Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. júlí 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ráðn­ing bæj­ar­stjóra202205548

    Tillaga um ráðningu Regínu Ásvaldsdóttur í starf bæjarstjóra Mosfellsbæjar kjörtímabilið 2022-2026 í samræmi við fyrirliggjandi ráðningarsamning, sbr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga og 47. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um ráðn­ingu Regínu Ás­valds­dótt­ur í starf bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar kjör­tíma­bil­ið 2022-2026 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi ráðn­ing­ar­samn­ing. Formanni bæj­ar­ráðs er fal­ið að und­ir­rita ráðn­ing­ar­samn­ing­inn fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar. Bæj­ar­full­trú­ar D lista sátu hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

    Bók­un D lista:
    Full­trú­ar D lista í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar bjóða Regínu Ás­valds­dótt­ur vel­komna til starfa og vænta góðs sam­starfs og sam­vinnu á kjör­tíma­bil­inu.

  • 2. Fram­kvæmd­ir 2022202207008

    Lögð fyrir bæjarráð samantekt vegna framkvæmda árið 2022.

    Lögð fyr­ir bæj­ar­ráð kynn­ing á fram­kvæmd­um í Mos­fells­bæ 2022.

    Gestir
    • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
    • 3. Kvísl­ar­skóli - fram­kvæmd­ir 2022202203832

      Lagt fyrir bæjarráð minnisblað vegna framkvæmda á 2. hæð í Kvíslarskóla og staða framkvæmda á 1. hæð kynnt.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að far­ið verði í fram­kvæmd­ir við 2. hæð Kvísl­ar­skóla á næstu 4-6 vik­um til að koma hæð­inni í það horf að hægt verði að nýta hús­næð­ið á haustönn 2022 í sam­ræmi við það sem lýst er í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði.

      Gestir
      • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
    • 4. Nýj­ar rann­sókn­ar­bor­hol­ur í Bláfjöll­um202207100

      Bókun 541. fundar stjórnar SSH varðandi útboð vegna nýrra rannsóknarborhola í Bláfjöllum lögð fram til kynningar.

      Bók­un stjórn­ar SSH varð­andi út­boð vegna nýrra rann­sókn­ar­bor­hola í Bláfjöll­um, sem fyr­ir­hug­að er að bjóða út að fengnu leyfi Um­hverf­is­stof­un­ar, lögð fram til kynn­ing­ar ásamt fylgiskjöl­um.

    • 5. Fram­tíð­ar­sýn Ála­fosskvos­ar202207098

      Erindi Birtu Fróðadóttur varðandi framtíðarsýn Álafosskvosar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til nýs bæj­ar­stjóra.

    • 6. Breyt­ing á regl­um Mos­fells­bæj­ar um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing202207074

      Tillaga um hækkun samanlagðrar hámarksfjárhæðar húsaleigubóta og sérstaks húsnæðisstuðnings í 2. mgr. 4. gr. reglna Mosfellsbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning vegna hækkunar almennra húsnæðisbóta.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að sam­an­lögð upp­hæð hús­næð­is­bóta og sér­staks hús­næð­isstuðn­ings í 2. mgr. 4. gr. reglna Mos­fells­bæj­ar um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing verði hækk­uð í kr. 95.000 frá og með 1. júní 2022 til að tryggja að mót­vægisað­gerð­ir rík­is­ins við verð­bólgu til efnam­inni leigj­enda skili sér.

    • 7. Er­indi Lága­fells­bygg­inga vegna skipu­lags­mála Blikastaða o.fl.202207105

      Erindi JÁS lögmanna fh. Lágafellsbygginga ehf. varðandi skipulagsmál Blikastaða o.fl.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu bæj­ar­stjóra.

    Fundargerðir til kynningar

    • 8. Fund­ar­gerð 541. fund­ar stjórn­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.202207123

      Fundargerð 541. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.

      Fund­ar­gerð 541. fund­ar stjórn­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 1542. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:04