10. september 2020 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samgöngustígur & varmárræsi, Ævintýragarði - Nýframkvæmdir.201810370
Óskað er heimildar bæjarráðs Mosfellsbæjar til þess að undirrita meðfylgjandi samstarfssamning við Vegagerðina og bjóða út framkvæmdir. Um er að ræða fyrsta áfanga samgöngustígs í Ævintýragarð ásamt endurnýjunar lagna að Varmárræsi í samræmi við fráveituáætlun Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita meðfylgjandi samstarfssamning við Vegagerðina og umhverfissviði falið að bjóða út framkvæmdina í heild.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
2. Brattahlíð 24-38 - Gatnagerð.201912050
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að bjóða út framkvæmd gatnagerðar á nýjum botnlanga fyrir Bröttuhlíð 24-38.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bjóða út gatnagerð á nýjum botnlanga við Bröttuhlíð 24-38 í samræmi við tillögu. Jafnframt samþykkt að vísa málinu til skipulagsnefndar til útgáfu framkvæmdaleyfis.
3. Áhrif Covid-19 á fjárhag og þjónustu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.202004230
Niðurstaða starfshóps stjórnvalda um áhrif Covid-19 á fjármál sveitarfélaga.
Greinargerð um helstu niðurstöður starfshóps um fjármál sveitarfélaga lögð fram en um er að ræða sameiginlegan starfshóp ríkis og sveitarfélaga til að meta áhrif Covid-19 á fjármál ríkis og sveitarfélaga. Í niðurstöðum starfshópsins kemur fram að gera megi ráð fyrir mun lakari rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga 2020 og að tekjur þeirra af útsvari muni dragast verulega saman.
Bæjarstjóri fór yfir skýrsluna og alvarleg áhrif Covid-19 á fjárhagsstöðu sveitarfélaga.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
4. Rekstur deilda janúar til júní 2020.2020081071
Rekstraryfirlit janúar til júní 2020 lagt fram til kynningar.
Pétur J. Lockton, fjármálastjóri, fór yfir rekstraryfirlit janúar til september 2020.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
5. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2020.201912076
Erindi fjármálastjóra um árlega framlengingu lánalínu við Arion banka.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita fyrirliggjandi viðauka við lánssamning frá 20.01.2015 við Arion banka hf. um framlengingu lánalínu að fjárhæð 500 m.kr. sem gildir til 20.11.2021.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
6. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023.201906024
Beiðni Sorpu bs um greiðslu fyrri hluta stofnframlags 2020.
Viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2020 að fjárhæð kr. 25.900.000, vegna greiðslu stofnfjár til Sorpu bs. sem fjármagnað er með lækkun handbærs fjár, samþykktur með þremur atkvæðum.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
7. Íþrótta- og tómstundastyrkir til barna á lágtekjuheimilum.202007154
Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög vegna styrkja til tekjulágra heimili til að greiða fyrir íþrótta- og tómstundastarf barna.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær taki þátt í verkefninu. Samþykkt að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að undirbúa framkvæmd verkefnisins í samvinnu við lögmann Mosfellsbæjar, verkefnastjóra skjalamála og rafrænnar stjórnsýslu, forstöðumann þjónustu- og samskiptadeildar og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs.