22. mars 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
- Valdimar Birgisson (VBi) vara áheyrnarfulltrúi
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
- Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
- Hildur Pétursdóttir (HP) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
- Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir Verkefnastjóri grunnskólamála
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir Starfandi framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022202203832
Upplýsingar veittar um stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
Lárus Elíasson verkefnastjóri á Umhverfissviði fór yfir stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar muni standa fram yfir skólabyrjun í ágúst. Áætlanir gera ráð fyrir að mötuneyti og borðsalur verið tilbúinn í upphafi skólaársins og sérgreinastofur strax þar á eftir. Framkvæmdir á gluggum og gluggaskipti á efri hæð mun mögulega standa yfir eftir að skólaárið hefst án þess að hafa teljandi áhrif á skólastarf. Fræðslunefnd þakkar fyrir upplýsingarnar og leggur áfram áherslu á góða upplýsingagjöf og samstarf allra sem að verkefninu koma.
Gestir
- Lárus Elíasson, verkefnastjóri á umhverfissviði
2. Umsókn um heimakennslu202302646
Umfjöllun um umsókn til heimakennslu skólaárið 2023-2024 sbr. reglugerð 531/2009
Lagðar fram til samþykktar tvær umsóknir um heimakennslu fyrir skólaárið 2023-2024. Umsóknirnar ásamt fylgigögnum hafa verið metnar af skólaþjónustu Mosfellsbæjar og teljast þær uppfylla skilyrði reglugerðar um heimakennslu á grunnskólastigi nr. 531/2009. Í reglugerðinni er gerð krafa um að nemendur í heimakennslu tengist einum skóla sem hefur það hlutverk að vera ráðgefandi við foreldra og nemendur svo og eftirlit með árangri náms. Helgafellsskóli er þjónustuskólinn þetta skólaárið og verður svo áfram.
Samþykkt með 5 atkvæðum.Gestir
- Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri skólaþjónustu Mosfellsbæjar
3. Endurskoðun á skóla- og frístundaakstri202301334
Kynning á fyrirkomulagi skóla- og frístundaakstri
Magnea Ingimundardóttir verkefnastjóri á skólaskrifstofu kynnti úttekt á fyrirkomulagi skóla- og frístundaaksturs í Mosfellsbæ sbr. ákvörðun fræðslunefndar á fundi 415. nefndarinnar. Fræðslunefnd þakkar góða kynningu og leggur til að kynningin fari einnig fram í íþrótta- og tómstundanefnd og bæjarráði.
Fræðslunefnd felur framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs að vinna áfram að málinu í samvinnu við hagaðila og koma með tillögur að úrbótum sem eru í samræmi við markmið verkefnisins um lýðheilsu, umhverfismál og hagkvæmni.
Samþykkt með fimm atkvæðum.Gestir
- Magnea S. Ingimundardóttir, verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði
4. Endurskoðun á reglum Fræðslu- og frístundasvið 2023202301099
Fræðslunefnd samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að breyttum reglum um greiðslur vegna nemenda sem stunda nám utan Mosfellsbæjar.
Gestir
- Magnea S. Ingimundardóttir, verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði
5. Greining á 200 daga skóla202303607
Greining á 200 daga skólaskyldu í Helgafellsskóla og Krikaskóla
Í samræmi við gildandi starfsáætlun fræðslunefndar þá er lagt til að framkvæmdarstjóra fræðslu- og frístundasviðs verði falið að gera greiningu á 200 daga skóladagatali sem unnið hefur verið eftir frá stofnun Krikaskóla árið 2008 og á yngsta stigi Helgafellsskóla. Markmiðið með vinnunni er að afla upplýsinga um kosti og galla 200 daga skóla og nota til ákvarðanatöku um framhald þessa fyrirkomulags. Niðurstaða greiningarinnar verði lögð fyrir fræðslunefnd þegar hún liggur fyrir.
Samþykkt með fimm atkvæðum.6. Höfðaberg stakstæður leikskóli202303105
Tillaga um að Höfðaberg verði stakstæður leikskóli frá 1. júlí 2023
Fræðslunefnd samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu um að Höfðaberg verði stakstæður leikskóli frá 1. júlí 2023. Jafnframt leggur nefndin það til að Tinna Rún Eiríksdóttir verði áfram leikskólastjóri í Höfðabergi frá sama tíma en hún hefur gegnt starfinu frá 1. júní 2021.