Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. júní 2020 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs


Fundinn sátu

 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) bæjarfulltrúi
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Beiðni - vegna fast­eigna­skatt­álagn­ing­ar 2021202006337

  Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021

  Bréf sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is til sveit­ar­fé­laga um lækk­un á álagn­ingu fast­eigna­skatts sem nem­ur að lág­marki þeirri krónu­tölu sem hækk­un fast­eigna­mats milli ára mun leiða til lagt fram.

  Bók­un L-lista:
  Í þess­ari beiðni frá Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu felst að ráðu­neyt­ið bein­ir þeim ein­dregnu til­mæl­um til sveit­ar­fé­lag­anna að þau lækki álagn­ingu fast­eigna­skatts um því sem nem­ur hækk­un fast­eigna­mats­ins milli gjaldár­anna 2020 og 2021 og þá sér­stak­lega vegna álagn­ing­ar á at­vinnu­hús­næði.

  Bæj­ar­full­trúi L lista Vina Mos­fells­bæj­ar minn­ir í þessu sam­bandi á að hann flutti til­lögu þess efn­is, við af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2020, að fast­eigna­skatt­ur á ein­mitt at­vinnu­hús­næði í Mos­fells­bæ yrði lækk­að­ur um tæp­lega 6% en sú til­laga hlaut ekki sam­þykki þá.

  Bók­un D- og V-lista:
  Rétt er að árétta að álagn­ing­ar­hlut­föll fast­eigna­gjalda í Mos­fells­bæ hafa lækkað á und­an­förn­um árum bæði af íbúð­ar­hús­næði og at­vinnu­hús­næði til að að koma til móts við hækk­un fast­eigna­mats.

 • 2. Minnk­andi starfs­hlut­fall - At­vinnu­leysi202004177

  Minnkandi starfshlutfall - Atvinnuleysi uppfært 15. júní

  Upp­færð­ar upp­lýs­ing­ar frá Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga um fjölda sem nýtt hef­ur minnk­andi starfs­hlut­fall og upp­lýs­ing­ar um hlut­fall at­vinnu­leys­is lagð­ar fram.

 • 3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023201906024

  Fjárfestingar félagslegra íbúða.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fjár­fest­inga­áætlun fé­lags­legra íbúða sé breytt inn­an ramm­a­fjár­hags­áætl­un­ar, með þeim hætti að á ár­inu 2020 verði keypt­ar þrjár ný­leg­ar fé­lags­leg­ar íbúð­ir og tvær eldri íbúð­ir seld­ar í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

 • 4. For­seta­kosn­ing­ar 2020 - leið­rétt­ing kjör­skrár202004063

  Leiðréttingar á kjörskrá í samræmi við tilkynningar Þjóðskrár Íslands vegna nýs ríkisfangs og andláts, sbr. 4. mgr. 27. gr. laga um kosningar til Alþingis, sbr. lög um framboð og kjör forseta Íslands.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að gera eft­ir­far­andi leið­rétt­ing­ar á kjörskrá sam­kvæmt heim­ild í 4. mgr. 27. gr. laga nr. 24/2000 um kosn­ing­ar til Al­þing­is, sbr. 1. gr. laga nr. 35/1945 um fram­boð og kjör for­seta Ís­lands.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir að gera leið­rétt­ing­ar á kjörskrá sam­kvæmt til­kynn­ingu Þjóð­skrár Ís­lands. Einn ein­stak­ling­ur bæt­ist við kjörskrá þar sem hann hlaut rík­is­borg­ara­rétt eft­ir við­mið­un­ar­dag kjör­skrár sem var 6. júní 2020. Jafn­framt breyt­ing­ar vegna and­láts tveggja ein­stak­linga eft­ir við­mið­un­ar­dag kjör­skrár og vís­ast um heim­ild til fram­an­greinds laga­ákvæð­is.

 • 5. Hús­næð­isáætlan­ir sveit­ar­fé­laga202001358

  Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar, uppfærsla

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að sam­ið verði við VSÓ ráð­gjöf um upp­færslu hús­næð­isáætl­un­ar í sam­ræmi við þá til­lögu sem fram kem­ur í minn­is­blaði fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

 • 6. Krafa um stöðvun við­gerða á vatns­lögn í landi Lax­nes 1.202006281

  Krafa Þórarins Jónassonar um stöðvun viðgerðar á vatnslögn í landi Laxnes 1 þar til ágreiningi um heimild Mosfellsbæjar til vatnstöku í Laxnesdýi verði til lykta leidd.

  Krafa Magna lög­manna fh. Þór­ar­ins Jónas­son­ar um stöðvun við­gerð­ar á vatns­lögn í landi Lax­nes 1 þar til ágrein­ingi um heim­ild Mos­fells­bæj­ar til vatnstöku í Lax­nes­dýi verði til lykta leidd lögð fram. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að svara er­ind­inu í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög að bréfi.

 • 8. Helga­dals­veg­ur 60 - deili­skipu­lag202003016

  Skipulagsnefnd vísaði á 511 fundi sínum erindi Jens Páls Hafsteinssonar til bæjarráðs beiðni hans um deiliskipulagsgerð við Helgadalsveg. Efla verkfræðistofa hefur gert kostnaðarmat vegna uppbyggingaráforma á landinu.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra og lög­manni bæj­ar­ins að ræða við bréf­rit­ara, og eft­ir at­vik­um að gera við hann sam­komulag, um þann kostn­að sem af fram­kvæmd­inni hlýst áður en lengra er hald­ið.

 • 9. Er­indi frá Bakka varð­andi kvöð á Þver­holti 21 - 23 og 27-31.202006390

  Erindi Bakka - ósk um endurskoðun ákvörðunar um kvöð á 6 íbúðum við Þverholt 27-31 og 24 íbúðum við Þverholt 21-23.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni bæj­ar­ins að rita um­sögn um er­ind­ið.

  • 10. Akst­urs­þjón­usta fatl­aðs fólks202001186

   Kynning á niðurstöðu útboðs strætó bs. á sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.

   Nið­ur­stöð­ur út­boðs strætó bs. á sam­eig­in­legri akst­urs­þjón­ustu fatl­aðs fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lagð­ar fram til kynn­ing­ar.

  Almenn erindi - umsagnir og vísanir

  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55