12. nóvember 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Katrín Sif Oddgeirsdóttir varaformaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
- Valborg Anna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Davíð Örn Guðnason (DÖG) varamaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskydusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023201906024
Rekstraráætlun fjölskyldusviðs 2020.
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs kynnti drög að rekstraráætlun fjölskyldusviðs 2020.
Fulltrúi C lista lagði fram eftirfarandi tillögur vegna rekstraráætlunar fjölskyldusviðs 2020:
Fjölgun funda fjölskyldunefndar
Tillaga: Viðreisn í Mosfellsbæ leggur til að fundum fjölskyldunefndar verði fjölgað í 15 á árinu.
Greinargerð:
Ábyrgðarsvið fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar er gríðarlega umfangsmikið þar sem undir nefndina falla málefni félagsþjónustu, barnaverndar, málefni aldraðra, málefni fatlaðra o.fl. Fjölskyldunefnd sinnir hlutverki félagsmálanefndar skv. lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Rétt er að benda á að samkvæmt ákvæðum fyrrgreindra laga ber fjölskyldunefnd að sinna eftirtöldum verkefnum:1. að fara með stjórn og framkvæmd félagsþjónustu í sveitarfélaginu,
2. að leitast við að tryggja að félagsleg þjónusta verði sem mest í samræmi við þarfir íbúa,
3. að gera tillögur til sveitarstjórnar um stefnumörkun á sviði félagsþjónustu í sveitarfélaginu,
4. að gera tillögur að fjárhagsáætlun til sveitarstjórnar um útgjaldaliði félagsmála,
5. að vinna með öðrum opinberum aðilum, svo og félögum, félagasamtökum og einstaklingum, að því að bæta félagslegar aðstæður og umhverfi í sveitarfélaginu,
6. að veita upplýsingar um félagsþjónustu í sveitarfélaginu,
7. að veita einstaklingum og fjölskyldum aðstoð með ráðgjöf, fjárhagslegri fyrirgreiðslu og annarri þjónustu,
8. að hafa yfirumsjón með starfsemi og rekstri stofnana á sviði félagsþjónustu í umboði sveitarstjórnar,
9. að beita sér fyrir forvörnum sem eru til þess fallnar að tryggja stöðu einstaklinga og fjölskyldna,
10. að stuðla að þjálfun og menntun starfsliðs, m.a. með námskeiðum.Til viðbótar við ofangreind verkefni er nefndin einnig barnaverndarnefnd auk þess sem nefndinni eru falin frekari verkefni samkvæmt samþykktum Mosfellsbæjar. Reynslan sýnir að einn fundur í mánuði er ekki nægjanlegur til þess að kjörnir nefndarmenn geti uppfyllt skyldur sínar samkvæmt þeim lögum og reglum sem þeim eru settar.
Til samanburðar má nefna að fjölskylduráð í Hafnarfirði fundar tvisvar sinnum í mánuði og velferðarráð í Kópavogi hefur fundaði 17 sinnum á síðasta ári en báðar þessar fastanefndir hafa nánast sömu verkefni með höndum og fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar að því undanskildu að í Mosfellsbæ er fjölskyldunefnd einnig barnaverndarnefnd en í Hafnarfirði og Kópavogi er það sjálfstæð nefnd sem fer með málefni barnaverndar.
Til þess að fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar geti uppfyllt lögbundin verkefni sín er því nauðsynlegt að fjölga fundum nefndarinnar.Kostnaðarauka vegna tillögunar þarf að mæta með auknum framlögum úr bæjarsjóði.
Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Tillaga: Viðreisn í Mosfellsbæ leggur til að hafin verið vinna við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á árinu 2020 í samvinnu við UNICEF.
Greinargerð:
Það er nauðsynlegt skref í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að sveitarfélögin innleiði sáttmálann í sitt regluverk og starfsemi, nánar tiltekið að sveitarfélagið líti ávallt til viðmiða sáttmálans í starfsemi sinni. Samkvæmt upplýsingum frá UNICEF á Íslandi þá tekur innleiðingarferlið 2 ár og skiptist í 8 þrep. Við teljum mikilvægt að koma þessu brýna verkefni af stað í ört vaxandi bæjarfélagi þar sem mikil fjölgun hefur orðið í hópi barna á síðustu árum. Æskilegt er að ljúka 1. þrep innleiðingar, staðfestingu á þátttöku og stofnun stýrihóps, á árinu 2020 og hefja vinnu við 2. þrep, kortlagningu.Ekki er gert ráð fyrir sérstökum kostnaði á árinu 2020 við 1 þrep.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa tillögunum til síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2020.
Bókun C lista:
Aðalmaður Viðreisnar í fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar bendir á að skv. 4. tl. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga og samhljóða ákvæði í 4. tl. 3. gr. samþykktar fyrir fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar, þá ber nefndinni að gera tillögu til sveitarstjórnar um útgjaldaliði félagsmála. Nefndin hefur því miður ekki átt aðkomu að gerð fjárhagsáætlunnar fyrr en drög að henni eru kynnt nefndinni eftir fyrstu umræðu í bæjarstjórn. Þar sem skýrt er kveðið á um þessa skyldu í lögum og samþykktum nefndarinnar verður ekki hjá því komist að gera alvarlegar athugasemdir við að ákvæðum sé ekki fylgt.Bókun S lista:
Samfylkingin tekur undir bókun fulltrúa Viðreisnar í fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar enda er hún í samræmi við þær tillögur sem Samfylkingin hefur flutt árum saman í bæjarstjórn Mosfellsbæjar, að breytt verði vinnubrögðum við undirbúning fjárhagsáætlana, fagnefndir komi fyrr að málum og á skipulagðari hátt. Í fagnefndum ætti að ræða þann ramma sem bæjarráð setur fagsviðum eftir tillögugerð forstöðumanna og framkvæmdastjóra og umræður um þær. Fagnefndirnar ættu að leggja markvisst niður fyrir sér hvað þær leggja til að nýta sitt svigrúm í og gera um það tillögur til bæjarráðs ásamt því að leggja fram rökstuddar tillögur um nýtt fjármagn ef svo ber undir. Kjörnir bæjarfulltrúar tækju síðan við, forgangsröðuðu og tækju þannig hina endanlegu pólitísku ábyrgð.Bókun V og D lista
Í samræmi við tilvísuð ákvæði í bókun C lista er fjölskyldunefnd heimilt að bera fram tillögur sem þurfa þykir um fjárhagsáætlun. Nefndarmönnum er heimilt að bera fram tillögur nú og síðar, eða eftir því sem þörf þykir. Að mati meirihluta V og D lista ber fjölskyldunefnd ekki skylda skv. framangreindu ákvæði að koma með frumdrög að fjárhagsáætlun um útgjaldaliði félagsmála heldur ber nefndinni að bera fram tillögur eftir því sem þörf þykir um slíkar fyrirliggjandi áætlanir.
Til að mynda liggja fyrir tvær tillögur á þessum fundi frá C lista sem varða fjárhagsáætlun og samþykkt var að vísa til seinni umræðu í bæjarstjórn. Nefndarmönnum er heimilt að bera fram fleiri tillögur eftir því sem þurfa þykir.