14. júní 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) vara áheyrnarfulltrúi
- Sveinbjörg Davíðsdóttir (SD)
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE)
- Linda Hersteinsdóttir (LH) áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir leikskólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022202203832
Upplýsingar um stöðu framkvæmda
Lagt fram og kynnt. Fræðslunefnd þakkar fulltrúum umhverfissviðs fyrir kynningu á stöðu framkvæmda í Kvíslarskóla og leggur áherslu á að upplýsingagjöf í málinu til nefndarfólks, forráðamanna og annarra hagsmunaaðila verði öflug á meðan á framkvæmdum stendur.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdarstjóri umhverfissviðs og Hallgrímur Skúli Hafsteinsson, verkefnastjóri á umhverfissviði
2. Lesfimimælingar 2021 - 2022202206196
Skólastjórar mæta á fundinn og kynna niðurstöður lesfimimælinga í sínum skóla
Skólastjórar kynntu niðurstöður lesfimimælinga allra árganga skólanna. Niðurstöður lesfimimælinga eru eitt af mörgum mælitækjum sem notuð er til frekari umbóta innan skólanna og er hluti af innra mati hvers skóla. Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu.
Gestir
- Þrúður Hjelm Krikaskóla, Rósa Ingvarsdóttir Helgafellsskóla, Lísa Greipsson Lágafellsskóla og Jóna Benediktsdóttir Varmárskóla
3. Skóladagatöl 2022-2023202112253
Lagt fram til staðfestingar
Fræðslunefnd samþykkir framlögð skóladagatöl og fela skólastjórnendum viðkomandi skóla að kynna dagatölin vel fyrir foreldrum.
4. Rýnihópar Gallup vegna þjónustu við aldraða, fatlaða og á sviði skipulagsmála202201442
Samantekt um helstu umbótaaðgerðir á sviði þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2021 og niðurstöður frekari rannsókna Gallup í lok árs 2021.
Lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd leggur áherslu á að sú vinna sem þegar er hafin við að skoða ábendingar haldi áfram og óskar eftir upplýsingum um framgang hennar inn á fræðslunefndarfund.
Gestir
- Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri skólaþjónustu Mosfellsbæjar
5. Brotthvarf úr framhaldsskólum202205126
Lögð fyrir til kynningar skýrsla frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum.
Lagt fram og kynnt.
6. Jafnrétti í skólastarfi - breytt tilhögun eftirlits202206030
Lagt fram og kynnt bréf frá Jafnréttisstofu um breytta tilhögun á eftirliti með jafnrétti í skólastarfi
Lagt fram og kynnt.
7. Bréf vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu202205161
Lagt fram til kynningar bréf frá mennta- og barnamálaráðherra vegna móttöku barna á flótta frá Úkraníu.
Lagt fram og kynnt.