21. febrúar 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) 2. varamaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Uppbygging íþróttamiðstöðvar og æfingarsvæðis við Hlíðarvöll í Mosfellsbæ201706050
Mat á stöðu á fjárhagsþörf GM. frestað frá síðasta fundi.
Bókun fulltrúa M- lista:
,,Nauðsynleg forsenda þess að klúbburinn nái að standa undir áætluðum framkvæmdum er: (a) áætluð endurfjármögnun lána til 25 ára á 5% vöxtum. (b) viðbótarframlög vegna framkvæmda frá bænum verði ekki lægri en ofangreind rekstraráætlun gerir ráð fyrir." (Heimild: Kynning Capacent fyrir Mosfellsbæ, 2. nóvember 2017, bls.6).
Í samþykkt bæjarráðs var bæjarstjóra falin afgreiðsla málsins. Bæjarstjóri hefur greinilega lagt fram styrk frá Mosfellsbæ til Golfklúbbs Mosfellsbæjar án þess að fyrir lægi staðfesting fjármálafyrirtækis og vilyrði um fjármögnun sem var önnur forsendan í málinu og ófrávíkjanleg samhliða þeirri forsendu að veita styrk frá bænum. Þessi afgreiðsla er alfarið á ábyrgð bæjarstjóra og því virðist staða Golfklúbbs Mosfellsbæjar í þeirri alvarlegu fjárhagsstöðu sem nú er raunin. Það er miður og þess vegna er meiri áhættu nú velt yfir á skattgreiðendur Mosfellsbæjar.
Samþykkt með 2 atkvæðum gegn 1 atkvæði M- lista að Bæjarráð feli bæjarstjóra og lögmanni bæjarins að gera drög að samkomulagi aðila um aðkomu bæjarins að frekari fjármögnun íþróttamiðstöðvar við Hlíðarvöll sem kemur svo aftur fyrir bæjarráð. Samkomulagið skal byggja á tillögu ráðgjafafyrirtækisins Capacent, samanber greinargerð sem lögð var fram og kynnt á bæjarráðsfundi 13. feb. 2019. Forsenda samkomulagsins er aðkoma lánardrottna að fjárhagslegri endurskipulagningu. Auk þess verði óháðum aðila falið að kanna leiðir til að lækka rekstrarkostnað félagsins.
Bókun C- og M- lista:
Fulltrúar Viðreisnar og Miðflokksins telja ótímabært að gera drög að samkomulagi þar sem fyrirliggur að mörgum spurningum varðandi úttekt Capacent er ósvarað sem og spurningum bæjarfulltrúa til stjórnar Golfklúbbs Mosfelllsbæjar. Er það mat okkar að ekki sé forsvaranlegt að hefja þessa vinnu fyrr en svör liggja fyrir.Tillaga C- og M- lista:
Lagt er til að bæjarstjóra verði falið að leita álits lögmanns á því hvort að ákvæðum viðauka við samning um framkvæmdir við uppbyggingu leikvanga og valla GM séu uppfyllt með þeim hætti að heimilt sé að greiða út greiðslu skv. fyrrgreindum samningi þann 1.mars 2019. Tillagan er felt með 2 atkvæðum gegn 1 atkvæði M- lista.2. Kortlagning hávaða og gerð aðgerðaætlunar 2018201809279
Lögð fram drög að aðgerðaráætlun vegna hávaðakortlagningar fyrir Mosfellsbæ, til samþykktar í auglýsingu til kynningar fyrir íbúa í 4 vikur, í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins. - Frestað frá síðasta fundi
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins telur afar mikilvægt er að frekari rannsókn verði gerð varðandi hávaða á öllum hæðum innanhúss að Brúarlandi í Mosfellsbæ þar sem væntanlega er áformað að hýsa skólahúsnæði á næstu árum. Áður en skólahald hefst í þessu húsnæði á ný er rétt að sérstök könnun eða rannsókn liggi fyrir.
Bókun V- og D-lista:
Sérstök rannsókn hefur verið gerð á hljóðvist í Brúarlandi og framkvæmdar hljóðvarnir í kjölfarið.
Samþykkt með 2 atkvæðum gegn 1 atkvæði M- lista að fela framkvæmdastjóra Umhverfissviðs að auglýsa aðgerðaráætlunina til kynningar fyrir íbúa í 4 vikur, í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins.
Tillaga C- lista:
Uppfærð drög hávaðakortlagningar fyrir Mosfellsbæ verði send umhverfisnefnd til kynningar. Samþykkt með 3 atkvæðum.Gestir
- Jóhanna Björg Hansen. Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs
3. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2018201901489
Þjónustukönnun sveitarfélaga 2018. Matthías Þorvaldsson frá Gallup kynnir niðurstöður kl. 8:00.
Niðurstöður þjónustukönnunar sveitarfélaga 2018 kynnt fyrir bæjarráði. Samþykkt með 3 atkvæðum að visa erindinu til kynningar hjá öllum fastanefndum Sveitarfélagsins.
Gestir
- Matthías Þorvaldsson Gallup
4. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ-stækkun Hamra201812038
Tillaga heilbrigðisráðuneytsins að stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra.
Frestað þar sem fundartími var liðinn.
5. Þingsályktun um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi201902002
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldlusviðs
Frestað þar sem fundartími var liðinn.
6. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Framvinduskýrsla 16 vegna Helgafellsskóla 1.áfanga og leikskóla lögð fram til kynningar.
Frestað þar sem fundartími var liðinn.
7. Úttekt og endurbætur íþróttagólfa, Íþróttamiðstöðin Varmá2018084785
Óskað er heimildar að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gólfefnis í sölum 1-2 og leggja þar parket á fjaðrandi grind til samræmis við minnisblað Aftureldingar.
Frestað þar sem fundartími var liðinn.
8. Samþykktir nefnda Mosfellsbæjar 2018-2022201809407
Samþykktir fyrir Öldungaráð lagðar fram til samþykktar að teknu tilliti til athugasemda.
Frestað þar sem fundartími var liðinn.