Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. nóvember 2019 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
  • Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
  • Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
  • Valborg Anna Ólafsdóttir varamaður
  • Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
  • Steinunn Dögg Steinsen (SDS) áheyrnarfulltrúi
  • Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
  • Elín María Jónsdóttir (EMJ) áheyrnarfulltrúi
  • Unnur Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ólöf Kristín Sívertsen vara áheyrnarfulltrúi
  • Signý Berglind Guðmundsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
  • Ragnheiður Axelsdóttir fræðslusvið

Fundargerð ritaði

Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kynn­ing á FMOS201909376

    Kynning á Brúarstarfi Fmos

    Fræðslu­nefnd þakk­ar kenn­ur­um í FMOS fyr­ir áhuga­verða og upp­lýs­andi kynn­ingu á nýrri náms­leið sem nefn­ist fram­halds­skóla­brú í FMOS.

    Gestir
    • Kennarar úr FMOS
  • 2. Stoð­þjón­usta, leik- og grunn­skól­ar Mos­fells­bæj­ar201911046

    Kynning á stoðþjónustu við leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar

    Fræðslu­nefnd þakk­ar fyr­ir áhuga­verð­ar kynn­ing­ar á stoð­þjón­ustu í leik- og grunn­skól­um.

    Gestir
    • Skólastjórar
  • 3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023201906024

    Lagt fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 30. október 2019

    Fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs kynnti drög að fjár­hags­áætlun 2020 fyr­ir fræðslu- og frí­stunda­svið.

    Bók­un frá L lista.
    Áheyrna­full­trúi L-lista Vina Mos­fells­bæj­ar harm­ar að jafn mik­il­vægt mál­efni eins og drög að fjár­hags­áætlun bæj­ar­ins sé sett á dagskrá fund­ar ein­ung­is til kynn­ing­ar. Fræðslu­nefnd fer fyr­ir mála­flokki sem tek­ur til sín lang stærst­an hluta af út­gjöld­um bæj­ar­ins og því mik­il­vægt að nefnd­in fái meira um það að segja hvern­ig út­gjöld­um til fræðslu­mála sé hag­að.

    Bók­un D og V lista.
    Sam­kvæmt sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar er fjár­hags­áætlun á for­ræði bæj­ar­ráðs og bæj­ar­stjórn­ar skv. sveit­ar­stjórn­ar­lög­um. Fag­nefnd­um og ein­stök­um nefnd­ar­mönn­um er að sjálf­sögðu frjálst að koma með til­lög­ur í tengsl­um við gerð fjár­hags­áætl­un­ar hvenær sem er.
    Sam­kvæmt 3.gr. um sam­þykkt fyr­ir fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar frá 2. mars 2011 er hlut­verk fræðslu­nefnd­ar að gera til­lög­ur til bæj­ar­stjórn­ar um stefnu í fræðslu­mál­um og hafa eft­ir­lit með að stefna bæj­ar­yf­ir­valda sé hald­in. Einn­ig er hlut­verk fræðslu­nefnd­ar að hafa eft­ir­lit með stofn­un­um sem vinna að fræðslu­mál­um. Bæj­ar­stjórn get­ur vísað mál­um til álits og um­ræðu nefnd­ar­inn­ar. Það er ekki skil­greint hlut­verk nefnd­ar­inn­ar að koma að fjár­hags­áætlun með form­leg­um hætti.

    Bók­un S og C lista.
    Við tök­um und­ir bók­un L-lista um að of skamm­ur tími sé nýtt­ur í um­ræð­ur um fjár­hags­áætlun í fræðslu­nefnd þar sem hlut­verk nefnd­ar­inn­ar er að vera fag­leg­ur vett­vang­ur um fræðslu­mál í bæn­um. Það er hlut­verk fræðslu­nefnd­ar sam­kvæmt í 3.gr sam­þykkta um fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar með­al ann­ars að:
    fara yfir til­lög­ur for­stöðu­manna að fjár­hags­áætlun hvers árs hvað varð­ar þá liði sem falla und­ir verksvið nefnd­ar­inn­ar og gæta þess í ákvörð­un­um sín­um að halda áætlan­ir þeg­ar að fram­kvæmd­um kem­ur, auk þess sem okk­ur er ætlað að vera bæj­ar­stjórn til ráðu­neyt­is í fræðslu­mál­um. Til þess að geta sinnt þessu telj­um við mik­il­vægt að það fari fram um­ræð­ur inn­an fræðslu­nefnd­ar­inn­ar en henni ekki ein­ung­is kynnt fjár­hags­áætl­un­in.

    Sam­þykkt með öll­um greidd­um at­kvæð­um að leggja fjár­hags­áætlun aft­ur fyr­ir nefnd­ina á næsta fundi þann 20. nóv­em­ber.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30