5. nóvember 2020 kl. 07:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024.202005420
Drög að áætlun skatttekna ársins 2021 lögð fram til kynningar.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, fór yfir áætlun skatttekna ársins 2021. Umræður.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
- Lovísa Jónsdóttir, bæjarfulltrúi C-lista
- Rúnar Bragi Guðlaugsson, bæjarfulltrúi D-lista
2. Rekstur deilda janúar til september 2020.202010413
Rekstraryfirlit janúar til september 2020 lagt fram til kynningar.
Pétur J. Lockton, fjármálastjóri kynnti rekstraryfirlit janúar til september 2020.
Gestir
- Lovísa Jónsdóttir, bæjarfulltrúi C-lista
- Rúnar Bragi Guðlaugsson, bæjarfulltrúi D-lista
- Pétur J. Lockton, fjármálstjóri
3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023.201906024
Drög að viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2020 lögð fram til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum viðauka nr. 4 í tengslum við breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2020 vegna áhrifa nýrra kjarasamninga. Viðaukinn felur einungis í sér tilfærslu á milli liða þar sem áætluðum launakostnaði (launapotti) er dreift á aðrar deildir. Áhrif á rekstrarniðurstöðu og handbært fé í samandregnum A og B hluta eru engin.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
4. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2020.201912076
Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1464. fundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 500.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2011_102 sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána og fjármögnun framkvæmda við skólabyggingar og íþrótta- og tómstundamannvirki.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
5. Frumvarp til laga um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til - beiðni um umsögn.202010335
Frumvarp til laga um um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til - beiðni um umsögn fyrir 13. nóvember nk.
Lagt fram.
6. Samgöngustígur & varmárræsi, Ævintýragarði - Nýframkvæmdir201810370
Óskað er eftir að umhverfissviði verði heimilað að ganga til samningaviðræðna við tilgreinda lægstbjóðendur og að umhverfissviði sé veitt heimild til að undirrita samning við þann bjóðanda sem lægst hefur boðið og uppfyllir hæfniskröfur útboðsgagna í samræmi við meðfylgjandi minnisblöð umhverfissviðs og verkfræðistofunnar Mannvits.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við lægstbjóðanda að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt. Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
7. Stytting vinnuvikunnar - dagvinnufólk.202009221
Minnisblað mannauðsstjóra um verkefnið.
Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri, kynnti undirbúning að styttingu vinnuviku, sem byggist á samkomulagi sem gert var í tengslum við kjarasamninga á árinu.
Gestir
- Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri