7. september 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Elín Árnadóttir (EÁ) áheyrnarfulltrúi
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Tinna Rún Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir sviðstjóri fræðslu- og frístundasviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022202203832
Upplýsingar veittar um stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.
Óskar Gísli Sveinson deildastjóri á Umhverfissviði fór yfir stöðu framkvæmda. Verkáætlun hefur hliðrast til um 6-7 vikur en til stendur að afhenda fyrsta áfanga í endurbótum Kvíslarskóla þann 10. október. Í þeim áfanga eru mötuneyti og fimm kennslustofur. Kvíslarskóli getur þá tekið í notkun húsnæði sem uppfyllir nútímakröfur og gerir ráð fyrir aðgengi fyrir alla. Fræðslunefnd þakkar Óskari Gísla fyrir kynninguna.
Gestir
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda á umhverfissviði
2. Ungt fólk vor 2023202306282
Kynning á könnun Rannsóknar og greiningar á stöðu ungs fólks vorið 2023
Lagðar fram niðurstöður frá Rannsókn og greiningu vor 2023, 8.-10. bekkur. Niðurstöður hafa þegar verið kynntar foreldrum á rafrænum fundi og verða kynntar skólastjórum starfsfólki skólanna og félagsmiðstöðva innan tíðar. Niðurstöður kannana er eitt af þeim mælitækjum sem notuð eru í innra mati skólanna og tekið er mið af þeim við gerð starfsáætlana og umbóta.
Gestir
- Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá R og G
3. Skóla- og ráðgjafaþjónusta 2022-2023202308813
Kynning á skóla- og ráðgjafaþjónustu Mosfellsbæjar skólaárið 2022-23
Yfirlit frá fræðslu- og frístundasviði um skóla- og ráðgjafaþjónustu Mosfellsbæjar, skólaárið 2022-23. Lagt fram til kynningar.
Gestir
- Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri skólaþjónustu Mosfellsbæjar
4. Tölulegar upplýsingar leik- og grunnskóla haust 2023202309005
Lagt fram til upplýsinga
Lagðar fram upplýsingar um fjölda leik- og grunnskólabarna í Mosfellsbæ.
Gestir
- Magnea Steinunn Ingimundardóttir, verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði
5. Nýtt skipulag á fræðslu- og frístundasviði - kynning202308259
Kynning á nýju skipulagi á fræðslu- og frístundasviði
Breytingar á Fræðslu- og frístundasviði í kjölfar stjórnsýslu- og rekstrarúttektar kynntar.
6. Starfsáætlun fræðslunefndar 2022 - 2026202208560
Drög að starfsáætlun 2023-2024
Drög að starfsáætlun fræðslunefndar fyrir veturinn 2023-2024 lögð fram og rædd.