15. mars 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Verklags- og samskiptareglur kjörinna fulltrúa og stjórnsýslu bæjarins201502181
Umræður um verklag við upplýsingaöflun bæjarfulltrúa skv. ósk fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Málinu frestað.
2. Beiðni um tengingu við fráveitukerfi - Lerkibyggð 5 (Ásbúð)201803053
Meðfylgjandi er umsögn umhverfissviðs til bæjarráðs vegna fráveitumála í Lerkibyggð.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ganga til samninga við landeigendur Lerkibyggðar um þinglýstar lagnakvaðir og að í framhaldi verði farið í framkvæmdir til að fækka rotþróm við Varmá.
3. Tillaga til þingsályktunar um aðgengi að stafrænum smiðju - beiðni um umsögn201803130
Frumvarp um aðgengi að stafrænum smiðju - beiðni um umsögn fyrir 23. mars
Lagt fram
4. Frumvarp til umsagnar um heilbrigðisþjónustu - beiðni um umsögn201803131
Frumvarp til umsagnar um heilbrigðisþjónustu - beiðni um umsögn fyrir 3. apríl
Samþykkt að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að veita umsögn um frumvarpið.
5. Tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga - beiðni um umsögn201803160
Tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga - beiðni um umsögn
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir umsögn fjármálastjóra um þingsályktunartillöguna.
6. Uppsögn á samningi um rekstur.201703001
Svar velferðarráðuneytisins við erindi Mosfellsbæjar vegna Hamra hjúkrunarheimilis
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að vinna áfram að málinu á grunni framlagðs minnisblaðs.
7. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um fjölgun bæjarfulltrúa201803194
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um fjölgun bæjarfulltrúa.
Dagskrártillaga um að vísa málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn samþykkt með þremur atkvæðum.
8. Heimaþjónusta í Mosfellsbæ201603286
Minnisblað um fyrirkomulag heimaþjónustu í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að vinna málið áfram á grundvelli framlagðs minnisblaðs.
9. Ráðning skólastjóra Helgafellsskóla201803188
Óskað eftir heimild bæjarráðs til að auglýsa starf skólastjóra við Helgafellsskóla.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila auglýsingu á starfi skólastjóra Helgafellsskóla.
10. Ósk um aukið framlag til mfl. karla í knattsyrnu UMFA201802181
Meðfylgjandi er umsögn fræðslu- og frístundasviðs vegna óskar knattspyrnudeild Aftureldingar um aukið framlag til mfl. karla í knattspyrnu
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram til samræmis við umræður á fundinum og framlagt minnisblað.
11. Uppbygging íþróttamiðstöðvar og æfingarsvæðis við Hlíðarvöll í Mosfellsbæ201706050
Viðauki við samning Mosfellsbæjar og Golfklúbbs Mosfellsbæjar í samræmi við ákvarðanir bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita viðauka við samning Mosfellsbæjar og Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
12. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2017201801245
Kynning á stöðu vinnu við gerð ársreiknings. Gögn lögð fram á fundinum.
Kynning á stöðu vinnu við gerð ársreiknings.
Á fundinn undir þessum lið mættu Pétur J. Lockton, fjármálastjóri, Magnús Jónsson (MJ)frá KPMG, mættu á fundinn undir þessum lið.13. Verkefni nefnda og mögulegar breytingar á þeim201803115
Tillögur að breytingum á nefndakerfi Mosfellsbæjar og verkaskiptingu nefnda í framhaldi af vinnu við stefnumótun Mosfellsbæjar.
Frestað