Mál númer 201706050
- 27. nóvember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #750
Drög að þríhliða samkomulagi.
Afgreiðsla 1421. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum bæjarfulltrúa V- D- og L- lista. Bæjarfulltrúar M- S- og C- lista sitja hjá.
- 14. nóvember 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1421
Drög að þríhliða samkomulagi.
Bæjarráð samykkir með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Landsbankann og Golfklúbb Mosfellsbæjar á grundvelli fyrirliggjandi draga að þríhliða samkomulagi með þeim breytingum að ákvæði greinar 4.b verði gert að forsendu gildistöku samkomulagsins.
- 13. nóvember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #749
Farið yfir stöðu viðræðna við Landsbankann.
Afgreiðsla 1419. fundar bæjarráðs samþykkt á 749. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. október 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1419
Farið yfir stöðu viðræðna við Landsbankann.
Samþykkt með 3 atkvæðum að heimili bæjarstjóra og lögmanni Mosfellsbæjar að hefja samningaviðræður við Landsbankann og GM á þeim grundvelli að Mosfellsbær kaupi neðri hæð golfskála GM gegn því að rekstrarhæfi GM verði tryggt til framtíðar með þeim aðferðum sem ræddar hafa verið við Landsbankann og kynntar voru á fundinum.
- 16. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #747
Kynning á stöðu viðræðna um málefni GM
Afgreiðsla 1416. fundar bæjarráðs samþykkt á 747. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. október 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1416
Kynning á stöðu viðræðna um málefni GM
Staða málsins kynnt.
- 2. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #746
Upplýsingar veittar um stöðu málsins. Þröstur Sigurðsson frá Capacent kynnir sína vinnu.
Afgreiðsla 1413. fundar bæjarráðs samþykkt á 746. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. september 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1413
Upplýsingar veittar um stöðu málsins. Þröstur Sigurðsson frá Capacent kynnir sína vinnu.
Lagt fram og rætt.
- 18. september 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #745
Upplýsingar veittar um stöðu málsins. Þröstur Sigurðsson frá Capacent kynnir sína vinnu.
Afgreiðsla 1412. fundar bæjarráðs samþykkt á 745. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. september 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1412
Upplýsingar veittar um stöðu málsins. Þröstur Sigurðsson frá Capacent kynnir sína vinnu.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fresta málinu til næsta fundar.
- 21. ágúst 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #743
Erindi frá Golfklúbb Mosfellsbæjar. Farið yfir stöðu málsins.
Afgreiðsla 1408. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 743. fundi bæjarstjórnar.
- 15. ágúst 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1408
Erindi frá Golfklúbb Mosfellsbæjar. Farið yfir stöðu málsins.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra og lögmanni Mosfellsbæjar að leita leiða til að bregðast við breyttum forsendum í viðræðum um aðkomu Mosfellsbæjar að fjárhagslegri endurskipulagningu GM.
- 6. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #734
Mat á stöðu á fjárhagsþörf GM. frestað frá síðasta fundi.
Tillaga C- lista:
Bæjarstjórn samþykkir að skipa nefnd sem skipuð er fulltrúa meirihluta og minnihluta í bæjarstjórn ásamt bæjarstjóra um að ná samkomulagi við hagsmunaaðila um aðkomu bæjarins að frekari fjármögnun íþróttamiðstöðvar við Hlíðarvöll sem lagt verður fyrir bæjarráð. Forsenda samkomulagsins er aðkoma lánardrottna að fjárhagslegri endurskipulagningu. Auk þess verði óháðum aðila falið að kanna leiðir til að lækka rekstrarkostnað félagsins sem kynntar verða nefndinni.Tillagan var felld með 5 atkvæðum gegn 3 atkvæðum fulltrúa C- L- og S- lista. Fulltrúi M- lista situr hjá.
***
Tillaga V- og D- lista: Bæjarstjórn felur bæjarstjóra og lögmanni bæjarins að gera drög að samkomulagi aðila um aðkomu bæjarins að frekari fjármögnun íþróttamiðstöðvar við Hlíðarvöll sem lögð verði fyrir bæjarráð. Samkomulagið skal byggja á tillögu ráðgjafafyrirtækisins Capacent, samanber greinargerð sem lögð var fram og kynnt á bæjarráðsfundi 13. feb. 2019. Haft verði sérstaklega í huga að þær tillögur sem Capacent leggur til dugi til lausnar vandans. Forsenda samkomulagsins er aðkoma lánardrottna að fjárhagslegri endurskipulagningu. Auk þess verði óháðum aðila falið að kanna leiðir til að lækka rekstrarkostnað félagsins.
Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum. Fulltrúar C- L- S- og M- lista sitja hjá.
***
Bókun M- lista:
Fulltrúi Miðflokksins telur að ekki hafi farið fram fullnægjandi greining á þörfum Golfklúbbs Mosfellsbæjar (GM) og engin rannsókn farið fram á því hvers vegna fjárhagur GM er með þeim eindæmum sem raun ber vitni. Því situr fulltrúi Miðflokksins hjá.Bókun C- L- og s- lista:
Fulltrúar Viðreisnar, Vina Mosfellsbæjar og Samfyllkingar sitja hjá við afgreiðslu þessa máls. Æskilegt hefði verið að hafa víðtækara samstarf við minnihluta og var lögð fram tillaga um lausn á málinu þvert á pólitík sem fulltrúar meirihluta höfnuðu. - 21. febrúar 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1387
Mat á stöðu á fjárhagsþörf GM. frestað frá síðasta fundi.
Bókun fulltrúa M- lista:
,,Nauðsynleg forsenda þess að klúbburinn nái að standa undir áætluðum framkvæmdum er: (a) áætluð endurfjármögnun lána til 25 ára á 5% vöxtum. (b) viðbótarframlög vegna framkvæmda frá bænum verði ekki lægri en ofangreind rekstraráætlun gerir ráð fyrir." (Heimild: Kynning Capacent fyrir Mosfellsbæ, 2. nóvember 2017, bls.6).
Í samþykkt bæjarráðs var bæjarstjóra falin afgreiðsla málsins. Bæjarstjóri hefur greinilega lagt fram styrk frá Mosfellsbæ til Golfklúbbs Mosfellsbæjar án þess að fyrir lægi staðfesting fjármálafyrirtækis og vilyrði um fjármögnun sem var önnur forsendan í málinu og ófrávíkjanleg samhliða þeirri forsendu að veita styrk frá bænum. Þessi afgreiðsla er alfarið á ábyrgð bæjarstjóra og því virðist staða Golfklúbbs Mosfellsbæjar í þeirri alvarlegu fjárhagsstöðu sem nú er raunin. Það er miður og þess vegna er meiri áhættu nú velt yfir á skattgreiðendur Mosfellsbæjar.
Samþykkt með 2 atkvæðum gegn 1 atkvæði M- lista að Bæjarráð feli bæjarstjóra og lögmanni bæjarins að gera drög að samkomulagi aðila um aðkomu bæjarins að frekari fjármögnun íþróttamiðstöðvar við Hlíðarvöll sem kemur svo aftur fyrir bæjarráð. Samkomulagið skal byggja á tillögu ráðgjafafyrirtækisins Capacent, samanber greinargerð sem lögð var fram og kynnt á bæjarráðsfundi 13. feb. 2019. Forsenda samkomulagsins er aðkoma lánardrottna að fjárhagslegri endurskipulagningu. Auk þess verði óháðum aðila falið að kanna leiðir til að lækka rekstrarkostnað félagsins.
Bókun C- og M- lista:
Fulltrúar Viðreisnar og Miðflokksins telja ótímabært að gera drög að samkomulagi þar sem fyrirliggur að mörgum spurningum varðandi úttekt Capacent er ósvarað sem og spurningum bæjarfulltrúa til stjórnar Golfklúbbs Mosfelllsbæjar. Er það mat okkar að ekki sé forsvaranlegt að hefja þessa vinnu fyrr en svör liggja fyrir.Tillaga C- og M- lista:
Lagt er til að bæjarstjóra verði falið að leita álits lögmanns á því hvort að ákvæðum viðauka við samning um framkvæmdir við uppbyggingu leikvanga og valla GM séu uppfyllt með þeim hætti að heimilt sé að greiða út greiðslu skv. fyrrgreindum samningi þann 1.mars 2019. Tillagan er felt með 2 atkvæðum gegn 1 atkvæði M- lista. - 20. febrúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #733
Mat á stöðu og fjárhagsþörf GM.
Afgreiðsla 1386. fundar bæjarráðs samþykkt á 733. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. febrúar 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1386
Mat á stöðu og fjárhagsþörf GM.
Bókun fulltrúa M-lista:
Í úttekt Capacent og kynningu frá 2. nóvember 2017 kom fram eftirfarandi:
,,Nauðsynleg forsenda þess að klúbburinn nái að standa undir áætluðum framkvæmdum er: (a) áætluð endurfjármögnun lána til 25 ára á 5% vöxtum. (b)viðbótarframlög vegna framkvæmda frá bænum verði ekki lægri en ofangreind rekstraráætlun gerir ráð fyrir." (Heimild: Kynning Capacent fyrir Mosfellsbæ, 2. nóvember 2017, bls.6).
Í samþykkt bæjarráðs var bæjarstjóra falin afgreiðsla málsins. Bæjarstjóri hefur greinilega lagt fram styrk frá Mosfellsbæ til Golfklúbbs Mosfellsbæjar án þess að fyrir lægi staðfesting fjármálafyrirtækis og vilyrði um fjármögnun sem var önnur forsendan í málinu og ófrávíkjanleg samhliða þeirri forsendu að veita styrk frá bænum. Þessi afgreiðsla er alfarið á ábyrgð bæjarstjóra og því virðist staða Golfklúbbs Mosfellsbæjar í þeirri alvarlegu fjárhagsstöðu sem nú er raunin. Það er miður og þess vegna er meiri áhættu nú velt yfir á skattgreiðendur Mosfellsbæjar.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1386. fundar bæjarráðs að fresta málinu til næsta fundar.
- 14. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #728
Tillaga að úttekt á fjárhagsstöðu Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
Fulltrúi M-lista fellur frá tillögu sinni um að vísa málinu til bæjarstjórnar.
Tillaga L-lista varðandi Golfklúbb Mosfellsbæjar og Capacent
Varðandi verkefnistillögu (verksamning) þá sem liggur fyrir þessum fundi bæjarstjórnar. Því er lögð lögð fram tillaga um að styðja framkomna verkefnistillögu með smávægilegum breytingum sem hér er gerð grein fyrir.Kaflinn um afurð verkefnisins.
Kaflinn hljóði svo:
Afurð verkefnisins verði greinargerð til bæjarráðs þar sem vandanum er lýst og settar verða fram hugmyndir að lausn í fjármálum Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
Kaflinn um nálgun við verkefnið.Við fyrstu málsgrein bætist:
Kallað verður eftir því við stjórn GM með formlegum hætti að hún lýsi því yfir að henni sé kunnug um fyrirhugaða úttekt Capacent á stöðu og starfsem i GM, sem unnin verði á kostnað Mosfellsbæjar, og að stjórn GM muni aðstoða Capacent með alla upplýsingagjöf í sambandi við úttektina eftir bestu getu.
Kaflinn um verkþátt 1 - upplýsingaöflun:Við fyrsta punkt bætist:
Varðandi þennan verkþátt verði lögð áhersla á „að Capacent komi fram með greinargóða sundurliðun á tekjuliðum GM“.
Kaflinn um verkþátt 2 - stöðusýn:Kaflinn hljóði svo:
Ráðgjafar Capacent leggja fram yfirlit yfir stöðu GM á fundi með bæjarráði. Farið verður yfir helstu niðurstöður greiningarinnar og hugmyndir um aðgerðir ræddar.Kaflinn um verkþátt 3 - skil greinargerðar Kaflinn hljóði svo:
Ráðgjafar Capacent leggja fram niðurstöður sínar með tillögum um aðgerðir í greinargerð til bæjarráðs. Í greinargerðinni verður fjárhagsvandi GM rakinn, helstu ástæður hans og hvaða leiðir eru til úrbóta.
Greinargerð.
Það þarf ekki að rekja það í löngu máli að gríðarlegir hagsmunir Mosfellsbæjar, og þá ekki síður GM, liggja í því að sátt og samstaða ríki um það meðal allra bæjarfulltrúa hvernig verkefnistillaga (verksamningur) sú sem hér er til umræðu verður framkvæmd. Í því ljósi er því lagt til að það sé bæjarráð f.h. verkkaupans Mosfellsbæjar sem beint og milliliðalaust móttaki og vinni úr tillögum Capacent og eigi í framhaldinu samtalið við GM.
Tillag L-lista felld með fimm atkvæðum V- og D-lista en fulltrúar C-, M-, L- og S-lista greiddu atkvæði með tillögunni.Bókun fulltrúa L-lista.
Fulltrúi L lista, Vina Mosfellsbæjar, greiðir atkvæði með því að Capacent verði falið að vinna úttekt á fjárhagsstöðu Golfklúbbs Mosfellsbæjar í samræmi við fyrirliggjandi verkefnistillögu þrátt fyrir að tillaga mín um lítilsháttar breytingar á henni hafi verið felldar af meirihlutanum. - 8. nóvember 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1374
Tillaga að úttekt á fjárhagsstöðu Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
Tillaga M-lista. Bæjarráð vísar málinu frá enda ekki rétt að Mosfellsbær hlutist til með þessum hætti um innra starf íþróttafélaga í bænum.
Fram kom tillaga um að vísa málinu til bæjarstjórnar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til bæjarstjórnar.
- 3. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #725
Frestað frá síðasta fundi. Erindi varðandi fjármögnun GM og uppbyggingu æfingaaðstöðu.
Afgreiðsla 1367. fundar bæjarráðs samþykkt á 725. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. september 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1367
Frestað frá síðasta fundi. Erindi varðandi fjármögnun GM og uppbyggingu æfingaaðstöðu.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1367. fundar bæjarráðs að vísa erindinu til bæjarstjóra sem óski nánari upplýsinga og útskýringa frá GM.
- 19. september 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #724
Erindi varðandi fjármögnun GM og uppbyggingu æfingaaðstöðu.
Afgreiðsla 1366. fundar bæjarráðs samþykkt á 724. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. september 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1366
Erindi varðandi fjármögnun GM og uppbyggingu æfingaaðstöðu.
Frestað
- 30. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #718
Leitað eftir heimild til handa bæjarstjóra til að undirrita tryggingabréf um heimild Golfklúbbs Mosfellsbæjar til veðsetningar áhaldageymslu og íþróttamiðstöðvar. Viðaukasamningur sem undirritaður var við golfklúbbinn 26. mars 2018 fól í sér að golfklúbburinn skyldi endurfjármaga óhagstæðar skammtímaskuldir og er veðsetningin til komin í tengslum við þá endurfjármögnun golfklúbbsins.
Afgreiðsla 1355. fundar bæjarráðs samþykkt á 718. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
- 22. maí 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1355
Leitað eftir heimild til handa bæjarstjóra til að undirrita tryggingabréf um heimild Golfklúbbs Mosfellsbæjar til veðsetningar áhaldageymslu og íþróttamiðstöðvar. Viðaukasamningur sem undirritaður var við golfklúbbinn 26. mars 2018 fól í sér að golfklúbburinn skyldi endurfjármaga óhagstæðar skammtímaskuldir og er veðsetningin til komin í tengslum við þá endurfjármögnun golfklúbbsins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita tryggingarbréf er varðar endurfjármögnun lána Golfklúbba Mosfellsbæjar.
- 21. mars 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #713
Viðauki við samning Mosfellsbæjar og Golfklúbbs Mosfellsbæjar í samræmi við ákvarðanir bæjarráðs.
Afgreiðsla 1346. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Samþykkt með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar sat hjá.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá við atkvæðagreiðslu vegna efasemda um að rétt sé að nota útsvar Mosfellinga til að standa straum af kostnaði við tómstundastarf að mestu fjárráða og fullorðinna einstaklinga. Slík fyrirgreiðsla gerir línurnar óskýrar og þá sérstaklega þegar kemur að því að gæta jafnræðis við fjármögnun verkefna sem ekki eru í nafni sveitarfélagsins.
Hlutdeild Mosfellsbæjar í uppbyggingu golfsins hefur verið kynnt til sögunnar sem stuðningur við barna- og ungmennastarf. Mikill minnihluta iðkenda eru börn og ungmenni og forsendur stuðningsins því einungis að litlum hluta með réttum formerkjum.Sigrún H Pálsdóttir
Bókun V og D lista
Mosfelsbær er heilsueflandi samfélag og styður með stolti við íþrótta og tómstundastarf því fylgir uppbygging íþróttamannvirkja. - 15. mars 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1346
Viðauki við samning Mosfellsbæjar og Golfklúbbs Mosfellsbæjar í samræmi við ákvarðanir bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita viðauka við samning Mosfellsbæjar og Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
- 29. nóvember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #706
Minnisblað bæjarstjóra lagt fram.
Afgreiðsla 1330. fundar bæjarráðs samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
- 16. nóvember 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1330
Minnisblað bæjarstjóra lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að gera drög að samkomulagi við Golfklúbb Mosfellsbæjar um viðbótarfjárframlag á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs. Drögin verði lögð fyrir bæjarráð til samþykktar þegar það liggur fyrir.
- 15. nóvember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #705
Samantekt Capacent á fjárhaglegri stöðu Golfklúbs Mosfellsbæjar unnin í framhaldi af styrkbeiðni klúbbsins. Þröstur Sigurðsson mætir á fundinn og kynnir samantektina.
Afgreiðsla 1328. fundar bæjarráðs samþykkt á 705. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. nóvember 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1328
Samantekt Capacent á fjárhaglegri stöðu Golfklúbs Mosfellsbæjar unnin í framhaldi af styrkbeiðni klúbbsins. Þröstur Sigurðsson mætir á fundinn og kynnir samantektina.
Þröstur Sigurðsson (ÞS), Capacent, mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti samantekt á fjárhagslegri stöðu Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra framhald málsins.
- 28. júní 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #698
Ósk um viðræður um framlengingu á núverandi samningi um 4 ár.
Afgreiðsla 1310. fundar bæjarráðs samþykkt á 697. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. júní 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1310
Ósk um viðræður um framlengingu á núverandi samningi um 4 ár.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara og afla frekari gagna.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur ekki tímabært að taka afstöðu til erindis Golfklúbbs Mosfellsbæjar um aukinn fjárstuðning þar sem engar upplýsingar fylgja erindinu um fjármál klúbbsins, s.s. fjárhagsáætlun sem gefur innsýn í hvernig félagið áætlar að fjármagna starfsemina í framtíðinni, stöðu framkvæmda (fjárþörf) og ársreikningur.