31. október 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsóknir um lóðir í Leirvogstungu við Fossatungu og Kvíslartungu 2018201804017
Frestað frá síðasta fundi. Úthlutun lóða sem ekki fóru til umsækjenda sem dregnir voru í 1. sæti.
Samþykkt með 3 atkvæðum að lóðinni Fossatungu 8-12 sé úthlutað til Helgatúns ehf. með fyrirvara um greiðslu gjalda og undirritun lóðarleigusamnings. Samþykkt með 3 atkvæðum að bréf í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað verði rituð þeim sem rétt eiga til úthlutunar á lóðunum Fossatungu 21-13, Fossatungu 20-22 og Fossatungu 24-26.
2. Umsókn vegna leyfis til nýtingar lóðar ofan Tungumela201909273
Lögð fyrir bæjarráð umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Vöku.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar og framkvæmdastjóra umhverfissviðs að kanna grundvöll fyrir samkomulagi við erindisritara og skila bæjarráði umsögn þar um.
3. Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi - Dalland 123625201811119
Krafa um leiðréttingu á landnotkun - Dalland lnr. 123625
Bæjarráð hafnar erindinu með 3 atkvæðum enda hefur áður verið tekin afstaða til efnislega sama erindis og skilyrði endurupptöku ekki uppfyllt þar sem fyrri ákvörðun byggði á réttum upplýsingum.
4. Yfirfærsla Hafravatnsvegar201910103
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Vegagerðarinnar um Hafravatnsveg lögð fyrir bæjarráð
Bæjarráð hafnar því með 3 atkvæðum að taka við Hafravatnsvegi (Reykjavegi/Kóngsvegi) frá Vegagerðinni, miðað við fyrirliggjandi forsendur, fyrr en nýr Hafravatnsvegur hefur verið lagður.
5. Gjaldskrá SHS árið 2020201910305
Gjaldskrá SHS árið 2020
Gjaldskrá SHS fyrir árið 2020 samþykkt með 3 atkvæðum.
6. Frumvarp til laga um jarðalög - beiðni um umsögn201910309
Frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga)- beiðni um umsögn
Lagt fram.
7. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum - beiðni um umsögn201910315
Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum - beiðni um umsögn fyrir 5. nóv.
Lagt fram.
8. Fjölnotaíþróttahús að Varmá201910314
Fjölnota íþróttahús- tillaga að nafnasamkeppni
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að tilnefna Bjarka Bjarnason og Önnu Sigríði Guðnadóttur í nafnanefnd fjölnota íþróttahúss. Afturelding tilkynni fyrir 5.11.2019 einn fulltrúa frá sér. Nefndinni er falið að útfæra nánari reglur og standa fyrir nafnasamkeppni í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
9. Uppbygging íþróttamiðstöðvar og æfingarsvæðis við Hlíðarvöll í Mosfellsbæ201706050
Farið yfir stöðu viðræðna við Landsbankann.
Samþykkt með 3 atkvæðum að heimili bæjarstjóra og lögmanni Mosfellsbæjar að hefja samningaviðræður við Landsbankann og GM á þeim grundvelli að Mosfellsbær kaupi neðri hæð golfskála GM gegn því að rekstrarhæfi GM verði tryggt til framtíðar með þeim aðferðum sem ræddar hafa verið við Landsbankann og kynntar voru á fundinum.