6. júní 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánson lögmaður Mosfellsbæjar
Samþykkt í upphafi fundar að taka á dagskrá tvö mál sem ekki voru í útsendri dagskrá. Málin verða númer 7 og 14 á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Krafa um greiðslu fyrir afhendingu vatns úr Laxnesdýi201905158
Krafa um greiðslu fyrir afhendingu vatns úr Laxnesdýi fyrir árin 2015, 2016, 2017 og 2018.
Samþykkt með 2 atkvæðum að fela lögmanni bæjarins að svara bréfritara á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs. Fulltrúi M- lista situr hjá.
2. Úrlausn mála varðandi Laxnes 1201905268
Beiðni um lausn ágreinings milli Mosfellsbæjar og 50% eigenda Laxnes 1, um hin ýmsu mál.
Samþykkt með 2 atkvæðum að fela lögmanni bæjarins að svara bréfritara á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs. Fulltrúi M- lista situr hjá.
3. Ósk um úthlutun lóða við Sunnukrika 3-7201609340
Beiðni Sunnubæjar ehf. um að fá að skila lóðinni að Sunnukrika 7.
Samþykkt með 2 atkvæðum að heimila skil lóðarinnar. Fulltrúi M- lista greiðir atkvæði gegn samþykktinni.
Bókun M- lista:
Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ telur afar óheppilegt að aðilar geti legið lengi á lóðum án þess að nýta þær. Slíkur valréttur er víða seldur dýru verði, a.m.k. upp í kostnað m.a. vegna skipulagsbreytinga. Að halda þessari lóð í rúm 3 ár (í þessu tilviki frá 15. nóvember 2016) er of langur tími án nokkurra framkvæmda. Ekki er séð að Mosfellsbær hafi annað en óafturkræfan kostnað út úr þessu verkefni.Bókun V- og D- lista:
Lóðinni við Sunnukrika 7 var úthlutað með sérstöku samkomulagi um nýtingu.Engum valrétti var beitt. Aðilar geta ekki uppfyllt þær kvaðir sem Mosfellsbær setti um nýtingu lóðarinnar og óska því eftir að skila lóðinni. Mosfellsbær hefur ekki borið neinn kostnað af þessari lóðaúthlutin. Engar skipulasbreytingar hafa verið gerðar. Bókun M- lista er því byggð á misskilningi.4. Vesturlandsvegur - landeigendur Mosfellsbær201905239
Fyrirhuguð breikkun Hringvegar (1-F3) milli Skarhólabrautar og Hafravatnsvegar (Reykjavegar).
Samþykkt með 3 atkvæðum að Mosfellsbær leggi endurgjaldslaust til land undir veghelgunarsvæði nýs vegar, sem miðast við ytri mörk veghelgunarsvæðis eins og það er skilgreint á meðfylgjandi teikningum.
5. Varmárskóli ytra byrði, endurbætur201904149
ÁS Smíði ehf var með lægsta boð sem er um 77% af kostnaðaráætlun. Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs hans að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé fullnægt.
Samþykkt með 2 atkvæðum að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs hans að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé fullnægt. Fulltrúi M- lista situr hjá.
6. Kortlagning hávaða og gerð aðgerðaætlunar 2018201809279
Lögð fram drög að aðgerðaráætlun vegna hávaðakortlagningar fyrir Mosfellsbæ, sem hafa verið í auglýsingu til kynningar fyrir íbúa í 4 vikur, í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Engar athugasemdir bárust við drögin.
Frestað sökum tímaskorts.
7. Ósk um lækkun gatnagerðargjalda vegna niðurrifs201906027
Ósk um lækkun gatnagerðargjalda - tillit til fermetrafjölda byggingar sem rifin er.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fermetrafjöldi mannvirkis sem rifið verður á lóðinni verði dregið frá við útreikning gatnagerðargjalda vegan nýbyggingar.
8. Leirvogstunga 35 - breyting á deiliskipulagi201812221
Á 484. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindi varðandi stækkun lóðar til bæjarráðs, en óskar ennfremur eftir teikningum af innra skipulagi fasteignarinnar."
Frestað sökum tímaskorts.
9. Ósk um stækkun lóðar, Kvíslartungu 32201905281
Ósk um stækkun lóðar, Kvíslartungu 32
Frestað sökum tímaskorts.
10. Ráðning skólastjóra Lágafellsskóla201903024
Tillaga að ráðningu skólastjóra Lágafellsskóla.
Samþykkt með 3 atkvæðum að Lísa Greipsson verði ráðin skólastjóri við Lágafellsskóla frá og með 1. ágúst 2019. Málið verði kynnt fræðslunefnd.
11. Ráðning skólastjóra Varmárskóla201906011
Tillaga að tímabundinni ráðningu annars skólastjóra Varmárskóla.
Samþykkt með 3 atkvæðum að Anna Gréta Ólafsdóttir verði tímabundið ráðin annar af tveimur skólastjórum við Varmárskóla frá og með 1. ágúst 2019 til 1. ágúst 2020.
12. Umsókn um þátttöku í íbúasamráðsverkefni Samb ísl sveitarfélaga og Akureyrar201903029
Val á sveitarfélögum til að taka þátt í íbúasamráðsverkefni íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar
Frestað sökum tímaskorts.
13. Okkar Mosó201701209
Niðurstöður úr Okkar Mosó 2019
Lagt fram.
14. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023201906024
Upphaf vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023.
Frestað sökum tímaskorts.
15. Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis201406128
Samþykkt var á 1394. fundi bæjarráðs að fela bæjarstjóra að framlengja fyrirliggjandi samning við Hamra frá 20. febrúar 2019 um einn mánuð þannig að hann gildi til 30. apríl 2019. Þar sem enn er ágreiningur um uppsögn samnings við ríkið kemur til skoðunar að framlengja samningnum við Hamra að nýju til allt að 11 mánaða.
Samþykkt með 3 atkvæðum að heimila bæjarstjóra að framlengja samkomulag við Hamra í allt að 10 mánuði um 1-3 mánuði í senn.
Bókun M- lista:
Fulltrúi Miðflokksins vísar í bókun sína þann 17.3.2019. Fulltrúi Miðflokksins áréttar að sveitarfélagið hefur skyldur gagnvart íbúum sínum. Þær skyldur ber sveitarfélaginu að standa við. Varast ber að valda íbúum Hamra áhyggjum enda verða þeir að geta treyst því að bærinn standi við skyldur sínar gagnvart þeim. Samningur Mosfellsbæjar við ríkið er því miður ófrágenginn en fulltrúi Miðflokksins leggur áherslu á að báðir samningsaðilar standi við sínar skyldur og að á meðan samningur er ekki til staðar muni þjónusta við íbúanna ekki skerðast og lög nr. 31/1999 og lög nr. 38/2018 verði virt í hvívetna.