku um fram­hald þessa fyr­ir­komu­lags. Nið­ur­staða grein­ing­ar­inn­ar verði lögð fyr­ir fræðslu­nefnd þeg­ar hún ligg­ur fyr­ir.
      Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    • 6. Höfða­berg stak­stæð­ur leik­skóli202303105

      Tillaga um að Höfðaberg verði stakstæður leikskóli frá 1. júlí 2023

      Fræðslu­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fram­lagða til­lögu um að Höfða­berg verði stak­stæð­ur leik­skóli frá 1. júlí 2023. Jafn­framt legg­ur nefnd­in það til að Tinna Rún Ei­ríks­dótt­ir verði áfram leik­skóla­stjóri í Höfða­bergi frá sama tíma en hún hef­ur gegnt starf­inu frá 1. júní 2021.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10