22. nóvember 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023201906024
Drög að fjárhagsáætlun 2020-2023 lögð fram til kynningar. Lagt áður fram á 501. fundi 8. nóvember þar sem umræður urðu um málið.
Lagt fram, umræður um málið.
2. Laxatunga 70, Umsókn um byggingarleyfi201911174
Mosfellsbær, Þverholti 2, sækir um leyfi til að byggja úr timbri tvær færanlegar kennslustofur ásamt tengibyggingu á lóðinni Laxatunga nr. 70, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: kennslustofa 1 80,9 m², kennslustofa 2 80,9 m², tengibygging 22,2 m², 584,46 m³. Vísað til umsagnar skipulagsnefndar þar sem byggingar eru utan byggingarreits að hluta.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla málið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga
3. Bæjarás 1 - skipting lóðar201806102
Á 477. fundi skipulagsnefndar 1. febrúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið þegar fullnægjandi gögn hafa borist." Borist hefur viðbótarerindi.
Skipulagsnefnd samþykkir skiptingu lóðar í samræmi við 48. gr. skipulagslaga og vísar úrvinnslu málsins til byggingarfulltrúa.
Afgreiðsla skipulagsnefndar felur ekki í sér samþykkt byggingaráforma.4. Urðarholt 2 - Dýraspítali201911111
Borist hefur erindi frá Þórunni Láru Þórarinsdóttur dags. 7. nóvember 2019 varðandi aðkomugötu að Urðarholti 2, Dýraspítala.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til athugunar og úrvinnslu hjá framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
5. Frístundalóðir við Langavatn, reitur 509-F - nýtt deiliskipulag.201710345
Á 493. fundi skipulagsnefndar 13. september 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 27. september til og með 10. nóvember 2019. Ein athugasemd barst.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera drög að svari við innkominni athugasemd og leggja fram á fundi nefndar.
6. Reykjahvoll 5 og 7 (Efri-Reykir) - ósk um breytingu á deiliskipulagi201911088
Borist hefur erindi frá Jóni Davíð Ragnarssyni og Ástu Jónsdóttur dags. 5. nóvember 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna Reykjahvoll 5 og 7.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
7. Fossatunga 8-12 - breyting á deiliskipulagi201909399
Borist hefur erindi frá Arnari Ingólfssyni fh. lóðareiganda að Fossatungu 8-12 dags. 23. september 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Frestað vegna tímaskorts á 496. fundi. Frestað á 498. fundi. Frestað vegna tímaskorts á 501. fundi.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Samþykkt með þremur atkvæðum D og V lista, fulltrúar M og L lista sitja hjá.
Bókun fulltrúa M lista. Hér er lóðarhafi að sækja um breytingu á nýgerðu deiliskipulagi. Í þessari götu hefur slíkt verið leyft þrátt fyrir mótmæli fulltrúa M lista. Þegar það var gert var komið fordæmi og erfitt að neita öðrum um slíkt hið sama. Þar sem það er skoðun fulltrúa M lista að deiliskipulög eigi að halda nema fyrir því séu gildar ástæður aðrar en gróðasjónarmið. Þar sem meirihluti hefur áður heimilað deiliskipulagsbreytingar í viðkomandi götu þarf að sjálfsögðu að gæta jafnræðis og sanngirni. Ábyrgðin liggur hjá meirihluta nefndarinnar en M listi situr hjá.
Fulltrúi L lista í skipulagsnefnd bendir á að deiliskipulag fyrir þessa götu var samþykkt árið 2016. Lóðarhafa var ljóst hvaða deiliskipulag gilti fyrir lóðinar þegar hann fékk þeim úthlutað núna fyrir nokkrum dögum síðan og með ólíkindum að það fyrsta sem lóðarhafi gerir sé að óska eftir deiliskipulagsbreytingu vegna þeirra. Vandamál með bílastæði og umferð mun enn aukast í götunni.
Það er skoðun fulltrúa L lista í skipulagsnefnd að ef gera eigi breytingar á deiliskipulagi á annað borð, þá þurfi hagsmunir ekki bara að liggja hjá þeim sem óskar eftir breytingu, heldur þurfi eigi einnig að vera samfélagslegur ávinningur af breytingunni fyrir nærumhverfið, en þann ávinning er ekki að sjá í þessu máli.8. Helgafellsland - umsókn um breytingu á aðalskipulagi201907230
Á 498. fundi skipulagsnefndar 11. október 2019 mættu fulltrúar ASK arkitekta og kynntu hugmyndir um breytingu á aðalskipulagi. Umræður urðu um málið.
Skipulagsnefnd vísar málinu til endurskoðunar aðalskipulags.
9. Teigsland - breyting/endurskoðun á aðalskipulagi201812045
Á 498. fundi skipulagsnefndar 11. október 2019 mættu fulltrúar Teigslands ehf. og kynntu hugmyndir að framtíðarskipulagi svæðisins. Umræður urðu um málið.
Skipulagsnefnd vísar málinu til endurskoðunar aðalskipulags.
10. Vefarastræti 28-30 / Umsókn um byggingarleyfi201910456
Nova ehf. Lágmúla 9 Reykjavík, sækir um leyfi til uppsetningar fjarskiptabúnaðar á lyftuhús fjölbýlishúss á lóðinni Vefarastræti nr. 28-30, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Stærðir breytast ekki. Vísað til umsagnar skipulagsnefndar þar sem útlitsbreyting er utan skilmála deiliskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla málið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
11. Helgafellstorfan - götuheiti201911280
Borist hefur erindi frá umhverfissviði Mosfellsbæjar dags. 20. nóvember 2019 varðandi götuheiti á Helgafellstorfu.
Skipulagsnefnd samþykkir götuheitin Helgafellsás og Helgafellsgata og felur byggingarfulltrúa úrvinnslu málsins.
12. Reykjahvoll 4/Ásar 6 - breyting á deiliskipulagi201911285
Borist hefur erindi frá Vigni Jónssyni fh. lóðareiganda að Reykjahvoli 4, dags. 20. nóvember 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi.
Frestað, byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.
- FylgiskjalErindi Reykjarhvoll 4.pdfFylgiskjalA06 A1.pdfFylgiskjalA04 A2.pdfFylgiskjalA05 A2.pdfFylgiskjalA02 A2.pdfFylgiskjalA08 A1.pdfFylgiskjalA03 A2.pdfFylgiskjalA01 A2.pdfFylgiskjalA07 A1.pdfFylgiskjalA09 A1.pdfFylgiskjalSkann20112019.pdfFylgiskjalA10 A1.pdfFylgiskjalA12 A1.pdfFylgiskjalA11 A1.pdf
13. Óskot - stofnun lóðar201911288
Borist hefur erindi frá Pétri Kristjánssyni lögm. fh. eigenda Óskots dags. 20. nóvember 2019 varðandi skiptingu á jörðinni Óskot.
Skipulagsnefnd samþykkir skiptingu landsins í samræmi við 48. gr. skipulagslaga og vísar úrvinnslu málsins til byggingarfulltrúa.
Fundargerðir til kynningar
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 383201911021F
Lagt fram
14.1. Ástu-Sólliljugata 2-4, Umsókn um byggingarleyfi. 201708298
Gerplustræti 1-5 slf. Borgartúni 20 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjórbýlishúss á lóðinni nr. 2-4 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 35,6 m², 78,0 m³.
14.2. Ástu-Sólliljugata 6-8, Umsókn um byggingarleyfi. 201710084
Gerplustræti 1-5 slf. Borgartúni 20 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta
fjórbýlishúss á lóðinni nr. 6-8 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 35,6 m², 78,0 m³.14.3. Ástu-Sólliljugata 10-12, Umsókn um byggingarleyfi. 201710086
Gerplustræti 1-5 slf. Borgartúni 20 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta
fjórbýlishúss á lóðinni nr. 10-12 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 35,6 m², 78,0 m³.14.4. Bergrúnargata 3 og 3a, Umsókn um byggingarleyfi 201909177
Jóhann Pétur Sturluson, Heiðarvegi 34, sækir um leyfi til að byggja úr timbureiningum parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Bergrúnargata nr. 3 og 3A í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Bergrúnargata 3, íbúð 137,8 m², bílgeymsla 30,0 m², 582,2 m³. Bergrúnargata 3A, íbúð 137,8 m², bílgeymsla 30,0 m², 582,2 m³.
14.5. Laxatunga 61 / Umsókn um byggingarleyfi 201910149
Gunnar Víðisson, Vogatungu 86, sækir um leyfi til að byggja úr timbureiningum einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Laxatunga nr. 61, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 201,6 m², bílgeymsla 51,0, 911,8 m³.14.6. Vefarastræti 28-30 / Umsókn um byggingarleyfi 201910456
Nova ehf. Lágmúla 9 Reykjavík, sækir um leyfi til uppsetningar fjarskiptabúnaðar á lyftuhús fjölbýlishúss á lóðinni Vefarastræti nr. 28-30, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Stærðir breytast ekki.
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 384201911028F
Lagt fram
15.1. Laxatunga 70, Umsókn um byggingarleyfi 201911174
Mosfellsbær, Þverholti 2, sækir um leyfi til að byggja úr timbri tvær færanlegar kennslustofur ásamt tengibyggingu á lóðinni Laxatunga nr. 70, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: kennslustofa 1 80,9 m², kennslustofa 2 80,9 m², tengibygging 22,2 m², 584,46 m³.