Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. september 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
 • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
 • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Helga­fells­skóli, Ný­fram­kvæmd201503558

  Frestað frá síðasta fundi. Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út (örútboð innan rammasamnings) búnaðarkaup vegna 1 & 4 áfanga Helgafellsskóla. Linda Udengaard, Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs gerir grein fyrir vinnu tengdri vali á búnaði.

  Þar sem Linda Udeng­a­ard, Fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs er er­lend­is varð ekki af kynn­ingu henn­ar en henn­ar í stað var lagt fram minn­is­blað auk þess sem Ósk­ar Gísli Sveins­son og Jó­hanna Björg Han­sen svör­uðu spurn­ing­um bæj­ar­ráðs.

  Bók­un M-lista:
  Stefn­an um opin rými í Helga­fells­skóla hef­ur ekki gef­ist vel fyr­ir þá er þurfa mikla ein­beit­ingu við nám eins og í stærð­fræði og raun­grein­um al­mennt. Varð­andi mötu­neyti barna er rétt að líta til sjálfsaf­greiðslu­forms­ins eins og tek­ið hef­ur ver­ið upp í Vætt­ar­skóla-Borg­um og Mið­flokk­ur­inn Mos­fells­bæ kynnti fyr­ir ný­liðn­ar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Taka mætti upp slíkt fyr­ir­komulag í öðr­um skól­um og þróa það með yf­ir­stjórn, al­menn­um starfs­mönn­um og mat­svein­um sem inn­leiða það fyr­ir­komulag í sátt.

  Sam­þykkt er með 3 at­kvæð­um 1366. fund­ar bæj­ar­ráðs að heim­ila að bún­að­ar­kaup vegna 1. & 4. áfanga Helga­fells­skóla verði boð­in út, örút­boði inn­an ramma­samn­ings Rík­is­kaupa, í sam­ræmi við með­fylgj­andi minn­is­blöð.

  Gestir
  • Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
  • Jóhanna Björg Hansen, Framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • 2. Reykja­hvoll 3.áfangi, Gatna­gerð í Reykjalandi201805357

   Óskað er heimildar bæjarráðs til samningagerðar við lægstbjóðanda að loknu útboði á gatnagerð fyrir 9 lóðir við Reykjahvol.

   Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1366. fund­ar bæj­ar­ráðs að heim­ila Um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga­gerð­ar við lægst­bjóð­anda í út­boði á gatna­gerð fyr­ir 9 lóð­ir við Reykja­hvol sem var Stein­mót­un ehf.

   Gestir
   • Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
  • 3. Við­hald Varmár­skóla201806317

   Minnisblað vegna viðhaldsverkefna í Varmárskóla lagt fyrir bæjarráð til kynningar.

   Minn­is­blað vegna við­halds­verk­efna í Varmár­skóla lagt fyr­ir bæj­ar­ráð til kynn­ing­ar.

   Bók­un M-lista:
   Það hef­ur greinst mygla (ör­veru­vöxt­ur/sveppa­þræð­ir) í Varmár­skóla í Mos­fells­bæ sam­kvæmt ít­ar­legri út­tekt verk­fræði­stof­unn­ar Eflu. Sú laus­lega sjón­ræna skoð­un, sem gerð var 2017 og áhyggj­ur for­eldra beind­ust að í upp­haf þessa skóla­árs, benti einn­ig til þess að hugs­an­lega væri mygla í Varmár­skóla.
   Er­indi for­eldra­fé­lags Varmár­skóla var því á rök­um reist varð­andi áhyggj­ur að myglu væri að finna bæði í yngri og eldri deild Varmár­skóla. Öll um­ræða um vandað og reglu­legt við­hald er úr lausu lofti grip­ið sé kast­að til hend­inni þeg­ar for­eldr­ar kalla eft­ir við­börð­um bæj­ar­yf­ir­valda eins og var í þessu máli.
   Bæj­ar­yf­ir­völd brugð­ust illa við er­indi for­eldra­fé­lags­ins og stungu skýrslu frá 2017 varð­andi mál­ið und­ir stól. Þau hafa aldrei form­lega og þá er átt við skrif­lega svarað for­eldra­fé­lag­inu eins og regl­ur varð­andi stjórn­sýslu kveða á um þeg­ar er­indi berast sveit­ar- eða bæj­ar­fé­lög­um, og eft­ir at­vik­um bæj­ar­stjóra. Þar geng­ur formið ekki fram­fyr­ir mik­il­væg­ið, sbr. efni þessa máls.
   Þögg­un­ar­til­burð­ir meiri­hlut­ans náðu, með óform­leg­um póli­tísk­um fund­ar­höld­um þröngs hóps, einn­ig inn til bæj­ar­ráðs þeg­ar heiti dag­krárlið­ar var breytt, dag­skrárlið­ar sem full­trúi Mið­flokks­ins krafð­ist til að fá er­indi for­eldra­fé­lags Varmár­skóla á dagskra bæj­ar­ráðs um þetta mál. Það er­indi kom til vegna skorts á við­haldi og áhyggj­ur for­eldra um að myglu væri að finna í Varmár­skóla sbr. efni er­ind­is frá for­eldra­fé­lagi Varmár­skóla um mitt þetta ár 2018.
   Þessi vinnu­brögð og þetta vinnu­lag, með til­svar­andi drætti á mál­inu, hef­ur orð­ið til þess að skóla­hald í Varmár­skóla hófst í haust í heilsu­spill­andi myglu­um­hverfi og lík­leg­ast hef­ur skól­inn starfað, vegna skorts að við­haldi síð­ustu ár, lengi í heilsu­spill­andi hús­næði að hluta til eða heild.
   Full­trúi Mið­flokks­ins í bæj­ar­ráði vís­ar allri ábyrgð á þessu máli á hend­ur meiri­hluta VG og D lista. Að­gerða­leysi hvað við­hald varð­ar í Mos­fells­bæ hef­ur orð­ið til þess að börn og starfs­fólk Varmár­skóla hafi ver­ið lát­in mæta til náms og starfs í heilsu­spill­andi skóla­hús­næði. Verst er þó til­birgði full­trúa D lista sér­stak­lega til að hylma yfir stöðu mála með því að draga það að svara er­indi for­eldra­fé­lags Varmár­skóla, leyna til­drög skýrslu frá 2017 og láta skóla­hús­næði Varmár­skóla drabbast nið­ur í það ástand sem nú er.
   Tek­ur full­trúi Mið­flokks­ins und­ir með fag­fólki og emb­ætt­is­mönn­um bæj­ar­ins að ít­ar­lega grein­ingu þarf til svo finna megi myglu (ör­veru­vöxt/sveppa­þræði) sbr. minn­is­blað sem fylg­ir með fund­ar­boði bæj­ar­ráðs Skorað er á að til­kynn­ing um þetta mál, ásamt fylgigögn­um, verði send for­eldr­um barna í Varmár­skóla, skóla­stjórn­end­um og full­trú­um starfs­manna sem og trún­að­ar­mönn­um þeirra. Halda ber op­inn fund um mál­ið hið fyrsta til að upp­lýsa for­eldra um al­var­leika máls­ins. Það að gera lít­ið úr þessu er ábyrgð­ar­hluti. Full­trúi Mið­flokks­ins áskil­ur sér rétt til að koma þess­um nið­ur­stöð­um op­in­ber­lega á fram­færi.

   Bók­un V- og D- lista:
   Full­trú­ar V- og D- lista árétta að úr­bæt­ur og við­hald varð­andi raka­skemmd­ir í Varmár­skóla eru í fag­leg­um far­vegi og unn­ið hef­ur ver­ið skipu­lega og ma­k­visst í skól­an­um að end­ur­bót­um nú í sum­ar. Brugð­ist hef­ur ver­ið við þeim at­huga­semd­um sem komu fram hjá verk­fræði­stof­unni Eflu og úr­bót­um verð­ur lok­ið í sept­em­ber 2018.
   Full­yrð­ing­um full­trúa M-list­ans um slæl­eg vinnu­brögð og yf­ir­hylm­ingu í þessu máli er al­far­ið vísað á bug.

   Bók­un áheyrn­ar­full­trúa C- lista:
   Í minn­is­blaði Eflu frá því í júní 2017 var greind­ur raki í Varmár­skóla og bent á úr­bæt­ur. Það sem vek­ur sér­staka at­hygli þar er það sem sagt er um stofu 216 í eldri deild. Þar er sagt ,,Grun­ur er um myglu og raka­sækn­ar ör­ver­ur und­ir dúk"? og bætt við ,,EFLA get­ur ekki mælt með notk­un á rým­um sem þess­um þeg­ar ekki er vita hvert ástand þess er með fullri vissu"? Svo eru gerð­ar til­lög­ur að næstu skref­um síð­ar í minn­is­blað­inu og það fyrsta sem nefnt er og sett fram með feitu letri er ,,Koma í veg fyr­ir leka og rakaígjöf inn í stofu 216 í eldri deild. Fjar­lægja dúk af gólfi í stofu og kanna ástand. Nauð­syn­legt að steinslípa góf­plöt­una og sótt­hreinsa til þess að mögu­lega verði hægt að nota stof­una næsta vet­ur án áhættu.?
   Í skýrslu Eflu frá því í sept­em­ber 2018 er sagt að í skóla­stofu 216 eldri deild­ar Varmár­skóla voru end­ur­nýj­að­ar regn­vatns­lagn­ir ut­an­húss auk þess sem kjall­ara­vegg­ur var þétt­ur að utan. End­ur­nýj­un gól­f­efni er ekki lok­ið og verð­ur það af­mark­aða svæði stof­unn­ar sem um ræð­ir hreinsað enn frek­ar og end­ur­nýjað þann 14. sept­em­ber (2018)næst­kom­andi. Við það verð­ur unnt að fjar­lægja ör­veru­vöxt und­ir gólf­dúk.
   Það er kom­ið í ljós að það er ör­veru­vöxt­ur í skóla­stof­unni og þrátt fyr­ir við­var­an­ir frá Eflu í júní 2107 var ekki var grip­ið til við­eig­enda ráð­staf­ana til þess að tryggja að nem­end­ur væru ekki í heilsu­spill­andi hús­næði. Þau vinnu­brögð hörm­um við. Í stað þess var skýrsl­un­inn stung­ið und­ir stól og til­vist henn­ar neitað. Þessi vinnu­brögð eru óá­sætt­an­leg og hvetj­um við bæj­ar­yf­ir­völd til þess að upp­lýsa það hvers vegna þess­ari skýrslu var hald­ið frá for­eldr­um, nem­end­um og starfs­fólki skól­ans.

   Gestir
   • Jóhanna Björg Hansen, Framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • 4. Eini­teig­ur 1 - um­sókn um færslu lóð­ar­marka2018084564

   Á 466. fundi skipulagsnefndar 31. ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart erindinu og vísar því til bæjarráðs."

   Frestað

  • 5. Ósk um bætta lýs­ingu í Leir­vogstungu201711019

   Framhald erindis varðandi úrbætur við stoppistöð fyrir skólarútuna sem fer með börn úr Leirvogstunguhverfi. Staða framkvæmda í tengslum við fyrra erindi og skortur á gangbraut á svæðinu.

   Bók­un M-lista
   Lýs­ing, til að tryggja ör­yggi íbúa í skamm­deg­inu og þá sér­stak­lega barna, er ábóta­vant í Mos­fells­bæ og hef­ur ver­ið um langa hríð. Mik­il­vægt er að lýs­ing við stoppi­stöðv­ar séu í full­komnu lagi og áréttað skal einn­ig af hálfu Mið­flokks­ins að ekki enn er komin lýs­ing í Skeið­holt­ið þó svo að ljósastaur­ar séu löngu komn­ir upp eft­ir fram­kvæmd­ir, skamm­deg­ið löngu skoll­ið á og skól­ar byrj­að­ir. Varð­andi göngu­stíga og t.a.m. merk­ing­ar má einn­ig minn­ast á að í Helga­fells­hverfi er merk­ing­um gang­brauta við göngu­stíga ábóta­vant. Þessi drátt­ur er meiri­hlut­an­um til vansa og legg­ur full­trúi Mið­flokks­ins áherslu á að hrað­að verði að auka við lýs­ingu í Leir­vogstungu, koma lýs­ingu á við Skeið­holt, merkja gang­braut­ir í Helga­fells­hverfi og bæta aðra lýs­ingu í bæn­um svo börn og að­r­ir gang­andi veg­far­end­ur í Mos­fells­bæ sjá­ist í skammdeig­inu sem nú er skoll­ið á.

   Bók­un V- og D- lista:
   Full­rú­ar V- og D- lista benda á að breyt­ing­ar varð­andi stæði í Leir­vogstungu sé þeg­ar til­bú­ið og verða breyt­ing­ar kynnt­ar for­eldr­um og skóla­yf­ir­völd­um á næstu dög­um.
   Lýs­ing í Skeið­holti er til­bú­in og er beð­ið eft­ir teng­ingu frá Orku nátt­úr­unn­ar.
   Merk­ing­ar og gang­braut­ir í Helga­fells­hverfi eru í fram­kvæmd og verð­ur lok­ið á haust­mán­uð­um.

   Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1366. fund­ar bæj­ar­ráðs að fela Um­hverf­is­sviði að svara er­ind­inu og upp­lýsa um fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir.

   Gestir
   • Jóhanna Björg Hansen, Framkvæmdastjóri umhverfissviðs
   • Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
  • 6. Varmár­bakk­ar, lóð­ir fyr­ir hest­hús - breyt­ing á deili­skipu­lagi201809062

   Varmárbakki - ósk um lóðir fyrir hesthús og breytingu á deiliskipulagi

   Frestað

  • 7. Upp­bygg­ing íþróttamið­stöðv­ar og æf­ing­ar­svæð­is við Hlíð­ar­völl í Mos­fells­bæ201706050

   Erindi varðandi fjármögnun GM og uppbyggingu æfingaaðstöðu.

   Frestað

  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:33