25. júní 2020 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) bæjarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Beiðni - vegna fasteignaskattálagningar 2021202006337
Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021
Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis til sveitarfélaga um lækkun á álagningu fasteignaskatts sem nemur að lágmarki þeirri krónutölu sem hækkun fasteignamats milli ára mun leiða til lagt fram.
Bókun L-lista:
Í þessari beiðni frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu felst að ráðuneytið beinir þeim eindregnu tilmælum til sveitarfélaganna að þau lækki álagningu fasteignaskatts um því sem nemur hækkun fasteignamatsins milli gjaldáranna 2020 og 2021 og þá sérstaklega vegna álagningar á atvinnuhúsnæði.Bæjarfulltrúi L lista Vina Mosfellsbæjar minnir í þessu sambandi á að hann flutti tillögu þess efnis, við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020, að fasteignaskattur á einmitt atvinnuhúsnæði í Mosfellsbæ yrði lækkaður um tæplega 6% en sú tillaga hlaut ekki samþykki þá.
Bókun D- og V-lista:
Rétt er að árétta að álagningarhlutföll fasteignagjalda í Mosfellsbæ hafa lækkað á undanförnum árum bæði af íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði til að að koma til móts við hækkun fasteignamats.2. Minnkandi starfshlutfall - Atvinnuleysi202004177
Minnkandi starfshlutfall - Atvinnuleysi uppfært 15. júní
Uppfærðar upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um fjölda sem nýtt hefur minnkandi starfshlutfall og upplýsingar um hlutfall atvinnuleysis lagðar fram.
3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023201906024
Fjárfestingar félagslegra íbúða.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fjárfestingaáætlun félagslegra íbúða sé breytt innan rammafjárhagsáætlunar, með þeim hætti að á árinu 2020 verði keyptar þrjár nýlegar félagslegar íbúðir og tvær eldri íbúðir seldar í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
4. Forsetakosningar 2020 - leiðrétting kjörskrár202004063
Leiðréttingar á kjörskrá í samræmi við tilkynningar Þjóðskrár Íslands vegna nýs ríkisfangs og andláts, sbr. 4. mgr. 27. gr. laga um kosningar til Alþingis, sbr. lög um framboð og kjör forseta Íslands.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að gera eftirfarandi leiðréttingar á kjörskrá samkvæmt heimild í 4. mgr. 27. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis, sbr. 1. gr. laga nr. 35/1945 um framboð og kjör forseta Íslands.
Bæjarráð samþykkir að gera leiðréttingar á kjörskrá samkvæmt tilkynningu Þjóðskrár Íslands. Einn einstaklingur bætist við kjörskrá þar sem hann hlaut ríkisborgararétt eftir viðmiðunardag kjörskrár sem var 6. júní 2020. Jafnframt breytingar vegna andláts tveggja einstaklinga eftir viðmiðunardag kjörskrár og vísast um heimild til framangreinds lagaákvæðis.5. Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga202001358
Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar, uppfærsla
Samþykkt með þremur atkvæðum að samið verði við VSÓ ráðgjöf um uppfærslu húsnæðisáætlunar í samræmi við þá tillögu sem fram kemur í minnisblaði framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
6. Krafa um stöðvun viðgerða á vatnslögn í landi Laxnes 1.202006281
Krafa Þórarins Jónassonar um stöðvun viðgerðar á vatnslögn í landi Laxnes 1 þar til ágreiningi um heimild Mosfellsbæjar til vatnstöku í Laxnesdýi verði til lykta leidd.
Krafa Magna lögmanna fh. Þórarins Jónassonar um stöðvun viðgerðar á vatnslögn í landi Laxnes 1 þar til ágreiningi um heimild Mosfellsbæjar til vatnstöku í Laxnesdýi verði til lykta leidd lögð fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að svara erindinu í samræmi við fyrirliggjandi drög að bréfi.
8. Helgadalsvegur 60 - deiliskipulag202003016
Skipulagsnefnd vísaði á 511 fundi sínum erindi Jens Páls Hafsteinssonar til bæjarráðs beiðni hans um deiliskipulagsgerð við Helgadalsveg. Efla verkfræðistofa hefur gert kostnaðarmat vegna uppbyggingaráforma á landinu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og lögmanni bæjarins að ræða við bréfritara, og eftir atvikum að gera við hann samkomulag, um þann kostnað sem af framkvæmdinni hlýst áður en lengra er haldið.
9. Erindi frá Bakka varðandi kvöð á Þverholti 21 - 23 og 27-31.202006390
Erindi Bakka - ósk um endurskoðun ákvörðunar um kvöð á 6 íbúðum við Þverholt 27-31 og 24 íbúðum við Þverholt 21-23.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni bæjarins að rita umsögn um erindið.
10. Akstursþjónusta fatlaðs fólks202001186
Kynning á niðurstöðu útboðs strætó bs. á sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.
Niðurstöður útboðs strætó bs. á sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu lagðar fram til kynningar.
- FylgiskjalHópbílar - Tilkynning.pdfFylgiskjal14799 - Viðauki 2.pdfFylgiskjal14799 - Viðauki 1.pdfFylgiskjal14799 - Útboðsgögn.pdfFylgiskjal2020-06-19 Mat á tilboðum útboðs Strætó bs. nr. 14799_Minnisblað með yfirstrikunum.pdfFylgiskjalFundargerð opnunarfundar dags. 7.5.2020 _útboð nr.14799 Sameiginleg akstursþjónusta fatlaðs fólks á höf_.pdf
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
7. Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum (skipt búseta barns)- beiðni um umsögn202005044
Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum. Lagt er til að tekið verði undir sjónarmið sem fram koma í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fyrir liggur umsögn Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 25. maí 2020 sem fangar vel þau álitaefni sem snúa að framkvæmd verkefna sveitarfélaga. Bæjarráð tekur undir sjónarmið sem fram koma í umsögn sambandsins.