24. október 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) varaformaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
2. Skólaþing sveitarfélaga 2019 - Hvatning til sveitastjórna201910201
Skólaþing sveitarfélaga 2019 - Hvatning til sveitastjórna
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðlu tómstundafulltrúa.
3. Þingsályktun um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum - beiðni um umsögn201910153
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda umsögn í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
4. Umsögn um tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og aðgerðaáætlun 2019-2023201910219
Tillaga til umsagnar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019?2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019?2023
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar.
5. Karlar í skúrum201910251
Samstarf Mosfellsbæjar og Rauða kross Íslands.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að ganga til samstarfs við Rauða krossinn um verkefnið Karlar í skúrum. Stefnt verði að því að hrinda verkefninu úr vör í Mosfellsbæ í byrjun árs 2020 og sjónum beint að húsnæði sem sveitarfélagið á í miðbænum.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa kostnaði vegna endurbóta á húsnæðinu, allt að 1,5 milljón króna, og áætlað framlag vegna húsaleigu um 150.000 krónur á mánuði, til gerðar fjárhagsáætlunar.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu og afgreiðslu bæjarráðs til kynningar í fjölskyldunefnd og öldunganefnd.
6. Starfsdagur bæjarskrifstofa, markmið og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna201910299
Minnisblað um fyrirhugaðann starfsdag bæjarskrifstofa þar sem til útfærslu verða markmið og mið tekið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Minnisblað um starfsdag bæjarskrifstofa og innleiðingu stefnumótunarvinnu lagt fram. Ítrekað að sérstakt minnisblað verði lagt fram varðandi vísitölu félagslegra framfara í samræmi við áður samþykkta tillögu bæjarfulltrúa C- lista.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður stjórnsýslu- og samskiptasviðs.
7. Mosó grill - Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis201910287
Mosó grill, Háholti 14 - Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að rita umsögn til bæjarráðs um erindið.
8. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023201906024
Drög að fjárhagsáætlun 2020-2023 kynnt fyrir bæjarráði.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Gestir
- Pétur Jens Lockton, fjármálastjóri
9. Umsóknir um lóðir í Leirvogstungu við Fossatungu og Kvíslartungu 2018201804017
Úthlutun lóða til aðila sem dregnir voru út nr. 2.
Frestað til næsta fundar.