8. nóvember 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023201906024
Drög að fjárhagsáætlun 2020-2023 lögð fram til kynningar.
Lagt fram, umræður um málið.
2. Helgafellshverfi 4. áfangi - breyting á deiliskipulagi201810106
Á 745. fundi bæjarstjórnar 18. september 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Afgreiðsla 493. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 745. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum með þeirri breytingu að orðunum ,,tillagan öðlast gildi" sé bætt við fyrir aftan orðið ,,skipulagslaga" þannig að bókunin verði eftirfarandi: Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillagan öðlast gildi þegar samkomulag við Byggingarfélagið Bakka um innviðauppbyggingu, svo sem gatnagerð, gerð göngustíg og fráganga opinna svæða hefur verið samþykkt af bæjarstjórn. Jafnframt afturkallar skipulagsnefnd ákvörðun sína frá 481. fundi nefndarinnar 19. mars 2019 um auglýsingu þáverandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Breytingartillagan var auglýst frá 21. september til og með 3. nóvember 2019, athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að flokka og greina innkomnar athugasemdir og leggja fram á fundi nefndarinnar. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að boða til fundar með fulltrúum úr skipulagsnefnd, Byggingarfélaginu Bakka og skipulagshöfundum varðandi hugsanlega endurskoðun deiliskipulagstillögunnar.
- FylgiskjalErindi inn á svarbox Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjalTillaga að deiliskipulagsbreytingu 4. áfanga Helgafellshverfis.pdfFylgiskjalAthugasemdir v. breytinga á 4. áfanga Helgafellshverfis.pdfFylgiskjalVegna deiluskipulags.pdfFylgiskjalAthugasemd varðandi breytingartillögu að deiliskipulagi í Helgafellshverfi IV.pdfFylgiskjalRE: Helgafellsland - Deiluskipulagsáfangi IV.pdfFylgiskjalAthugasemd vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi á 4. áfanga Helgafellslands.pdfFylgiskjal4.áfangi Helgafellslands.pdfFylgiskjalAthugasemd við deiliskipulag í Helgafellslandi.pdfFylgiskjalUmkvörtun vegna breytingu á skipulagi í Helgafellsreit..pdfFylgiskjalAthugasemdir vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagsáfanga IV Helgafellsland Mosfellsbæ.pdfFylgiskjalFW: Athugasemdir vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagsáfanga IV Helgafellsland Mosfellsbæ.pdfFylgiskjalAths_deiliskipulag_afangi_4_helgafellsland.pdfFylgiskjalAthugasemd við tillögu að breyttu deiliskipulagi.pdfFylgiskjalAthugasemdir-Deiliskipulags-IV-áfanga-Helgafellslands.pdfFylgiskjalAthugasemdir vegna tillögu að deiliskipulagsbreytingu 4. áfanga Helgafellshverfis.pdf
3. Lerkibyggð 1a - breyting á deiliskipulagi201903205
Á 483. fundi skipulagsnefndar 26. apríl 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd telur fyrirliggjandi gögn ekki nægilega góð til að geta tekið upplýsta afstöðu til erindisins." Lögð fram frekari gögn.
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem lóðin er á hverfisverndarsvæði Varmár, einnig er Varmá á náttúruminjaskrá.
4. Samkomulag um deiliskipulag við Hamraborg201810282
Á 489. fundi skipulagsnefndar 5. júlí 2019 varð gerð eftirfarandi bókun: Lögð fyrir skipulagsnefnd niðurstaða örútboðs innan rammasamnings Ríkiskaupa um skipulagsvinnu innan Hamraborgarreits. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð deiliskipulagsins á þeim grunni.Samþykkt með þremur atkvæðum D- og V-lista, fulltrúi L-lista situr hjá við atkvæðagreiðsluna og fulltrúi M-lista greiðir atkvæði gegn þeirri niðurstöðu." Lögð fram skipulagslýsing.
Skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna og felur skipulagfulltrúa að kynna tillöguna og afla umsagna. Fulltrúar L og M lista sitja hjá.
5. Lundur í Mosfellsdal - breyting á deiliskipulagi201908422
Á 496.fundi skipulagsnefndar 27. september 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd synjar umbeðinni breytingu á deiliskipulagi." Borist hefur ný tillaga á breytingu deiliskipulagsins.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
6. Roðamói Mosfellsdal - ósk um breytingu á deiliskipulagi201911064
Borist hefur erindi frá Ólafi F. Haraldssyni og Þóru Bjarnadóttur dags. 3. nóvember 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Roðamóa 19.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
7. Fossatunga 8-12 - breyting á deiliskipulagi201909399
Borist hefur erindi frá Arnari Ingólfssyni fh. lóðareiganda að Fossatungu 8-12 dags. 23. september 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Frestað vegna tímaskorts á 496. fundi. Frestað á 498. fundi.
Frestað vegna tímaskorts.
8. Blikastaðaland - Deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis og athafnasvæðis201908379
Á 492. fundi skipulagsnefndar 30. ágúst 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna og afla viðeigandi umsagna." Lagðar fram umsagnir umsagnaraðila.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulagsins.
9. Æsustaðaland - ósk um gerð deiliskipulags.201905159
Á 490. fundi skipulagsnefndar 19. júlí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna og afla umsagna. Samþykkt með fimm atkvæðum." Lagðar fram umsagnir umsagnaraðila.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulagsins.
10. Reykjahvoll 27 - breyting á húsi201910082
Á 500. fundi skipulagsnefndar 25. október 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að vísa málinu til umsagnar byggingarfulltrúa." Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla málið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
11. Álafossvegur 21 - bygging á vegg við Varmá201910100
Á 498. fundi skipulagsnefndar 11. október 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar umhverfisnefndar." Lögð fram umsögn umhverfisnefndar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að funda með lóðarhöfum. Nefndin leggur áherslu á að öll hönnun og allur frágangur sé í samræmi við ákvæði aðalskipulags og samþykkt Mosfellsbæjar um framkvæmdir á viðkvæmum svæðum frá 20. apríl 2018.
12. Þverholt 19 - bílaplan201910467
Borist hefur erindi frá Þroskahjálp dags. 30. október varðandi frágang á bílaplani og viðbótar bílastæði.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til athugunar og umsagnar hjá framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
13. Frágangur á lóðarmörkum201907026
Á 490. fundi skipulagsnefndar 19. júlí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að funda með húseigendum varðandi málið. Samþykkt með fimm atkvæðum." Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi áttu fund með húseigendum. Byggingarfulltrúi og deildarstjóri nýframkvæmda fóru í vettvangsferð.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til yfirstandandi vinnu hvað lóðarstækkanir varðar í Leirvogstunguhverfi sbr. bókanir bæjarráðs í málum nr. 201905281, 201906050 og 201812221 á fundi bæjarráðs 29. ágúst 2019.
14. Umsókn um framkvæmdaleyfi - nýtt frárennsli í Tjaldanesi201911063
Borist hefur erindi frá Fylki ehf. dags. 1. nóvember 2019 varðandi framkvæmdaleyfi fyrir nýtt frárennsliskerfi í Tjaldanesi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna umsókn um framkvæmdaleyfi sbr. 8. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Fundargerðir til kynningar
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 380201910037F
Lagt fram.
15.1. Laut-Dælustöðvarvegur 4B, Umsókn um byggingarleyfi. 201806286
Bjarni Össurarson og Sigrún Þorgeirsdóttir, Suðurgötu 35 Reykjavík, sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Lindarbyggð nr. 30, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
15.2. Uglugata 9 og 9a, Umsókn um byggingarleyfi. 201706062
Sóltún ehf. Lambhagavegi 13 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta parhúss á lóðinni Uglugata nr. 9 og 9a, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
15.3. Vogatunga 61-69, Umsókn um byggingarleyfi. 201702253
Fagverk ehf. Spóahöfða 18 Mosfellsbæ sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta raðhúsa á lóðinni Vogatunga nr. 61, 63, 65, 67 og 69, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 381201910042F
Lagt fram
16.1. Gerplustræti 14, Umsókn um byggingarleyfi Helgafellsskóli. 201702127
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta 1. og 4. áfanga skólahúsnæðis á lóðinni nr. 14 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 382201911001F
Lagt fram
17.1. Vogatunga 24, Umsókn um byggingarleyfi 201909491
Björgvin Þ. Steinsson Vogatungu 24 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta raðhúss á lóðinni Vogatunga nr. 24, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.17.2. Heiðarhvammur, Umsókn um byggingarleyfi 201804238
Ágúst Hálfdánarson Heiðarhvammi Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri efri hæð á áður samþykkta einnar hæðar bílgeymslu að Heiðarhvammi í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: Stærð efri hæðar 84,1 m2, 231,6 m3.
17.3. Laxatunga 197 / Umsókn um byggingarleyfi. 201807172
Hlíðarendi ehf.Laxatungu 197 sækir um breytingu áður samþykktra aðaluppdrátta, fyrir einbýlishús á lóðinni Laxatunga nr. 197, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.