19. nóvember 2019 kl. 16:30,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Björk Ingadóttir formaður
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) varaformaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) aðalmaður
- Olga Jóhanna Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Auður Halldórsdóttir ritari
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023201906024
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023 til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd.
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 30. október 2019 lögð fram kynnt og rædd. Auður Halldórsdóttir forstöðumaður bókasafns og menningarmála kynnti.
2. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2019201909461
Kl. 17:03 tekur Sólveig Franklínsdóttir sæti á fundinum.Úrvinnsla umsókna um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2019.
Lagðar fram og ræddar umsóknir um Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2019. Nefndin felur forstöðumanni bókasafns og menningarmála að rita minnisblað þar sem lagt er til við bæjarstjórn hverjir eru útnefndir til að hljóta þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2019.