13. júní 2019 kl. ,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) 3. varabæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kortlagning hávaða og gerð aðgerðaætlunar 2018201809279
Frestað á síðasta fundi. Lögð fram drög að aðgerðaráætlun vegna hávaðakortlagningar fyrir Mosfellsbæ, sem hafa verið í auglýsingu til kynningar fyrir íbúa í 4 vikur, í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Engar athugasemdir bárust við drögin.
Bókun M- lista:
Fulltrúi Miðflokksins áréttar bókun frá fundi nr. 1387 þann 21. febrúar 2019 undir 2. dagskrárlið þess
fundar. Samkvæmt skýrslu Umhverfisstofnunar frá árinu 2012 (Hljóðvistarkröfur í umhverfi barna),
þarf nauðsynlega að ganga frá hljóðgildrum að Brúarlandi svo tryggt sé að bein aðfærsla útilofts fari
um hljóðgildrur sbr. bls. 8 í þeirri skýrslu og reglugerð nr. 724/2008 um hávaða. Ástæðan er sú að
sterkar líkur eru á að hávaði við útvegg þar sé enn yfir 55db þrátt fyrir úrbætur. Ekki er séð að það
komi fram í meðfylgjandi drögum varðandi aðgerðaráætlun Mosfellsbæjar varðandi hávaða. Ekki er
séð að þetta komi fram í kafla 7.2.3 í þeim drögum sem hér liggja fyrir.Bókun V- og D- lista:
Sérstök rannsókn hefur verið gerð á hljóðvist í Brúarlandi og framkvæmdar hljóðvarnir í kjölfariðAðgerðaráætlun staðfest með 3 atkvæðum.
2. Leirvogstunga 35 - breyting á deiliskipulagi201812221
Frestað á síðasta fundi: Á 484. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindi varðandi stækkun lóðar til bæjarráðs, en óskar ennfremur eftir teikningum af innra skipulagi fasteignarinnar."
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsstjóra.
3. Ósk um stækkun lóðar, Kvíslartungu 32201905281
Frestað á síðasta fundi: Ósk um stækkun lóðar, Kvíslartungu 32
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa.
4. Umsókn um þátttöku í íbúasamráðsverkefni Samb ísl sveitarfélaga og Akureyrar201903029
Frestað á síðasta fundi: Val á sveitarfélögum til að taka þátt í íbúasamráðsverkefni íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar.
Viðbrögð við umsókn um þáttöku í íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar lögð fram
5. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023201906024
Frestað á síðasta fundi: Upphaf vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023.
Samþykkt með 3 atkvæðum að hefja vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023 í samræmi við fyrirliggjandi dagskrá.
6. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ201401534
Fjölnotahúsið þarf að þjóna þeim markhópi sem þar stundar íþrótta og tómstundastarf og því er lagt til að farið verði að óskum aðalstjórnar Aftureldingar um breytingar. Sömuleiðis er lagt til að umhverfissviði verði falið að leitast að því við aðalverktaka að fara í ofangreindar breytingar á fjölnota íþróttahúsinu í samræmi við óskir aðalstjórar Aftureldingar.
Samþykkt með 3 atkvæðum að knattspyrnuvöllur hússins verði stækkaður um 1,5 metra á breidd og felld verði út malbikuð göngubraut sem liggur við hlið hlaupabrautar samkvæmt núgildandi teikningum. Öryggissvæði/göngusvæði í kringum völlinn verði úr tartan efni líkt og hlaupabrautirnar. Stefna skal að því að hafa öryggissvæði/göngusvæði og hlaupabrautirnar úr sama efni og í sama lit.
7. Endurskoðun á stefnu og hlutverki Strætó201906169
Framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Strætó mæta á bæjarráðsfund kl 08.30 til að kynna vinnu við endurskoðun á stefnu og hlutverki Strætó. Drög að stefnu og áherslum Strætó til næstu ára.
Vinna við endurskoðun á stefnu og hlutverki Strætó kynnt og lögð fram.
Gestir
- Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó
- Björg Fenger, stjórnarformaður Strætó
8. Tjóna- og slysahætta af starfsrækslu golfvallar í Mosfellsdal201906038
Tjóna- og slysahætta af starfsrækslu golfvallar í Mosfellsdal
Frestað sökum tímaskorts.
9. Ástandskoðun Eignasjóðs - Úttektir endurbóta og viðhaldsáætlunar201712155
Heildarskoðun ástands Varmárskóla - Liður í heildarskoðun fasteigna Mosfellsbæjar.
Skýrsla um heildarskoðun ástands Varmárskóla kynnt og lögð fram.
Gestir
- Sylgja Dögg sigurjónsdóttir, EFLA
10. Hamrabrekkur 5 - umsagnarbeiðni um rekstur gististaðar201809109
Beiðni um umsögn um umsókn um leyfi fyrir rekstri gististaðar í Flokki II í frístundabyggð.
Frestað sökum tímaskorts.
11. Hófleg gjaldtaka af nagladekkjum201906055
Bréf til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um hóflega gjaldtöku af nagladekkjum.
Frestað sökum tímaskorts.
12. Áfangastaðaáætlun Höfuðborgarsvæðisins - Visitreykjavik201906154
Drög að samantek og aðgerðaáætlun áfangastaðaráætlunar Höfuðborgarsvæðisins. Óskað er eftir athugasemdum varðandi drögin.
Frestað sökum tímaskorts.
13. Lög um rafrettur201906134
Ný lög um rafrettur Lögð fram til kynningar.
Frestað sökum tímaskorts.
14. Starfskjör og aðstæður leikskólakennara201904256
Minnisblað framkvæmdastjóra fræðslusviðs um stöðu máls.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fræðslusviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
Gestir
- Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslusviðs