Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. júní 2019 kl. ,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) 3. varabæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kort­lagn­ing há­vaða og gerð að­gerða­ætl­un­ar 2018201809279

    Frestað á síðasta fundi. Lögð fram drög að aðgerðaráætlun vegna hávaðakortlagningar fyrir Mosfellsbæ, sem hafa verið í auglýsingu til kynningar fyrir íbúa í 4 vikur, í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Engar athugasemdir bárust við drögin.

    Bók­un M- lista:
    Full­trúi Mið­flokks­ins árétt­ar bók­un frá fundi nr. 1387 þann 21. fe­brú­ar 2019 und­ir 2. dag­skrárlið þess
    fund­ar. Sam­kvæmt skýrslu Um­hverf­is­stofn­un­ar frá ár­inu 2012 (Hljóð­vist­ar­kröf­ur í um­hverfi barna),
    þarf nauð­syn­lega að ganga frá hljóð­gildr­um að Brú­ar­landi svo tryggt sé að bein að­færsla úti­lofts fari
    um hljóð­gildr­ur sbr. bls. 8 í þeirri skýrslu og reglu­gerð nr. 724/2008 um há­vaða. Ástæð­an er sú að
    sterk­ar lík­ur eru á að há­vaði við út­vegg þar sé enn yfir 55db þrátt fyr­ir úr­bæt­ur. Ekki er séð að það
    komi fram í með­fylgj­andi drög­um varð­andi að­gerðaráætlun Mos­fells­bæj­ar varð­andi há­vaða. Ekki er
    séð að þetta komi fram í kafla 7.2.3 í þeim drög­um sem hér liggja fyr­ir.

    Bók­un V- og D- lista:
    Sér­stök rann­sókn hef­ur ver­ið gerð á hljóð­vist í Brú­ar­landi og fram­kvæmd­ar hljóð­varn­ir í kjöl­far­ið

    Að­gerðaráætlun stað­fest með 3 at­kvæð­um.

  • 2. Leir­vogstunga 35 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201812221

    Frestað á síðasta fundi: Á 484. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindi varðandi stækkun lóðar til bæjarráðs, en óskar ennfremur eftir teikningum af innra skipulagi fasteignarinnar."

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar skipu­lags­stjóra.

    • 3. Ósk um stækk­un lóð­ar, Kvísl­artungu 32201905281

      Frestað á síðasta fundi: Ósk um stækkun lóðar, Kvíslartungu 32

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa.

      • 4. Um­sókn um þátt­töku í íbúa­sam­ráðs­verk­efni Samb ísl sveit­ar­fé­laga og Ak­ur­eyr­ar201903029

        Frestað á síðasta fundi: Val á sveitarfélögum til að taka þátt í íbúasamráðsverkefni íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar.

        Við­brögð við um­sókn um þát­töku í íbúa­sam­ráðs­verk­efni Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Ak­ur­eyr­ar­kaupstað­ar lögð fram

      • 5. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023201906024

        Frestað á síðasta fundi: Upphaf vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023.

        Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að hefja vinnu við fjár­hags­áætlun 2020-2023 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi dagskrá.

      • 6. Fjöl­nota íþrótta­hús í Mos­fells­bæ201401534

        Fjölnotahúsið þarf að þjóna þeim markhópi sem þar stundar íþrótta og tómstundastarf og því er lagt til að farið verði að óskum aðalstjórnar Aftureldingar um breytingar. Sömuleiðis er lagt til að umhverfissviði verði falið að leitast að því við aðalverktaka að fara í ofangreindar breytingar á fjölnota íþróttahúsinu í samræmi við óskir aðalstjórar Aftureldingar.

        Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að knatt­spyrnu­völl­ur húss­ins verði stækk­að­ur um 1,5 metra á breidd og felld verði út mal­bik­uð göngu­braut sem ligg­ur við hlið hlaupa­braut­ar sam­kvæmt nú­gild­andi teikn­ing­um. Ör­ygg­is­svæði/göngu­svæði í kring­um völl­inn verði úr tart­an efni líkt og hlaupa­braut­irn­ar. Stefna skal að því að hafa ör­ygg­is­svæði/göngu­svæði og hlaupa­braut­irn­ar úr sama efni og í sama lit.

      • 7. End­ur­skoð­un á stefnu og hlut­verki Strætó201906169

        Framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Strætó mæta á bæjarráðsfund kl 08.30 til að kynna vinnu við endurskoðun á stefnu og hlutverki Strætó. Drög að stefnu og áherslum Strætó til næstu ára.

        Vinna við end­ur­skoð­un á stefnu og hlut­verki Strætó kynnt og lögð fram.

        Gestir
        • Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó
        • Björg Fenger, stjórnarformaður Strætó
        • 8. Tjóna- og slysa­hætta af starfs­rækslu golf­vall­ar í Mos­fells­dal201906038

          Tjóna- og slysahætta af starfsrækslu golfvallar í Mosfellsdal

          Frestað sök­um tíma­skorts.

        • 9. Ástand­skoð­un Eigna­sjóðs - Út­tekt­ir end­ur­bóta og við­haldsáætl­un­ar201712155

          Heildarskoðun ástands Varmárskóla - Liður í heildarskoðun fasteigna Mosfellsbæjar.

          Skýrsla um heild­ar­skoð­un ástands Varmár­skóla kynnt og lögð fram.

          Gestir
          • Sylgja Dögg sigurjónsdóttir, EFLA
        • 10. Hamra­brekk­ur 5 - um­sagn­ar­beiðni um rekst­ur gisti­stað­ar201809109

          Beiðni um umsögn um umsókn um leyfi fyrir rekstri gististaðar í Flokki II í frístundabyggð.

          Frestað sök­um tíma­skorts.

          • 11. Hóf­leg gjald­taka af nagla­dekkj­um201906055

            Bréf til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um hóflega gjaldtöku af nagladekkjum.

            Frestað sök­um tíma­skorts.

          • 12. Áfanga­staða­áætlun Höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins - Visitreykja­vik201906154

            Drög að samantek og aðgerðaáætlun áfangastaðaráætlunar Höfuðborgarsvæðisins. Óskað er eftir athugasemdum varðandi drögin.

            Frestað sök­um tíma­skorts.

            • 13. Lög um rafrett­ur201906134

              Ný lög um rafrettur Lögð fram til kynningar.

              Frestað sök­um tíma­skorts.

            • 14. Starfs­kjör og að­stæð­ur leik­skóla­kenn­ara201904256

              Minnisblað framkvæmdastjóra fræðslusviðs um stöðu máls.

              Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs að vinna áfram að mál­inu í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

              Gestir
              • Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslusviðs
              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.