18. júní 2020 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Rekstur Skálatúns 2019 og aðkoma sáttasemjara201902055
Tillaga sáttasemjara um lausn á fjárahagsvanda Skálatúns
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um stöðu Skálatúns lagt fram til kynningar og jafnframt samþykkt að minnisblaðið verði lagt fram til kynningar í fjölskyldunefnd.
2. Forsetakosningar 2020202004063
Tillaga kjörstjórnar um kjörstað vegna forsetakosninga.
Bæjarráð samþykkir með vísan til 68. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, tillögu kjörstjórnar um að kjörstaður vegna forsetakosninga sem fram eiga að fara laugardaginn 27. júní nk. verði í Lágafellsskóla í átta kjördeildum.
3. Stjórnsýsla byggðasamlaga - Úttekt og skýrsla202006308
Stjórnsýsla byggðasamlaga - Úttekt og skýrsla ráðgjafafyrirtækisins Strategíu. Gestir.
Drög að skýrslu Strategíu um skipulag og stjórnarhætti byggðasamlaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram og kynnt, ásamt umræðu um tímaramma og umfang verkefnisins.
Gestir
- Helga Hlín Hákonardóttir, Strategíu í fjarfundi
- Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH
- Rúnar Bragi Guðlaugsson, bæjarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson, bæjarfulltrúi
- Guðrún Ragnarsdóttir, Strategíu
4. Sunnukriki umsókn um lóð undir dreifistöð202003500
Skipulagsnefnd samþykkti á 516. fundi nefndarinnar skipulagsferil fyrir lóð undir nýja spennistöð Veitna við Sunnukrika í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulagsgögn. Afgreiðslunni var vísað áfram þar sem bæjarráð fer með úthlutanir lóða úr landi Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta lóðinni til Veitna og fela byggingafulltrúa að ganga frá samningi um lóðina.
5. Kæra Hreinna Garða á útboði Mosfellsbæjar - sláttur og hirðing í Mosfellsbæ 2020-2022.202006319
Útboð á grassslætti og hirðingu í Mosfellsbæ 2020-2022. Kæra Hreinna Garða. Upplýsingar um stöðu.
Bæjarráð upplýst að Hreinir Garðar hafi kært útboðið og því sé ekki heimilt að ganga til samninga við næstlægst bjóðanda að svo stöddu. Bæjarráð felur lögmanni bæjarins að fara með málið fyrir úrskurðanefnd útboðsmála.
6. Reykjavegur, reiðgöng og lagnir við Völuteig (Gatnagerð)202004120
Óskað er eftir heimild til undirritunar samstarfssamnings Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar vegna gangagerðar undir Reykjaveg við Völuteig.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að undirrita samstarfssamning Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar. Jafnframt samþykkt með þremur atkvæðum að framkvæmdin verði boðin út í samræmi við meðfylgjandi gögn og að veitustofnar verði lagðir samhliða nýjum undirgöngum Vegagerðarinnar.
7. Vogatunga 18-24, breyting á deiliskipulagi Leirvogstungu202005088
Skipulagsnefnd samþykkti á 516. fundi nefndarinnar skipulagsferil vegna breytinga á lóðum í Vogatungu 18-24 í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulagsgögn. Afgreiðslunni var vísað áfram þar sem bæjarráð fer með úthlutanir lóða úr landi Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum stækkun lóða í samræmi við tillögu að breyttu deiliskipulagi og visar málinu til byggingafulltrúa til frágangs. Kostnaður vegna stækkunar lóða verður borin af lóðarhöfum.
8. Vogatunga 60 - breytingar á lóð202005366
Skipulagsnefnd samþykkti á 516. fundi nefndarinnar skipulagsferil vegna breytinga á lóðum í Vogatungi 58-60 samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulagsgögn. Afgreiðslunni var vísað áfram þar sem bæjarráð fer með úthlutanir lóða úr landi Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum stækkun lóðar í samræmi við tillögu að breyttu deiliskipulagi og vísar málinu til byggingafulltrúa til frágangs. Kostnaður vegna stækkunar lóðar verður borin af lóðarhafa.
9. Breyting á rekstrarleyfi - BARION202006174
Breyting á rekstrarleyfi - BARION
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera ekki athugasemd við umsókn um breytingu á rekstrarleyfi varðandi breytingu á opnunartíma enda verði það gert til reynslu í upphafi.
10. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2020201912076
Minnisblað um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1448. fundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 800.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2007_57 sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar iltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána og fjármögnun framkvæmda við skólabyggingar og íþrótta- og tómstundamannvirkja.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
11. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023201906024
Fjárfestingar félagslegra íbúða
Frestað sökum tímaskorts.