Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. september 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
  • Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
  • Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
  • Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
  • Elín Árnadóttir (EÁ) áheyrnarfulltrúi
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
  • Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
  • Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
  • Tinna Rún Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir sviðstjóri fræðslu- og frístundasviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kvísl­ar­skóli - fram­kvæmd­ir 2022202203832

    Upplýsingar veittar um stöðu framkvæmda við Kvíslarskóla.

    Ósk­ar Gísli Svein­son deilda­stjóri á Um­hverf­is­sviði fór yfir stöðu fram­kvæmda. Ver­káætlun hef­ur hliðrast til um 6-7 vik­ur en til stend­ur að af­henda fyrsta áfanga í end­ur­bót­um Kvísl­ar­skóla þann 10. októ­ber. Í þeim áfanga eru mötu­neyti og fimm kennslu­stof­ur. Kvísl­ar­skóli get­ur þá tek­ið í notk­un hús­næði sem upp­fyll­ir nú­tíma­kröf­ur og ger­ir ráð fyr­ir að­gengi fyr­ir alla. Fræðslu­nefnd þakk­ar Ósk­ari Gísla fyr­ir kynn­ing­una.

    Gestir
    • Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda á umhverfissviði
  • 2. Ungt fólk vor 2023202306282

    Kynning á könnun Rannsóknar og greiningar á stöðu ungs fólks vorið 2023

    Lagð­ar fram nið­ur­stöð­ur frá Rann­sókn og grein­ingu vor 2023, 8.-10. bekk­ur. Nið­ur­stöð­ur hafa þeg­ar ver­ið kynnt­ar for­eldr­um á ra­f­ræn­um fundi og verða kynnt­ar skóla­stjór­um starfs­fólki skól­anna og fé­lags­mið­stöðva inn­an tíð­ar. Nið­ur­stöð­ur kann­ana er eitt af þeim mæli­tækj­um sem not­uð eru í innra mati skól­anna og tek­ið er mið af þeim við gerð starfs­áætl­ana og um­bóta.

    Gestir
    • Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá R og G
  • 3. Skóla- og ráð­gjafa­þjón­usta 2022-2023202308813

    Kynning á skóla- og ráðgjafaþjónustu Mosfellsbæjar skólaárið 2022-23

    Yf­ir­lit frá fræðslu- og frí­stunda­sviði um skóla- og ráð­gjafa­þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar, skóla­ár­ið 2022-23. Lagt fram til kynn­ing­ar.

    Gestir
    • Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri skólaþjónustu Mosfellsbæjar
  • 4. Tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar leik- og grunn­skóla haust 2023202309005

    Lagt fram til upplýsinga

    Lagð­ar fram upp­lýs­ing­ar um fjölda leik- og grunn­skóla­barna í Mos­fells­bæ.

    Gestir
    • Magnea Steinunn Ingimundardóttir, verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði
  • 5. Nýtt skipu­lag á fræðslu- og frí­stunda­sviði - kynn­ing202308259

    Kynning á nýju skipulagi á fræðslu- og frístundasviði

    Breyt­ing­ar á Fræðslu- og frí­stunda­sviði í kjöl­far stjórn­sýslu- og rekstr­ar­út­tekt­ar kynnt­ar.

  • 6. Starfs­áætlun fræðslu­nefnd­ar 2022 - 2026202208560

    Drög að starfsáætlun 2023-2024

    Drög að starfs­áætlun fræðslu­nefnd­ar fyr­ir vet­ur­inn 2023-2024 lögð fram og rædd.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:21