Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. júní 2020 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Rekst­ur Skála­túns 2019 og að­koma sátta­semj­ara201902055

    Tillaga sáttasemjara um lausn á fjárahagsvanda Skálatúns

    Minn­is­blað fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs um stöðu Skála­túns lagt fram til kynn­ing­ar og jafn­framt sam­þykkt að minn­is­blað­ið verði lagt fram til kynn­ing­ar í fjöl­skyldu­nefnd.

    • 2. For­seta­kosn­ing­ar 2020202004063

      Tillaga kjörstjórnar um kjörstað vegna forsetakosninga.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með vís­an til 68. gr. laga um kosn­ing­ar til Al­þing­is nr. 24/2000, til­lögu kjör­stjórn­ar um að kjör­stað­ur vegna for­seta­kosn­inga sem fram eiga að fara laug­ar­dag­inn 27. júní nk. verði í Lága­fells­skóla í átta kjör­deild­um.

    • 3. Stjórn­sýsla byggða­sam­laga - Út­tekt og skýrsla202006308

      Stjórnsýsla byggðasamlaga - Úttekt og skýrsla ráðgjafafyrirtækisins Strategíu. Gestir.

      Drög að skýrslu Strategíu um skipu­lag og stjórn­ar­hætti byggða­sam­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram og kynnt, ásamt um­ræðu um tím­aramma og um­fang verk­efn­is­ins.

      Gestir
      • Helga Hlín Hákonardóttir, Strategíu í fjarfundi
      • Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH
      • Rúnar Bragi Guðlaugsson, bæjarfulltrúi
      • Stefán Ómar Jónsson, bæjarfulltrúi
      • Guðrún Ragnarsdóttir, Strategíu
      • 4. Sunnukriki um­sókn um lóð und­ir dreif­istöð202003500

        Skipulagsnefnd samþykkti á 516. fundi nefndarinnar skipulagsferil fyrir lóð undir nýja spennistöð Veitna við Sunnukrika í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulagsgögn. Afgreiðslunni var vísað áfram þar sem bæjarráð fer með úthlutanir lóða úr landi Mosfellsbæjar.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að út­hluta lóð­inni til Veitna og fela bygg­inga­full­trúa að ganga frá samn­ingi um lóð­ina.

      • 5. Kæra Hreinna Garða á út­boði Mos­fells­bæj­ar - slátt­ur og hirð­ing í Mos­fells­bæ 2020-2022.202006319

        Útboð á grassslætti og hirðingu í Mosfellsbæ 2020-2022. Kæra Hreinna Garða. Upplýsingar um stöðu.

        Bæj­ar­ráð upp­lýst að Hrein­ir Garð­ar hafi kært út­boð­ið og því sé ekki heim­ilt að ganga til samn­inga við næst­lægst bjóð­anda að svo stöddu. Bæj­ar­ráð fel­ur lög­manni bæj­ar­ins að fara með mál­ið fyr­ir úr­skurðanefnd út­boðs­mála.

      • 6. Reykja­veg­ur, reið­göng og lagn­ir við Völu­teig (Gatna­gerð)202004120

        Óskað er eftir heimild til undirritunar samstarfssamnings Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar vegna gangagerðar undir Reykjaveg við Völuteig.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að und­ir­rita sam­starfs­samn­ing Mos­fells­bæj­ar og Vega­gerð­ar­inn­ar. Jafn­framt sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fram­kvæmd­in verði boð­in út í sam­ræmi við með­fylgj­andi gögn og að veitu­stofn­ar verði lagð­ir sam­hliða nýj­um und­ir­göng­um Vega­gerð­ar­inn­ar.

        • 7. Voga­tunga 18-24, breyt­ing á deili­skipu­lagi Leir­vogstungu202005088

          Skipulagsnefnd samþykkti á 516. fundi nefndarinnar skipulagsferil vegna breytinga á lóðum í Vogatungu 18-24 í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulagsgögn. Afgreiðslunni var vísað áfram þar sem bæjarráð fer með úthlutanir lóða úr landi Mosfellsbæjar.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um stækk­un lóða í sam­ræmi við til­lögu að breyttu deili­skipu­lagi og vis­ar mál­inu til bygg­inga­full­trúa til frá­gangs. Kostn­að­ur vegna stækk­un­ar lóða verð­ur borin af lóð­ar­höf­um.

        • 8. Voga­tunga 60 - breyt­ing­ar á lóð202005366

          Skipulagsnefnd samþykkti á 516. fundi nefndarinnar skipulagsferil vegna breytinga á lóðum í Vogatungi 58-60 samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulagsgögn. Afgreiðslunni var vísað áfram þar sem bæjarráð fer með úthlutanir lóða úr landi Mosfellsbæjar.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um stækk­un lóð­ar í sam­ræmi við til­lögu að breyttu deili­skipu­lagi og vís­ar mál­inu til bygg­inga­full­trúa til frá­gangs. Kostn­að­ur vegna stækk­un­ar lóð­ar verð­ur borin af lóð­ar­hafa.

        • 9. Breyt­ing á rekstr­ar­leyfi - BARI­ON202006174

          Breyting á rekstrarleyfi - BARION

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við um­sókn um breyt­ingu á rekstr­ar­leyfi varð­andi breyt­ingu á opn­un­ar­tíma enda verði það gert til reynslu í upp­hafi.

        • 10. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2020201912076

          Minnisblað um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

          Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um á 1448. fundi að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga að höf­uð­stól allt að kr. 800.000.000, með loka­gjald­daga þann 5. apríl 2034, í sam­ræmi við skil­mála að lána­samn­ingi sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 2007_57 sem bæj­ar­ráð hef­ur kynnt sér.

          Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standa tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar iltek­ið út­svar­s­tekj­um sín­um og fram­lög­um til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga. Er lán­ið tek­ið til end­ur­fjármögn­un­ar af­borg­ana lána og fjár­mögn­un fram­kvæmda við skóla­bygg­ing­ar og íþrótta- og tóm­stunda­mann­virkja.

          Jafn­framt er Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

        • 11. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023201906024

          Fjárfestingar félagslegra íbúða

          Frestað sök­um tíma­skorts.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00