10. október 2019 kl. 07:33,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis - Blik veitingar Æðarhöfðar 36201910008
Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis fyrir Æðarhöfða 32.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn með því skilyrði þó að opnunartími verði styttur þannig að hann verði til 24:00 á virkum dögum og 02:00 um helgar.
2. Land við Hafravatn nr. 208-4792201805043
Fyrirspurn varðandi eigarland í Óskotslandi
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að rita umsögn um erindið.
3. Heimaþjónusta í Mosfellsbæ201603286
Samantekt um fyrirkomulag þjónustu við eldri borgara í Mosfellsbæ
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að kynna þeim aðilum sem að þjónustu við eldri borgara koma meðfylgjandi samantekt og óska eftir því að þeir taki höndum saman um að leita leiða til þess að efla og samþætta betur þá þjónustu sem er til staðar í bæjarfélaginu. Málið verði auk þess sent til kynningar í fjölskyldunefnd og öldungaráði.
Gestir
- Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
4. Þingsályktun um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara - beiðni um umsögn201909449
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda umsögn í samræmi við meðfylgjandi minnisblað.
Gestir
- Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
5. Frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta - beiðni um umsögn201909448
Meðfylgjandi er umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs ásamt umsögn Samorku um frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar fjarskiptaneta.
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs lögð fram.
6. Ósk um breytingar og frágang á lóðamörkum Ástu-Sólliljugötu 17 og 19-212019081098
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi húsbyggjenda við Ástu-Sólliljugötu 17, 19 og 21.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara bréfritara í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
7. Uppbygging íþróttamiðstöðvar og æfingarsvæðis við Hlíðarvöll í Mosfellsbæ201706050
Kynning á stöðu viðræðna um málefni GM
Staða málsins kynnt.
8. Verkfallslisti Mosfellsbæjar201909226
Lagt til að embætti skipulagsfultrúa verði fjarlægt af listanum sökum málsóknar FÍN og listinn verði auglýstur að nýju.
Samþykkt með 3 atkvæðum að embætti skipulagsfultrúa sé fjarlægt af verkfallslista Mosfellsbæjar og lögmanni Mosfellsbæjar falið að auglýsa hann að nýju.
9. Heimild til kaupa á lóðum á vatnsverndarsvæði201910102
Lagt til að bæjarstjóri fái heimild til kaupa á frístundalóðum sem staðsettar eru á vatnsverndarsvæði. Slíkar lóðir hafa almennt verið keyptar á verði sem jafnt og eða lægra en fasteignamatsverð.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fresta málinu til næsta fundar.