15. júní 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varamaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Uppbygging íþróttamiðstöðvar og æfingarsvæðis við Hlíðarvöll í Mosfellsbæ201706050
Ósk um viðræður um framlengingu á núverandi samningi um 4 ár.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara og afla frekari gagna.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur ekki tímabært að taka afstöðu til erindis Golfklúbbs Mosfellsbæjar um aukinn fjárstuðning þar sem engar upplýsingar fylgja erindinu um fjármál klúbbsins, s.s. fjárhagsáætlun sem gefur innsýn í hvernig félagið áætlar að fjármagna starfsemina í framtíðinni, stöðu framkvæmda (fjárþörf) og ársreikningur.2. Umsögn um frumvarp til laga um skóga og skógrækt.201705161
Umsögn umhverfisstjóra um frumvarp til laga um skóga og skógrækt.
Lagt fram.
3. Umsögn um frumvarp til laga um landgræðslu.201705162
Umsögn umhverfisstjóra um frumvarp til laga um landgræðslu.
Lagt fram.
4. Fyrirspurn um lóð fyrir nýtt meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu201706004
Erindi um úthlutun lóðar vegna byggingar á meðferðarheimili.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu þar sem Mosfellsbær á ekki lóð sem uppfyllir þau skilyrði sem gerð eru.
5. Skólaakstur útboð 2017201703159
Niðurstöður útboðs á skólaakstri kynntar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Teit Jónasson ehf., um skólaakstur í Mosfellsbæ.
6. Gúmmíkurl á leik- og íþróttavöllum201608872
Lögð fyrir tillaga Eignasjóðs að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda vegna útskipta á gervigrasvöllum og gúmmíkurli.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Metatron ehf., vegna útskipta á gervigrasvöllum og gúmmíkurli.
7. Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns201705145
Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar að skila umsögn um reglugerðina í samræmi við framlagt minnisblað.
8. Leitað eftir stuðningi við dagskrá fyrir almenning í Vigdísarstofnun201612236
Lögð fram umsögn vegna beiðnar um styrk frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær styrki menningarstarf í Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur um 200 þúsund krónur á árinu 2017.
9. Skuldbreyting erlendra lána201106038
Upplýst um stöðu mála vegna endurgreiðslu ólögmætra gengislána.
Lagt fram.
10. Ráðning: Forstöðumaður búsetukjarna Þverholts201705037
Staða forstöðumanns búsetukjarnans í Þverholti.
Lagt fram.