Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. október 2019 kl. 07:33,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­sagn­ar­beiðni vegna nýs rekstr­ar­leyf­is - Blik veit­ing­ar Æð­ar­höfð­ar 36201910008

    Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis fyrir Æðarhöfða 32.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir að veita já­kvæða um­sögn með því skil­yrði þó að opn­un­ar­tími verði stytt­ur þann­ig að hann verði til 24:00 á virk­um dög­um og 02:00 um helg­ar.

    • 2. Land við Hafra­vatn nr. 208-4792201805043

      Fyrirspurn varðandi eigarland í Óskotslandi

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að rita um­sögn um er­ind­ið.

    • 3. Heima­þjón­usta í Mos­fells­bæ201603286

      Samantekt um fyrirkomulag þjónustu við eldri borgara í Mosfellsbæ

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að kynna þeim að­il­um sem að þjón­ustu við eldri borg­ara koma með­fylgj­andi sam­an­tekt og óska eft­ir því að þeir taki hönd­um sam­an um að leita leiða til þess að efla og sam­þætta bet­ur þá þjón­ustu sem er til stað­ar í bæj­ar­fé­lag­inu. Mál­ið verði auk þess sent til kynn­ing­ar í fjöl­skyldu­nefnd og öld­unga­ráði.

      Gestir
      • Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
      • 4. Þings­álykt­un um rann­sókn­ir á þung­lyndi með­al eldri borg­ara - beiðni um um­sögn201909449

        Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að senda um­sögn í sam­ræmi við með­fylgj­andi minn­is­blað.

        Gestir
        • Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
      • 5. Frum­varp til laga um ráð­staf­an­ir til hag­kvæmra upp­bygg­ing­ar há­hraða fjar­skipta­neta - beiðni um um­sögn201909448

        Meðfylgjandi er umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs ásamt umsögn Samorku um frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar fjarskiptaneta.

        Um­sögn fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs lögð fram.

      • 6. Ósk um breyt­ing­ar og frá­g­ang á lóða­mörk­um Ástu-Sóllilju­götu 17 og 19-212019081098

        Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi húsbyggjenda við Ástu-Sólliljugötu 17, 19 og 21.

        Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að svara bréf­rit­ara í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

        • 7. Upp­bygg­ing íþróttamið­stöðv­ar og æf­ing­ar­svæð­is við Hlíð­ar­völl í Mos­fells­bæ201706050

          Kynning á stöðu viðræðna um málefni GM

          Staða máls­ins kynnt.

          • 8. Verk­falls­listi Mos­fells­bæj­ar201909226

            Lagt til að embætti skipulagsfultrúa verði fjarlægt af listanum sökum málsóknar FÍN og listinn verði auglýstur að nýju.

            Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að embætti skipu­lags­ful­trúa sé fjar­lægt af verk­falls­lista Mos­fells­bæj­ar og lög­manni Mos­fells­bæj­ar fal­ið að aug­lýsa hann að nýju.

            • 9. Heim­ild til kaupa á lóð­um á vatns­vernd­ar­svæði201910102

              Lagt til að bæjarstjóri fái heimild til kaupa á frístundalóðum sem staðsettar eru á vatnsverndarsvæði. Slíkar lóðir hafa almennt verið keyptar á verði sem jafnt og eða lægra en fasteignamatsverð.

              Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fresta mál­inu til næsta fund­ar.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:02