26. september 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) varaformaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) 2. varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Íþróttamiðstöð Varmá - viðgerð á þaki201909125
Lögð er fyrir bæjarráð tillaga um útboð á þakviðgerðum íþróttamiðstöðvar að Varmá.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að hefja undirbúning útboðs á þakviðgerðum og að gert verði ráð fyrir þeim kostnaði í vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.
2. Brúarland sem skólahúsnæði201503529
Umbeðin umsögn um tillögu Miðflokksins
Lagt fram.
3. Umsókn um skiptingu lóðar og byggingu sumarhúss við Hafravatn201604157
Ósk um heimild bæjarstjórnar Mosfellsbæjar til að skipta 10.000m2 landi við Hafravatn í tvennt sbr. umsókn dagsett 10. janúar 2018 með vísan í úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 11.6.2019 í máli nr. 46/2018.
Samþykkt að vísa málinu til lögmanns Mosfellsbæjar til umsagnar.
4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023201906024
Íbúaspá 2020.
Lagt fram.