Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. nóvember 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) 1. varamaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­sókn um stofn­fram­lag 2017201711009

    Brynja, hússjóður öryrkjabandalagsins, sækir um stofnframlag árið 2017.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita Brynju, hús­sjóði Ör­yrkja­banda­lags­ins, 12% stofn­fram­lag að fjár­hæð 4.805.994 krón­ur til kaupa á einni íbúð í Mos­fells­bæ á ár­inu 2017.

    • 2. Upp­bygg­ing íþróttamið­stöðv­ar og æf­ing­ar­svæð­is við Hlíð­ar­völl í Mos­fells­bæ201706050

      Minnisblað bæjarstjóra lagt fram.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að gera drög að sam­komu­lagi við Golf­klúbb Mos­fells­bæj­ar um við­bótar­fjárfram­lag á grund­velli fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaðs. Drög­in verði lögð fyr­ir bæj­ar­ráð til sam­þykkt­ar þeg­ar það ligg­ur fyr­ir.

      • 3. Fyr­ir­spurn varð­andi breytta landnokt­un í Leir­vogstungu vegna at­vinnusvæð­is201711102

        Fyrirspurn um breytingu á skipulagi í Leirvogstungu.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar til um­sagn­ar og al­mennr­ar skoð­un­ar.

      • 4. Ósk um út­hlut­un lóða við Sunnukrika 3-7201609340

        Viðauki við fyrra bréf Sunnubæjar auk minnisblaðs bæjarstjóra lagt fram.

        Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um aft­ur­köllun lóða við Sunnukrika
        Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að út­hlut­un lóða við Sunnukrika 5 og 7 verði aft­ur­kölluð þar sem ekki hef­ur tek­ist að afla fjár til rekst­urs hót­els en það var upp­haf­lega skil­yrð­ið fyr­ir út­hlut­un­inni.
        Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur ekki rétt að gera samn­inga við Sunnu­bæ um lóð­ar­leigu til 50 ára vegna stað­setn­ing­ar lóð­ar­inn­ar á mið­svæði. Þess í stað aft­ur­kalli Mos­fells­bær lóð­irn­ar, aug­lýsi að nýju og efni til hug­mynda­sam­keppni með­al arki­tekta um þró­un svæð­is­ins og fram­tíð­ar­mögu­leika þess. Á grund­velli vinn­ingstil­lög­unn­ar og sam­ráðs við íbúa og fag­nefnd­ir efni Mos­fells­bær til út­boðs á frjáls­um mark­aði.

        Til­lag­an er felld með þrem­ur at­kvæð­um.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að gera drög að lóð­ar­leigu­samn­ing­um um lóð­irn­ar við Sunnukrika 3 og 5 og við­auka við nú­ver­andi sam­komulag við Sunnu­bæ ehf. þar sem heim­ild til að aft­ur­kalla lóð nr. 7 við Sunnukrika verði fram­lengd til 31. mars 2018. Drög­in verði lögð fyr­ir bæj­ar­ráð til sam­þykkt­ar þeg­ar þau liggja fyr­ir.

        Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um mik­il­vægi gegn­sæ­is í fast­eigna­við­skipt­um
        Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar get­ur ekki fall­ist á breyt­ing­ar á sam­komu­lagi við Sunnu­bæ, án þess að fyr­ir liggi hverj­ir eru raun­veru­leg­ir eig­end­ur fé­lags­ins. Í síð­asta árs­reikn­ingi Sunnu­bæj­ar kem­ur fram að Fast­eigna­auð­ur V sé eini hlut­haf­inn og eru starfs­menn verð­bréfa­fyr­ir­tæk­is­ins í stjórn þess en raun­veru­legt eign­ar­hald hul­ið.
        Það stang­ast á við kröf­ur um gegn­sæi gagn­vart íbú­um og lán­ar­drottn­um sveit­ar­fé­lags að taka þátt í fast­eigna­við­skipt­um þar sem eign­ar­hald við­semj­and­ans er hul­ið og þar með hverj­ir hafi hags­muni af við­skipt­un­um.
        Traust, trú­verð­ug­leiki og gegn­sæi er það sem öllu máli skipt­ir í við­skipt­um og póli­tík og það sér­stak­lega þeg­ar op­in­ber að­ili eins og sveit­ar­fé­lag á í hlut.

        Bók­un V- og D- lista
        Sunnu­bær er dótt­ur­fé­lag Kviku sem er öfl­ug­ur fjár­fest­ing­ar­banki með 235 millj­arða eigna­safn. Kvika er háð eft­ir­liti Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

      • 5. Ósk um stöðu­leyfi fyr­ir vinnu­búð­ir201711064

        Somos ehf. óskað eftir stöðuleyfi fyrir vinnubúðir.

        Frestað.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:27