14. júlí 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ráðning bæjarstjóra
202205548Tillaga um ráðningu Regínu Ásvaldsdóttur í starf bæjarstjóra Mosfellsbæjar kjörtímabilið 2022-2026 í samræmi við fyrirliggjandi ráðningarsamning, sbr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga og 47. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum ráðningu Regínu Ásvaldsdóttur í starf bæjarstjóra Mosfellsbæjar kjörtímabilið 2022-2026 í samræmi við fyrirliggjandi ráðningarsamning. Formanni bæjarráðs er falið að undirrita ráðningarsamninginn fyrir hönd Mosfellsbæjar. Bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Bókun D lista:
Fulltrúar D lista í bæjarstjórn Mosfellsbæjar bjóða Regínu Ásvaldsdóttur velkomna til starfa og vænta góðs samstarfs og samvinnu á kjörtímabilinu.2. Framkvæmdir 2022
202207008Lögð fyrir bæjarráð samantekt vegna framkvæmda árið 2022.
Lögð fyrir bæjarráð kynning á framkvæmdum í Mosfellsbæ 2022.
3. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022
202203832Lagt fyrir bæjarráð minnisblað vegna framkvæmda á 2. hæð í Kvíslarskóla og staða framkvæmda á 1. hæð kynnt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að farið verði í framkvæmdir við 2. hæð Kvíslarskóla á næstu 4-6 vikum til að koma hæðinni í það horf að hægt verði að nýta húsnæðið á haustönn 2022 í samræmi við það sem lýst er í fyrirliggjandi minnisblaði.
4. Nýjar rannsóknarborholur í Bláfjöllum
202207100Bókun 541. fundar stjórnar SSH varðandi útboð vegna nýrra rannsóknarborhola í Bláfjöllum lögð fram til kynningar.
Bókun stjórnar SSH varðandi útboð vegna nýrra rannsóknarborhola í Bláfjöllum, sem fyrirhugað er að bjóða út að fengnu leyfi Umhverfisstofunar, lögð fram til kynningar ásamt fylgiskjölum.
5. Framtíðarsýn Álafosskvosar
202207098Erindi Birtu Fróðadóttur varðandi framtíðarsýn Álafosskvosar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til nýs bæjarstjóra.
6. Breyting á reglum Mosfellsbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning
202207074Tillaga um hækkun samanlagðrar hámarksfjárhæðar húsaleigubóta og sérstaks húsnæðisstuðnings í 2. mgr. 4. gr. reglna Mosfellsbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning vegna hækkunar almennra húsnæðisbóta.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að samanlögð upphæð húsnæðisbóta og sérstaks húsnæðisstuðnings í 2. mgr. 4. gr. reglna Mosfellsbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning verði hækkuð í kr. 95.000 frá og með 1. júní 2022 til að tryggja að mótvægisaðgerðir ríkisins við verðbólgu til efnaminni leigjenda skili sér.
7. Erindi Lágafellsbygginga vegna skipulagsmála Blikastaða o.fl.
202207105Erindi JÁS lögmanna fh. Lágafellsbygginga ehf. varðandi skipulagsmál Blikastaða o.fl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu bæjarstjóra.
Fundargerðir til kynningar
8. Fundargerð 541. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
202207123Fundargerð 541. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 541. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 1542. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.