Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. febrúar 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) 2. varamaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Upp­bygg­ing íþróttamið­stöðv­ar og æf­ing­ar­svæð­is við Hlíð­ar­völl í Mos­fells­bæ201706050

    Mat á stöðu á fjárhagsþörf GM. frestað frá síðasta fundi.

    Bók­un full­trúa M- lista:

    ,,Nauð­syn­leg for­senda þess að klúbbur­inn nái að standa und­ir áætl­uð­um fram­kvæmd­um er: (a) áætluð end­ur­fjármögn­un lána til 25 ára á 5% vöxt­um. (b) við­bótar­fram­lög vegna fram­kvæmda frá bæn­um verði ekki lægri en of­an­greind rekstr­aráætlun ger­ir ráð fyr­ir." (Heim­ild: Kynn­ing Capacent fyr­ir Mos­fells­bæ, 2. nóv­em­ber 2017, bls.6).

    Í sam­þykkt bæj­ar­ráðs var bæj­ar­stjóra falin af­greiðsla máls­ins. Bæj­ar­stjóri hef­ur greini­lega lagt fram styrk frá Mos­fells­bæ til Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar án þess að fyr­ir lægi stað­fest­ing fjár­mála­fyr­ir­tæk­is og vil­yrði um fjár­mögn­un sem var önn­ur for­send­an í mál­inu og ófrá­víkj­an­leg sam­hliða þeirri for­sendu að veita styrk frá bæn­um. Þessi af­greiðsla er al­far­ið á ábyrgð bæj­ar­stjóra og því virð­ist staða Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar í þeirri al­var­legu fjár­hags­stöðu sem nú er raun­in. Það er mið­ur og þess vegna er meiri áhættu nú velt yfir á skatt­greið­end­ur Mos­fells­bæj­ar.

    Sam­þykkt með 2 at­kvæð­um gegn 1 at­kvæði M- lista að Bæj­ar­ráð feli bæj­ar­stjóra og lög­manni bæj­ar­ins að gera drög að sam­komu­lagi að­ila um að­komu bæj­ar­ins að frek­ari fjár­mögn­un íþróttamið­stöðv­ar við Hlíð­ar­völl sem kem­ur svo aft­ur fyr­ir bæj­ar­ráð. Sam­komu­lag­ið skal byggja á til­lögu ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins Capacent, sam­an­ber grein­ar­gerð sem lögð var fram og kynnt á bæj­ar­ráðs­fundi 13. feb. 2019. For­senda sam­komu­lags­ins er að­koma lán­ar­drottna að fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu. Auk þess verði óháð­um að­ila fal­ið að kanna leið­ir til að lækka rekstr­ar­kostn­að fé­lags­ins.

    Bók­un C- og M- lista:
    Full­trú­ar Við­reisn­ar og Mið­flokks­ins telja ótíma­bært að gera drög að sam­komu­lagi þar sem fyr­ir­ligg­ur að mörg­um spurn­ing­um varð­andi út­tekt Capacent er ósvarað sem og spurn­ing­um bæj­ar­full­trúa til stjórn­ar Golf­klúbbs Mos­fellls­bæj­ar. Er það mat okk­ar að ekki sé for­svar­an­legt að hefja þessa vinnu fyrr en svör liggja fyr­ir.

    Til­laga C- og M- lista:
    Lagt er til að bæj­ar­stjóra verði fal­ið að leita álits lög­manns á því hvort að ákvæð­um við­auka við samn­ing um fram­kvæmd­ir við upp­bygg­ingu leik­vanga og valla GM séu upp­fyllt með þeim hætti að heim­ilt sé að greiða út greiðslu skv. fyrr­greind­um samn­ingi þann 1.mars 2019. Til­lag­an er felt með 2 at­kvæð­um gegn 1 at­kvæði M- lista.

    • 2. Kort­lagn­ing há­vaða og gerð að­gerða­ætl­un­ar 2018201809279

      Lögð fram drög að aðgerðaráætlun vegna hávaðakortlagningar fyrir Mosfellsbæ, til samþykktar í auglýsingu til kynningar fyrir íbúa í 4 vikur, í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. - Frestað frá síðasta fundi

      Bók­un M-lista:

      Full­trúi Mið­flokks­ins tel­ur afar mik­il­vægt er að frek­ari rann­sókn verði gerð varð­andi há­vaða á öll­um hæð­um inn­an­húss að Brú­ar­landi í Mos­fells­bæ þar sem vænt­an­lega er áform­að að hýsa skóla­hús­næði á næstu árum. Áður en skóla­hald hefst í þessu hús­næði á ný er rétt að sér­stök könn­un eða rann­sókn liggi fyr­ir.

      Bók­un V- og D-lista:

      Sér­stök rann­sókn hef­ur ver­ið gerð á hljóð­vist í Brú­ar­landi og fram­kvæmd­ar hljóð­varn­ir í kjöl­far­ið.

      Sam­þykkt með 2 at­kvæð­um gegn 1 at­kvæði M- lista að fela fram­kvæmda­stjóra Um­hverf­is­sviðs að aug­lýsa að­gerðaráætl­un­ina til kynn­ing­ar fyr­ir íbúa í 4 vik­ur, í sam­ræmi við til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins.

      Til­laga C- lista:
      Upp­færð drög há­vaða­kort­lagn­ing­ar fyr­ir Mos­fells­bæ verði send um­hverf­is­nefnd til kynn­ing­ar. Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um.

      Gestir
      • Jóhanna Björg Hansen. Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs
    • 3. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2018201901489

      Þjónustukönnun sveitarfélaga 2018. Matthías Þorvaldsson frá Gallup kynnir niðurstöður kl. 8:00.

      Nið­ur­stöð­ur þjón­ustu­könn­un­ar sveit­ar­fé­laga 2018 kynnt fyr­ir bæj­ar­ráði. Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að visa er­ind­inu til kynn­ing­ar hjá öll­um fasta­nefnd­um Sveit­ar­fé­lags­ins.

      Gestir
      • Matthías Þorvaldsson Gallup
    • 4. Hjúkr­un­ar­heim­ili í Mos­fells­bæ-stækk­un Hamra201812038

      Tillaga heilbrigðisráðuneytsins að stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra.

      Frestað þar sem fund­ar­tími var lið­inn.

      • 5. Þings­álykt­un um mót­un stefnu sem efl­ir fólk af er­lend­um upp­runa til þátt­töku í ís­lensku sam­fé­lagi201902002

        Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldlusviðs

        Frestað þar sem fund­ar­tími var lið­inn.

        • 6. Helga­fells­skóli, Ný­fram­kvæmd201503558

          Framvinduskýrsla 16 vegna Helgafellsskóla 1.áfanga og leikskóla lögð fram til kynningar.

          Frestað þar sem fund­ar­tími var lið­inn.

        • 7. Út­tekt og end­ur­bæt­ur íþróttagólfa, Íþróttamið­stöðin Varmá2018084785

          Óskað er heimildar að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gólfefnis í sölum 1-2 og leggja þar parket á fjaðrandi grind til samræmis við minnisblað Aftureldingar.

          Frestað þar sem fund­ar­tími var lið­inn.

        • 8. Sam­þykkt­ir nefnda Mos­fells­bæj­ar 2018-2022201809407

          Samþykktir fyrir Öldungaráð lagðar fram til samþykktar að teknu tilliti til athugasemda.

          Frestað þar sem fund­ar­tími var lið­inn.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:12