Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. nóvember 2020 kl. 07:30,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2021-2024.202005420

    Drög að áætlun skatttekna ársins 2021 lögð fram til kynningar.

    Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri, fór yfir áætlun skatt­tekna árs­ins 2021. Um­ræð­ur.

    Gestir
    • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
    • Lovísa Jónsdóttir, bæjarfulltrúi C-lista
    • Rúnar Bragi Guðlaugsson, bæjarfulltrúi D-lista
  • 2. Rekst­ur deilda janú­ar til sept­em­ber 2020.202010413

    Rekstraryfirlit janúar til september 2020 lagt fram til kynningar.

    Pét­ur J. Lockton, fjár­mála­stjóri kynnti rekstr­ar­yf­ir­lit janú­ar til sept­em­ber 2020.

    Gestir
    • Lovísa Jónsdóttir, bæjarfulltrúi C-lista
    • Rúnar Bragi Guðlaugsson, bæjarfulltrúi D-lista
    • Pétur J. Lockton, fjármálstjóri
  • 3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023.201906024

    Drög að viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2020 lögð fram til staðfestingar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um við­auka nr. 4 í tengsl­um við breyt­ing­ar á fjár­hags­áætlun árs­ins 2020 vegna áhrifa nýrra kjara­samn­inga. Við­auk­inn fel­ur ein­ung­is í sér til­færslu á milli liða þar sem áætl­uð­um launa­kostn­aði (launa­potti) er dreift á að­r­ar deild­ir. Áhrif á rekstr­arnið­ur­stöðu og hand­bært fé í sam­an­dregn­um A og B hluta eru eng­in.

    Gestir
    • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
  • 4. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2020.201912076

    Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um á 1464. fundi að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga að höf­uð­stól allt að kr. 500.000.000, með loka­gjald­daga þann 5. apríl 2034, í sam­ræmi við skil­mála að lána­samn­ingi sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 2011_102 sem bæj­ar­ráð hef­ur kynnt sér.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standa tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­um sín­um og fram­lög­um til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga.

    Er lán­ið tek­ið til end­ur­fjármögn­un­ar af­borg­ana lána og fjár­mögn­un fram­kvæmda við skóla­bygg­ing­ar og íþrótta- og tóm­stunda­mann­virki.

    Jafn­framt er Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

    Gestir
    • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
  • 5. Frum­varp til laga um skrá yfir störf hjá sveit­ar­fé­lög­um sem heim­ild til verk­falls nær ekki til - beiðni um um­sögn.202010335

    Frumvarp til laga um um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til - beiðni um umsögn fyrir 13. nóvember nk.

    Lagt fram.

  • 6. Sam­göngu­stíg­ur & varmár­ræsi, Æv­in­týragarði - Ný­fram­kvæmd­ir201810370

    Óskað er eftir að umhverfissviði verði heimilað að ganga til samningaviðræðna við tilgreinda lægstbjóðendur og að umhverfissviði sé veitt heimild til að undirrita samning við þann bjóðanda sem lægst hefur boðið og uppfyllir hæfniskröfur útboðsgagna í samræmi við meðfylgjandi minnisblöð umhverfissviðs og verkfræðistofunnar Mannvits.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að semja við lægst­bjóð­anda að því gefnu að skil­yrði út­boðs­gagna hafi ver­ið upp­fyllt. Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 5 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

  • 7. Stytt­ing vinnu­vik­unn­ar - dag­vinnu­fólk.202009221

    Minnisblað mannauðsstjóra um verkefnið.

    Hanna Guð­laugs­dótt­ir, mannauðs­stjóri, kynnti und­ir­bún­ing að stytt­ingu vinnu­viku, sem bygg­ist á sam­komu­lagi sem gert var í tengsl­um við kjara­samn­inga á ár­inu.

    Gestir
    • Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri
Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:16