Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. júní 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varamaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Upp­bygg­ing íþróttamið­stöðv­ar og æf­ing­ar­svæð­is við Hlíð­ar­völl í Mos­fells­bæ201706050

    Ósk um viðræður um framlengingu á núverandi samningi um 4 ár.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ræða við bréf­rit­ara og afla frek­ari gagna.

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur ekki tíma­bært að taka af­stöðu til er­ind­is Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar um auk­inn fjár­stuðn­ing þar sem eng­ar upp­lýs­ing­ar fylgja er­ind­inu um fjár­mál klúbbs­ins, s.s. fjár­hags­áætlun sem gef­ur inn­sýn í hvern­ig fé­lag­ið áætl­ar að fjár­magna starf­sem­ina í fram­tíð­inni, stöðu fram­kvæmda (fjár­þörf) og árs­reikn­ing­ur.

  • 2. Um­sögn um frum­varp til laga um skóga og skógrækt.201705161

    Umsögn umhverfisstjóra um frumvarp til laga um skóga og skógrækt.

    Lagt fram.

  • 3. Um­sögn um frum­varp til laga um land­græðslu.201705162

    Umsögn umhverfisstjóra um frumvarp til laga um landgræðslu.

    Lagt fram.

  • 4. Fyr­ir­spurn um lóð fyr­ir nýtt með­ferð­ar­heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu201706004

    Erindi um úthlutun lóðar vegna byggingar á meðferðarheimili.

    Bæj­ar­ráð sér sér ekki fært að verða við er­ind­inu þar sem Mos­fells­bær á ekki lóð sem upp­fyll­ir þau skil­yrði sem gerð eru.

  • 5. Skóla­akst­ur út­boð 2017201703159

    Niðurstöður útboðs á skólaakstri kynntar.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Teit Jónasson ehf., um skóla­akst­ur í Mos­fells­bæ.

    • 6. Gúmmík­url á leik- og íþrótta­völl­um201608872

      Lögð fyrir tillaga Eignasjóðs að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda vegna útskipta á gervigrasvöllum og gúmmíkurli.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Metatron ehf., vegna út­skipta á gervi­grasvöll­um og gúmmík­urli.

    • 7. Drög að reglu­gerð um rekst­ur hér­aðs­skjala­safns201705145

      Umbeðin umsögn forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar lögð fram.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela for­stöðu­manni þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar að skila um­sögn um reglu­gerð­ina í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað.

      • 8. Leitað eft­ir stuðn­ingi við dagskrá fyr­ir al­menn­ing í Vig­dís­ar­stofn­un201612236

        Lögð fram umsögn vegna beiðnar um styrk frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Mos­fells­bær styrki menn­ing­ar­starf í Stofn­un Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur um 200 þús­und krón­ur á ár­inu 2017.

        • 9. Skuld­breyt­ing er­lendra lána201106038

          Upplýst um stöðu mála vegna endurgreiðslu ólögmætra gengislána.

          Lagt fram.

          • 10. Ráðn­ing: For­stöðu­mað­ur bú­setukjarna Þver­holts201705037

            Staða forstöðumanns búsetukjarnans í Þverholti.

            Lagt fram.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:52