22. maí 2018 kl. 08:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Geymslusvæði Tungumelum - Ósk um kaup á landspildu201805175
Geymslusvæði á Tungumelum - ósk um kaup á landi
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
2. Krafa um viðurkenningu á bótaskyldu vegna byggingarframkvæmda við Gerplustræti 1-5.2017081177
Drög að samkomulagi við íbúa Ástu-sólliljugötu 1-7 lagt fram til samþykktar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita samkomulag við íbúa Ástu-sólliljugötu 1-7.
4. Kæra ÚU 46/2018 - synjun á að skipta frístundalóð við Hafravatn í tvennt201803283
Kæra ÚU 46/2018 - synjun á að skipta frístundalóð við Hafravatn í tvennt.
Samþykkt að fela bæjarlögmanni að svara til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
5. Sveitarstjórnarkosningar 2018201802082
Kosning fulltrúa í undirkjörstjórnir vegna forfalla núverandi fulltrúa.
Fram kom eftirfarandi tillaga:
1. Bæjarráð kýs Rafn H. Guðlaugsson í stað Heklu Ingunnar Daðadóttur sem varamann í kjördeild 5 og þar með úr kjördeild 6.
2. Bæjarráð kýs Margréti Þórhildi Eggertsdóttur í kjördeild 6 í staðinn fyrir Rafn H. Guðlaugsson í kjördeild 6
3. Bæjarráð kýs Guðjón S. Jensson sem varamann í kjördeild 7 í staðinn fyrir Bergstein Pálsson
Ekki komu fram aðrar tillögur og skoðast tilagan því samþykkt með þremur atkvæðum 1355. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar.
6. Uppbygging íþróttamiðstöðvar og æfingarsvæðis við Hlíðarvöll í Mosfellsbæ201706050
Leitað eftir heimild til handa bæjarstjóra til að undirrita tryggingabréf um heimild Golfklúbbs Mosfellsbæjar til veðsetningar áhaldageymslu og íþróttamiðstöðvar. Viðaukasamningur sem undirritaður var við golfklúbbinn 26. mars 2018 fól í sér að golfklúbburinn skyldi endurfjármaga óhagstæðar skammtímaskuldir og er veðsetningin til komin í tengslum við þá endurfjármögnun golfklúbbsins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita tryggingarbréf er varðar endurfjármögnun lána Golfklúbba Mosfellsbæjar.
7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022201805277
Minnisblað lagt fram um upphaf vinnu við fjárhagsáætlun 2019-2022.
Tillaga Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að nefndir bæjarins fái fjárhagsáætlun til umfjöllunar áður en fyrsta umræða fer fram. Það verkefni þarf langan aðdraganda og undirbúning og þess vegna er hún sett fram nú.Formaður gerði það að tillögu sinni að tillögu Íbúahreyfingarinnar yrði vísað til nýs bæjarráðs em kemur saman að loknum sveitarstjórnarkosningum 26. maí.
Tillaga formanns samþykkt með þremur atkvæðum.
Framlagt minnisblað samþykkt með þremur atkvæðum.