6. nóvember 2019 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Valborg Anna Ólafsdóttir varamaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) áheyrnarfulltrúi
- Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) áheyrnarfulltrúi
- Unnur Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi
- Ólöf Kristín Sívertsen vara áheyrnarfulltrúi
- Signý Berglind Guðmundsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
- Ragnheiður Axelsdóttir fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kynning á FMOS201909376
Kynning á Brúarstarfi Fmos
Fræðslunefnd þakkar kennurum í FMOS fyrir áhugaverða og upplýsandi kynningu á nýrri námsleið sem nefnist framhaldsskólabrú í FMOS.
Gestir
- Kennarar úr FMOS
2. Stoðþjónusta, leik- og grunnskólar Mosfellsbæjar201911046
Kynning á stoðþjónustu við leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar
Fræðslunefnd þakkar fyrir áhugaverðar kynningar á stoðþjónustu í leik- og grunnskólum.
Gestir
- Skólastjórar
- FylgiskjalLeikskólar - stoðþjonusta 2019 pdf.pdfFylgiskjalKrikaskóli - stoðþjónusta - 2019.pdfFylgiskjalLágafellsskóli - stoðþjónusta 2019.pdfFylgiskjalVarmárskóla - stoðþjónusta 2019.pdfFylgiskjalHelgafellsskóli - stoðþjónusta 2019.pdfFylgiskjalSkólaþjónusta 2019 kynning fyrir fræðslunefnd 6 11 2019.pdf
3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023201906024
Lagt fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 30. október 2019
Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs kynnti drög að fjárhagsáætlun 2020 fyrir fræðslu- og frístundasvið.
Bókun frá L lista.
Áheyrnafulltrúi L-lista Vina Mosfellsbæjar harmar að jafn mikilvægt málefni eins og drög að fjárhagsáætlun bæjarins sé sett á dagskrá fundar einungis til kynningar. Fræðslunefnd fer fyrir málaflokki sem tekur til sín lang stærstan hluta af útgjöldum bæjarins og því mikilvægt að nefndin fái meira um það að segja hvernig útgjöldum til fræðslumála sé hagað.Bókun D og V lista.
Samkvæmt samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar er fjárhagsáætlun á forræði bæjarráðs og bæjarstjórnar skv. sveitarstjórnarlögum. Fagnefndum og einstökum nefndarmönnum er að sjálfsögðu frjálst að koma með tillögur í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar hvenær sem er.
Samkvæmt 3.gr. um samþykkt fyrir fræðslunefnd Mosfellsbæjar frá 2. mars 2011 er hlutverk fræðslunefndar að gera tillögur til bæjarstjórnar um stefnu í fræðslumálum og hafa eftirlit með að stefna bæjaryfirvalda sé haldin. Einnig er hlutverk fræðslunefndar að hafa eftirlit með stofnunum sem vinna að fræðslumálum. Bæjarstjórn getur vísað málum til álits og umræðu nefndarinnar. Það er ekki skilgreint hlutverk nefndarinnar að koma að fjárhagsáætlun með formlegum hætti.Bókun S og C lista.
Við tökum undir bókun L-lista um að of skammur tími sé nýttur í umræður um fjárhagsáætlun í fræðslunefnd þar sem hlutverk nefndarinnar er að vera faglegur vettvangur um fræðslumál í bænum. Það er hlutverk fræðslunefndar samkvæmt í 3.gr samþykkta um fræðslunefnd Mosfellsbæjar meðal annars að:
fara yfir tillögur forstöðumanna að fjárhagsáætlun hvers árs hvað varðar þá liði sem falla undir verksvið nefndarinnar og gæta þess í ákvörðunum sínum að halda áætlanir þegar að framkvæmdum kemur, auk þess sem okkur er ætlað að vera bæjarstjórn til ráðuneytis í fræðslumálum. Til þess að geta sinnt þessu teljum við mikilvægt að það fari fram umræður innan fræðslunefndarinnar en henni ekki einungis kynnt fjárhagsáætlunin.Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að leggja fjárhagsáætlun aftur fyrir nefndina á næsta fundi þann 20. nóvember.