12. september 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) varaformaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurskoðuð fjárfestinga- og fjármögnunaráætlun Sorpu bs. 2019-2023 - ósk um staðfestingu á lántöku.201909031
Valdimar Birgisson, bæjarfulltrúi C- lista, óskar eftir að málið, sem var til meðferðar á síðasta fundi bæjarráðs, verði tekið aftur á dagskrá.
Bæjarfulltrúi C- lista leggur til að skipuð verði stjórn sérfræðinga á sviðið fjármála og mannvirkjagerðar á vegum SORPU. Meginhlutverk hennar verði að yfirfara þær áætlanir sem til eru um byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og öllum þeim framkvæmdum sem þeirri starfsemi fylgja. Komi með raunhæfar fjármögnunar og rekstraráætlanir til langstíma, fylgi eftir framvindu verkefnisins og leggi fyrir stjórn SORPU, SSH og borgarstjórn og bæjarstjórnir með reglubundum hætti. Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að visa tillögunni til stjórnar Sorpu bs.
Gestir
- Birkir Jón Jónsson, formaður stjórnar Sorpu
- Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu
2. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ201401534
Framvinduskýrsla nóvember 2018 - Ágúst 2019 lögð fram til kynningar ásamt uppfærðri verkáætlun.
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnir framvinduskýrslu og uppfærða verkáætlun. Bæjarráð lýsir yfir ánægju með gang verksins.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
3. Úttekt á asbesti í húsnæði Mosfellsbæjar201909164
Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi M- lista, óskar eftir að tekin verði á dagskrá tillaga þess efnis að heilbrigðiseftirliti verði falin úttekt á asbesti í húsnæði Mosfellsbæjar og þá sérstaklega í leik- og grunnskólum.
Lagt er til að tillögu Miðflokksins verði vísað til umhverfissviðs Mosfellsbæjar til umsagnar og afgreiðslu. Til undirbúnings taki fagfólk umhverfissviðs saman upplýsingar um það hvort og þá hvar sé til staðar byggingarefni sem inniheldur asbest, byggingarefni sem hefur ekki verið í notkun á Íslandi frá árinu 1983.
Mosfellsbær fylgir þeim reglum sem um téð byggingarefni gilda og verktökum á vegum bæjarins ber skylda til að fylgja gildandi reglum, ráðgjöf og leiðbeiningum opinberra eftirlitsaðila. Mosfellsbær tekur alvarlega hlutverk sitt við að tryggja í senn heilnæmi og öryggi húsnæðis og vinnuaðstæðna barna og starfsmanna. Það verkefni annast starfsmenn umhverfissviðs í umboði kjörinna fulltrúa. Samantekt umhverfissviðs verði send Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis sem taki í kjölfarið formlega afstöðu til þess hvort að efni standi til þess að hefja sérstaka úttekt eins og fulltrúi Miðflokksins leggur til.Gestir
- Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi M- lista.
4. Uppbygging íþróttamiðstöðvar og æfingarsvæðis við Hlíðarvöll í Mosfellsbæ201706050
Upplýsingar veittar um stöðu málsins. Þröstur Sigurðsson frá Capacent kynnir sína vinnu.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fresta málinu til næsta fundar.
5. Fjárhagslegur stuðningur - ný reglugerð201909055
Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga
Samþykkt með 3 atkvæðum að visa erindinu til umsagnar fjármálastjóra Mosfellsbæjar.
6. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023201906024
Lögð fram drög að dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023.
Fyrirliggjandi dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023 samþykkt með 3 atkvæðum að því breyttu að Vinnufundur framkvæmdastjóra meðbæjarstjórn verði festur 25. okt.
7. Skálahlið - nýting á lóð201909150
Erindi frá lóðarhafa um veghelgunarsvæði, land undir vegi og nýtingu lóðar.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, víkur af fundi undir afgreiðslu erindisins sökum vanhæfis.
Samþykkt með 3 atkvæðum að visa erindinu til umsagnar lögmanns Mosfellsbæjar.