Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. júní 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánson lögmaður Mosfellsbæjar

Sam­þykkt í upp­hafi fund­ar að taka á dagskrá tvö mál sem ekki voru í út­sendri dagskrá. Málin verða núm­er 7 og 14 á dagskrá fund­ar­ins.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Krafa um greiðslu fyr­ir af­hend­ingu vatns úr Lax­nes­dýi201905158

  Krafa um greiðslu fyrir afhendingu vatns úr Laxnesdýi fyrir árin 2015, 2016, 2017 og 2018.

  Sam­þykkt með 2 at­kvæð­um að fela lög­manni bæj­ar­ins að svara bréf­rit­ara á grund­velli fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaðs. Full­trúi M- lista sit­ur hjá.

 • 2. Úr­lausn mála varð­andi Lax­nes 1201905268

  Beiðni um lausn ágreinings milli Mosfellsbæjar og 50% eigenda Laxnes 1, um hin ýmsu mál.

  Sam­þykkt með 2 at­kvæð­um að fela lög­manni bæj­ar­ins að svara bréf­rit­ara á grund­velli fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaðs. Full­trúi M- lista sit­ur hjá.

 • 3. Ósk um út­hlut­un lóða við Sunnukrika 3-7201609340

  Beiðni Sunnubæjar ehf. um að fá að skila lóðinni að Sunnukrika 7.

  Sam­þykkt með 2 at­kvæð­um að heim­ila skil lóð­ar­inn­ar. Full­trúi M- lista greið­ir at­kvæði gegn sam­þykkt­inni.

  Bók­un M- lista:
  Full­trúi Mið­flokks­ins í Mos­fells­bæ tel­ur afar óheppi­legt að að­il­ar geti leg­ið lengi á lóð­um án þess að nýta þær. Slík­ur val­rétt­ur er víða seld­ur dýru verði, a.m.k. upp í kostn­að m.a. vegna skipu­lags­breyt­inga. Að halda þess­ari lóð í rúm 3 ár (í þessu til­viki frá 15. nóv­em­ber 2016) er of lang­ur tími án nokk­urra fram­kvæmda. Ekki er séð að Mos­fells­bær hafi ann­að en óaft­ur­kræf­an kostn­að út úr þessu verk­efni.

  Bók­un V- og D- lista:
  Lóð­inni við Sunnukrika 7 var út­hlutað með sér­stöku sam­komu­lagi um nýt­ingu.Eng­um val­rétti var beitt. Að­il­ar geta ekki upp­fyllt þær kvað­ir sem Mos­fells­bær setti um nýt­ingu lóð­ar­inn­ar og óska því eft­ir að skila lóð­inni. Mos­fells­bær hef­ur ekki bor­ið neinn kostn­að af þess­ari lóða­út­hlut­in. Eng­ar skipulasbreyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar. Bók­un M- lista er því byggð á mis­skiln­ingi.

 • 4. Vest­ur­lands­veg­ur - land­eig­end­ur Mos­fells­bær201905239

  Fyrirhuguð breikkun Hringvegar (1-F3) milli Skarhólabrautar og Hafravatnsvegar (Reykjavegar).

  Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að Mos­fells­bær leggi end­ur­gjalds­laust til land und­ir veg­helg­un­ar­svæði nýs veg­ar, sem mið­ast við ytri mörk veg­helg­un­ar­svæð­is eins og það er skil­greint á með­fylgj­andi teikn­ing­um.

 • 5. Varmár­skóli ytra byrði, end­ur­bæt­ur201904149

  ÁS Smíði ehf var með lægsta boð sem er um 77% af kostnaðaráætlun. Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs hans að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé fullnægt.

  Sam­þykkt með 2 at­kvæð­um að geng­ið verði til samn­inga­við­ræðna við lægst­bjóð­anda og að um­hverf­is­sviði verði veitt heim­ild til und­ir­rit­un­ar samn­ings á grund­velli til­boðs hans að því gefnu að öll­um skil­yrð­um út­boðs­gagna sé full­nægt. Full­trúi M- lista sit­ur hjá.

 • 6. Kort­lagn­ing há­vaða og gerð að­gerða­ætl­un­ar 2018201809279

  Lögð fram drög að aðgerðaráætlun vegna hávaðakortlagningar fyrir Mosfellsbæ, sem hafa verið í auglýsingu til kynningar fyrir íbúa í 4 vikur, í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. Engar athugasemdir bárust við drögin.

  Frestað sök­um tíma­skorts.

 • 7. Ósk um lækk­un gatna­gerð­ar­gjalda vegna nið­urrifs201906027

  Ósk um lækkun gatnagerðargjalda - tillit til fermetrafjölda byggingar sem rifin er.

  Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fer­metra­fjöldi mann­virk­is sem rif­ið verð­ur á lóð­inni verði dreg­ið frá við út­reikn­ing gatna­gerð­ar­gjalda veg­an ný­bygg­ing­ar.

 • 8. Leir­vogstunga 35 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201812221

  Á 484. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindi varðandi stækkun lóðar til bæjarráðs, en óskar ennfremur eftir teikningum af innra skipulagi fasteignarinnar."

  Frestað sök­um tíma­skorts.

  • 9. Ósk um stækk­un lóð­ar, Kvísl­artungu 32201905281

   Ósk um stækkun lóðar, Kvíslartungu 32

   Frestað sök­um tíma­skorts.

   • 10. Ráðn­ing skóla­stjóra Lága­fells­skóla201903024

    Tillaga að ráðningu skólastjóra Lágafellsskóla.

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að Lísa Greips­son verði ráð­in skóla­stjóri við Lága­fells­skóla frá og með 1. ág­úst 2019. Mál­ið verði kynnt fræðslu­nefnd.

    • 11. Ráðn­ing skóla­stjóra Varmár­skóla201906011

     Tillaga að tímabundinni ráðningu annars skólastjóra Varmárskóla.

     Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að Anna Gréta Ólafs­dótt­ir verði tíma­bund­ið ráð­in ann­ar af tveim­ur skóla­stjór­um við Varmár­skóla frá og með 1. ág­úst 2019 til 1. ág­úst 2020.

     • 12. Um­sókn um þátt­töku í íbúa­sam­ráðs­verk­efni Samb ísl sveit­ar­fé­laga og Ak­ur­eyr­ar201903029

      Val á sveitarfélögum til að taka þátt í íbúasamráðsverkefni íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar

      Frestað sök­um tíma­skorts.

     • 13. Okk­ar Mosó201701209

      Niðurstöður úr Okkar Mosó 2019

      Lagt fram.

     • 14. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023201906024

      Upphaf vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023.

      Frestað sök­um tíma­skorts.

     • 15. Rekst­ur Hamra hjúkr­un­ar­heim­il­is201406128

      Samþykkt var á 1394. fundi bæjarráðs að fela bæjarstjóra að framlengja fyrirliggjandi samning við Hamra frá 20. febrúar 2019 um einn mánuð þannig að hann gildi til 30. apríl 2019. Þar sem enn er ágreiningur um uppsögn samnings við ríkið kemur til skoðunar að framlengja samningnum við Hamra að nýju til allt að 11 mánaða.

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að fram­lengja sam­komulag við Hamra í allt að 10 mán­uði um 1-3 mán­uði í senn.

      Bók­un M- lista:
      Full­trúi Mið­flokks­ins vís­ar í bók­un sína þann 17.3.2019. Full­trúi Mið­flokks­ins árétt­ar að sveit­ar­fé­lag­ið hef­ur skyld­ur gagn­vart íbú­um sín­um. Þær skyld­ur ber sveit­ar­fé­lag­inu að standa við. Var­ast ber að valda íbú­um Hamra áhyggj­um enda verða þeir að geta treyst því að bær­inn standi við skyld­ur sín­ar gagn­vart þeim. Samn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar við rík­ið er því mið­ur ófrá­geng­inn en full­trúi Mið­flokks­ins legg­ur áherslu á að báð­ir samn­ings­að­il­ar standi við sín­ar skyld­ur og að á með­an samn­ing­ur er ekki til stað­ar muni þjón­usta við íbú­anna ekki skerð­ast og lög nr. 31/1999 og lög nr. 38/2018 verði virt í hví­vetna.

     Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:28