Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. nóvember 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
  • Katrín Sif Oddgeirsdóttir varaformaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
  • Valborg Anna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Davíð Örn Guðnason (DÖG) varamaður
  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
  • Sigurbjörg Fjölnisdóttir fjölskyldusvið

Fundargerð ritaði

Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskydusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023201906024

    Rekstraráætlun fjölskyldusviðs 2020.

    Fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs kynnti drög að rekstr­aráætlun fjöl­skyldu­sviðs 2020.

    Full­trúi C lista lagði fram eft­ir­far­andi til­lög­ur vegna rekstr­aráætl­un­ar fjöl­skyldu­sviðs 2020:

    Fjölg­un funda fjöl­skyldu­nefnd­ar

    Til­laga: Við­reisn í Mos­fells­bæ legg­ur til að fund­um fjöl­skyldu­nefnd­ar verði fjölgað í 15 á ár­inu.

    Grein­ar­gerð:
    Ábyrgð­ar­svið fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar er gríð­ar­lega um­fangs­mik­ið þar sem und­ir nefnd­ina falla mál­efni fé­lags­þjón­ustu, barna­vernd­ar, mál­efni aldr­aðra, mál­efni fatl­aðra o.fl. Fjöl­skyldu­nefnd sinn­ir hlut­verki fé­lags­mála­nefnd­ar skv. lög­um nr. 40/1991 um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga. Rétt er að benda á að sam­kvæmt ákvæð­um fyrr­greindra laga ber fjöl­skyldu­nefnd að sinna eft­ir­töld­um verk­efn­um:

    1. að fara með stjórn og fram­kvæmd fé­lags­þjón­ustu í sveit­ar­fé­lag­inu,
    2. að leit­ast við að tryggja að fé­lags­leg þjón­usta verði sem mest í sam­ræmi við þarf­ir íbúa,
    3. að gera til­lög­ur til sveit­ar­stjórn­ar um stefnu­mörk­un á sviði fé­lags­þjón­ustu í sveit­ar­fé­lag­inu,
    4. að gera til­lög­ur að fjár­hags­áætlun til sveit­ar­stjórn­ar um út­gjaldaliði fé­lags­mála,
    5. að vinna með öðr­um op­in­ber­um að­il­um, svo og fé­lög­um, fé­laga­sam­tök­um og ein­stak­ling­um, að því að bæta fé­lags­leg­ar að­stæð­ur og um­hverfi í sveit­ar­fé­lag­inu,
    6. að veita upp­lýs­ing­ar um fé­lags­þjón­ustu í sveit­ar­fé­lag­inu,
    7. að veita ein­stak­ling­um og fjöl­skyld­um að­stoð með ráð­gjöf, fjár­hags­legri fyr­ir­greiðslu og ann­arri þjón­ustu,
    8. að hafa yf­ir­um­sjón með starf­semi og rekstri stofn­ana á sviði fé­lags­þjón­ustu í um­boði sveit­ar­stjórn­ar,
    9. að beita sér fyr­ir for­vörn­um sem eru til þess falln­ar að tryggja stöðu ein­stak­linga og fjöl­skyldna,
    10. að stuðla að þjálf­un og mennt­un starfs­liðs, m.a. með nám­skeið­um.

    Til við­bót­ar við of­an­greind verk­efni er nefnd­in einn­ig barna­vernd­ar­nefnd auk þess sem nefnd­inni eru falin frek­ari verk­efni sam­kvæmt sam­þykkt­um Mos­fells­bæj­ar. Reynsl­an sýn­ir að einn fund­ur í mán­uði er ekki nægj­an­leg­ur til þess að kjörn­ir nefnd­ar­menn geti upp­fyllt skyld­ur sín­ar sam­kvæmt þeim lög­um og regl­um sem þeim eru sett­ar.
    Til sam­an­burð­ar má nefna að fjöl­skylduráð í Hafnar­firði fund­ar tvisvar sinn­um í mán­uði og vel­ferð­ar­ráð í Kópa­vogi hef­ur fund­aði 17 sinn­um á síð­asta ári en báð­ar þess­ar fasta­nefnd­ir hafa nánast sömu verk­efni með hönd­um og fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar að því und­an­skildu að í Mos­fells­bæ er fjöl­skyldu­nefnd einn­ig barna­vernd­ar­nefnd en í Hafnar­firði og Kópa­vogi er það sjálf­stæð nefnd sem fer með mál­efni barna­vernd­ar.
    Til þess að fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar geti upp­fyllt lög­bund­in verk­efni sín er því nauð­syn­legt að fjölga fund­um nefnd­ar­inn­ar.

    Kostn­að­ar­auka vegna til­lög­un­ar þarf að mæta með aukn­um fram­lög­um úr bæj­ar­sjóði.

    Inn­leið­ing Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna

    Til­laga: Við­reisn í Mos­fells­bæ legg­ur til að hafin ver­ið vinna við inn­leið­ingu Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna á ár­inu 2020 í sam­vinnu við UNICEF.

    Grein­ar­gerð:
    Það er nauð­syn­legt skref í inn­leið­ingu Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna að sveit­ar­fé­lög­in inn­leiði sátt­mál­ann í sitt reglu­verk og starf­semi, nán­ar til­tek­ið að sveit­ar­fé­lag­ið líti ávallt til við­miða sátt­mál­ans í starf­semi sinni. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá UNICEF á Ís­landi þá tek­ur inn­leið­ing­ar­ferl­ið 2 ár og skipt­ist í 8 þrep. Við telj­um mik­il­vægt að koma þessu brýna verk­efni af stað í ört vax­andi bæj­ar­fé­lagi þar sem mik­il fjölg­un hef­ur orð­ið í hópi barna á síð­ustu árum. Æski­legt er að ljúka 1. þrep inn­leið­ing­ar, stað­fest­ingu á þátt­töku og stofn­un stýri­hóps, á ár­inu 2020 og hefja vinnu við 2. þrep, kort­lagn­ingu.

    Ekki er gert ráð fyr­ir sér­stök­um kostn­aði á ár­inu 2020 við 1 þrep.

    Fjöl­skyldu­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa til­lög­un­um til síð­ari um­ræðu bæj­ar­stjórn­ar um fjár­hags­áætlun 2020.

    Bók­un C lista:
    Aðal­mað­ur Við­reisn­ar í fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar bend­ir á að skv. 4. tl. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 40/1991 um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og sam­hljóða ákvæði í 4. tl. 3. gr. sam­þykkt­ar fyr­ir fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar, þá ber nefnd­inni að gera til­lögu til sveit­ar­stjórn­ar um út­gjaldaliði fé­lags­mála. Nefnd­in hef­ur því mið­ur ekki átt að­komu að gerð fjár­hags­áætl­unn­ar fyrr en drög að henni eru kynnt nefnd­inni eft­ir fyrstu um­ræðu í bæj­ar­stjórn. Þar sem skýrt er kveð­ið á um þessa skyldu í lög­um og sam­þykkt­um nefnd­ar­inn­ar verð­ur ekki hjá því kom­ist að gera al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við að ákvæð­um sé ekki fylgt.

    Bók­un S lista:
    Sam­fylk­ing­in tek­ur und­ir bók­un full­trúa Við­reisn­ar í fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar enda er hún í sam­ræmi við þær til­lög­ur sem Sam­fylk­ing­in hef­ur flutt árum sam­an í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar, að breytt verði vinnu­brögð­um við und­ir­bún­ing fjár­hags­áætl­ana, fag­nefnd­ir komi fyrr að mál­um og á skipu­lagð­ari hátt. Í fag­nefnd­um ætti að ræða þann ramma sem bæj­ar­ráð set­ur fags­við­um eft­ir til­lögu­gerð for­stöðu­manna og fram­kvæmda­stjóra og um­ræð­ur um þær. Fag­nefnd­irn­ar ættu að leggja mark­visst nið­ur fyr­ir sér hvað þær leggja til að nýta sitt svigrúm í og gera um það til­lög­ur til bæj­ar­ráðs ásamt því að leggja fram rök­studd­ar til­lög­ur um nýtt fjár­magn ef svo ber und­ir. Kjörn­ir bæj­ar­full­trú­ar tækju síð­an við, for­gangs­röð­uðu og tækju þann­ig hina end­an­legu póli­tísku ábyrgð.

    Bók­un V og D lista
    Í sam­ræmi við til­vís­uð ákvæði í bók­un C lista er fjöl­skyldu­nefnd heim­ilt að bera fram til­lög­ur sem þurfa þyk­ir um fjár­hags­áætlun. Nefnd­ar­mönn­um er heim­ilt að bera fram til­lög­ur nú og síð­ar, eða eft­ir því sem þörf þyk­ir. Að mati meiri­hluta V og D lista ber fjöl­skyldu­nefnd ekki skylda skv. fram­an­greindu ákvæði að koma með frumdrög að fjár­hags­áætlun um út­gjaldaliði fé­lags­mála held­ur ber nefnd­inni að bera fram til­lög­ur eft­ir því sem þörf þyk­ir um slík­ar fyr­ir­liggj­andi áætlan­ir.
    Til að mynda liggja fyr­ir tvær til­lög­ur á þess­um fundi frá C lista sem varða fjár­hags­áætlun og sam­þykkt var að vísa til seinni um­ræðu í bæj­ar­stjórn. Nefnd­ar­mönn­um er heim­ilt að bera fram fleiri til­lög­ur eft­ir því sem þurfa þyk­ir.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05