2. nóvember 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Framkvæmdir 2017201707081
Yfirlit framkvæmda hjá Mosfellsbæ dags. október 2017 lagt fyrir bæjarráð til kynningar.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir yfirlit framkvæmda í Mosfellsbæ.
Lagt fram.
2. Skeiðholt, gatnagerð - Hliðrun & Hljóðveggur201702045
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að semja við lægstbjðanda vegna hliðrunar götustæðis Skeiðholts í samræmi við áfangaskiptingu.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að semja við lægstbjóðanda, Stéttafélagið ehf., um fyrsta áfanga endurgerðar Skeiðholts.
3. Uppbygging íþróttamiðstöðvar og æfingarsvæðis við Hlíðarvöll í Mosfellsbæ201706050
Samantekt Capacent á fjárhaglegri stöðu Golfklúbs Mosfellsbæjar unnin í framhaldi af styrkbeiðni klúbbsins. Þröstur Sigurðsson mætir á fundinn og kynnir samantektina.
Þröstur Sigurðsson (ÞS), Capacent, mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti samantekt á fjárhagslegri stöðu Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra framhald málsins.