21. mars 2018 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) Forseti
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Pétur Jens Lockton fjármálastjóri
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) fræðslusvið
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
ATH: Vegna efnisflokkunar erinda á dagskrá birtast fundarliðir "1. 201801245 - Ársreikningur Mosfellsbæjar 2017" og "2. 201406077 - Kosning í nefndir og ráð" neðar í fundargerð á eftir fundargerðum til samþykktar. Númer fundarliða og röðun á fundi er engu að síður rétt.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2017201801245
Kynning á stöðu vinnu við gerð ársreiknings. Gögn lögð fram á fundinum.
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2017 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið mættu Magnús Jónsson (MJ) endurskoðandi Mosfellsbæjar, Pétur J. Lockton fjármálastjóri, Anna María Axelsdóttir verkefnastjóri í fjármáladeild, Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard framkvæmdastjóri fræðslusviðs og Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar.Bæjarstjóri hóf umræðuna og þakkaði endurskoðanda og starfsmönnum fyrir vel unnin störf í tengslum við gerð ársreiknings. Þá fór endurskoðandi yfir helstu efnisatriði í drögum ársreiknings 2017 og endurskoðunarskýrslu sinni vegna ársins 2017. Í kjölfarið fóru fram umræður.
Samþykkt með níu atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2017 til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
2. Kosning í nefndir og ráð201406077
Tillaga um breytingar á nefndarmönnum D-lista fjölskyldunefnd.
Samþykkt með níu atkvæðum að formaður fjölskyldu verði Kolbrún G. Þorsteinsdóttir í stað Theódórs Kristjánssonar.
Fundargerðir til staðfestingar
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1345201803003F
Fundargerð 1345. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.1. Teigsland - framtíðarskiplag 201803006
Erindi Teigslands ehf - ósk um umræðu á framtíðarnýtingu Teigslands
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1345. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Umsögn um tillögu um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku fyrir 13. mars 201802295
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1345. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum fyrir 16. mars 201802296
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1345. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn) 201802323
Umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn)- óskað umsagnar fyrir 14. mars
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1345. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Samgönguframkvæmdir til 2030. Tillögur stýrihóps. 201803099
Á fundinn mætir Hrafnkell Á. Proppe, svæðisskipulagsstjóri SSH og kynnir tillögur stýrihópsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1345. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Birting fjárhagsupplýsinga á vef Mosfellsbæjar 201803072
Varðandi frekari birtingu fjárhagsupplýsinga á vef Mosfellsbæjar.
Fulltrúi KPMG heldur stutta kynningu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1345. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1346201803009F
Afgreiðsla 1346. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.1. Verklags- og samskiptareglur kjörinna fulltrúa og stjórnsýslu bæjarins 201502181
Umræður um verklag við upplýsingaöflun bæjarfulltrúa skv. ósk fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1346. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Beiðni um tengingu við fráveitukerfi - Lerkibyggð 5 (Ásbúð) 201803053
Meðfylgjandi er umsögn umhverfissviðs til bæjarráðs vegna fráveitumála í Lerkibyggð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1346. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Tillaga til þingsályktunar um aðgengi að stafrænum smiðju - beiðni um umsögn 201803130
Frumvarp um aðgengi að stafrænum smiðju - beiðni um umsögn fyrir 23. mars
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1346. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Frumvarp til umsagnar um heilbrigðisþjónustu - beiðni um umsögn 201803131
Frumvarp til umsagnar um heilbrigðisþjónustu - beiðni um umsögn fyrir 3. apríl
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1346. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.5. Tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga - beiðni um umsögn 201803160
Tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga - beiðni um umsögn
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1346. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.6. Uppsögn á samningi um rekstur. 201703001
Svar velferðarráðuneytisins við erindi Mosfellsbæjar vegna Hamra hjúkrunarheimilis
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1346. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.7. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um fjölgun bæjarfulltrúa 201803194
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um fjölgun bæjarfulltrúa.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarstjórn leggur til að bæjarfulltrúum verði fjölgað í 11 frá og með sveitarstjórnarkosningum 2018. Heimild í lögum um fjölgun sveitarstjórnarfulltrúa hefur ekki verið nýtt til fulls en skv. 11. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er sveitarfélögum með 2.000 til 9.999 íbúa heimilt að hafa allt að 11 sveitarstjórnarfulltrúa. Sveitarfélögum með fleiri en 10.000 íbúa er heimilt að hafa 11-15 sveitarstjórnarfulltrúa. Tillaga Íbúahreyfingarinnar “er í samræmi við þá lýðræðislegu hugsun sem býr að baki sveitarstjórnarstiginu og reglum um kosningar til sveitarstjórna að sveitarstjórnarfulltrúar séu fulltrúar íbúa sveitarfélagsins og geti þar með á virkan hátt endurspeglað vilja íbúanna.
Tillagan felur í sér breytingu á samþykktum Mosfellsbæjar.
Sigrún H Pálsdóttir
Tillaga er felld með sex atkvæðum D og V lista gegn þremur atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar og Íbúahreyfingarinnar.
Bókun Samfylkingarinnar
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar styðja tillögu um fjölgun bæjarfulltrúa í 11 í komandi sveitarstjórnarkosningum á grundvelli þeirrar sýnar, að fjölgun bæjarfulltrúa geti greitt fyrir því að fleiri sjónarmið komist að í bæjarstjórn og það sé til bóta fyrir lýðræðislega umræðu og ákvarðanatöku. Fjöldi bæjarbúa fór yfir 10.000 á yfirstandandi kjörtímabili og íbúum fjölgar mjög hratt þessi árin. Því er 4 ára frestun á fjölgun bæjarfulltrúa, sem heimil er samkvæmt lögum, óþægilega langur tími út frá lýðræðislegu sjónarmiði. Ákjósanlegra hefði þó verið að fá þessa tillögu fram á haustmánuðum 2017 til að gert væri ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun sem og að það hefði gefið nýjum framboðum betri tíma til að undirbúa framboð. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja að í framhaldi af fjölgun bæjarfulltrúa þyrfti að ræða fjölda fulltrúa í nefndum til að gæta þess að kjörfylgi inn í bæjarstjórn endurspeglist sem best í nefndum.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonBókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar harmar þá niðurstöðu fulltrúa D- og V-lista að hafna fjölgun bæjarfulltrúa úr 9 í 11. Einnig þá staðhæfingu fulltrúa D-lista að fjölgun bæjarfulltrúa efli ekki lýðræðið. Það er lögbundið að fjölga bæjarfulltrúum í 11 til 15 í sveitarfélögum sem fara yfir 10 þúsund íbúa þannig að við stöndum frammi fyrir því í þar næstu kosningum að þeim verður fjölgað hvort sem er. Rökin fyrir því eru efling lýðræðis.
Vilji er því allt sem þarf.
Sigrún H. Pálsdóttir
Afgreiðsla 1346. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.8. Heimaþjónusta í Mosfellsbæ 201603286
Minnisblað um fyrirkomulag heimaþjónustu í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1346. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.9. Ósk um aukið framlag til mfl. karla í knattsyrnu UMFA 201802181
Meðfylgjandi er umsögn fræðslu- og frístundasviðs vegna óskar knattspyrnudeild Aftureldingar um aukið framlag til mfl. karla í knattspyrnu
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1346. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.10. Uppbygging íþróttamiðstöðvar og æfingarsvæðis við Hlíðarvöll í Mosfellsbæ 201706050
Viðauki við samning Mosfellsbæjar og Golfklúbbs Mosfellsbæjar í samræmi við ákvarðanir bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1346. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Samþykkt með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar sat hjá.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá við atkvæðagreiðslu vegna efasemda um að rétt sé að nota útsvar Mosfellinga til að standa straum af kostnaði við tómstundastarf að mestu fjárráða og fullorðinna einstaklinga. Slík fyrirgreiðsla gerir línurnar óskýrar og þá sérstaklega þegar kemur að því að gæta jafnræðis við fjármögnun verkefna sem ekki eru í nafni sveitarfélagsins.
Hlutdeild Mosfellsbæjar í uppbyggingu golfsins hefur verið kynnt til sögunnar sem stuðningur við barna- og ungmennastarf. Mikill minnihluta iðkenda eru börn og ungmenni og forsendur stuðningsins því einungis að litlum hluta með réttum formerkjum.Sigrún H Pálsdóttir
Bókun V og D lista
Mosfelsbær er heilsueflandi samfélag og styður með stolti við íþrótta og tómstundastarf því fylgir uppbygging íþróttamannvirkja.4.11. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2017 201801245
Kynning á stöðu vinnu við gerð ársreiknings. Gögn lögð fram á fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1346. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.12. Verkefni nefnda og mögulegar breytingar á þeim 201803115
Tillögur að breytingum á nefndakerfi Mosfellsbæjar og verkaskiptingu nefnda í framhaldi af vinnu við stefnumótun Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1346. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 348201803008F
Fundargerð 348. fundar fræðslunefndar samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.1. Málefni Varmárskóla 201803162
Kynning á upplýsinga- og fræðslufundi með hópi foreldra úr Varmárskóla sem haldinn var 27. febrúar 2018.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 348. fundar fræðslunefndar samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Samræmd próf mars 2018 201803165
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 348. fundar fræðslunefndar samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Tölulegar upplýsingar á fræðslusviði 2017 - 2018 201703415
Upplýsingar um fjölda barna og hreyfingar í Mosfellsbæ janúar og febrúar 2018 lagðar fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 348. fundar fræðslunefndar samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Málefni nýbúa 201803163
Erindi frá Hildi Margrétardóttur - Beiðni um upplýsingar um nýbúa í grunnskólum Mosfellsbæjar, móttaka, kennsla o.fl.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 348. fundar fræðslunefndar samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.5. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd 201503558
Kynning á Helgafellsskóla á fundi með íbúasamtökum Helgafellslands 6.3.2018.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 348. fundar fræðslunefndar samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 457201803010F
Fundargerð 457. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.1. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins - breyting vegna borgarlínu 201702146
Borist hefur erindi frá svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 6. mars 2018 varðandi samþykkt Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins á breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040 varðandi samgöngu og þróunarása fyrir Borgarlínu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 457. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- Fylgiskjal3_Innkomnar_athugasemdir_vid_augl_tillogu.pdfFylgiskjal2_Umhverfisskýrsla_svæðisskipulag.pdfFylgiskjal1_180302_ssk_tillaga_samþykkt.pdfFylgiskjalLokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 -MOS-sk.pdfFylgiskjalLokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 /málsnr.1702003 -MOS-sk.pdf
6.2. Engjavegur lnr. 125414 - breyting á deiliskipulagi. 201802217
Borist hefur erindi frá Einar Grétarssyni fh. Ólafs Más Gunnlaugssonar dags. 19. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð með lnr. 125414 við Engjaveg.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 457. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - breytt afmörkun landnotkunar 201802318
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 21. febrúar 2018 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, breytt afmörkun landnotkunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 457. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - iðnaður og önnur landfrek starfs 201802319
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 21. febrúar 2018 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, iðnaður og önnur landfrek starfsemi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 457. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.5. Teigsland - framtíðarskiplag 201803006
Á 1345. fundi bæjarráðs var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar hjá skipulagsnefnd."
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 457. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.6. Tengistöð fyrir ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur - breyting á deiliskipulagi. 201803207
Borist hefur erindi frá Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. dags. 13. mars 2018 varðandi staðsetningu á tengistöð fyrir ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykavíkur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 457. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.7. Brattahlíð 27, Umsókn um byggingarleyfi 201803152
Þorkell Guðbrandsson Blikahöfða 7 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlis með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 27 við Bröttuhlíð í samræmi við framlögð gög.
Stærð: Íbúð 203,8 m2, bílgeymsla/geymsla 41,0 m2, 877,3 m3.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar vegna aðkomu og tilfærslu á bílastæðum.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 457. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.8. Háholt 17-19 - verslun og íbúðir. 201712234
Á fundinn mætti Oddur Víðisson arkitekt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 457. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.9. Gerplustræti 17-19, Umsókn um byggingarleyfi 201803123
Í upphafi fundar var samþykkt að taka þetta mál til umfjöllunar á fundinum þó það hafi ekki verið á útsendri dagskrá.
Óskað er eftir umfjöllun skipulagsnefndar um að meginaðkoma að húsunum verði frá bílastæðum norðanvert við húsið í stað frá leiksvæði á milli húsanna.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 457. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.10. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 24 201803006F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 457. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 328 201803011F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 457. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 49201802009F
Fundargerð 49. fundar ungmennaráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.1. Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2018 201802046
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2018
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 49. fundar ungmennaráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2017 201801094
Bæjarráð vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2017 til kynningar í nefndir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 49. fundar ungmennaráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. Bréf frá ungmennaráði hafnafjarðar 201712049
Ungmennaráð hafnafjarðar hefur óskað eftir þátttöku okkar við undirbúning og framkvæmd á hæfileikakeppni fyrir "kragann" svipað og Skekkur er í Reykjavík.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 49. fundar ungmennaráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.4. Tillaga Ungmennaráðs Mosfellsbæjar um setu ungmenna í nefndum Mosfellbæjar. 201711065
Kosning fulltrúa ungmennaráðs í íþrótta og tómstundanefnd
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 49. fundar ungmennaráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 219201803020F
Samþykkt með átta atkvæðum. Haraldur Sverrisson vék af fundi undir þessum lið.
8.1. Styrkir til ungra og efnilegra ungmenna í Mosfellbæ sumarið 2018 201802268
Styrkir til ungra og efnilegra ungmenna í Mosfellbæ sumarið 2018
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 328201803011F
Fundargerð 328. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 713. fundi bæjarstjórnar.
9.1. Brattahlíð 27, Umsókn um byggingarleyfi 201803152
Þorkell Guðbrandsson Blikahöfða 7 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlis með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 27 við Bröttuhlíð í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúð 203,8 m2, bílgeymsla/geymsla 41,0 m2, 877,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 328. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 713. fundi bæjarstjórnar.
9.2. Desjamýri 6, Umsókn um byggingarleyfi 201802283
Húsasteinn ehf Dalhúsum 54 Reykjavík sækir um smávægilega stærðar, útlits og fyrirkomulagsbreytingar á áður samþykktu atvinnuhúsnæði úr stáli og steinsteypu á lóðinni nr. 6 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun húss 168,0 m3.
Stærð húss eftir breytingu 1232,0 m2, 10158,1 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 328. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 713. fundi bæjarstjórnar.
9.3. Laxatunga 95, Umsókn um byggingarleyfi 201802245
Ágúst Ólafsson Laxatungu 95 sækir um leyfi fyrir geymslulofti, útlits- og fyrirkomulagsbreytingum að Laxatungu 95 í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 328. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 713. fundi bæjarstjórnar.
9.4. Leirvogstunga 21, Umsókn um byggingarleyfi 201802259
Benedikt Sigurjónsson Hjalla í Ölfusi sækir um leyfi fyrir útlits og fyrirkomulagsbreytingum að Leirvogstungu 21 í samræmi við framlögð gögn.
Heildar stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 328. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 713. fundi bæjarstjórnar.
9.5. Leirvogstunga 23, Umsókn um byggingarleyfi 201802258
Ragnar Einarsson Öldugötu 54 Reykjavík sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum að Leirvogstungu 23 í samræmi við framlögð gögn.
Heildar stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 328. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 713. fundi bæjarstjórnar.
10. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 24201803006F
Fundargerð 24. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 713. fundi bæjarstjórnar.
10.1. Knatthús að Varmá - breyting á deiliskipulagi. 201711041
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 13. janúar til og með 24. febrúar 2018. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 24. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 713. fundi bæjarstjórnar.
10.2. Umsókn um lóð við Lágafellslaug 201611134
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 20. janúar til og með 3. mars 2018. Engar athugasemdir bárust.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 24. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 713. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 81. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201803132
Fundargerð 81. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins
Afgreiðsla 327. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 713. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 82. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201803133
Fundargerð 82. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins
Fundargerð 82. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 713. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 386. fundar Sorpu bs201803150
Fundargerð 386. fundar Sorpu bs
Fundargerð 386. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 713. fundi bæjarstjórnar.
- Fylgiskjal{Virusvorn} SORPA bs. - Fundargerð 386 - 7. mars 2018.pdfFylgiskjalFundarboð - 386.pdfFylgiskjalFundargerð 386 stjórnarfundar undirrituð.pdfFylgiskjalm20180223_gjaldskra_undirritad.pdfFylgiskjalSameiginlegt útboð um kaup á þjónustu vegna ytri endurskoðunar.pdfFylgiskjalUrðun og yfirmokstur.pdf
14. Fundargerð 455. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu201803164
Fundargerð 455. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 455. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 713. fundi bæjarstjórnar.