Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201906024

  • 11. nóvember 2020

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #771

    Drög að við­auka 4 við fjár­hags­áætlun 2020 lögð fram til stað­fest­ing­ar.

    Af­greiðsla 1464. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 771. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 5. nóvember 2020

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1464

      Drög að við­auka 4 við fjár­hags­áætlun 2020 lögð fram til stað­fest­ing­ar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um við­auka nr. 4 í tengsl­um við breyt­ing­ar á fjár­hags­áætlun árs­ins 2020 vegna áhrifa nýrra kjara­samn­inga. Við­auk­inn fel­ur ein­ung­is í sér til­færslu á milli liða þar sem áætl­uð­um launa­kostn­aði (launa­potti) er dreift á að­r­ar deild­ir. Áhrif á rekstr­arnið­ur­stöðu og hand­bært fé í sam­an­dregn­um A og B hluta eru eng­in.

    • 16. september 2020

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #767

      Beiðni Sorpu bs um greiðslu fyrri hluta stofn­fram­lags 2020.

      Af­greiðsla 1457. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 767. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 10. september 2020

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1457

        Beiðni Sorpu bs um greiðslu fyrri hluta stofn­fram­lags 2020.

        Við­auki nr. 3 við fjár­hags­áætlun árs­ins 2020 að fjár­hæð kr. 25.900.000, vegna greiðslu stofn­fjár til Sorpu bs. sem fjár­magn­að er með lækk­un hand­bærs fjár, sam­þykkt­ur með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 19. ágúst 2020

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #765

        Fjár­fest­ing­ar fé­lags­legra íbúða.

        Af­greiðsla 1449.fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram á 765.fundi bæj­ar­stjórn­ar

        • 25. júní 2020

          Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1449

          Fjár­fest­ing­ar fé­lags­legra íbúða.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fjár­fest­inga­áætlun fé­lags­legra íbúða sé breytt inn­an ramm­a­fjár­hags­áætl­un­ar, með þeim hætti að á ár­inu 2020 verði keypt­ar þrjár ný­leg­ar fé­lags­leg­ar íbúð­ir og tvær eldri íbúð­ir seld­ar í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

        • 24. júní 2020

          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #764

          Fjár­fest­ing­ar fé­lags­legra íbúða

          Af­greiðsla 1448. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 764. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 18. júní 2020

            Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1448

            Fjár­fest­ing­ar fé­lags­legra íbúða

            Frestað sök­um tíma­skorts.

            • 10. júní 2020

              Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #763

              Drög að við­auka 2 við Fjár­hags­áætlun kynnt.

              Af­greiðsla 1446. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 763. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

              • 4. júní 2020

                Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1446

                Drög að við­auka 2 við Fjár­hags­áætlun kynnt.

                Bæj­ar­ráð sam­þykkt­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi við­auka 2 við fjár­hags­áætlun 2020.

                Sam­an­tekin áhrif við­auk­ans eru þau að rekstr­ar­tekj­ur lækka um 68,8 m.kr., laun- og launa­tengd gjöld hækka um 33,9 m.kr. og ann­ar rekstr­ar­kostn­að­ur hækk­ar um 7,6 m.kr. Sam­tals lækk­ar því áætluð rekstr­arnið­ur­staða A og B hluta um 110,2 m.kr. sem fjár­magn­að er með lækk­un hand­bærs fjár. Hækk­un lang­tíma­lán­töku um 1.500 m.kr. hækk­ar hand­bært fé sem því nem­ur.

              • 27. nóvember 2019

                Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #750

                Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020 sem snýr að mála­flokki aldr­aðra kynnt fyr­ir Öld­unga­ráði.

                Af­greiðsla 16. öld­unga­ráði lögð fram til kynn­ing­ar á 750. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

              • 27. nóvember 2019

                Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #750

                Lögð fram til kynn­ing­ar drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023 frá fyrri um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar 30. októ­ber 2019

                Af­greiðsla 205. fund­ar lögð fram á 750. fundi bæj­ar­stjórn­ar. Af­greiðsla til­lagna fór fram und­ir 2. lið.

              • 27. nóvember 2019

                Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #750

                Drög að fjár­hags­áætlun 2020-2023 lögð fram til kynn­ing­ar. Lagt áður fram á 501. fundi 8. nóv­em­ber þar sem um­ræð­ur urðu um mál­ið.

                Af­greiðsla 502. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 750. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

              • 27. nóvember 2019

                Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #750

                Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023 til kynn­ing­ar í menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd.

                Af­greiðsla 14. fund­ar menn­ing­ar-og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 750. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

              • 27. nóvember 2019

                Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #750

                Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2020

                Af­greiðsla 370. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 750. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

              • 27. nóvember 2019

                Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #750

                Rekstr­aráætlun fjöl­skyldu­sviðs 2020.

                Af­greiðsla 288. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 750. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

              • 27. nóvember 2019

                Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #750

                Fjár­hags­áætlun 2020- 2023. Síð­ari um­ræða.

                Und­ir þess­um dag­skrárlið mættu einn­ig til fund­ar­ins Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, Linda Udengard, fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs, Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, Pét­ur Jens Lockton fjár­mála­stjóri og Anna María Ax­els­dótt­ir, verk­efna­stjóri í fjár­mála­deild.
                For­seti gaf bæj­ar­stjóra orð­ið og fór hann yfir fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar og stofn­ana hans fyr­ir árin 2020 til 2023.

                -------------------------------------------------------------

                Helstu nið­ur­stöðu­töl­ur í fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2020 A og B hluta eru eft­ir­far­andi:

                Tekj­ur: 13.380 m.kr.
                Gjöld: 11.970 m.kr.
                Af­skrift­ir: 418 m.kr.
                Fjár­magns­gjöld: 628 m.kr.
                Tekju­skatt­ur: 25 m.kr.
                Rekstr­arnið­ur­staða: 340 m.kr.
                Eign­ir í árslok: 22.239 m.kr.
                Eig­ið fé í árslok: 7.472 m.kr.
                Fjár­fest­ing­ar­hreyf­ing­ar: 2.295 m.kr.

                -------------------------------------------------------------

                Út­svars­pró­senta 2020
                Sam­þykkt var fyrr á þess­um fundi að út­svars­hlut­fall Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2020 verði 14,48% af út­svars­stofni.

                -------------------------------------------------------------

                Álagn­ingar­pró­sent­ur fast­eigna­gjalda fyr­ir árið 2020 eru eft­ir­far­andi:

                Fast­eigna­gjöld íbúð­ar­hús­næð­is (A - skatt­flokk­ur)
                Fast­eigna­skatt­ur A 0,207% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
                Vatns­gjald 0,070% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
                Frá­veitu­gjald 0,105% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
                Lóð­ar­leiga A 0,316% af fast­eigna­mati lóð­ar

                Fast­eigna­gjöld stofn­ana skv. 3. gr. reglu­gerð­ar 1160/2005 (B - skatt­flokk­ur)
                Fast­eigna­skatt­ur B 1,320% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
                Vatns­gjald 0,070% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
                Frá­veitu­gjald 0,105% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
                Lóð­ar­leiga B 1,100% af fast­eigna­mati lóð­ar

                Fast­eigna­gjöld ann­ars hús­næð­is (C - skatt­flokk­ur)
                Fast­eigna­skatt­ur C 1,585% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
                Vatns­gjald 0,070% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
                Frá­veitu­gjald 0,105% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
                Lóð­ar­leiga C 1,100% af fast­eigna­mati lóð­ar

                -------------------------------------------------------------

                Gjald­dag­ar fast­eigna­gjalda eru níu, fimmtánda dag hvers mán­að­ar frá 15. janú­ar til og með 15. sept­em­ber. Eindagi fast­eigna­gjalda er þrjá­tíu dög­um eft­ir gjald­daga og fell­ur all­ur skatt­ur árs­ins í gjald­daga ef vanskil verða. Sé fjár­hæð fast­eigna­gjalda und­ir kr. 40.000 er gjald­dagi þeirra 15. janú­ar með eindaga 14. fe­brú­ar.

                -------------------------------------------------------------

                Eft­ir­tald­ar regl­ur taka breyt­ing­um og gilda frá 1.1.2020.
                Regl­ur um af­slátt af fast­eigna­gjöld­um til elli- og ör­orku­líf­eyr­is­þega.

                -------------------------------------------------------------

                Eft­ir­far­andi gjald­skrár liggja fyr­ir og taka breyt­ing­um þann 1.1.2020 nema ann­að sé tek­ið fram.
                Gjaldskrá leik­skóla Mos­fells­bæj­ar, dag­for­eldra og sjálf­stætt starf­andi leik­skóla
                Bleyju­gjald leik­skóla
                Gjaldskrá mötu­neyta grunn­skóla
                Gjaldskrá ávaxta­bita í grunn­skól­um
                Gjaldskrá í frí­stunda­sel­um grunn­skóla
                Gjaldskrá við­bót­ar­vist­un í frí­stunda­seli
                Gjaldskrá Lista­skóla - tón­list­ar­deild
                Gjaldskrá Lista­skóli - skóla­hljóm­sveit
                Gjaldskrá skóla­garð­ar
                Gjaldskrá ÍTOM
                Gjaldskrá Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar
                Gjaldskrá íþróttamið­stöðva og sund­lauga
                Gjaldskrá skipu­lags- og bygg­ing­ar­mála
                Gjaldskrá akst­urs­þjón­usta eldra fólks.
                Gjaldskrá fyr­ir frá­veitu­gjald
                Gjaldskrá sorp­hirðu
                Gjaldskrá Vatns­veitu Mos­fells­bæj­ar
                Gjaldskrá- Rot­þró­ar­gjald
                Gjaldskrá Hita­veitu

                -------------------------------------------------------------

                For­seti þakk­aði starfs­mönn­um bæj­ar­ins sér­stak­lega fyr­ir fram­lag þeirra við und­ir­bún­ing og gerð áætl­un­ar­inn­ar og tóku bæj­ar­full­trú­ar und­ir þakk­ir for­seta til starfs­manna.

                -------------------------------------------------------------

                Fram hafa kom­ið 15 breyt­ing­ar­til­lög­ur við fjár­hags­áætlun:
                ---1. Til­laga bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar um frí­stunda­á­vís­un eldri borg­ara sem lögð var fram við fyrri um­ræðu: Til­lög­unni er hafn­að með 5 at­kvæð­um V- og D- lista gegn 4 at­kvæð­um ann­arra bæj­ar­full­trúa. Bók­un V- og D- lista: Með vís­an til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs þar sem m.a. kem­ur fram að til standi að fara í sér­stakt kynn­ingar­átak fyr­ir frí­stunda­á­vís­un fyr­ir 67 ára og eldri vegna lít­ill­ar nýt­ing­ar þyk­ir rétt að til­lög­unni verði hafn­að. Bók­un S- C- M- og L- lista: Rök­semd­ir meiri­hlut­ans um að lít­il notk­un frí­stunda­á­vís­un­ar sé nægj­an­leg ástæða fyr­ir því að fella til­lögu um hækk­un henn­ar er létt­væg. Gríð­ar­lega nauð­syn­legt er að gera enn bet­ur í því að aug­lýsa frí­stunda­á­vís­un­ina fyr­ir bæj­ar­bú­um en gert hef­ur ver­ið.

                ---2. Til­laga bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar um fé­lags­lega heima­þjón­ustu sem lögð var fram við fyrri um­ræðu: Til­lög­unni er hafn­að með 5 at­kvæð­um V- og D- lista gegn at­kvæði bæj­ar­full­trúa S- lista. Að­r­ir bæj­ar­full­trú­ar sitja hjá.

                ---3. Til­laga bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar um um­boðs­mann íbúa sem lögð var fram við fyrri um­ræðu: Til­lög­unni er hafn­að með 5 at­kvæð­um V- og D- lista gegn 2 at­kvæð­um S- og C- lista. Að­r­ir bæj­ar­full­trú­ar sitja hjá.

                ---4. Til­laga bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar um form­lega fundi með hverfa­fé­lög­um sem lögð var fram við fyrri um­ræðu: Lagt er til að til­lög­unni verði vísað til vinnu lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd­ar við end­ur­skoð­un á að­gerða­áætlun vegna lýð­ræð­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar. Máls­með­ferð­ar­til­lag­an er sam­þykkt með 8 at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trúi M- lista sit­ur hjá.

                ---5. Til­laga bæj­ar­full­trúa Við­reisn­ar um frí­stunda­á­vís­un sem lögð var fram við fyrri um­ræðu: Fram kem­ur breyt­ing­ar­til­laga við til­lög­una frá bæj­ar­full­trúa D- lista þar sem lagt er til að ald­ur­svið­mið frí­stunda­á­vís­un­ar verði fært nið­ur í 5 ára ald­ur og upp­hæð ávís­un­ar­inn­ar fyr­ir 5 ára verði 26.000 á ári. Ekki er þörf á breyt­ing­um á fjár­hags­áætl­un­ar enda rúm­ast áætl­að­ur kostn­að­ur inn­an áætl­un­ar­inn­ar. Breyt­ing­ar­til­lag­an er sam­þykkt með 8 at­kvæð­um. Full­trúi M- lista sit­ur hjá. Bók­un M-lista: Full­trúi Mið­flokks­ins sit­ur hjá, ekki vegna þess að hann er ekki sam­mála að gera bet­ur við barna­fólk sem er mik­il­vægt. En meiri­hlut­inn hefði getað ljáð til­lögu C lista stuðn­ing eins og hún var óbreytt. Ann­að er að skreyta sig með fjöðr­um ann­arra manna. D og V listi hef­ur hér gert til­lögu C lista að sinni. Svo mætti gera enn bet­ur fyr­ir barna­fólk en gert er hér í Mos­fells­bæ. Til­lag­an með fram­komn­um breyt­ing­um sam­þykkt með 9 at­kvæð­um.

                ---6. Til­laga bæj­ar­full­trúa Við­reisn­ar um sam­ráðs­gátt um fjár­hags­áætlun sem lögð var fram við fyrri um­ræðu: Lagt er til að til­lög­unni verði vísað til þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar til frek­ari skoð­un­ar og nið­ur­stöð­ur ber­ist bæj­ar­ráði og lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd fyr­ir 1. mars n.k. Máls­með­ferð­ar­til­lag­an er sam­þykkt með 9 at­kvæð­um.

                ---7. Til­laga bæj­ar­full­trúa Við­reisn­ar um sjóð til styrkt­ar börn­um til íþrótta- og tóm­stunda­iðkun­ar sem lögð var fram við fyrri um­ræðu: Til­lög­unni er hafn­að með 5 at­kvæð­um V- og D- lista. gegn 4 at­kvæð­um ann­arra bæj­ar­full­trúa.

                ---8. Til­laga bæj­ar­full­trúa Við­reisn­ar um þýð­ingu heima­síðu sem lögð var fram við fyrri um­ræðu: Lagt er til að til­lög­unni verði vísað til skoð­un­ar hjá þjón­ustu- og sam­skipta­deild í tengsl­um við yf­ir­stand­andi end­ur­skoð­un og yf­ir­ferð á heima­síðu bæj­ar­ins. Máls­með­ferð­ar­til­lag­an er sam­þykkt með 5 at­kvæð­um V- og D- lista gegn at­kvæði bæj­ar­full­trúa M- lista. Að­r­ir bæj­ar­full­trú­ar sitja hjá. Bók­un M- lista: Full­trúi Mið­flokks­ins í Mos­fells­bæ árétt­ar enn á ný að hér er meiri­hlut­inn að forð­ast að taka póli­tíska af­stöðu til máls. Hér ligg­ur fyr­ir til­laga um að þýða eigi heima­síðu Mos­fells­bæj­ar á a.m.k. eitt er­lent tungu­mál. Það ber að gera með a.m.k. lág­marks­upp­lýs­ing­um svo þorri fólks af er­lend­um upp­runa geti kynnt sér þjón­ustu bæj­ar­ins, rétt­indi sín og skyld­ur. Til­lag­an sem ligg­ur fyr­ir var skýr og óhætt að greiða um hana at­kvæði til að sjá af­stöðu meiri­hlut­ans sem hef­ur þeg­ar taf­ið þýð­ingu heima­síðu bæj­ar­ins úr hófi.

                ---9. Til­laga bæj­ar­full­trúa Við­reisn­ar um 200 daga skóla sem lögð var fram við fyrri um­ræðu: Lagt er til að til­lög­unni verði vísað til fræðslu- og frí­stunda­sviðs til skoð­un­ar í tengsl­um við yf­ir­standi vinnu við sam­ræm­ingu á skóla­tíma grunn­skóla­barna sem fram fer sam­hliða end­ur­skoð­un á skóla­stefnu bæj­ar­ins. Máls­með­ferð­ar­til­lag­an er sam­þykkt með 5 at­kvæð­um V- og D- lista gegn at­kvæði bæj­ar­full­trúa M- lista. Að­r­ir bæj­ar­full­trú­ar sitja hjá. Bók­un M-lista: Fulltrú Mið­flokks­ins vís­ar í fyrri bók­un um með­ferð mála sem bæj­ar­full­trú­ar koma fram með þar sem meiri­hlut­inn beit­ir svo­köll­uð­um ,,máls­með­ferð­ar­til­lög­um", sem eru frá­vís­un­ar­til­lög­ur í grunn­inn. Það ger­ir meiri­hlut­inn trekk í trekk til að forð­ast að taka póli­tíska af­stöðu til mála og dylja skoð­un sína og af­stöðu. Með þessu fyr­ir­komu­lagi dyl­ur meiri­hlut­inn af­stöðu sína og eyk­ur á flækj­ust­ig flutn­ings­manna sem bein­lín­is er ekki lýð­ræð­is­legt. Það þarf að tryggja að póli­tísk af­staða komi fram sem þessi lýð­ræð­is­legi vett­vang­ur er til þess gerð­ur að ná fram. Það er lág­marks krafa að leitað sé sam­þykk­is höf­und­ar til­lögu um með­ferð. Bók­un V- og D- lista: Það að vísa til­lög­um til nefnda og emb­ætt­is­manna til úr­vinnslu og frek­ari skoð­un­ar er póli­tísk af­staða og gert til þess að tryggja fag­mennsku við við­kom­andi mál sem þeg­ar eru í vinnslu.

                ---10. Til­laga öld­unga­ráðs (mál 201603286 Stöðu­gild­um við heima­þjón­ustu aldr­aðra verði fjölgað um tvö): Til­lög­unni er hafn­að með 5 at­kvæð­um V- og D- lista gegn 4 at­kvæð­um ann­arra bæj­ar­full­trúa.

                ---11. Til­laga full­trúa C-lista á 288. fundi fjöl­skyldu­nefnd­ar (fjölg­un funda fjöl­skyldu­nefnd­ar): Til­lög­unni er hafn­að með 5 at­kvæð­um V- og D- lista gegn 2 at­kvæð­um S- og C- lista. Bæj­ar­full­trú­ar L- og M- lista sitja hjá.

                ---12. Til­laga full­trúa C-lista á 288. fundi fjöl­skyldu­nefnd­ar (inn­leið­ing barna­sátt­mála SÞ): Lagt er til að til­lög­unni verði vísað til fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs og fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs í tengsl­um við vinnu við inn­leið­ingu á barna­sátt­mála Sam­ein­uðu Þjóð­anna sem bæj­ar­ráð hef­ur þeg­ar sam­þykkt að ráð­ist verði í. Máls­með­ferð­ar­til­lag­an er sam­þykkt með 8 at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trúi M- lista sit­ur hjá.

                ---13. Til­laga frá um­hverf­is­nefnd um loft­gæða­mæl­ing­ar: Lagt til að til­lög­unni verði vísað til fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar fyr­ir árið 2021. Máls­með­ferð­ar­til­lag­an er sam­þykkt með 5 at­kvæð­um V- og D- lista gegn at­kvæði bæj­ar­full­trúa S- lista. Að­r­ir bæj­ar­full­trú­ar sitja hjá.

                ---14. Til­laga frá um­hverf­is­nefnd um ra­f­rænt eft­ir­lit­s­kerfi með við­haldi leik­valla: Til­lag­an er felld með 5 at­kvæð­um V- og D- lista gegn 3 at­kvæð­um bæj­ar­full­trúa S- C- og L- lista. Bæj­ar­full­trúi M- lista sit­ur hjá.

                ---15. Til­laga frá um­hverf­is­nefnd um fjár­magn í fræðslu fyr­ir nefnd­ina: Til­lag­an er felld með 5 at­kvæð­um V- og D- lista gegn at­kvæði bæj­ar­full­trúa S- lista. Að­r­ir bæj­ar­full­trú­ar sitja hjá.

                ---16. Til­laga bæj­ar­full­trúa Vina Mos­fells­bæj­ar um breyt­ingu á fjár­fest­ingaráætl­un­ar A- deild­ar um að inn komi nýr lið­ur und­ir gatna­gerð sem beri nafn­ið, Skamma­dals­veg­ur frá Helga­felli að Bjargsvegi, sem lögð var fram við síð­ari um­ræðu. Til­lag­an er felld með 5 at­kvæð­um V- og D- lista gegn 3 at­kvæð­um bæj­ar­full­trúa L- C- og M- lista. Bæj­ar­full­trúi S- lista sit­ur hjá.

                ---17. Til­laga bæj­ar­full­trúa Vina Mos­fells­bæj­ar um breyt­ingu á álagn­ingar­pró­sentu fast­eigna­gjalda í skatt­flokki C, versl­un­ar, skrif­stofu- og iðn­að­ar­hús­næð­is þann­ig að, í stað 1.585% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar, verði álagn­ingar­pró­sent­an 1,500%, sem lögð var fram við síð­ari um­ræðu. Til­lag­an er felld með 5 at­kvæð­um V- og D- lista gegn 3 at­kvæð­um bæj­ar­full­trúa L- C- og M- lista. Bæj­ar­full­trúi S- lista sit­ur hjá.
                -------------------------------------------------------------
                For­seti bar til­lögu að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árin 2020-2023 upp í heild sinni. Fjár­hags­áætl­un­in var sam­þykkt með 5 at­kvæð­um full­trúa V- og D-lista gegn at­kvæði M- lista. Að­r­ir bæj­ar­full­trú­ar sitja hjá.

                ---Bók­un V- og D- lista:
                Fjár­hags­áætl­un­in fyr­ir árið 2020 ger­ir ráð fyr­ir að rekstr­araf­gang­ur verði 340 m.kr. Fyr­ir­hug­að er að fram­kvæma fyr­ir 2.970 m.kr. sem að mestu renn­ur til skóla-, gatna- og veitu­mann­virkja. Þetta eru mestu fram­kvæmd­ir sem sveit­ar­fé­lag­ið hef­ur nokkru sinni ráð­ist í. Áætl­un­in ger­ir ráð fyr­ir að fram­legð verði 10,6 % og að veltufé frá rekstri verði já­kvætt um 1.277 m.kr. eða tæp­lega 10 % og skulda­við­mið skv. sveit­ar­stjórn­ar­lög­um verði 79%. Áætl­un­in ger­ir ráð fyr­ir hóf­legri hækk­un gjald­skráa til sam­ræm­is við stefnu­mörk­un lífs­kjara­samn­ing­anna en að leik­skóla­gjöld lækki um 5%, auk þess sem álagn­ingar­pró­sent­ur fast­eigna­gjalda lækka. Fram­tíð­ar­sýn okk­ar er sú að Mos­fells­bær sé fjöl­skyldu­vænt, heilsu­efl­andi og fram­sæk­ið bæj­ar­fé­lag sem set­ur um­hverf­ið í önd­vegi og hef­ur þarf­ir og vel­ferð íbúa að leið­ar­ljósi. Fjár­hags­áætlun árs­ins 2020 end­ur­spegl­ar áhersl­ur sem eru mik­il­væg­ur lið­ur í að raun­gera þessa fram­tíð­ar­sýn enda er traust­ur rekst­ur lyk­ill þess að að vöxt­ur sveit­ar­fé­lags­ins sé efna­hags­lega, fé­lags­lega og um­hverf­is­lega sjálf­bær. Nú þeg­ar hag­kerf­ið kóln­ar er gott að rekst­ur síð­ustu ára hafi ein­kennst af ráð­deild og fyr­ir­hyggju enda veit­ir það okk­ur borð fyr­ir báru. Þjón­usta við íbúa og við­skipta­vini efl­ist stig af stigi, Helga­fells­skóli í bygg­ingu og fjöl­nota íþrótta­hús tek­ið í notk­un. Allt er þetta gert til að mæta þörf­um íbúa núna og til fram­tíð­ar, byggja upp gott sam­fé­lag og auka lífs­gæði og vel­ferð íbúa. Með­al áherslna í fjár­hags­áætlun 2020 eru að: -Af­gang­ur sé af rekstri bæj­ar­ins og að veltufé frá rekstri verði já­kvætt um 10% af tekj­um. -Álagn­ing­ar­hlut­föll fast­eigna­gjalda íbúða­hús­næð­is lækki. -Gjald­skrár breyt­ast í sam­ræmi við stefnu­mörk­un lífs­kjara­samn­inga og hækka ekki að raun­gildi og leik­skóla­gjöld lækka um 5%. -Fast­eigna­gjöld á at­vinnu­rekst­ur lækki. -Aukn­um fjár­mun­um verði var­ið til fræðslu­mála með áherslu á efl­ingu stoð­þjón­ustu í skól­um. -Fjölgað verði stöðu­gild­um í Lista­skól­an­um til að sinna kennslu úti í grunn­skól­un­um. -Þjón­ustu við 12-18 mán­aða börn aukin og ung­barnapláss­um fjölgað um 25. Við vilj­um þakka öllu okk­ar flotta starfs­fólki fyr­ir ein­urð og fag­mennsku við und­ir­bún­ing fjár­hags­áætl­un­ar árs­ins 2020. Þessi hóp­ur, starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar, leys­ir verk­efni sín á grunni virð­ing­ar, já­kvæðni, fram­sækni og um­hyggju fyr­ir þeim verk­efn­um sem þeim eru falin.

                ---Bók­un bæj­ar­full­trúa Við­reisn­ar við fjár­hags­áætlun 2020 til 2023:
                Í því góðæri sem ríkt hef­ur und­an­far­inn ár voru það von­brigði að skuld­ir lækk­uðu ekki meira en raun varð. Nú eru skuld­ir 110 % af tekj­um og ger­ir það Mos­fells­bæ erf­ið­ara um vik að takast á við kóln­un hag­kerf­is­ins sem nú blas­ir við. Ým­is­legt já­kvætt er þó í þess­ari fjár­hags­áætlun. Þann­ig styð­ur Við­reisn fjölg­un plássa fyr­ir ung börn á leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar og lækk­un á leik­skóla­gjöld­um. Einn­ig fögn­um við stuðn­ingi við til­lögu Við­reisn­ar um frí­stunda­á­vís­un fyr­ir 5 ára börn í Mos­fells­bæ. Einn­ig eru fjár­fest­ing­ar meiri en áður sem við telj­um rétt mið­að við nú­ver­andi efna­hags­ástand.

                ---Bók­un S-lista við af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar 2020-2023:
                Í fjár­hags­áætlun árs­ins 2020 sem af­greidd er nú úr bæj­ar­stjórn eft­ir seinni um­ræðu er ýmis verk­efni og fram­kvæmd­ir að finna sem eru til hags­bóta fyr­ir íbúa Mos­fells­bæj­ar eins og eðli­legt er og eind­rægni rík­ir um inn­an bæj­ar­stjórn­ar. Sam­fylk­ing­in lagði fram nokkr­ar til­lög­ur við fyrri um­ræðu sem því mið­ur fengu ekki fram­gang. Sér­stak­lega tel­ur und­ir­rit­uð þá ráð­stöf­un meiri­hlut­ans að fela starfs­manni á bæj­ar­skrif­stofu að vinna um­sagn­ir um til­lögu um um­boðs­mann íbúa og um fram­fylgni lýð­ræð­is­stefnu bæj­ar­ins sér­kenni­lega. Bæði þessi mál eru hápóli­tísk í eðli sínu og ekki við hæfi að póli­tísk­ir full­trú­ar skýli sér að baki starfs­fólki stjórn­sýsl­unn­ar í stað þess að taka póli­tíska ákvörð­un um að styðja til­lög­ur eða hafna þeim.
                Sam­fylk­ing­in ít­rek­ar þá af­stöðu sem bæj­ar­full­trú­ar henn­ar hafa talað fyr­ir árum sam­an í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar að breytt verði vinnu­brögð­um við und­ir­bún­ing fjár­hags­áætl­ana, fag­nefnd­ir komi fyrr að mál­um og á skipu­lagð­ari hátt. Í fag­nefnd­um ætti að ræða þann ramma sem bæj­ar­ráð set­ur fags­við­um eft­ir til­lögu­gerð for­stöðu­manna og fram­kvæmda­stjóra og um­ræð­ur um þær. Fag­nefnd­irn­ar ættu að leggja mark­visst nið­ur fyr­ir sér hvað þær leggja til að nýta sitt svigrúm í og gera um það til­lög­ur til bæj­ar­ráðs, ásamt því að leggja fram rök­studd­ar til­lög­ur um nýtt fjár­magn, ef svo ber und­ir. Kjörn­ir bæj­ar­full­trú­ar tækju síð­an við, for­gangs­röð­uðu og tækju þann­ig hina end­an­legu póli­tísku ábyrgð.
                Þessi fjár­hags­áætlun er á ábyrgð Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs og sjálf­stæð­is­manna og bygg­ir á þeirra póli­tísku hug­mynda­fræði sem þeir flokk­ar vinna eft­ir í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar. Sam­ráð var ekki haft við þá full­trúa kjós­enda sem sitja í minni­hluta bæj­ar­stjórn­ar við vinnslu þess­ar­ar fjár­hags­áætl­un­ar. Af þeim or­sök­um sit­ur bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hjá við af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar 2020-2023.

                Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
                bæj­ar­full­trúi S-lista


                ---Bók­un bæj­ar­full­trúa Vina Mos­fells­bæj­ar við af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar 2020.
                Fjár­hags­áætlun er ein­hver mik­il­væg­asti punkt­ur í starfs­semi hvers sveit­ar­fé­lags. Þar er lagt á ráð­in um nýt­ingu tekju­stofna og ráð­stöf­un skatt­fjár til hinna fjöl­mörgu verk­efna. Það er því að mati Vina Mos­fells­bæj­ar mik­il­vægt að um fjár­hags­áætlun ríki sem við­tæk­ust sátt og leitað sé eft­ir sjón­ar­mið­um og þátt­töku allra bæj­ar­full­trúa sem fara jú sam­an með stjórn sveit­ar­fé­lags­ins. Meiri­hluti D og V lista hafði ekki áhuga á sam­starfi við bæj­ar­full­trúa minni­hlut­ans um fram­setn­ingu fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir kom­andi ár frek­ar en við und­ir­bún­ing fjár­hags­áætln­ar yf­ir­stand­andi árs og í því ljósi sit­ur bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar hjá við af­greiðslu henn­ar. Af sömu ástæðu sat bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar hjá við ákvörð­un um út­svars­pró­sentu sem af­greidd var und­ir fyrsta dag­skrárlið þessa fund­ar. Bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar ít­rek­ar þakk­ir sín­ar, frá fyrri um­ræðu, til þeirra fjöl­mörgu starfs­manna bæj­ar­ins sem komu að und­ir­bún­ingi þess­ar­ar fjár­hags­áætl­un­ar.

                Stefán Ómar Jóns­son
                Bæj­ar­full­trúi


                ---Bók­um M- lista: Full­trúi Mið­flokks­ins tel­ur að fast­eigna­gjöld og önn­ur gjöld á at­vinnu­hús­næði, þrátt fyr­ir lækk­un álagn­ingar­pró­sentu, hækki úr hófi. Einn­ig er ekki séð að áætl­un­in auki þjón­ustu við grunn­skóla­börn, for­eldra þeirra og að­stand­end­ur svo nokkru nemi til að tryggja gæði náms og að­stöðu bæði starfs­fólks og nem­enda. Varð­andi þjón­ustu við eldri borg­ara má bæta þar í og tryggja aukna þjón­ustu. Þakka ber sviðs­stjór­um bæj­ar­ins fyr­ir vinnu við gerð þess­ar­ar áætl­un­ar, öðr­um starfs­mönn­um fyr­ir vel unn­in verk og dugn­að, oft und­ir þröng­um kosti sem áætlun sem þessi skammt­ar þeim.

              • 22. nóvember 2019

                Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #502

                Drög að fjár­hags­áætlun 2020-2023 lögð fram til kynn­ing­ar. Lagt áður fram á 501. fundi 8. nóv­em­ber þar sem um­ræð­ur urðu um mál­ið.

                Lagt fram, um­ræð­ur um mál­ið.

              • 20. nóvember 2019

                Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar #370

                Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2020

                Kynn­ing á fjár­hags­áætlun 2020

                  Full­trúi M lista fór af fundi eft­ir þenn­an lið.
                • 19. nóvember 2019

                  Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar #205

                  Lögð fram til kynn­ing­ar drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023 frá fyrri um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar 30. októ­ber 2019

                  Jó­hanna B. Han­sen fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs kynnti drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir 2020-2023.
                  Um­hverf­is­nefnd legg­ur til að í fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020 verði bætt við fjár­magni til upp­setn­ing­ar á loft­gæða­mælistöð í sam­ræmi við nýja um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar og áður fram­lagða kostn­að­ar­áætlun, fjár­magni til inn­leið­ing­ar á ra­f­rænu eft­ir­lit­s­kerfi fyr­ir leik­svæði og að ekki verði dreg­ið úr fjár­veit­ingu til fræðslu­mála fyr­ir um­hverf­is­nefnd.
                  Um­hverf­is­nefnd fel­ur formanni nefnd­ar­inn­ar um að fylgja mál­inu eft­ir.

                • 19. nóvember 2019

                  Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd #14

                  Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023 til kynn­ing­ar í menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd.

                  Drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023 frá fyrri um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar 30. októ­ber 2019 lögð fram kynnt og rædd. Auð­ur Hall­dórs­dótt­ir for­stöðu­mað­ur bóka­safns og menn­ing­ar­mála kynnti.

                  • 18. nóvember 2019

                    Öld­ungaráð Mos­fells­bæj­ar #16

                    Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020 sem snýr að mála­flokki aldr­aðra kynnt fyr­ir Öld­unga­ráði.

                    • 13. nóvember 2019

                      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #749

                      Drög að fjár­hags­áætlun 2020-2023 lögð fram til kynn­ing­ar.

                      Af­greiðsla 501. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 749. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                      • 13. nóvember 2019

                        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #749

                        Lagt fram til kynn­ing­ar drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023 frá fyrri um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar 30. októ­ber 2019.

                        Af­greiðsla 232. fund­ar íþrótta-og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 749. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                        • 13. nóvember 2019

                          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #749

                          Lagt fram til kynn­ing­ar drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023 frá fyrri um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar 30. októ­ber 2019

                          Af­greiðsla 369. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 749. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                          • 13. nóvember 2019

                            Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #749

                            Rekstr­aráætlun fjöl­skyldu­sviðs 2020

                            Af­greiðsla 287. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 749. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                            • 12. nóvember 2019

                              Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar #288

                              Rekstr­aráætlun fjöl­skyldu­sviðs 2020.

                              Fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs kynnti drög að rekstr­aráætlun fjöl­skyldu­sviðs 2020.

                              Full­trúi C lista lagði fram eft­ir­far­andi til­lög­ur vegna rekstr­aráætl­un­ar fjöl­skyldu­sviðs 2020:

                              Fjölg­un funda fjöl­skyldu­nefnd­ar

                              Til­laga: Við­reisn í Mos­fells­bæ legg­ur til að fund­um fjöl­skyldu­nefnd­ar verði fjölgað í 15 á ár­inu.

                              Grein­ar­gerð:
                              Ábyrgð­ar­svið fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar er gríð­ar­lega um­fangs­mik­ið þar sem und­ir nefnd­ina falla mál­efni fé­lags­þjón­ustu, barna­vernd­ar, mál­efni aldr­aðra, mál­efni fatl­aðra o.fl. Fjöl­skyldu­nefnd sinn­ir hlut­verki fé­lags­mála­nefnd­ar skv. lög­um nr. 40/1991 um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga. Rétt er að benda á að sam­kvæmt ákvæð­um fyrr­greindra laga ber fjöl­skyldu­nefnd að sinna eft­ir­töld­um verk­efn­um:

                              1. að fara með stjórn og fram­kvæmd fé­lags­þjón­ustu í sveit­ar­fé­lag­inu,
                              2. að leit­ast við að tryggja að fé­lags­leg þjón­usta verði sem mest í sam­ræmi við þarf­ir íbúa,
                              3. að gera til­lög­ur til sveit­ar­stjórn­ar um stefnu­mörk­un á sviði fé­lags­þjón­ustu í sveit­ar­fé­lag­inu,
                              4. að gera til­lög­ur að fjár­hags­áætlun til sveit­ar­stjórn­ar um út­gjaldaliði fé­lags­mála,
                              5. að vinna með öðr­um op­in­ber­um að­il­um, svo og fé­lög­um, fé­laga­sam­tök­um og ein­stak­ling­um, að því að bæta fé­lags­leg­ar að­stæð­ur og um­hverfi í sveit­ar­fé­lag­inu,
                              6. að veita upp­lýs­ing­ar um fé­lags­þjón­ustu í sveit­ar­fé­lag­inu,
                              7. að veita ein­stak­ling­um og fjöl­skyld­um að­stoð með ráð­gjöf, fjár­hags­legri fyr­ir­greiðslu og ann­arri þjón­ustu,
                              8. að hafa yf­ir­um­sjón með starf­semi og rekstri stofn­ana á sviði fé­lags­þjón­ustu í um­boði sveit­ar­stjórn­ar,
                              9. að beita sér fyr­ir for­vörn­um sem eru til þess falln­ar að tryggja stöðu ein­stak­linga og fjöl­skyldna,
                              10. að stuðla að þjálf­un og mennt­un starfs­liðs, m.a. með nám­skeið­um.

                              Til við­bót­ar við of­an­greind verk­efni er nefnd­in einn­ig barna­vernd­ar­nefnd auk þess sem nefnd­inni eru falin frek­ari verk­efni sam­kvæmt sam­þykkt­um Mos­fells­bæj­ar. Reynsl­an sýn­ir að einn fund­ur í mán­uði er ekki nægj­an­leg­ur til þess að kjörn­ir nefnd­ar­menn geti upp­fyllt skyld­ur sín­ar sam­kvæmt þeim lög­um og regl­um sem þeim eru sett­ar.
                              Til sam­an­burð­ar má nefna að fjöl­skylduráð í Hafnar­firði fund­ar tvisvar sinn­um í mán­uði og vel­ferð­ar­ráð í Kópa­vogi hef­ur fund­aði 17 sinn­um á síð­asta ári en báð­ar þess­ar fasta­nefnd­ir hafa nánast sömu verk­efni með hönd­um og fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar að því und­an­skildu að í Mos­fells­bæ er fjöl­skyldu­nefnd einn­ig barna­vernd­ar­nefnd en í Hafnar­firði og Kópa­vogi er það sjálf­stæð nefnd sem fer með mál­efni barna­vernd­ar.
                              Til þess að fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar geti upp­fyllt lög­bund­in verk­efni sín er því nauð­syn­legt að fjölga fund­um nefnd­ar­inn­ar.

                              Kostn­að­ar­auka vegna til­lög­un­ar þarf að mæta með aukn­um fram­lög­um úr bæj­ar­sjóði.

                              Inn­leið­ing Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna

                              Til­laga: Við­reisn í Mos­fells­bæ legg­ur til að hafin ver­ið vinna við inn­leið­ingu Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna á ár­inu 2020 í sam­vinnu við UNICEF.

                              Grein­ar­gerð:
                              Það er nauð­syn­legt skref í inn­leið­ingu Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna að sveit­ar­fé­lög­in inn­leiði sátt­mál­ann í sitt reglu­verk og starf­semi, nán­ar til­tek­ið að sveit­ar­fé­lag­ið líti ávallt til við­miða sátt­mál­ans í starf­semi sinni. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá UNICEF á Ís­landi þá tek­ur inn­leið­ing­ar­ferl­ið 2 ár og skipt­ist í 8 þrep. Við telj­um mik­il­vægt að koma þessu brýna verk­efni af stað í ört vax­andi bæj­ar­fé­lagi þar sem mik­il fjölg­un hef­ur orð­ið í hópi barna á síð­ustu árum. Æski­legt er að ljúka 1. þrep inn­leið­ing­ar, stað­fest­ingu á þátt­töku og stofn­un stýri­hóps, á ár­inu 2020 og hefja vinnu við 2. þrep, kort­lagn­ingu.

                              Ekki er gert ráð fyr­ir sér­stök­um kostn­aði á ár­inu 2020 við 1 þrep.

                              Fjöl­skyldu­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa til­lög­un­um til síð­ari um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar um fjár­hags­áætlun 2020.

                              Bók­un C lista:
                              Aðal­mað­ur Við­reisn­ar í fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar bend­ir á að skv. 4. tl. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 40/1991 um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og sam­hljóða ákvæði í 4. tl. 3. gr. sam­þykkt­ar fyr­ir fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar, þá ber nefnd­inni að gera til­lögu til sveit­ar­stjórn­ar um út­gjaldaliði fé­lags­mála. Nefnd­in hef­ur því mið­ur ekki átt að­komu að gerð fjár­hags­áætl­unn­ar fyrr en drög að henni eru kynnt nefnd­inni eft­ir fyrstu um­ræðu í bæj­ar­stjórn. Þar sem skýrt er kveð­ið á um þessa skyldu í lög­um og sam­þykkt­um nefnd­ar­inn­ar verð­ur ekki hjá því kom­ist að gera al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við að ákvæð­um sé ekki fylgt.

                              Bók­un S lista:
                              Sam­fylk­ing­in tek­ur und­ir bók­un full­trúa Við­reisn­ar í fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar enda er hún í sam­ræmi við þær til­lög­ur sem Sam­fylk­ing­in hef­ur flutt árum sam­an í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar, að breytt verði vinnu­brögð­um við und­ir­bún­ing fjár­hags­áætl­ana, fag­nefnd­ir komi fyrr að mál­um og á skipu­lagð­ari hátt. Í fag­nefnd­um ætti að ræða þann ramma sem bæj­ar­ráð set­ur fags­við­um eft­ir til­lögu­gerð for­stöðu­manna og fram­kvæmda­stjóra og um­ræð­ur um þær. Fag­nefnd­irn­ar ættu að leggja mark­visst nið­ur fyr­ir sér hvað þær leggja til að nýta sitt svigrúm í og gera um það til­lög­ur til bæj­ar­ráðs ásamt því að leggja fram rök­studd­ar til­lög­ur um nýtt fjár­magn ef svo ber und­ir. Kjörn­ir bæj­ar­full­trú­ar tækju síð­an við, for­gangs­röð­uðu og tækju þann­ig hina end­an­legu póli­tísku ábyrgð.

                              Bók­un V og D lista
                              Í sam­ræmi við til­vís­uð ákvæði í bók­un C lista er fjöl­skyldu­nefnd heim­ilt að bera fram til­lög­ur sem þurfa þyk­ir um fjár­hags­áætlun. Nefnd­ar­mönn­um er heim­ilt að bera fram til­lög­ur nú og síð­ar, eða eft­ir því sem þörf þyk­ir. Að mati meiri­hluta V og D lista ber fjöl­skyldu­nefnd ekki skylda skv. fram­an­greindu ákvæði að koma með frumdrög að fjár­hags­áætlun um út­gjaldaliði fé­lags­mála held­ur ber nefnd­inni að bera fram til­lög­ur eft­ir því sem þörf þyk­ir um slík­ar fyr­ir­liggj­andi áætlan­ir.
                              Til að mynda liggja fyr­ir tvær til­lög­ur á þess­um fundi frá C lista sem varða fjár­hags­áætlun og sam­þykkt var að vísa til seinni um­ræðu í bæj­ar­stjórn. Nefnd­ar­mönn­um er heim­ilt að bera fram fleiri til­lög­ur eft­ir því sem þurfa þyk­ir.

                              • 8. nóvember 2019

                                Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #501

                                Drög að fjár­hags­áætlun 2020-2023 lögð fram til kynn­ing­ar.

                                Lagt fram, um­ræð­ur um mál­ið.

                              • 6. nóvember 2019

                                Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar #369

                                Lagt fram til kynn­ing­ar drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023 frá fyrri um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar 30. októ­ber 2019

                                Fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs kynnti drög að fjár­hags­áætlun 2020 fyr­ir fræðslu- og frí­stunda­svið.

                                Bók­un frá L lista.
                                Áheyrna­full­trúi L-lista Vina Mos­fells­bæj­ar harm­ar að jafn mik­il­vægt mál­efni eins og drög að fjár­hags­áætlun bæj­ar­ins sé sett á dagskrá fund­ar ein­ung­is til kynn­ing­ar. Fræðslu­nefnd fer fyr­ir mála­flokki sem tek­ur til sín lang stærst­an hluta af út­gjöld­um bæj­ar­ins og því mik­il­vægt að nefnd­in fái meira um það að segja hvern­ig út­gjöld­um til fræðslu­mála sé hag­að.

                                Bók­un D og V lista.
                                Sam­kvæmt sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar er fjár­hags­áætlun á for­ræði bæj­ar­ráðs og bæj­ar­stjórn­ar skv. sveit­ar­stjórn­ar­lög­um. Fag­nefnd­um og ein­stök­um nefnd­ar­mönn­um er að sjálf­sögðu frjálst að koma með til­lög­ur í tengsl­um við gerð fjár­hags­áætl­un­ar hvenær sem er.
                                Sam­kvæmt 3.gr. um sam­þykkt fyr­ir fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar frá 2. mars 2011 er hlut­verk fræðslu­nefnd­ar að gera til­lög­ur til bæj­ar­stjórn­ar um stefnu í fræðslu­mál­um og hafa eft­ir­lit með að stefna bæj­ar­yf­ir­valda sé hald­in. Einn­ig er hlut­verk fræðslu­nefnd­ar að hafa eft­ir­lit með stofn­un­um sem vinna að fræðslu­mál­um. Bæj­ar­stjórn get­ur vísað mál­um til álits og um­ræðu nefnd­ar­inn­ar. Það er ekki skil­greint hlut­verk nefnd­ar­inn­ar að koma að fjár­hags­áætlun með form­leg­um hætti.

                                Bók­un S og C lista.
                                Við tök­um und­ir bók­un L-lista um að of skamm­ur tími sé nýtt­ur í um­ræð­ur um fjár­hags­áætlun í fræðslu­nefnd þar sem hlut­verk nefnd­ar­inn­ar er að vera fag­leg­ur vett­vang­ur um fræðslu­mál í bæn­um. Það er hlut­verk fræðslu­nefnd­ar sam­kvæmt í 3.gr sam­þykkta um fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar með­al ann­ars að:
                                fara yfir til­lög­ur for­stöðu­manna að fjár­hags­áætlun hvers árs hvað varð­ar þá liði sem falla und­ir verksvið nefnd­ar­inn­ar og gæta þess í ákvörð­un­um sín­um að halda áætlan­ir þeg­ar að fram­kvæmd­um kem­ur, auk þess sem okk­ur er ætlað að vera bæj­ar­stjórn til ráðu­neyt­is í fræðslu­mál­um. Til þess að geta sinnt þessu telj­um við mik­il­vægt að það fari fram um­ræð­ur inn­an fræðslu­nefnd­ar­inn­ar en henni ekki ein­ung­is kynnt fjár­hags­áætl­un­in.

                                Sam­þykkt með öll­um greidd­um at­kvæð­um að leggja fjár­hags­áætlun aft­ur fyr­ir nefnd­ina á næsta fundi þann 20. nóv­em­ber.

                                • 5. nóvember 2019

                                  Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar #287

                                  Rekstr­aráætlun fjöl­skyldu­sviðs 2020

                                  Af­greiðslu máls er frestað.

                                  • 4. nóvember 2019

                                    Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar #232

                                    Lagt fram til kynn­ing­ar drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023 frá fyrri um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar 30. októ­ber 2019.

                                    Drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023 frá fyrri um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar 30. októ­ber 2019 lögð fram kynnt og rædd. Linda Udengard fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs kynnti.

                                    • 30. október 2019

                                      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #748

                                      Drög að fjár­hags­áætlun 2020-2023 kynnt fyr­ir bæj­ar­ráði.

                                      Af­greiðsla 1418. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                                    • 30. október 2019

                                      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #748

                                      Fjár­fest­inga­áætlun 2020 til 2023 lögð fram til kynn­ing­ar.

                                      Af­greiðsla 1417. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                                    • 30. október 2019

                                      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #748

                                      Fyrri um­ræða bæj­ar­stjórn­ar um fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023.

                                      Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri, kynnti drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023 sem bæj­ar­ráð vís­aði til bæj­ar­stjórn­ar til fyrri um­ræðu á 1418. fundi sín­um 24. októ­ber 2019. Bæj­ar­stjóri og for­seti bæj­ar­stjórn­ar þökk­uðu starfs­mönn­um bæj­ar­ins sér­stak­lega fyr­ir fram­lag þeirra við und­ir­bún­ing áætl­un­ar­inn­ar og tóku bæj­ar­full­trú­ar und­ir þakk­ir til starfs­manna.
                                      ***
                                      Til­lög­ur bæj­ar­full­trúa Önnu Sig­ríð­ar Guðna­dótt­ur bæj­ar­full­trúa S-lista við fyrri um­ræðu um fjár­hags­áætlun 2020-2023: 1. Til­laga: Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar legg­ur til að upp­hæð frí­stunda­á­vís­un­ar fyr­ir 67 ára og eldri verði 15.000 krón­ur ár­lega. Emb­ætt­is­mönn­um verði fal­ið að reikna út hvaða áhrif þessi að­gerð hef­ur á tekj­ur bæj­ar­ins og koma með til­lög­ur um hvern­ig megi mæta þess­ari breyt­ingu inn­an ramma fjár­hags­áætl­un­ar. 2. Til­laga: Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar legg­ur til að fé­lags­leg heima­þjón­usta verði veitt þeim sem rétt eiga á henni end­ur­gjalds­laust. Emb­ætt­is­mönn­um verði fal­ið að reikna út hvaða áhrif þessi að­gerð hef­ur á tekj­ur bæj­ar­ins og koma með til­lög­ur um hvern­ig megi mæta þess­ari breyt­ingu inn­an ramma fjár­hags­áætl­un­ar. 3. Til­laga: Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar legg­ur til að ráð­inn verði um­boðs­mað­ur íbúa í hlutast­arf. Um­boðs­mað­ur verði sjálf­stæð­ur í störf­um sín­um gagn­vart stjórn­sýslu Mos­fells­bæj­ar og óháð­ur fyr­ir­mæl­um um ein­stök mál. Um­boðs­mað­ur taki til með­ferð­ar ábend­ing­ar og kvart­an­ir bæj­ar­búa og ann­arra þeirra sem eiga í sam­skipt­um við Mos­fells­bæ um það sem bet­ur mætti fara í stjórn­sýslu og þjón­ustu bæj­ar­ins. Þá sjái um­boða­mað­ur um að leið­beina íbú­um í sam­skipt­um við stjórn­sýslu bæj­ar­ins og veita ráð­gjöf varð­andi sam­skipti þeirra við bæj­ar­kerf­ið og þá máls­með­ferð sem Mos­fells­bæ er skylt að veita í máli hverju. Lagt er til að skoð­að verði hvort starf um­boðs­manns gæti ekki sam­rýmst starfs­skyld­um per­sónu­vernd­ar­full­trúa. Emb­ætt­is­mönn­um verði fal­ið að reikna út hvaða áhrif þessi að­gerð hef­ur á tekj­ur bæj­ar­ins og koma með til­lög­ur um hvern­ig megi mæta þess­ari breyt­ingu inn­an ramma fjár­hags­áætl­un­ar. 4. Til­laga: Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar legg­ur til að á ár­inu 2020 hefji bæj­ar­stjórn form­lega fundi með stjórn­um hverfa­fé­laga sem starfa í bæn­um. Þá bjóði bær­inn að­stoð sína við að stofna slík sam­tök þar sem þau hafa ekki þeg­ar ver­ið stofn­uð, í sam­ræmi við lið 2.a. i og ii í Lýð­ræð­is­stefnu bæj­ar­ins. Fundað yrði a.m.k. ár­lega með hverri stjórn. Þá aug­lýsi bæj­ar­stjórn al­menna fundi í hverf­um bæj­ar­ins a.m.k. ár­lega þar sem sér­stak­lega yrðu tekin fyr­ir mál­efni sem tengjast við­kom­andi hverfi og brenna á íbú­um. Rök­stuðn­ing­ur fylg­ir til­lög­un­um.
                                      ***
                                      Til­lög­ur bæj­ar­full­trúa Lovísu Jóns­dótt­ur bæj­ar­full­trúa C-lista við fyrri um­ræðu um fjár­hags­áætlun 2020-2023:
                                      Til­laga 1: Við­reisn í Mos­fells­bæ legg­ur til að á næsta ári verði frí­stunda­á­vís­un einn­ig veitt 4 og 5 ára börn­um. Til­laga 2: Lagt er til að þjón­ustu- og sam­skipta­deild Mos­fells­bæj­ar verði fal­ið að und­ir­búa og opna sam­ráðs­gátt íbúa í tengsl­um við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2021. Í sam­ráðs­gátt­inni verð­ur íbú­um Mos­fells­bæj­ar 16 ára og eldri gert kleift að koma með ábend­ing­ar og til­lög­ur í tengsl­um við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar með ra­f­ræn­um hætti.Kjörn­ir full­trú­ar munu svo hafa ábend­ing­ar frá íbú­um til hlið­sjón­ar við gerð fjár­hags­áætl­un­ar. Þjón­ustu- og sam­skipta­deild verði fal­ið að setja fram til­lög­ur um fram­kvæmd sem send­ar verða bæj­ar­ráði til um­fjöll­un­ar ekki síð­ar en 1. mars 2020. Til­laga 3: Við­reisn í Mos­fells­bæ legg­ur til að stofn­að­ur verði sjóð­ur til styrkt­ar börn­um til íþrótta- og tóm­stund­ar iðkun­ar í Mos­fells­bæ. Sjóð­ur þessi hefði til ráð­stöf­un­ar sem nem­ur allt að 1,5% af fram­lög­um Mos­fells­bæj­ar til íþrótta­fé­laga í bæn­um. Út­hlutað væri úr sjóðn­um eft­ir þörf­um og væri út­hlut­un í hönd­um Fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar sem set­ur regl­ur um út­hlut­un úr sjóðn­um og legg­ur fyr­ir bæj­ar­ráð. Til­laga 4: Lagt er til að heima­síða Mos­fells­bæj­ar verði þýdd á ensku og pólsku. Haf­ist verði handa í upp­hafi árs 2020 við að þýða um­sókn­areyðu­blöð og við­mót í íbúagátt­inni og vinn­unni for­gangsr­að­að þann­ig þau eyðu­blöð og upp­lýs­ing­ar sem varða þjón­ustu sem fólk helst sæk­ir um, svo sem frí­stunda­á­vís­un, skóla­hald og fé­lags­þjón­ustu, verði þýtt fyrst. Til­laga 5: Hafin verði und­ir­bún­ing­ur að því að veita öll­um nem­end­um 1. til 4. bekkj­ar í Mos­fells­bæ tæki­færi á sam­feld­um skóla­degi og að skóla­ár­ið verði 200 dag­ar í öll­um skól­um Mos­fells­bæj­ar. Rök­stuðn­ing­ur fylg­ir til­lög­un­um.
                                      ***
                                      Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir með 9 at­kvæð­um að vísa til­lög­um bæj­ar­full­trúa S- og C- lista til um­sagn­ar for­stöðu­manna við­kom­andi fags­viða og að þeim fram komn­um til seinni um­ræðu um fjár­hags­áætlun 2020-2023.
                                      ***
                                      Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir með 9 at­kvæð­um að vísa fjár­hags­áætlun til síð­ari um­ræðu sem verði 27. nóv­em­ber 2019 og þar verði einn­ig tekin ákvörð­un um út­svar.

                                    • 24. október 2019

                                      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1418

                                      Drög að fjár­hags­áætlun 2020-2023 kynnt fyr­ir bæj­ar­ráði.

                                      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023 til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn.

                                      • 17. október 2019

                                        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1417

                                        Fjár­fest­inga­áætlun 2020 til 2023 lögð fram til kynn­ing­ar.

                                        Fjár­fest­inga­áætlun 2020 til 2023 lögð fram til kynn­ing­ar.

                                        • 2. október 2019

                                          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #746

                                          Íbúa­spá 2020.

                                          Af­greiðsla 1414. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 746. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                                          • 2. október 2019

                                            Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #746

                                            Drög að áætlun skatt­tekna 2020 lögð fram til kynn­ing­ar.

                                            Af­greiðsla 1413. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 746. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                                            • 26. september 2019

                                              Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1414

                                              Íbúa­spá 2020.

                                              Lagt fram.

                                              • 19. september 2019

                                                Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1413

                                                Drög að áætlun skatt­tekna 2020 lögð fram til kynn­ing­ar.

                                                Lagt fram.

                                                • 18. september 2019

                                                  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #745

                                                  Lögð fram drög að dagskrá vinnu við fjár­hags­áætlun 2020-2023.

                                                  Af­greiðsla 1412. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 745. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                                                  • 12. september 2019

                                                    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1412

                                                    Lögð fram drög að dagskrá vinnu við fjár­hags­áætlun 2020-2023.

                                                    Fyr­ir­liggj­andi dagskrá vinnu við fjár­hags­áætlun 2020-2023 sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að því breyttu að Vinnufund­ur fram­kvæmda­stjóra með­bæj­ar­stjórn verði fest­ur 25. okt.

                                                    • 26. júní 2019

                                                      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #742

                                                      Frestað á síð­asta fundi: Upp­haf vinnu við fjár­hags­áætlun 2020-2023.

                                                      Af­greiðsla 1402. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 742. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                                                      • 13. júní 2019

                                                        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1402

                                                        Frestað á síð­asta fundi: Upp­haf vinnu við fjár­hags­áætlun 2020-2023.

                                                        Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að hefja vinnu við fjár­hags­áætlun 2020-2023 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi dagskrá.

                                                      • 12. júní 2019

                                                        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #741

                                                        Upp­haf vinnu við fjár­hags­áætlun 2020-2023.

                                                        Af­greiðsla 1401. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 741. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                                                        • 6. júní 2019

                                                          Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1401

                                                          Upp­haf vinnu við fjár­hags­áætlun 2020-2023.

                                                          Frestað sök­um tíma­skorts.