4. nóvember 2019 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Sturla Sær Erlendsson formaður
- Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir varaformaður
- Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
- Andrea Jónsdóttir aðalmaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Branddís Ásrún Pálsdóttir aðalmaður
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Ragna Davíðsdóttir tómstundafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023201906024
Lagt fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 30. október 2019.
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 30. október 2019 lögð fram kynnt og rædd. Linda Udengard framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs kynnti.
2. Reglur vegna kjörs íþróttamanns ársins200711264
Reglur og umgjörð vegna kjörs á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellbæjar
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að meðfylgjandi drög að reglum verði samþykkt. Aðalbreytingin er sú að allir íbúar Mosfellsbæjar eru kjörgengir í vali á íþróttakonu og íþróttakarli Mosfellsbæjar.