Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. febrúar 2019 kl. 08:17,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar

Áður en fund­ur hófst fór fram kynn­ing á veg­um Capacent á fjár­hags­stöðu Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar. Öll­um bæj­ar­full­trú­um var boð­ið á þá kynn­ingu.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Upp­bygg­ing íþróttamið­stöðv­ar og æf­ing­ar­svæð­is við Hlíð­ar­völl í Mos­fells­bæ201706050

  Mat á stöðu og fjárhagsþörf GM.

  Bók­un full­trúa M-lista:

  Í út­tekt Capacent og kynn­ingu frá 2. nóv­em­ber 2017 kom fram eft­ir­far­andi:

  ,,Nauð­syn­leg for­senda þess að klúbbur­inn nái að standa und­ir áætl­uð­um fram­kvæmd­um er: (a) áætluð end­ur­fjármögn­un lána til 25 ára á 5% vöxt­um. (b)við­bótar­fram­lög vegna fram­kvæmda frá bæn­um verði ekki lægri en of­an­greind rekstr­aráætlun ger­ir ráð fyr­ir." (Heim­ild: Kynn­ing Capacent fyr­ir Mos­fells­bæ, 2. nóv­em­ber 2017, bls.6).

  Í sam­þykkt bæj­ar­ráðs var bæj­ar­stjóra falin af­greiðsla máls­ins. Bæj­ar­stjóri hef­ur greini­lega lagt fram styrk frá Mos­fells­bæ til Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar án þess að fyr­ir lægi stað­fest­ing fjár­mála­fyr­ir­tæk­is og vil­yrði um fjár­mögn­un sem var önn­ur for­send­an í mál­inu og ófrá­víkj­an­leg sam­hliða þeirri for­sendu að veita styrk frá bæn­um. Þessi af­greiðsla er al­far­ið á ábyrgð bæj­ar­stjóra og því virð­ist staða Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar í þeirri al­var­legu fjár­hags­stöðu sem nú er raun­in. Það er mið­ur og þess vegna er meiri áhættu nú velt yfir á skatt­greið­end­ur Mos­fells­bæj­ar.

  Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1386. fund­ar bæj­ar­ráðs að fresta mál­inu til næsta fund­ar.

  • 2. Frum­varp til laga um breyt­ingu á ýms­um lög­um um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga201902069

   Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga - beiðni um umsögn fyrir 27. febrúar

   Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1386. fund­ar að fela Per­sónu­vernd­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar að rita um­sögn um mál­ið til bæj­ar­ráðs.

  • 3. Þings­álykt­un um heil­brigð­is­stefnu til árs­ins 2030201902072

   Þingsályktun um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 - beiðni um umsögn fyrir 28. febrúar

   Lagt fram.

  • 4. Okk­ar Mosó201701209

   Tillaga að framkvæmd Okkar Mosó

   Arn­ar Jóns­son For­stöðu­mað­ur þjón­ustu og sam­skipta­deild­ar og Ósk­ar Þór Þrá­ins­son Verk­efna­stjóri skjala­mála og ra­f­rænn­ar þjón­ustu kynntu fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

   Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1386. fund­ar bæj­ar­ráðs að hefja vinnu við verk­efn­ið Okk­ar Mosó 2019 til sam­ræm­is við fyr­ir­liggj­andi áætlun.

   Gestir
   • Arnar Jónsson Forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar
   • Óskar Þór Þráinsson Verkefnastjóri skjalamála og rafrænnar þjónustu
  • 5. Kort­lagn­ing há­vaða og gerð að­gerða­ætl­un­ar 2018201809279

   Lögð fram drög aðgerðaáætlunar vegna hávaðakortlagningar fyrir Mosfellsbæ, til samþykktar í auglýsingu til kynningar fyrir íbúa í 4 vikur, í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins

   Frestað þar sem ekki gafst tími til að klára dagskrá.

  • 6. Helga­fells­skóli, Ný­fram­kvæmd201503558

   Óskað er heimildar að bjóða út framkvæmdir við 2-3.áfanga Helgafellsskóla innan innan evrópska efnahagssvæðisins í samræmi við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun hönnuða.

   Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1386. fund­ar bæj­ar­ráðs að fela Um­hverf­is­sviði að bjóða út fram­kvæmd­ir við 2-3.áfanga Helga­fells­skóla inn­an inn­an evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins í sam­ræmi við of­an­greinda áætlun.

   Gestir
   • Linda Udengård Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
  • 7. Kvísl­artunga 84 - ósk um stækk­un lóð­ar201902109

   Kvíslartunga 84 - ósk um stækkun lóðar

   Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1386. fund­ar að vísa mál­inu til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar.

  • 8. Skóg­ar­veg­ur 5 - fyr­ir­spurn um kaup á lóð201902108

   Sumarbústaðalóð á vatnsverndarsvæði boðin Mosfellsbæ til kaups.

   Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að gera bréf­rit­ara til­boð um kaup lóð­ar­inn­ar í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

  • 9. frí­stunda­styrk­ur fyr­ir 67 ára og eldri201902094

   Tillögur að reglum fyrir frístundastyrki fyrir 67 ára og eldri.

   Regl­ur um frí­stunda­styrki fyr­ir 67 ára og eldri er fram koma í með­fylgj­andi minn­is­blaði sam­þykkt­ar með 3 at­kvæð­um 1386. fund­ar bæj­ar­ráðs.

  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:13