19. nóvember 2019 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Kristín Ýr Pálmarsdóttir (KÝP) varaformaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) aðalmaður
- Unnar Karl Jónsson aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023201906024
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 30. október 2019
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnti drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir 2020-2023.
Umhverfisnefnd leggur til að í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020 verði bætt við fjármagni til uppsetningar á loftgæðamælistöð í samræmi við nýja umhverfisstefnu Mosfellsbæjar og áður framlagða kostnaðaráætlun, fjármagni til innleiðingar á rafrænu eftirlitskerfi fyrir leiksvæði og að ekki verði dregið úr fjárveitingu til fræðslumála fyrir umhverfisnefnd.
Umhverfisnefnd felur formanni nefndarinnar um að fylgja málinu eftir.2. Refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæ 2018-2019201910112
Samantektir veiðiskýrslna fyrir refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæ til ársins 2019 lagðar fram til kynningar
Máli frestað vegna tímaskorts