14. febrúar 2019 kl. 08:17,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Áður en fundur hófst fór fram kynning á vegum Capacent á fjárhagsstöðu Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Öllum bæjarfulltrúum var boðið á þá kynningu.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Uppbygging íþróttamiðstöðvar og æfingarsvæðis við Hlíðarvöll í Mosfellsbæ201706050
Mat á stöðu og fjárhagsþörf GM.
Bókun fulltrúa M-lista:
Í úttekt Capacent og kynningu frá 2. nóvember 2017 kom fram eftirfarandi:
,,Nauðsynleg forsenda þess að klúbburinn nái að standa undir áætluðum framkvæmdum er: (a) áætluð endurfjármögnun lána til 25 ára á 5% vöxtum. (b)viðbótarframlög vegna framkvæmda frá bænum verði ekki lægri en ofangreind rekstraráætlun gerir ráð fyrir." (Heimild: Kynning Capacent fyrir Mosfellsbæ, 2. nóvember 2017, bls.6).
Í samþykkt bæjarráðs var bæjarstjóra falin afgreiðsla málsins. Bæjarstjóri hefur greinilega lagt fram styrk frá Mosfellsbæ til Golfklúbbs Mosfellsbæjar án þess að fyrir lægi staðfesting fjármálafyrirtækis og vilyrði um fjármögnun sem var önnur forsendan í málinu og ófrávíkjanleg samhliða þeirri forsendu að veita styrk frá bænum. Þessi afgreiðsla er alfarið á ábyrgð bæjarstjóra og því virðist staða Golfklúbbs Mosfellsbæjar í þeirri alvarlegu fjárhagsstöðu sem nú er raunin. Það er miður og þess vegna er meiri áhættu nú velt yfir á skattgreiðendur Mosfellsbæjar.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1386. fundar bæjarráðs að fresta málinu til næsta fundar.
2. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga201902069
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga - beiðni um umsögn fyrir 27. febrúar
Samþykkt með 3 atkvæðum 1386. fundar að fela Persónuverndarfulltrúa Mosfellsbæjar að rita umsögn um málið til bæjarráðs.
3. Þingsályktun um heilbrigðisstefnu til ársins 2030201902072
Þingsályktun um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 - beiðni um umsögn fyrir 28. febrúar
Lagt fram.
4. Okkar Mosó201701209
Tillaga að framkvæmd Okkar Mosó
Arnar Jónsson Forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar og Óskar Þór Þráinsson Verkefnastjóri skjalamála og rafrænnar þjónustu kynntu fyrirliggjandi minnisblað.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1386. fundar bæjarráðs að hefja vinnu við verkefnið Okkar Mosó 2019 til samræmis við fyrirliggjandi áætlun.
Gestir
- Arnar Jónsson Forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar
- Óskar Þór Þráinsson Verkefnastjóri skjalamála og rafrænnar þjónustu
5. Kortlagning hávaða og gerð aðgerðaætlunar 2018201809279
Lögð fram drög aðgerðaáætlunar vegna hávaðakortlagningar fyrir Mosfellsbæ, til samþykktar í auglýsingu til kynningar fyrir íbúa í 4 vikur, í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins
Frestað þar sem ekki gafst tími til að klára dagskrá.
6. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Óskað er heimildar að bjóða út framkvæmdir við 2-3.áfanga Helgafellsskóla innan innan evrópska efnahagssvæðisins í samræmi við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun hönnuða.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1386. fundar bæjarráðs að fela Umhverfissviði að bjóða út framkvæmdir við 2-3.áfanga Helgafellsskóla innan innan evrópska efnahagssvæðisins í samræmi við ofangreinda áætlun.
Gestir
- Linda Udengård Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
7. Kvíslartunga 84 - ósk um stækkun lóðar201902109
Kvíslartunga 84 - ósk um stækkun lóðar
Samþykkt með 3 atkvæðum 1386. fundar að vísa málinu til umsagnar skipulagsnefndar.
8. Skógarvegur 5 - fyrirspurn um kaup á lóð201902108
Sumarbústaðalóð á vatnsverndarsvæði boðin Mosfellsbæ til kaups.
Samþykkt með 3 atkvæðum að gera bréfritara tilboð um kaup lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
9. frístundastyrkur fyrir 67 ára og eldri201902094
Tillögur að reglum fyrir frístundastyrki fyrir 67 ára og eldri.
Reglur um frístundastyrki fyrir 67 ára og eldri er fram koma í meðfylgjandi minnisblaði samþykktar með 3 atkvæðum 1386. fundar bæjarráðs.