4. júní 2020 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tillaga Viðreisnar um skoðun á starfsemi fastanefnda í Mosfellsbæ.202005337
Tillaga Viðreisnar um að forstöðumanni samskiptasviðs og eftir atvikum lögmanni Mosfellsbæjar verði falið að fara yfir störf fastanefnda í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögunni til umsagnar forstöðumanns þjónustu- og samskiptasviðs.
2. Stjórn sumarhúsaeigenda við Krókatjörn, Myrkutjörn og Silungatjörn vegna hitaveituframkvæmda202005346
Erindi frá stjórn sumarhúsaeigenda við Krókatjörn, Myrkutjörn og Silungatjörn vegna hitaveituframkvæmda.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögunni til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
3. Ytra mat á grunnskólum - Varmárskóli201906059
Tillaga að úttekt á stjórnskipulagi og stjórnun Varmárskóla
Í framhaldi af ábendingum í ytra mati á Varmárskóla á vegum Menntamálastofnunar er samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu-og frístundasviðs að láta framkvæma úttekt og mat á núverandi stjórnskipulagi Varmárskóla. Jafnframt samþykkt að vísa málinu til kynningar í fræðslunefnd.
4. Grassláttur og hirðing í Mosfellsbæ, 2020-2022 (EES útboð)202003260
Niðurstaða útboðs á grasslætti og hirðingu í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samningaviðræðna við næstlægst bjóðendur, Sláttu- og garðaþjónustuna ehf.
5. Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis201406128
Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Hamra hjúkrunarheimilis. Samkomulag milli Sjúkratrygginga Íslands, Hamra hjúkrunarheimilis og Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samkomulag milli Sjúkratrygginga Íslands, hjúkrunarheimilisins Hamra og Mosfellsbæjar
Bókun:
Með undirritun Rammasamnings milli Hamra og Sjúkratrygginga liggur ljóst
fyrir að Mosfellsbæ er óskylt að standa straum af rekstri Hamra. Mosfellsbær áskilur sér allan rétt til þess að sækja frekari greiðslur til Sjúkratrygginga Íslands og/eða íslenska ríkisins vegna þeirra fjármuna sem Mosfellsbær hefur lagt til reksturs hjúkrunarheimilisins Hamra fyrir gildistöku samkomulagsins. Bæjarstjóra er falið að halda áfram viðræðum við stjórnvöld um endurgreiðslu þess kostnaðar.Gestir
- Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs.
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptasviðs
- Heiðar Örn Stefánsson, lögmaður
6. Beiðni um breytingu á notkunarflokki fasteignar202003185
Beiðni um breytingu á notkunarflokki fasteignar
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að veita umsögn um erindið.
7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk - beiðni um umsögn202005410
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir - beiðni um umsögn fyrir 11. júní
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa frumvarpinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
8. Fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid-19202005276
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til sveitarstjórna landsins.
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til sveitarstjórna landsins lagt fram.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptasviðs
9. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023201906024
Drög að viðauka 2 við Fjárhagsáætlun kynnt.
Bæjarráð samþykktir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2020.
Samantekin áhrif viðaukans eru þau að rekstrartekjur lækka um 68,8 m.kr., laun- og launatengd gjöld hækka um 33,9 m.kr. og annar rekstrarkostnaður hækkar um 7,6 m.kr. Samtals lækkar því áætluð rekstrarniðurstaða A og B hluta um 110,2 m.kr. sem fjármagnað er með lækkun handbærs fjár. Hækkun langtímalántöku um 1.500 m.kr. hækkar handbært fé sem því nemur.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptasviðs
10. Rekstur deilda janúar til mars 2020202005421
Rekstur deilda janúar til mars 2020.
Yfirlit yfir rekstur deilda janúar til mars 2020 lagt fram.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
11. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024202005420
Drög að dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hefja vinnu við fjárhagsáætlun 2021-2024 í samræmi við fyrirliggjandi dagskrá.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
12. Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna - beiðni um umsögn202005135
Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna - umsögn.
Samþykkt með þremur atkvæðum að framlögð umsögn verði send Alþingi.
13. Stuðningur til barna á tímum Covid-19202005300
Erindi félagsmálaráðuneytis um fjárhagslegan stuðning við sveitarfélög til að auka við frístundastarfsemi fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu sumarið 2020.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að leggja fram umsókn um fjárframlag vegna sérstakra viðbótarverkefna til að auka við frístundastarfsemi fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu sumarið 2020.
14. Aukið félagsstarf fullorðinna vegna Covid-19202005301
Erindi félagsmálaráðuneytis um fjárhagslegan stuðning við sveitarfélög til að auka við félagsstarf eldri borgara og örykja sumarið 2020 í kjölfar COVID-19.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að leggja fram umsókn um fjárframlag vegna sérstakra viðbótarverkefna til að auka við félagsstarf eldri borgara og örykja sumarið 2020 í kjölfar COVID-19.