13. september 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Frestað frá síðasta fundi. Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út (örútboð innan rammasamnings) búnaðarkaup vegna 1 & 4 áfanga Helgafellsskóla. Linda Udengaard, Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs gerir grein fyrir vinnu tengdri vali á búnaði.
Þar sem Linda Udengaard, Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs er erlendis varð ekki af kynningu hennar en hennar í stað var lagt fram minnisblað auk þess sem Óskar Gísli Sveinsson og Jóhanna Björg Hansen svöruðu spurningum bæjarráðs.
Bókun M-lista:
Stefnan um opin rými í Helgafellsskóla hefur ekki gefist vel fyrir þá er þurfa mikla einbeitingu við nám eins og í stærðfræði og raungreinum almennt. Varðandi mötuneyti barna er rétt að líta til sjálfsafgreiðsluformsins eins og tekið hefur verið upp í Vættarskóla-Borgum og Miðflokkurinn Mosfellsbæ kynnti fyrir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar. Taka mætti upp slíkt fyrirkomulag í öðrum skólum og þróa það með yfirstjórn, almennum starfsmönnum og matsveinum sem innleiða það fyrirkomulag í sátt.Samþykkt er með 3 atkvæðum 1366. fundar bæjarráðs að heimila að búnaðarkaup vegna 1. & 4. áfanga Helgafellsskóla verði boðin út, örútboði innan rammasamnings Ríkiskaupa, í samræmi við meðfylgjandi minnisblöð.
Gestir
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
- Jóhanna Björg Hansen, Framkvæmdastjóri umhverfissviðs
2. Reykjahvoll 3.áfangi, Gatnagerð í Reykjalandi201805357
Óskað er heimildar bæjarráðs til samningagerðar við lægstbjóðanda að loknu útboði á gatnagerð fyrir 9 lóðir við Reykjahvol.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1366. fundar bæjarráðs að heimila Umhverfissviði að ganga til samningagerðar við lægstbjóðanda í útboði á gatnagerð fyrir 9 lóðir við Reykjahvol sem var Steinmótun ehf.
Gestir
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
3. Viðhald Varmárskóla201806317
Minnisblað vegna viðhaldsverkefna í Varmárskóla lagt fyrir bæjarráð til kynningar.
Minnisblað vegna viðhaldsverkefna í Varmárskóla lagt fyrir bæjarráð til kynningar.
Bókun M-lista:
Það hefur greinst mygla (örveruvöxtur/sveppaþræðir) í Varmárskóla í Mosfellsbæ samkvæmt ítarlegri úttekt verkfræðistofunnar Eflu. Sú lauslega sjónræna skoðun, sem gerð var 2017 og áhyggjur foreldra beindust að í upphaf þessa skólaárs, benti einnig til þess að hugsanlega væri mygla í Varmárskóla.
Erindi foreldrafélags Varmárskóla var því á rökum reist varðandi áhyggjur að myglu væri að finna bæði í yngri og eldri deild Varmárskóla. Öll umræða um vandað og reglulegt viðhald er úr lausu lofti gripið sé kastað til hendinni þegar foreldrar kalla eftir viðbörðum bæjaryfirvalda eins og var í þessu máli.
Bæjaryfirvöld brugðust illa við erindi foreldrafélagsins og stungu skýrslu frá 2017 varðandi málið undir stól. Þau hafa aldrei formlega og þá er átt við skriflega svarað foreldrafélaginu eins og reglur varðandi stjórnsýslu kveða á um þegar erindi berast sveitar- eða bæjarfélögum, og eftir atvikum bæjarstjóra. Þar gengur formið ekki framfyrir mikilvægið, sbr. efni þessa máls.
Þöggunartilburðir meirihlutans náðu, með óformlegum pólitískum fundarhöldum þröngs hóps, einnig inn til bæjarráðs þegar heiti dagkrárliðar var breytt, dagskrárliðar sem fulltrúi Miðflokksins krafðist til að fá erindi foreldrafélags Varmárskóla á dagskra bæjarráðs um þetta mál. Það erindi kom til vegna skorts á viðhaldi og áhyggjur foreldra um að myglu væri að finna í Varmárskóla sbr. efni erindis frá foreldrafélagi Varmárskóla um mitt þetta ár 2018.
Þessi vinnubrögð og þetta vinnulag, með tilsvarandi drætti á málinu, hefur orðið til þess að skólahald í Varmárskóla hófst í haust í heilsuspillandi mygluumhverfi og líklegast hefur skólinn starfað, vegna skorts að viðhaldi síðustu ár, lengi í heilsuspillandi húsnæði að hluta til eða heild.
Fulltrúi Miðflokksins í bæjarráði vísar allri ábyrgð á þessu máli á hendur meirihluta VG og D lista. Aðgerðaleysi hvað viðhald varðar í Mosfellsbæ hefur orðið til þess að börn og starfsfólk Varmárskóla hafi verið látin mæta til náms og starfs í heilsuspillandi skólahúsnæði. Verst er þó tilbirgði fulltrúa D lista sérstaklega til að hylma yfir stöðu mála með því að draga það að svara erindi foreldrafélags Varmárskóla, leyna tildrög skýrslu frá 2017 og láta skólahúsnæði Varmárskóla drabbast niður í það ástand sem nú er.
Tekur fulltrúi Miðflokksins undir með fagfólki og embættismönnum bæjarins að ítarlega greiningu þarf til svo finna megi myglu (örveruvöxt/sveppaþræði) sbr. minnisblað sem fylgir með fundarboði bæjarráðs Skorað er á að tilkynning um þetta mál, ásamt fylgigögnum, verði send foreldrum barna í Varmárskóla, skólastjórnendum og fulltrúum starfsmanna sem og trúnaðarmönnum þeirra. Halda ber opinn fund um málið hið fyrsta til að upplýsa foreldra um alvarleika málsins. Það að gera lítið úr þessu er ábyrgðarhluti. Fulltrúi Miðflokksins áskilur sér rétt til að koma þessum niðurstöðum opinberlega á framfæri.Bókun V- og D- lista:
Fulltrúar V- og D- lista árétta að úrbætur og viðhald varðandi rakaskemmdir í Varmárskóla eru í faglegum farvegi og unnið hefur verið skipulega og makvisst í skólanum að endurbótum nú í sumar. Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem komu fram hjá verkfræðistofunni Eflu og úrbótum verður lokið í september 2018.
Fullyrðingum fulltrúa M-listans um slæleg vinnubrögð og yfirhylmingu í þessu máli er alfarið vísað á bug.Bókun áheyrnarfulltrúa C- lista:
Í minnisblaði Eflu frá því í júní 2017 var greindur raki í Varmárskóla og bent á úrbætur. Það sem vekur sérstaka athygli þar er það sem sagt er um stofu 216 í eldri deild. Þar er sagt ,,Grunur er um myglu og rakasæknar örverur undir dúk"? og bætt við ,,EFLA getur ekki mælt með notkun á rýmum sem þessum þegar ekki er vita hvert ástand þess er með fullri vissu"? Svo eru gerðar tillögur að næstu skrefum síðar í minnisblaðinu og það fyrsta sem nefnt er og sett fram með feitu letri er ,,Koma í veg fyrir leka og rakaígjöf inn í stofu 216 í eldri deild. Fjarlægja dúk af gólfi í stofu og kanna ástand. Nauðsynlegt að steinslípa gófplötuna og sótthreinsa til þess að mögulega verði hægt að nota stofuna næsta vetur án áhættu.?
Í skýrslu Eflu frá því í september 2018 er sagt að í skólastofu 216 eldri deildar Varmárskóla voru endurnýjaðar regnvatnslagnir utanhúss auk þess sem kjallaraveggur var þéttur að utan. Endurnýjun gólfefni er ekki lokið og verður það afmarkaða svæði stofunnar sem um ræðir hreinsað enn frekar og endurnýjað þann 14. september (2018)næstkomandi. Við það verður unnt að fjarlægja örveruvöxt undir gólfdúk.
Það er komið í ljós að það er örveruvöxtur í skólastofunni og þrátt fyrir viðvaranir frá Eflu í júní 2107 var ekki var gripið til viðeigenda ráðstafana til þess að tryggja að nemendur væru ekki í heilsuspillandi húsnæði. Þau vinnubrögð hörmum við. Í stað þess var skýrsluninn stungið undir stól og tilvist hennar neitað. Þessi vinnubrögð eru óásættanleg og hvetjum við bæjaryfirvöld til þess að upplýsa það hvers vegna þessari skýrslu var haldið frá foreldrum, nemendum og starfsfólki skólans.Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, Framkvæmdastjóri umhverfissviðs
4. Einiteigur 1 - umsókn um færslu lóðarmarka2018084564
Á 466. fundi skipulagsnefndar 31. ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart erindinu og vísar því til bæjarráðs."
Frestað
5. Ósk um bætta lýsingu í Leirvogstungu201711019
Framhald erindis varðandi úrbætur við stoppistöð fyrir skólarútuna sem fer með börn úr Leirvogstunguhverfi. Staða framkvæmda í tengslum við fyrra erindi og skortur á gangbraut á svæðinu.
Bókun M-lista
Lýsing, til að tryggja öryggi íbúa í skammdeginu og þá sérstaklega barna, er ábótavant í Mosfellsbæ og hefur verið um langa hríð. Mikilvægt er að lýsing við stoppistöðvar séu í fullkomnu lagi og áréttað skal einnig af hálfu Miðflokksins að ekki enn er komin lýsing í Skeiðholtið þó svo að ljósastaurar séu löngu komnir upp eftir framkvæmdir, skammdegið löngu skollið á og skólar byrjaðir. Varðandi göngustíga og t.a.m. merkingar má einnig minnast á að í Helgafellshverfi er merkingum gangbrauta við göngustíga ábótavant. Þessi dráttur er meirihlutanum til vansa og leggur fulltrúi Miðflokksins áherslu á að hraðað verði að auka við lýsingu í Leirvogstungu, koma lýsingu á við Skeiðholt, merkja gangbrautir í Helgafellshverfi og bæta aðra lýsingu í bænum svo börn og aðrir gangandi vegfarendur í Mosfellsbæ sjáist í skammdeiginu sem nú er skollið á.Bókun V- og D- lista:
Fullrúar V- og D- lista benda á að breytingar varðandi stæði í Leirvogstungu sé þegar tilbúið og verða breytingar kynntar foreldrum og skólayfirvöldum á næstu dögum.
Lýsing í Skeiðholti er tilbúin og er beðið eftir tengingu frá Orku náttúrunnar.
Merkingar og gangbrautir í Helgafellshverfi eru í framkvæmd og verður lokið á haustmánuðum.Samþykkt með 3 atkvæðum 1366. fundar bæjarráðs að fela Umhverfissviði að svara erindinu og upplýsa um fyrirhugaðar framkvæmdir.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, Framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri nýframkvæmda
6. Varmárbakkar, lóðir fyrir hesthús - breyting á deiliskipulagi201809062
Varmárbakki - ósk um lóðir fyrir hesthús og breytingu á deiliskipulagi
Frestað
7. Uppbygging íþróttamiðstöðvar og æfingarsvæðis við Hlíðarvöll í Mosfellsbæ201706050
Erindi varðandi fjármögnun GM og uppbyggingu æfingaaðstöðu.
Frestað