16. nóvember 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) 1. varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsókn um stofnframlag 2017201711009
Brynja, hússjóður öryrkjabandalagsins, sækir um stofnframlag árið 2017.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins, 12% stofnframlag að fjárhæð 4.805.994 krónur til kaupa á einni íbúð í Mosfellsbæ á árinu 2017.
2. Uppbygging íþróttamiðstöðvar og æfingarsvæðis við Hlíðarvöll í Mosfellsbæ201706050
Minnisblað bæjarstjóra lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að gera drög að samkomulagi við Golfklúbb Mosfellsbæjar um viðbótarfjárframlag á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs. Drögin verði lögð fyrir bæjarráð til samþykktar þegar það liggur fyrir.
3. Fyrirspurn varðandi breytta landnoktun í Leirvogstungu vegna atvinnusvæðis201711102
Fyrirspurn um breytingu á skipulagi í Leirvogstungu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og almennrar skoðunar.
4. Ósk um úthlutun lóða við Sunnukrika 3-7201609340
Viðauki við fyrra bréf Sunnubæjar auk minnisblaðs bæjarstjóra lagt fram.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um afturköllun lóða við Sunnukrika
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að úthlutun lóða við Sunnukrika 5 og 7 verði afturkölluð þar sem ekki hefur tekist að afla fjár til reksturs hótels en það var upphaflega skilyrðið fyrir úthlutuninni.
Íbúahreyfingin telur ekki rétt að gera samninga við Sunnubæ um lóðarleigu til 50 ára vegna staðsetningar lóðarinnar á miðsvæði. Þess í stað afturkalli Mosfellsbær lóðirnar, auglýsi að nýju og efni til hugmyndasamkeppni meðal arkitekta um þróun svæðisins og framtíðarmöguleika þess. Á grundvelli vinningstillögunnar og samráðs við íbúa og fagnefndir efni Mosfellsbær til útboðs á frjálsum markaði.Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að gera drög að lóðarleigusamningum um lóðirnar við Sunnukrika 3 og 5 og viðauka við núverandi samkomulag við Sunnubæ ehf. þar sem heimild til að afturkalla lóð nr. 7 við Sunnukrika verði framlengd til 31. mars 2018. Drögin verði lögð fyrir bæjarráð til samþykktar þegar þau liggja fyrir.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar um mikilvægi gegnsæis í fasteignaviðskiptum
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar getur ekki fallist á breytingar á samkomulagi við Sunnubæ, án þess að fyrir liggi hverjir eru raunverulegir eigendur félagsins. Í síðasta ársreikningi Sunnubæjar kemur fram að Fasteignaauður V sé eini hluthafinn og eru starfsmenn verðbréfafyrirtækisins í stjórn þess en raunverulegt eignarhald hulið.
Það stangast á við kröfur um gegnsæi gagnvart íbúum og lánardrottnum sveitarfélags að taka þátt í fasteignaviðskiptum þar sem eignarhald viðsemjandans er hulið og þar með hverjir hafi hagsmuni af viðskiptunum.
Traust, trúverðugleiki og gegnsæi er það sem öllu máli skiptir í viðskiptum og pólitík og það sérstaklega þegar opinber aðili eins og sveitarfélag á í hlut.Bókun V- og D- lista
Sunnubær er dótturfélag Kviku sem er öflugur fjárfestingarbanki með 235 milljarða eignasafn. Kvika er háð eftirliti Fjármálaeftirlitsins.5. Ósk um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir201711064
Somos ehf. óskað eftir stöðuleyfi fyrir vinnubúðir.
Frestað.