Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. október 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) varaformaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varamaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Frum­varp til laga um barna­vernd­ar­lög201910245

    Frumvarp til laga um barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni)

    Sam­þykkt með 2 at­kvæð­um að vísa frum­varp­inu til um­sagn­ar fram­kvæma­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

  • 2. Skóla­þing sveit­ar­fé­laga 2019 - Hvatn­ing til sveita­stjórna201910201

    Skólaþing sveitarfélaga 2019 - Hvatning til sveitastjórna

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðlu tóm­stunda­full­trúa.

  • 3. Þings­álykt­un um bú­setu­ör­yggi í dval­ar- og hjúkr­un­ar­rým­um - beiðni um um­sögn201910153

    Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að senda um­sögn í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

    • 4. Um­sögn um til­lögu um stefnu­mót­andi áætlun í mál­efn­um sveit­ar­fé­laga 2019-2033 og að­gerða­áætlun 2019-2023201910219

      Tillaga til umsagnar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019?2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019?2023

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar for­stöðu­manns þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar.

    • 5. Karl­ar í skúr­um201910251

      Samstarf Mosfellsbæjar og Rauða kross Íslands.

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að ganga til sam­starfs við Rauða kross­inn um verk­efn­ið Karl­ar í skúr­um. Stefnt verði að því að hrinda verk­efn­inu úr vör í Mos­fells­bæ í byrj­un árs 2020 og sjón­um beint að hús­næði sem sveit­ar­fé­lag­ið á í mið­bæn­um.

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa kostn­aði vegna end­ur­bóta á hús­næð­inu, allt að 1,5 millj­ón króna, og áætlað fram­lag vegna húsa­leigu um 150.000 krón­ur á mán­uði, til gerð­ar fjár­hags­áætl­un­ar.

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu og af­greiðslu bæj­ar­ráðs til kynn­ing­ar í fjöl­skyldu­nefnd og öld­unga­nefnd.

    • 6. Starfs­dag­ur bæj­ar­skrif­stofa, markmið og heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna201910299

      Minnisblað um fyrirhugaðann starfsdag bæjarskrifstofa þar sem til útfærslu verða markmið og mið tekið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

      Minn­is­blað um starfs­dag bæj­ar­skrif­stofa og inn­leið­ingu stefnu­mót­un­ar­vinnu lagt fram. Ít­rekað að sér­stakt minn­is­blað verði lagt fram varð­andi vísi­tölu fé­lags­legra fram­fara í sam­ræmi við áður sam­þykkta til­lögu bæj­ar­full­trúa C- lista.

      Gestir
      • Arnar Jónsson, forstöðumaður stjórnsýslu- og samskiptasviðs.
      • 7. Mosó grill - Um­sagn­ar­beiðni vegna nýs rekstr­ar­leyf­is201910287

        Mosó grill, Háholti 14 - Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis

        Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að rita um­sögn til bæj­ar­ráðs um er­ind­ið.

      • 8. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023201906024

        Drög að fjárhagsáætlun 2020-2023 kynnt fyrir bæjarráði.

        Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023 til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn.

        Gestir
        • Pétur Jens Lockton, fjármálastjóri
        • 9. Um­sókn­ir um lóð­ir í Leir­vogstungu við Fossa­tungu og Kvísl­artungu 2018201804017

          Úthlutun lóða til aðila sem dregnir voru út nr. 2.

          Frestað til næsta fund­ar.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:08