Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. september 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) varaformaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. End­ur­skoð­uð fjár­fest­inga- og fjár­mögn­un­ar­áætlun Sorpu bs. 2019-2023 - ósk um stað­fest­ingu á lán­töku.201909031

    Valdimar Birgisson, bæjarfulltrúi C- lista, óskar eftir að málið, sem var til meðferðar á síðasta fundi bæjarráðs, verði tekið aftur á dagskrá.

    Bæj­ar­full­trúi C- lista legg­ur til að skip­uð verði stjórn sér­fræð­inga á svið­ið fjár­mála og mann­virkja­gerð­ar á veg­um SORPU. Meg­in­hlut­verk henn­ar verði að yf­ir­fara þær áætlan­ir sem til eru um bygg­ingu gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar í Álfs­nesi og öll­um þeim fram­kvæmd­um sem þeirri starf­semi fylgja. Komi með raun­hæf­ar fjár­mögn­un­ar og rekstr­aráætlan­ir til langs­tíma, fylgi eft­ir fram­vindu verk­efn­is­ins og leggi fyr­ir stjórn SORPU, SSH og borg­ar­stjórn og bæj­ar­stjórn­ir með reglu­bund­um hætti. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um að visa til­lög­unni til stjórn­ar Sorpu bs.

    Gestir
    • Birkir Jón Jónsson, formaður stjórnar Sorpu
    • Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu
    • 2. Fjöl­nota íþrótta­hús í Mos­fells­bæ201401534

      Framvinduskýrsla nóvember 2018 - Ágúst 2019 lögð fram til kynningar ásamt uppfærðri verkáætlun.

      Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs kynn­ir fram­vindu­skýrslu og upp­færða ver­káætlun. Bæj­ar­ráð lýs­ir yfir ánægju með gang verks­ins.

      Gestir
      • Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
    • 3. Út­tekt á asbesti í hús­næði Mos­fells­bæj­ar201909164

      Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi M- lista, óskar eftir að tekin verði á dagskrá tillaga þess efnis að heilbrigðiseftirliti verði falin úttekt á asbesti í húsnæði Mosfellsbæjar og þá sérstaklega í leik- og grunnskólum.

      Lagt er til að til­lögu Mið­flokks­ins verði vísað til um­hverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu. Til und­ir­bún­ings taki fag­fólk um­hverf­is­sviðs sam­an upp­lýs­ing­ar um það hvort og þá hvar sé til stað­ar bygg­ing­ar­efni sem inni­held­ur asbest, bygg­ing­ar­efni sem hef­ur ekki ver­ið í notk­un á Ís­landi frá ár­inu 1983.
      Mos­fells­bær fylg­ir þeim regl­um sem um téð bygg­ing­ar­efni gilda og verk­tök­um á veg­um bæj­ar­ins ber skylda til að fylgja gild­andi regl­um, ráð­gjöf og leið­bein­ing­um op­in­berra eft­ir­lits­að­ila. Mos­fells­bær tek­ur al­var­lega hlut­verk sitt við að tryggja í senn heil­næmi og ör­yggi hús­næð­is og vinnu­að­stæðna barna og starfs­manna. Það verk­efni ann­ast starfs­menn um­hverf­is­sviðs í um­boði kjör­inna full­trúa. Sam­an­tekt um­hverf­is­sviðs verði send Heil­brigðis­eft­ir­liti Kjós­ar­svæð­is sem taki í kjöl­far­ið form­lega af­stöðu til þess hvort að efni standi til þess að hefja sér­staka út­tekt eins og full­trúi Mið­flokks­ins legg­ur til.

      Gestir
      • Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi M- lista.
    • 4. Upp­bygg­ing íþróttamið­stöðv­ar og æf­ing­ar­svæð­is við Hlíð­ar­völl í Mos­fells­bæ201706050

      Upplýsingar veittar um stöðu málsins. Þröstur Sigurðsson frá Capacent kynnir sína vinnu.

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fresta mál­inu til næsta fund­ar.

      • 5. Fjár­hags­leg­ur stuðn­ing­ur - ný reglu­gerð201909055

        Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga

        Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að visa er­ind­inu til um­sagn­ar fjár­mála­stjóra Mos­fells­bæj­ar.

      • 6. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023201906024

        Lögð fram drög að dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023.

        Fyr­ir­liggj­andi dagskrá vinnu við fjár­hags­áætlun 2020-2023 sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að því breyttu að Vinnufund­ur fram­kvæmda­stjóra með­bæj­ar­stjórn verði fest­ur 25. okt.

        • 7. Skála­hlið - nýt­ing á lóð201909150

          Erindi frá lóðarhafa um veghelgunarsvæði, land undir vegi og nýtingu lóðar.

          Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri, vík­ur af fundi und­ir af­greiðslu er­ind­is­ins sök­um van­hæf­is.
          Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að visa er­ind­inu til um­sagn­ar lög­manns Mos­fells­bæj­ar.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:06